Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Diskamottur 6 stk. í pakka áður kr. 2.900 nú kr. 1.500 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Skurðarbretti áður kr. 1.500 nú kr. 1.000 Glasabakkar 6 stk. í pakka áður kr. 995 nú kr. 495 Ú tsa la Ú tsa la Ú tsa la     „ÞETTA er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en þegar ég talaði við fólk á Íslandi fannst mér eins og ég væri að tala við einhvern frá Nýja Ís- landi, skyldmenni eða nágranna í Riverton,“ segir Vestur-Íslending- urinn Mark Myrowich frá Riverton í Manitoba, en hann fór fyrir sex öðr- um frumkvöðlum frá Winnipeg, sem fóru frá Íslandi á mánudag eftir helgardvöl hér á landi. Félagarnir eru í heimssamtökum ungra frumkvöðla (www.yeo.org), en um 5.000 meðlimir í um 40 lönd- um eru í samtökunum og þar af um 55 í Winnipeg. Skilyrði fyrir aðild er að viðkomandi sé yngri en 40 ára og eigi meira en 50% í fyrirtæki sem selur fyrir meira en milljón banda- rískra dollara á ári, um 70 milljónir króna. „Heimssamtökin voru stofn- uð fyrir um 15 árum en við byrj- uðum í Winnipeg fyrir 10 árum og vorum sjötti hópurinn til að ganga í samtökin,“ segir Mark og bætir við að tilgangurinn sé að efla unga frumkvöðla. Þessir sjö frumkvöðlar halda hóp- inn, hittast reglulega og fara yfir gang mála í fyrirtækjum sínum, miðla af reynslunni og leita nýrra leiða í sameiningu. Á hverju ári fara þeir saman í óvissuferð og þannig hafa þeir til dæmis heimsótt Wash- ington, höfuðborg Bandaríkjanna, og Nýja Ísland í Manitoba. „Eftir heimsóknina til Gimli og nágrennis fannst mér tilvalið að fara með strákana til Íslands og ekki síst vegna þess að ég er af íslenskum uppruna og þangað hafði ég aldrei komið,“ segir Mark. „Ég gekk frá ferðinni og lét þá vita hvert við vær- um að fara með þriggja daga fyr- irvara.“ Mark framleiðir gróðurmottur í Riverton og er stærsti atvinnurek- andinn á svæðinu með rúmlega 30 starfsmenn. Hann hóf reksturinn 2001 og er mjög umsvifamikill en hann selur motturnar víða í Kanada og Bandaríkjunum og nam salan í fyrra um fjórum milljónum dollara. Keith Gillis framleiðir hleðslu- steina, David Blatt er í límmiða- framleiðslu, Joel Green rekur heilsuræktarstöð, Kori Buhler framleiðir girðingar, Paul Lougheed rekur sjávarréttaveit- ingastað og Peter Anadranastakis starfar við markaðssetningu. Tilgangur ferðarinnar til Íslands var að þjappa hópnum saman og komast í snertingu við nýtt land og íbúa þess auk þess sem hugmyndin var að reyna að komast í samband við forsvarsmenn íslenskra fyr- irtækja á sambærilegum sviðum með samvinnu í huga. Þegar á reyndi varð minna úr samskipt- unum en til stóð en frumkvöðlarnir voru engu að síður mjög ánægðir með ferðina. „Ísland er 45. landið sem ég heim- sæki og er vissulega í hópi þeirra helstu sem ég mæli með sérstöð- unnar vegna, fólksins og ævintýr- anna sem það býður upp á,“ segir Mark, en langalangafar og -ömmur hans fluttu frá Íslandi til Kanada 1874 og 1887. Morgunblaðið/Sverrir Kanadísku frumkvöðlarnir létu kuldann á Hverfisgötunni í Reykjavík ekki á sig fá enda ýmsu vanir í þeim efnum. Frá vinstri: Paul Lougheed, Mark Myrowich, David Blatt, Joel Green, Peter Anadranastakis, Keith Gillis og Kori Buhler. Eins og í túninu heima MIKIL snjókoma hefur verið í Winnipeg að undanförnu og reynd- ar hefur ekki snjóað eins mikið í borginni og nú síðan veturinn 1996 til 1997. Jafnfallinn snjór í Winnipeg til jóla var um 30 til 35 sentinetrar en síðan hafa fallið um 55 sentimetrar. Fyrir sjö árum mældist jafnfallinn snjór 137 sentimetrar og vorið 1997 var mesta flóð í borginni í 100 ár, en ekki er talin hætta á slíku í vor. Þrátt fyrir snjókomu hefur verið ansi kalt á stundum og frostið farið niður fyrir 40 gráður á celsíus með vindkælingunni en gert er ráð fyrir frekar miklu frosti næstu daga. Snjórinn hefur verið vegfarend- um til nokkurs ama en listamönnum til mikillar gleði en á myndinni má sjá snjóverk, sem er á svonefndu Forks-svæði á ármótum Rauðár og Assiniboineár í miðbæ borgarinnar. Richardsonbyggingin er í baksýn. Ljósmynd/Davíð Gíslason Mikil snjókoma og kuldi í Winnipeg BJÖRN Thoroddsen, gítarleikari sem í liðinni viku fékk Íslensku tón- listarverðlaunin sem djassflytjandi ársins, verður með fimm djass- tónleika í Manitoba í Kanada í byrj- un febrúar en Kanadamennirnir Richard Gillis, trompetleikari, og Steve Kirby, bassaleikari, leika með honum að þessu sinni. Þremenningarnir koma fyrst fram í sal tónlistarskóla Manitobaháskóla í Winnipeg miðvikudaginn 4. febr- úar, en Richard Gillis er kennari við skólann auk þess sem hann er stjórnandi djasshljómsveitar Winni- peg. Kvöldið eftir verða tónleikar í Menningarmiðstöðinni í Gimli á veg- um Íslendingadagsnefndar, 6. febr- úar koma þremenningarnir fram í Lundar, aftur í Manitobaháskóla 7. febrúar og tónleikahaldinu að þessu sinni lýkur í Listasafni Winnipeg sunnudaginn 8. febrúar. Björn Thorodd- sen með fimm tónleika í Manitoba ÁTTA vikna námskeið um land- námssögu Íslendinga í Vest- urheimi og ýmislegt henni tengt hefst í Gerðubergi í byrjun febr- úar en þetta er áttunda nám- skeiðið sem Jónas Þór heldur um efnið á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga. Námskeiðið verður á þriðju- dagskvöldum frá klukkan 19:30 til 21:30 frá 3. febrúar til 23. mars næst komandi og kostar 10.000 krónur. Innritun og upplýsingar veitir Jónas Þór (s. 554-1680 og á jtor@mmedia.is) og í Gerðubergi, sunnudaginn 1. febrúar kl.13:00 til 15:00. Áttunda nám- skeiðið um landnámið vestra ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.