Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðfinna J. Finn-bogadóttir, Nanna, fæddist í Tjarnarkoti í Innri- Njarðvík 31. ágúst 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík að morgni 16. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Þorkelína Jónsdóttir frá Hópi í Grindavík, f. 7.3. 1888, d. 11.3. 1968, og Þórður Finn- bogi Guðmundsson, f. á Litla-Vatnsnesi við Keflavík 1.3. 1886, d. 17.3. 1972. Systkini Nönnu voru: 1) Jóna Guðrún Kjeld, f. 28.9. 1911, d. 14.11. 1994, maki Jens Sóf- us Kjeld, f. 13.10. 1908, d. 2.10. 1980. 2) Guðmundur Alfreð, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987, maki Guðlaug Ingveldur Bergþórs- dóttir, f. 18.11. 1908, d. 4.4. 1985. 3) Jór- unn Helga, f. 30.6. 1916, d. 3.7. 1999, maki Vilhjálmur Þórðarson, f. 5.10. 1913, d. 1.12. 1988. 4) Björg Esther Finn- bogadóttir, f. 14.3. 1914, d.19.9. 2003, sambýlismaður Sig- urður Páll Guð- mundsson, f. 13.3. 1918, d. 30.7. 1990. Fóstursystkini Nönnu voru Þórunn Sveinsdóttir, f. 25.6. 1910, d. 7.5. 1997, og Ragn- ar Guðmundsson, f. 22.6. 1920, d. 7.7. 2002. Útför Nönnu verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðfinna J. Finnbogadóttir eða Nanna frænka eins og við kölluðum hana var yngsta dóttir Finnboga og Þorkelínu í Tjarnarkoti og yngsta systir móður okkar. Þar með er síðasta systkinið í Tjarnarkoti horfið yfir móðuna miklu. Nanna var náinn og kær vinur í upp- vexti okkar í Innri-Njarðvík, mikill þátttakandi í öllu lífi okkar. Tjarnar- kotssystkinin voru afar samrýmd og sterk tengsl voru milli Nönnu og fjöl- skyldna þeirra. Þetta voru barnmarg- ar fjölskyldur og Nanna kom oft fær- andi hendi með gjafir fyrir stóra og smáa. Nanna var glæsileg kona og á sín- um yngri árum var hún sannkölluð tískudama. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Ísafirði og lærði þar ýmsar hannyrðir sem hún síðar iðkaði og var þekkt fyrir í umhverfi sínu. Hún vann lengi á saumaverk- stæði Haraldar Árnasonar í Reykja- vík og var þar yfirmaður um árabil. Um helgar kom hún oft í Njarðvík- urnar og þeir voru ófáir laugardag- arnir sem við systurnar sátum við gluggann á Ljósvöllum og fylgdumst með tvörútunni úr Reykjavík, og allt- af var jafn spennandi að sjá hvort Nanna væri að koma. Jafnan var mik- ið rætt um hárgreiðsluna og fötin sem hún klæddist. Fínu kápurnar og skórnir eru okkur enn í fersku minni – sumt er meira að segja til ennþá. Eftir að verslun Haraldar hætti fór Nanna að vinna sjálfstætt við gard- ínusaum og saumaði þá fyrir ýmsar verslanir. Einnig hélt hún áfram að sauma fyrir Orðunefnd. Eftir andlát móður sinnar 1968 flutti Nanna aftur í Tjarnarkot til að annast aldraðan föð- ur sinn sem lést 86 ára gamall árið 1972. Síðustu starfsár sín vann hún við ræstingar í Reykjavík og átti þá athvarf hjá Helgu systur sinni, en að- alheimilið var samt í Tjarnarkoti, þar til hún flutti alfarið yfir götuna til Est- erar systur sinnar og Gylfa systur- sonar síns í Tjarnagötu 10. En Gylfi var á seinni árum stoð og stytta þeirra systra. Nanna var alla tíð mjög hraust en í nóvember 2002 fékk hún heilablóðfall og náði sér lítt eftir það. Í veikindum systranna annaðist Gylfi þær með af- brigðum vel. Eftir lát Esterar systur sinnar í september síðastliðnum var eins og Nanna gæfist upp. Hlutverki hennar virtist lokið. Henni hrakaði hratt með hverjum degi og lést hún í svefni að morgni 16. janúar síðastlið- inn í Víðihlíð í Grindavík, en þar hafði hún dvalið um þriggja mánaða skeið. Við systurnar minnumst Nönnu með hlýjum hug og þökkum nú að leiðarlokum alla umhyggju hennar fyrir okkur og fjölskyldum okkar. María, Hanna og Kristbjörg. Nanna vann við ýmis störf á ung- lingsárum sínum, m.a. í frystihúsinu í Innri-Njarðvík, en