Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ milljónum króna á síðasta ári. Um áramót átti Straumur 32,68% hlut í Flugleiðum og 6,06 í Íslandsbanka. Straumur átti 1,23% í Pharmaco, 17,34% í SH og 26,16% í Opnum kerfum um ára- mót, auk hlutdeildar í fleiri fé- lögum. Þórður Már segir að árið 2003 hafi verið hagstætt fyrir Straum Fjárfestingarbanka og hluthafa hans. En afkoman er sú besta frá upphafi Straums. Í hálf fimm fréttum KB-banka HAGNAÐUR Straums Fjárfest- ingarbanka hf. nam 3.815 millj- ónum króna á síðasta ári. Árið 2002 nam hagnaður félagsins 812 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst því um 370% á milli ára. Á árinu 2003 tók Straumur yfir Brú, fjárfestingar (áður Íslenski hug- búnaðarsjóðurinn) og Framtak fjárfestingarbanka. Straumur seldi hins vegar Framtak til Íslands- banka í byrjun desember fyrir um 51/2 milljarð króna. Áður en við- skiptin áttu sér stað keypti Straumur þær eignir Framtaks sem teljast til áhættufjárfestinga, þar með talið nánast öll skráð og óskráð hlutabréf út úr Framtaki Arðsemi eigin fjár 39% Innleystur hagnaður af verð- bréfaeign Straums nam 3.379 milljónum króna á síðasta ári sam- anborið við 952 milljónir króna ár- ið 2002. Óinnleystur hagnaður af verðbréfaeign nam í árslok 1.285 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár nam 39% á árinu 2003 og hagnaður á hlut var 1,17 krónur samanborið við 0,30 krónur árið 2002. Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddur arður að fjárhæð 1.452 milljónir króna eða sem nemur 35% af nafnverði hlutafjár. Arð- greiðslan er 38% af hagnaði ársins. Laun og hlunnindi fram- kvæmdastjóra Straums, Þórðar Más Jóhannessonar, námu 27,3 kemur fram að gott uppgjör Straums helgist fyrst og fremst af góðri afkomu á fjármálamörkuð- um. Félagið jók verulega eign sína í hlutabréfum á árinu og hefur það borið góðan ávöxt enda hækkaði Úrvalsvísitalan um 56,4% og helstu markflokkar skuldabréfa hækkuðu um 10-18%. Straumur nýtti meðbyrinn á mörkuðum og jók hlutafé sitt fjórum sinnum á árinu, samtals um tæpar 1.130 m.kr. að nafnvirði og nam aukn- ingin 37,4% af hlutafé félagsins í upphafi ársins. Gengishagnaður, innleystur og óinnleystur, á verð- bréfa- og gjaldeyrisviðskiptum á árinu nam 4.664 m.kr.,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Þar kemur einnig fram að nýtt ár fari vel af stað hjá Straumi en samtals hafa skráð innlend hluta- bréf félagsins hækkað um 1.292 milljónir króna frá upphafi ársins. Gengi Straums í byrjun þessa árs var 4,93 og markaðsverðmætið því 16.750 milljónur sem er lít- illega meira en eigið fé félagsins. Gengið í lok dagsins í gær var 6,1 og markaðsverðið því komið í 24.900 milljónir króna. Markaður- inn virðist binda vonir við að félag- ið fari að bjóða nýja virðisskapandi þjónustu með fjárfestingabanka- leyfi sínu þar sem hækkun Straums er töluvert meiri en virð- ist vera hægt að skýra með hækk- un á verðbréfamörkuðum, nánar tiltekið 3,76 sinnum meira, að því er fram kemur í hálf fimm frétt- um. Hagnaður Straums 3.815 milljónir króna Innleystur hagnaður af verðbréfaeign 3.379 milljónir                                         !"        # # $$ # %$  & '   !( )  (   *+   ! %,- ,  ,#-    #    %# #  #   ,%- , $ %,%-       !       "#             LANDSBANKI Íslands er orð- inn fjórði stærsti hluthafi Ís- landsbanka, á orðið rúmlega 4,9% hlutafjár í bankanum. Lífeyrissjóður verslunar- manna, Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn og Straumur fjárfestingar- banki eru enn sem fyrr þrír stærstu eigendur Íslandsbanka, samkvæmt nýjum hluthafalista frá Íslandsbanka. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hafa hins vegar færst í sjöunda sæti úr því fjórða frá listanum sem Morgunblaðið birti í gær, enda hefur sjóðurinn selt 50 milljón hluti í bankanum eða 0,4% heildarhlutafjár. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær seldu MP fjár- festingarbanki, Fjárfestingar- félagið Atorka og Afl fjárfestingarfélag alla hluti sína í Íslandsbanka á miðvikudag, alls 3,5% hlutafjár í bankanum. Þess má geta að Hrómundur ehf. sem situr í tíunda sæti hluthafa- listans er félag í eigu Einars Sveins- sonar. Landsbankinn átti áður ríflega 2,9% hlutafjár eða tæplega 310 millj- ónir hluta. Bankinn á nú rúmlega 517 milljónir hluta í Íslandsbanka en miðað við lokaverð bréfanna í Kaup- höll Íslands í gær (7,10) er andvirði hlutar Landsbankans tæpir 3,7 millj- arðar króna. Viðskipti með bréf í Íslandsbanka námu rúmum einum milljarði í gær, þar af voru tvö stór viðskipti, annars vegar með 55 milljónir hluta og hins vegar með 50 milljónir hluta (sam- tals 1% hlutafjár) á genginu 7,15. Kaupverðið nam því samtals um 751 milljón króna. KB banki með 3% í Landsbankanum KB banki hefur keypt 2% eignar- hlut Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í Landsbanka Íslands. KB banki á nú 3% hlutafjár í Lands- bankanum og er fjórði stærsti hlut- hafi hans. Hlutir KB banka eru samkvæmt hluthafalista frá Landsbankanum í gær rúmlega 225 milljónir talsins. Miðað við lokaverð bréfanna í Kaup- höll Íslands í gær (6,90) er verðmæti bréfanna 1,5 milljarðar króna. Landsbanki fjórði stærsti í Íslandsbanka Bankinn á nær 5% hlutafjár    !       "# $%& ' "# $%()' (%* +',  "'+'-',  .+,  ((%* +',  "# $%/' -'+',  "# $%%'' 0' ,                    $ # %    & ' #     (  )  # HAGNAÐUR Nýherja á árinu 2003 var 34% minni en á árinu 2002. Hagnaður síðasta árs nam 107,2 milljónum króna eftir skatta en var 70,6 milljónir árið áður. Uppgjörið er verra en KB banki gerði ráð fyrir í afkomu- spá sinni, en þar áætlaði bank- inn að hagnaður yrði 83 millj- ónir króna. Tekjur Nýherja á síðasta ári námu 4.569 milljónum króna en voru 4.442 milljónir árið áð- ur, og jukust því um 3% milli ára. Hagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir – EBITDA – nam 205,5 milljónum en var 231,7 milljónir króna árið áður. Í fréttatilkynningu frá fé- laginu kemur fram að hlutfall EBITDA af veltu var 4,5% á árinu, en var 5,2% árið áður. Þar segir jafnframt að launa- kostnaður hafi hækkað um 9,1% milli ára, en meðalfjöldi stöðugilda hjá félaginu var 242. Annar rekstrarkostnaður og afskriftir hækka um 6,1% milli ára, m.a. vegna aukinna af- skrifta á viðskiptavild fyrirtækja sem Nýherji hefur keypt, að því er fram kemur í tilkynningunni. Samkvæmt samstæðureikningi dótturfélaga nam tap af rekstri þeirra 4,3 milljónum króna á árinu. Hörð samkeppni „Hörð samkeppni ríkti á upplýs- ingatæknimarkaðinum á árinu 2003, auk þess sem umhverfi fyrirtækja á þessum markaði hefur að mörgu leyti verið erfitt á liðnum árum. Árið einkenndist helst af vaxandi sam- keppni, samhliða minni eftirspurn á markaðinum eftir netþjónum og lausnum þeim tengdum. Jafnframt hafa fyrirtæki lítið ráðist í uppsetn- ingar á stærri hugbúnaðarkerfum sem og í breytingar á stærri heildar- upplýsingakerfum. Þá var eftirspurn eftir vörum og þjónustu í upplýs- ingatækni hægari á síðari árshelm- ingi en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.