Morgunblaðið - 24.01.2004, Page 20

Morgunblaðið - 24.01.2004, Page 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI - FÉLAGASAMTÖK Til sölu tvær tveggja herbergja íbúðir í miðbæ Akureyrar. Tilvalið fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög eða félagasamtök. Íbúðirnar eru vandaðar og fallegar ca 50 fm hvor. Ásett verð 6,5 m. Áhvílandi mjög hagstæð lán frá L.Í. Uppl. í síma 898 4657 eða hjá FM 550- 3000. 14341           ! "#$%  &$ ' ( %$#    %)& $*+,   -.+  /0 ÞEGAR Tung Chee-hwa, æðsti embættismaður Hong Kong, flutti árlega stefnuræðu sína fyrr í mán- uðinum gat hann þess í framhjá- hlaupi að hann hefði frestað því að ákveða hvenær lýðræðisumbótum yrði komið á. Nokkrum mínútum síðar reyndi kínverska stjórnin að tryggja að allir skildu hvaða þýðingu þetta hefði. Opinber fréttastofa Kína birti þá yfirlýsingu þar sem talsmaður stjórnarinnar í Peking sagði hana hafa skýrt Tung frá því að hann ætti að hafa „náið samráð við viðkomandi ráðuneyti kínversku stjórnarinnar“ og gæti ekki tekið ákvörðun um „starfstilhögunina í þessu máli“ fyrr en samráðinu lyki. Með öðrum orðum lýsti kínverska stjórnin því yfir að hún hygðist ráða því hversu hratt yrði komið á póli- tískum umbótum í Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem leiðtogar Kína segja þetta opinskátt frá því að um hálf milljón Hong Kong-búa tók þátt í mótmælum gegn stjórninni 1. júlí í fyrra. Með yfirlýsingunni staðfestu kín- versku leiðtogarnir það sem marga hafði grunað: stjórnin í Peking tekur nú mikilvægustu ákvarðanirnar í málefnum Hong Kong þrátt fyrir loforð hennar um að breska nýlend- an fyrrverandi fengi sjálfstjórn í eig- in málum. Yfirlýsingin markar upp- haf nýs kafla í tengslum kínversku stjórnarinnar og Hong Kong og hún tekur nú fullan þátt í deilunni um hvort kjósa eigi leiðtoga borg- arinnar í almennum kosningum. Gagnrýninni beint að kínversku stjórninni? Yfirlýsingin hefur þegar orðið til þess að lýðræðissinnar í Hong Kong íhuga nú að taka upp nýjar aðferðir í baráttu þeirra fyrir því að æðsti embættismaðurinn verði kjörinn í almennum kosningum árið 2007 og allt þingið ári síðar. Reiði umbótasinnanna hefur hing- að til beinst að Tung, óvinsælum auðkýfingi sem kínversk stjórnvöld fólu að stjórna Hong Hong eftir að borgin varð aftur hluti af Kína árið 1997. En nú þegar kínversku leið- togarnir hafa tekið skýrt fram að Tung hlýði fyrirmælum þeirra þurfa andstæðingar hans í Hong Kong að ákveða hvort þeir eigi að beina gagnrýninni að stjórninni í Peking. Umbótasinnarnir hafa hingað til verið tregir til að gagnrýna stjórn Kína og reynt að fullvissa hana um þeir krefjist aðeins kosninga í Hong Kong, ekki á meginlandi Kína. Í mótmælagöngunni 1. júlí, hinni fjöl- mennustu í Kína frá mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, var þess krafist að Tung og ráðherrar hans segðu af sér, en lítið sem ekk- ert var minnst á Hu Jintao, forseta Kína, og aðra leiðtoga landsins. Áherslan sem lögð hefur verið á að gagnrýna Tung endurspeglar al- menningsálitið í Hong Kong þar sem Hu og Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, eru álitnir ljá máls á pólitískum