einnig við barna- pössun sem og heimilishjálp eða var í vist eins og kallað var. Nanna byrjaði ung að syngja með Kór Innri-Njarð- víkurkirkju og mun vera einn af stofnendum hans. Um tvítugsaldur- inn hóf hún störf á Saumaverkstæði GUÐFINNA J. FINNBOGADÓTTIR ✝ Þórarinn Kjart-an Magnússon, fyrrverandi kennari, bóndi, verslunar- og fræðimaður í Hátún- um fæddist 19. júlí 1912 í Hátúnum í Landbroti. Hann lést á Kirkjubæjar- klaustri aðfaranótt 14. janúar síðastlið- inn, á 92. aldursári. Þórarinn er sonur hjónanna Magnúsar Þórarinssonar, bónda í Hátúnum og Katrínar Hreiðars- dóttur, konu hans. Þórarinn var yngsta barn þeirra hjóna, en hann átti þrjár systur og andvana fædd- an bróður. Systur hans voru Elín, f. 1900, d. 1987, Júlíana, f. 1902, d. 1988 og Valgerður, f. 1905. Þórarinn kvæntist 5. júní árið 1937, Þuríði Sigurðardóttur, f. 6. desember 1908. Foreldrar hennar voru Sigurður Björnsson og Hall- dóra Árnadóttir úr Skaftártungu. Þórarinn og Þuríður áttu saman arinn svo kennaraprófi árið 1935 og kenndi eitt ár í Sauðanesskóla- hverfi í N-Þingeyjasýslu. Frá 1936 – 1953 kenndi hann við barna- skólana í Skaftártungu, Meðal- landi og Dyrhólahreppi og var Þórarinn síðasti farkennarinn á Ís- landi. Haustið 1960 hóf hann aftur kennslu við barnaskólann í Með- allandi og kenndi þar fram til vors- ins 1969. Jafnframt kennslunni stundaði Þórarinn búskap í Hátún- um ásamt Þuríði og Valgerði syst- ur sinni til ársins 1971, en þá tóku við búskapnum dóttir þeirra, Sig- ríður Halldóra og eiginmaður hennar. Árið 1971 hóf Þórarinn störf við Skaftárskála á Kirkju- bæjarklaustri og starfaði þar allt fram til ársins 1985. Árið 1979 fluttu Þórarinn og Þuríður að dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri, en þar héldu þau hjón heimili allt fram að andláti Þór- arins. Þórarinn hefur safnað og skráð ýmsan fróðleik, bæði fyrir sjálfan sig og eins fyrir Þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns Íslands, auk þess sem hann gerði margvíslegar jarðfræði- og staðháttarannsóknir í Vestur-Skaftafellssýslu. Útför Þórarins verður gerð frá Prestbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þrjár dætur: 1) Katrín, f. 1938. Eiginmaður hennar var Guðmund- ur Guðjónsson, f. 1927, d. 2002. Áttu þau Hreiðar, f. 1956, d. 1977, Valmund, f. 1964, Margréti, f. 1966, Jóhönnu Þuríði, f. 1968, Finn, f. 1970 og Elínu Þóru, f. 1973. 2) Sigríður Halldóra, f. 1939. Eiginmaður hennar er Jens Eirík- ur Helgason, f. 1942. Eiga þau saman Helga Valberg, f. 1978 og Svein Hreiðar, f. 1982. Áður átti hún Kára Þór, f. 1965. 3) Magnea Gíslrún, f. 1948. Eiginmaður henn- ar er Magnús Pálsson, f. 1921. Börn þeirra eru Elín Valgerður, f. 1966, Ragnhildur Þuríður, f. 1970, Ingunn Guðrún, f. 1971, Júlíanna Þóra, f. 1972, Ólöf Birna, f. 1977 og Pála Halldóra, f. 1980. Þórarinn ólst upp í foreldrahús- um, en sótti unglingaskólann í Vík í Mýrdal árin 1926-28. Lauk Þór- Ég man fyrst eftir Þórarni afa mínum sem góðum karli í sjoppunni á Kirkjubæjarklaustri. Þó gerði ég mér kannski ekki grein fyrir að hann var afi minn, eða lagði neinn skilning í það hvað afi væri. Ég vissi hins veg- ar að karlinn var góður og stakk iðu- lega einhverju sætu í munninn á mér. Á seinni árum var afi að vinna að uppgreftri fyrir Þjóðminjasafnið og upplýsingaöflun af margvíslegu tagi. Fannst mér fátt skemmtilegra en fá að fara með honum í slíka graftrar- leiðangra, oftast var ég drullugur upp fyrir haus, en hann alltaf hreinn og strokinn, sama hvað drullan var mikil. Í litlum Daihatsu Charade ferðuð- ust afi og amma vítt og breitt um landið fram á níræðisaldurinn. Aldr- ei var farið á hótel, heldur var tjaldað og ef þau gátu ekki tjaldað, var ein- faldlega slegið