“ Í tilkynningunni segir að svo virð- ist sem eftirspurn og afkoma á fyrri árshelmingi þessa árs kunni að verða með svipuðum hætti og á síðari helming síðasta árs. „Vonir standa til þess að á síðari hluta ársins verði upplýsingatæknimarkaðurinn líf- legri, þó að ekki sé að vænta neinna verulegra umskipta frá því sem verið hefur á liðnum tveimur árum.“ Ársuppgjör Nýherja hf. Hagnaður dregst saman um 34%      +     .('           $ #% $ $           !"              $   /  !"!( ) 01!"!(   !( ! #  $#,- $ $$ $ %       $#    # !   $ ,-       !       ,- .         STJÓRN líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar, UVS, hefur ráðið Kanadamanninn Dana. B. Hosseini sem forstjóra fyr- irtækisins. Þá hefur Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, tek- ið við stjórnarformennsku í félag- inu. Á stjórnarfundi UVS í gær var jafnframt ákveðið að auka hlutafé félagsins um 5 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði tæplega 350 milljóna íslenskra króna. Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson hefur látið af starfi forstjóra UVS og Bernhard Ö. Pálsson hefur vikið úr sæti stjórnarformanns. UVS sérhæfir sig í krabbameins- rannsóknum. Rannsóknir fyrirtæk- isins beinast að erfðafræðilegum orsökum krabbameins og hefur það nú yfir að ráða gagnagrunni með upplýsingum um fleiri en 20 þúsund krabbameinssjúklinga. Fyrirtækið er í eigu íslenskra fjárfesta. Stærstu hluthafarnir eru Pharmaco, Burðarás og Straumur. Vonir bundnar við Hosseini Róbert Wessman segir að gagnagrunnur UVS sé mjög öfl- ugur og gefi mikil tækifæri til sóknar á því sviði sem fyrirtækið starfar. Hann segir að Pharmaco verði stærsti einstaki hluthafinn eftir hlutafjáraukninguna. Ætlunin sé þó ekki að Pharmaco eigi þenn- an hlut til lengdar, heldur sé stefnt að því að styðja við bakið á félag- inu á meðan á uppbyggingu þess stendur og þar til aðrir munu koma að því. Að sögn Róberts bindur stjórn UVS miklar vonir við ráðningu Hosseini í starf forstjóra. Hann segir að Hosseini hafi miklar reynslu af því að hjálpa litlum líf- tæknifyrirtækjum til að ná fótfestu og árangri og vonir standi til að það muni honum einnig takast með UVS. Í San Diego og Reykjavík Dana B. Hosseini segir að hjá UVS sé allt sem þurfi til að hægt sé að ná góðum árangri á líf- tæknisviðinu. Markmið fyrirtæk- isins séu skýr og þær rannsóknir sem starfsmenn þess hafi unnið að séu mikilvægar. Hann hafi tölu- verð tengsl við fyrirtæki í þessum geira sem geti nýst UVS vel til frekari sóknar á alþjóðamarkaði. Tækifærin séu stórkostleg. Þá muni hlutafjáraukning félagsins koma sér vel. Hosseini verður með aðsetur bæði í San Diego í Bandaríkjunum og í Reykjavík. Hann segir að ástæðan sé sú að til að byrja með muni starf hans að stærstum hluta snúast um að styrkja sambönd UVS við samstarfsaðila í Banda- ríkjunum og koma á nýjum sam- böndum. Hosseini starfaði hjá líftækni- fyrirtækjunum Cyntellect og Sequenom áður en hann réðst til starfa hjá UVS. Nýr for- stjóri ráðinn til UVS Morgunblaðið/Þorkell Dana B. Hosseini, nýr forstjóri Urðar Verðandi Skuldar, segir að hjá UVS sé allt sem þurfi til að hægt sé að ná góðum árangri á líftæknisviðinu. Róbert Wessman tekur við sem stjórnarformaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.