Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 11 20-50%  HÅVARD Jakobsen líffræðingur varði doktorsvörn í ónæmisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 16. jan- úar sl. Heiti ritgerðarinnar er „Bólusetning með próteintengdum pneumókokkafjölsykrum: Vernd- andi ónæmissvar eftir bólusetn- ingu með mis- munandi bóluefn- um, ónæmisglæðum og bólusetning- arleiðum.“ Ritgerðin byggist á sjö greinum sem birst hafa í alþjóðlegum vísinda- tímaritum. Andmælendur voru Jóna Freys- dóttir, vísindamaður við Lyfjaþróun hf. og David Goldblatt, prófessor við Institute of Child Health, Univers- ity College London and Great Orm- ond Street Children’s Hospital NHS Trust, London. Kristján Er- lendsson, varaforseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Pneumókokkar eru fjölsykru- hjúpaðar bakteríur sem valda væg- um slímhúðarsýkingum og alvar- legum sýkingum, aðallega í ungum börnum. Fjölsykrur baktería tengd- ar próteinum eru ný gerð bóluefna sem vekur ónæmissvar í ungbörn- um og getur verndað þau gegn pneumókokkasýkingum. Músalíkan fyrir pneumókokkasýkingar var notað til að sýna fram á vernd- armátt mótefna í blóði ungbarna sem höfðu verið bólusett með slík- um bóluefnum. Ef blóðsýni bólu- settra barna voru gefin músum voru mýsnar verndaðar gegn blóðsýk- ingu og lungnabólgu. Þetta músa- líkan var síðan notað til að þróa kjöraðstæður til að vekja verndandi ónæmissvar gegn pneumókokka- sýkingum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að próteintengdar pneumó- kokkafjölsykrur eru ónæmisvekj- andi og geta verndað gegn lungna- bólgu og blóðsýkingu í músum. Ónæmiskerfi nýbura er vanþroskað og ónæmissvör hæg og veik. Því var leitað leiða til að fá fram fullorð- inslík ónæmissvör snemma á æv- inni. Niðurstöður benda til að slím- húðarbólusetning nýfæddra músa með slíkum bóluefnum ásamt ónæmisglæðum sé kjörleið til að fá fram bæði útbreitt og staðbundið ónæmissvar gegn fjölsykrum bakt- ería og yfirvinna þannig þá tak- markandi þætti, sem einkenna ónæmissvör nýbura. Rannsóknin var unnin á ónæm- isfræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala háskólasjúkrahúss undir handleiðslu Ingileifar Jóns- dóttur, dósents við læknadeild HÍ. Helstu samstarfsaðilar voru pró- fessor Claire-Anne Siegrist, Genf- arháskóla, Dominique Schulz og Emanuelle Trannoy, Aventis Past- eur, Frakklandi, Rino Rappuoli og Giuseppe Del Giudice, Chiron Vacc- ines, Ítalíu og prófessor Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafræðideild HÍ. Í doktorsnefnd Håvards: Þórólfur Guðnason barnalæknir, Friðrika Þ. Harðardóttir ónæmisfræðingur, Björn Rúnar Lúðvíksson dósent og prófessor Claire-Anne Siegrist. Rannsóknin var styrkt af Rann- sóknasjóði Háskólans, Rannsókna- námssjóði, Vísindasjóði og Tækni- sjóði RANNÍS, Aventis Pasteur, Frakklandi og Lífvísindaáætlun Evrópusambandsins. Håvard Jakobsen er fæddur 7. ágúst 1972 í Namsos, Noregi. Stúd- entspróf frá Namsos Videregående Skole 1988–1992. BS-gráða í sam- eindalíffræði frá líffræðisskor HÍ júni 1994. Håvard hóf meistaranám við læknadeild HÍ 1998, sem var breytt í doktorsnám haustið 2000. Hann er giftur Auði Þórisdóttur líf- fræðingi og eiga þau eitt barn. Doktors- vörn í læknisfræði ÞAÐ getur verið hressandi að ganga rösklega á móti veðri og vindum og láta ekki regnið heldur hafa á sig nei- kvæð áhrif. Enda lítið mál þegar menn eru rétt búnir í veðrinu eins og þessir herra- menn voru á Laugaveginum. Og eftir rigningarkafla er rétt að búa sig nú undir ívið kaldara veðurfar, jafnvel frost víða um land og snjó- komu nyrðra.Morgunblaðið/Kristinn Hress- andi ganga BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir reglur um dvalarleyfi útlendinga alveg skýrar og að brýnt sé að félagsmálastofnanir kynni sér þær til hlítar svo að staða einstak- linga sé ekki óljós vegna ólíkra túlk- ana. Fram kom í Morgunblaðinu 18. janúar sl. að dæmi eru um að út- lendingum hafi verið synjað um áframhaldandi búsetu hérlendis sökum þess að þeir hafa nýtt sér rétt sinn samkvæmt lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaganna og þegið fjárhagsaðstoð frá félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Á hinn bóginn segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, að því fari fjarri að tímabundin fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu útiloki sjálfkrafa endurnýjun dvalar- og búsetuleyfis. Öðru máli geti gegnt ef fólk hafi verið lengi á framfæri hins opinbera og sjái ekki fram á að fá vinnu í ná- inni framtíð. Fólk þarf að kynna sér reglurnar Björn Bjarnason segir ekki vand- ann fólginn í ólíkri túlkun á rétt- indum útlendinga, heldur þurfi fólk fyrst og fremst að kynna sér þær reglur sem í gildi séu. „Ef krafan er sú að í reglunum sé nákvæmlega tekið fram hvaða sjón- armið á að hafa að leiðarljósi þegar meta á undanþágur frá meginregl- unni, er horfið frá því meginsjón- armiði, að unnt sé að taka mið af ríkum sanngirnisástæðum, þegar útlendingastofnun eða dómsmála- ráðuneyti fjalla um mál af þessu tagi,“ segir Björn. „Þarna þarf að koma til mat á öllum tilvikum hverju sinni og líta til margra þátta. Ef það væri nákvæmlega skilgreint í reglugerð með lögum um útlend- inga til hvaða undanþáguheimilda ætti að vísa til, væri svigrúmið þrengra en ella. Staða útlendinga er óljós ef fólk veit ekki hvaða reglur gilda en ég tel að þær séu alveg skýrar. Grunn- reglan er að fólk verður að hafa trygga framfærslu til að fá hér út- gefið dvalarleyfi. Hafi menn til dæmis þegið framfærslustyrki frá sveitarfélögum, þrátt fyrir fyrirheit um annað, geta þeir ekki fengið leyfi, sem getur verið grundvöllur búsetuleyfis. Þeir gætu hins vegar fengið útgefið tímabundið dvalar- leyfi á ný. Unnt er að víkja frá þessu skilyrði ef ríkar sanngirnisá- stæður mæla með því, en þær eru ekki tíundaðar í reglugerðinni, enda ekki vanalegt og yrði aldrei unnt að gera það á tæmandi hátt. Matið á því hvað fellur innan eða utan mark- anna er í höndum Útlendingastofn- unar og ráðuneytis, sem hefur tekið á kærumálum af þessu tagi og er engin óvissa um reglur við meðferð slíkra mála.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir stöðu útlendinga ekki óljósa Reglur um dvalarleyfi alveg skýrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.