upp búðum í bílnum. Þetta er lýsandi fyrir sjálfstæði afa, hann hefur alltaf þótt sjálfstæður og viljað sjá um sig og sína, sem hann gerði allt fram í andlátið. Barnabörn og börn afa bjuggu að því að hann var kennaramenntaður og var síðasti farkennarinn á Íslandi. Eftir að ég steig mín fyrstu skref í grunnskóla, fór ég til afa og ömmu á Klausturhólum, ef ég fór ekki heim í Hátún. Hjá afa var alltaf sú regla að bækurnar voru teknar upp og heima- lærdómurinn kláraður áður en ann- að var gert. Hann var þó ekki mikið fyrir að taka af mér völdin í lær- dómnum, heldur fylgdist laumulega með og kom til bjargar ef í óefni stefndi. Oft var ég búinn að læra í lengri tíma þegar ég áttaði mig á að karlinn stóð fyrir aftan mig, þá lík- lega búinn að horfa yfir öxlina á mér allan tímann. Ekki finnst mér ólík- legt að hann fylgist enn með mér úr fjarlægð í því námi sem ég stunda í dag og beini mér á réttar slóðir. Afi og amma voru alltaf mjög sam- rýmd og finnst mér sárt að sjá þau aðskilin í dag. Lengi vel mátti sjá þau ganga um Kirkjubæjarklaustur, haldandi í höndina á hvort öðru fram á níræðisaldurinn. Þegar amma tap- aði sjóninni, sá afi um lesturinn og gat amma áfram notið þess að lesa blöðin eða góðar bækur, afi lánaði henni sjónina. Eins þegar afi tapaði heyrninni, sá amma um að hlusta og lánaði honum þannig heyrnina. Þau áttu vel saman og hafa gert allt sitt líf, eða frá því þau giftust fyrir tæp- lega 67 árum. Ég og Guðrún vorum það lukkuleg að hitta á afa um jólin. Þrátt fyrir áfallið stóð hann keikur og sá ég sama stoltið og sjálfstæðið sem ég hef orðið vitni að í gegnum tíðina. Eftir að ég fluttist á Selfoss kom ég lítið til ömmu og afa, en í hvert sinn sem ég fór austur, lá leiðin til þeirra. Ég bið að heilsa þér í hinsta sinn, afi minn. Amma, megi guð vera með þér. Helgi Valberg. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þeir ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. (Hallgrímur Pétursson.) Fallinn er nú frá aldinn höfðingi, afi minn Þórarinn Kjartan Magnússon. Margs er að minnast um þann sóma- mann sem lítið lét yfir sér en þegar á reyndi var eins og bjargfastur klett- ur í hafinu. Hann var stórbrotinn persónuleiki, hafsjór af fróðleik og á góðum stundum mjög fræðandi og skemmtilegur sagnaþulur. Okkar kynni hófust fyrir tæpum fjörutíu ár- um þegar ég, hvítvoðungurinn, sonur dóttur hans kom að Hátúnum. Miðað við þær aðstæður sem uppi voru, var maður strax og ávallt velkominn. Gaf hann sig fljótlega að barninu sem átti til sýna viðbrögð þegar að afinn kom inn úr verkunum í hádeginu. Tók hann mig þá gjarnan með sér upp í matstofuna og sagði ,,hvað eruð þið að hafa hann einan niðri í stofu“. Held hann hafi nú verið lítið fyrir kornabörn en þegar barnabörnin gátu orðið talað og höfðu smá vit, fengu þau athygli og hafði hann gam- an af kenna þeim og athuga hvar þau voru á vegi stödd hvað visku varðaði. Afi var fyrst og fremst fræðimaður og kennari. Hann er af þeirri kynslóð sem ekki þjáðist af efnahyggjunni. Enda kom það vel í ljós er hann hætti búskap eftir að hafa fáum árum áður, byggt nýtt íbúðarhús og fjós. Þá tæp- lega sextugur lét hann dóttur sinni og tengdasyni eftir jörðina og búið og hélt sig til hlés. Komu þau amma sér fyrir í einu herbergi en höfðu sér eld- hús. Á sjötugsaldri hóf hann störf í sjoppunni á Klaustri óhræddur við að takast á við nýja hluti. Já! þú fórst ótroðnar slóðir, varst ekki fyrirséður, hæglátur, ekki með fár yfir smámun- um en það fór enginn með þig neitt sem þú ekki ætlaðir, fastari fyrir en nokkuð annað og stóðst jafnan í báða fætur. Ósanngjarn varstu aldrei eða þá veit ég ekki til þess. Þú varst mér mikil fyrirmynd og myndi ég gefa mikið fyrir að líkjast þér