umbótum. Þessi áhersla er þó einnig til marks um raunsæi því að leiðtogar Kína eiga lokaorðið um pólitísku umbæturnar í Hong Kong og þess vegna er ráðlegt að reita þá ekki til reiði. Samkvæmt stjórnarskrá Hong Kong, sem Kínverjar og Bretar sömdu, verður ekki hægt að efna til almennra kosninga eftir 2007 nema tveir þriðju þings Hong Kong, æðsti embættismaðurinn og kínverska stjórnin samþykki það. Umbótasinn- arnir höfðu vonast til þess að með því að virkja almenning í baráttunni gætu þeir fengið þingið á sitt band og knúið Tung til að fallast á um- bæturnar, þannig að mjög erfitt yrði fyrir kínversku stjórnina að hafna tillögu sem nyti almenns stuðnings í Hong Kong. Með því að hafa bein afskipti af málinu hefur kínverska stjórnin í raun lýst því yfir að hún treysti því ekki lengur að Tung geti komið í veg fyrir að þetta gerist, að sögn Allens Lee, sem á sæti í kínverska þinginu. Hann segir að kínversku leiðtog- arnir kenni Tung um fjöldamótmæl- in í júlí, sem komu þeim í opna skjöldu. „Þeir vilja tryggja að þetta gerist ekki aftur. Þeir efast um að C.H. Tung geti stjórnað þessum pólitísku umbótum fyrir þá,“ segir Lee. „Þeir hafa áhyggjur af því að almenningur rísi upp aftur og krefj- ist kosninga 2007.“ Christine Loh, fyrrverandi þing- maður sem styður lýðræðislegar umbætur, segir að Tung hafi brugð- ist íbúum Hong Kong og kínversku stjórninni. „Það er ekkert leynd- armál að kínverska stjórnin hefur áhyggjur af því að pólitísku umbæt- urnar verði of örar og við þurfum þess vegna mann sem getur útskýrt málið og sefað ótta kínverskra stjórnvalda. Vanhæfni Tung kann að hafa leitt til ástands sem er öllum í óhag. Fólkið verður vonsvikið og heldur áfram að mótmæla og ótti kínverskra stjórnvalda getur jafnvel magnast.“ Ágreiningur meðal umbótasinna Meðal umbótasinnanna er ágrein- ingur um hvernig bregðast eigi við yfirlýsingu kínversku stjórnarinnar. Nokkrir þeirra hafa hvatt til fjölda- mótmæla í því skyni að knýja hana til að gefa eftir en flestir beina enn gagnrýninni að Tung. Búist er við efnt verði aftur til fjöldamótmæla 1. júlí, þegar sjö ár verða liðin frá því að Hong Kong varð aftur hluti af Kína. Næstu þingkosningar verða í september og þá verða 30 af 60 þingmönnum Hong Kong kjörnir, en nú eru aðeins 24 þingmannanna þjóðkjörnir. Samtök, sem styðja oft- ast kínversku stjórnina, velja hina þingmennina 30. Umbótasinnar eru nú með 22 þingsæti og bæti þeir við sig átta sætum í kosningunum geta þeir hindrað frumvörp og ef til vill knúið kínversku stjórnina til samn- ingaviðræðna um pólitískar umbæt- ur. Stjórnin í Kína tefur fyrir lýðræðisum- bótum í Hong Kong Kommúnistastjórnin talin óttast að breytingar verði of örar og lýðræðissinnar eflist mjög á þingi borgarinnar Reuters Ung kona heldur á mynd af Tung Chee-Hwa, æðsta embættismanni Hong Kong, á mótmælafundi fyrir utan þinghúsið í borginni á dögunum. Peking. The Washington Post. ’ Stjórnin í Pekingtekur nú mikilvæg- ustu ákvarðanirnar í málefnum Hong Kong þrátt fyrir lof- orð hennar um að breska nýlendan fyrrverandi fengi sjálfstjórn í eigin málum. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.