sem mest. Aðdáunarvert var þegar þú hálfní- ræður tókst til við heimilisstörf, sást um matseld og þrif því ekki hafði ég minnst þess áður að hafa séð þig svo lítið sem sjóða vatn eða bleyta klút. Það sem þú tókst þér fyrir hendur og ætlaðir, gerðirðu með stæl. Það gerð- irðu svo sannarlega þegar þú valdir þér konu sem lífsförunaut, að mínu mati bestu konu í heimi. Enda gift í tæplega 67 ár, met sem nútímafólkið slær seint. Annað met eigið þið sem seint verður slegið, kannski aldrei. Árið 1979 fluttuð þið í íbúðir aldraðra að Klausturshólum og hélduð heimili í rétt tæp 25 ár. Það verður manni mikill söknuður og eftirsjá að koma þar ekki lengur, hjá ykkur átti maður alltaf skjól og yndislegt að koma. -20 Kári Þór. ÞÓRARINN KJARTAN MAGNÚSSON ✝ Oddný Bergsdótt-ir fæddist á Akur- eyri 5. október 1915. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauðár- króks laugardaginn 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kristín Þorkels- dóttir frá Reykjavík, f. 20.6. 1894, d. 25.11 1981, og Bergur Sæ- mundsson frá Heiði á Langanesi, f. 14.12 1888, d. 27.12 1915. Fósturfaðir hennar var Sigurður Guð- mundsson bóndi á Kolsstöðum í Hvítársíðu, f. 8.4. 1888, d. 14.7. 1982. Oddný átti sjö systkini, þau eru: Bergur, f. 1919, d. 1992, Ragn- heiður, f. 1921, Þorkell, f. 1923, Guðmundur, f. 1931, d. 1982, Sig- urður, f. 1933, Ásgeir, f. 1936 og samfeðra Snorri, f. 1911, d. 1994. Hinn 22. júni 1941 giftist Oddný eftirlifandi manni sínum Jóni Jón- assyni frá Sauðárkróki, f. 13.7. 1909. Foreldrar hans voru Stefanía Sigurðardóttir, f. 1877, d. 1965, og Jónas Kristjánsson, f. 1880, d. 1964. Þau eiga fimm börn, þau eru: 1) Sigurður, f. 1944, d. 1944. 2) Mar- grét, f. 1946, d. 1946. 3) Stefanía Kristín, f. 1947, maki Gylfi Eiríks- son, f. 1945, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Sigríður, maki Hannes Hauks- son, þau eiga þrjú börn; b)Sverrir Jón; og c) Eiríkur Óli, sambýliskona Jó- hanna Dögg Olgeirs- dóttir. 4) Ágústa Sig- rún, f. 1950, hún á þrjú börn, þau eru: a) Jón Oddur; b) Þor- gerður Eva, hún á eitt barn; og c) Þóra Björk, sambýlismað- ur Orri Hreinsson. 5) Þorbjörg, f. 1956, maki Gísli Jón Sig- urðsson, f. 1954, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Orri Sigurður, sambýliskona Guðrún Halldórs- dóttir, þau eiga tvö börn; b) Arnar Þór, sambýliskona Silja Ósk Birg- isdóttir; og c) Erna Oddný. Oddný ólst upp á Kolsstöðum í Hvítársíðu, fór síðan í Kvennaskól- ann á Blönduósi 1938-1939. Hún flutti til Sauðárkróks 1941og bjuggu þau Jón á Freyjugötu 44 þar til þau fóru á Heilbrigðisstofn- un Sauðárkróks árið 2002. Oddný vann ýmis störf utan heimilis, á Hóteli Tindastól til að byrja með en síðan við fiskvinnslu og sauma- störf. Útför Oddnýjar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinn, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Elsku mamma, ég þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu og þakka fyrir allar góðu stundirnar og hvað við vorum alltaf velkomin til ykkar pabba. Takk fyrir allt og ég kveð þig með söknuði. Þín Þorbjörg. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in og langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Ég var svo lán- samur að kynnast Oddnýju fyrir um 36 árum þegar við Stefanía kynnt- umst. Alltaf þegar ég kom á Freyju- götuna til þeirra Jóns tók hún á móti mér með miklum myndarskap eins og henni einni var lagið. Hún var tilbúin með kjötbollurnar sem mér þykja svo góðar. Það fór enginn svangur frá þeim. Oddný var dugleg til vinnu, vann bæði á saumastofu, í frystihúsinu og seinni ár prjónaði hún lopapeysur, sokka og seldi eða gaf afkomendum sínum. Hún var ODDNÝ BERGSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.