Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 55 Á HAUSTMÁNUÐUM var hafist handa við að kynna gospeltónlist á Suðurnesjum og voru fyrstu tónleik- arnir í Sandgerði í nóvember sl. Hér um að ræða samstarf sókna á Suð- urnesjum og Kjalarnessprófasts- dæmis og var Óskar Einarsson sem sérstaklega er menntaður í þessari tegund tónlistar fengin til að annast þetta verk. Nú er komið að öðrum tónleik- unum og mun Gospelkór Fíladelfíu ásamt hljómsveit halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudags- kvöldið 25. janúar kl. 20:30 undir stjórn Óskars Einarssonar. Flutt verður létt gospeltónlist í bland við fallega lofgjörðarsálma. Meðal laga sem munu hljóma er, Fylltu heimilin af gleði, Gleði gleði gleði, Down by the Riverside og Oh happy day. Í lok gefst tónleikagest- um kostur á að eignast nýjasta gosp- eldisk kórsins, „Gleði“ sem hljómar.- is gefur út sem og aðra kristilega diska. Það verður mikil gleði ríkjandi á sunnudagskvöldið og taka tónleika- gestir virkan þátt í söngnum. Athug- ið að ekkert kostar inn á þessa tón- leika. Næstu tónleikar sem verða í Grindavíkurkirkju, Keflavík- urkirkju og námskeið Óskars Ein- arssonar í Ytri-Njarðvíkurkirkju verða tilkynnt seinna. Hér er um skemmtilega nýbreytni að ræða og hvet ég íbúa á Suð- urnesjum til að fjölmenna og kynna sér þessa tegund tónlistar og lof- gjörðar. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur. Djassmessa í Óháða söfnuðinum Á MORGUN, sunnudaginn 25. febr- úar kl. 14:00, verður djassmessa í Óháða söfnuðinum, þar sem tríóið Gitar Islancio mun spila undir í messunni en búið er að fjarlægja orgelið úr kirkjunni. Verið er að bæta tveimur röddum við það, pússa upp, fegra og stilla hjá Björgvini Tómassyni orgelsmið. Munu þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson spila í messunni, og verður því létt sveifla höfð um hönd að þessu sinni. Helgi Hróbjartsson kristniboði predikar, en hann er kominn heim eftir um 20 ára starf mitt á meðal al- þýðunnar í Afríku. Undan farin ár hefur hann starfað á meðal múham- eðsmanna í Súdan, sem hann ætlar að kynna og segja frá, hvers vegna þessi ágreiningur er á meðal Vest- urlandabúa og múhameðsmanna. Að vanda er barnastarf á sama tíma og messan er, og endað síðan niðri í safnaðarheimili, þar sem er dulítið maul eftir messuna. Foreldrafundur í Árbæjarkirkju FORELDRAR og forráðamenn barna sem eiga að fermast í Árbæj- arkirkju eru hvattir til að mæta í guðsþjónustu á sunnudaginn kl. 11. Að lokinni guðsþjónustu er fundur sem áríðandi er að allir mæti á. Þar verður farið yfir hvernig hefur gengið og hvað er framundan. Á fundinn kemur sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir og kynnir efni sem hún hefur verið að vinna með um sjálf- styrkingu og samskipti unglinga. Sr. Petrína Mjöll kemur inn í ferming- arfræðsluna í febrúar og vinnur með þessa þætti í hópunum. Eftir fundinn verða lagðir fram listar með fermingardögunum og mikilvægt er að koma á framfæri breytingum eða leiðréttingum ef einhverjar eru. Taize-guðsþjónusta í Hjallakirkju Á SUNNUDAG kl. 11 verður svo- kölluð Taize-guðsþjónusta í Hjalla- kirkju, Kópavogi. Taize er sérstakur sálmasöngur sem munkar í Frakk- landi og víðar hafa sungið um aldir. Sérstaða þessara sálma felst í því að laglínan er mjög stutt og eru sálm- arnir endurteknir í sífellu. Vegna þessa hafa þeir gjarna verið sungnir í tengslum við bænagjörð og til- beiðslu. Guðsþjónustan á sunnudag verður einmitt helguð bæn og tilbeiðslu. Í henni er sérstök fyrirbænarstund þar sem fólki gefst kostur á að koma með fyrirbænarefni og tendra bæna- ljós á kertaaltari. Allir eru hjartanlega velkomnir. Barna- og fjölskylduhátíð að Ásvöllum Á MORGUN, sunnudaginn 25. jan- úar, verður haldin mikil barna og fjölskylduhátíð kl. 16 í Íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum á vegum Ás- vallasóknar, Fríkirkjunnar, Hafn- arfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Allir leiðtogar sunnudagaskólanna og prestar safnaðanna taka þátt. Biskup Íslands hr. Karl Sig- urbjörnsson flytur hugvekju, hljóm- sveit leiðtoganna leiðir söng, trúður kemur í heimsókn og farið verður í leiki svo fátt eitt sé talið. Kynnir á hátíðinni er Adda Steina Björns- dóttir. Eftir hátíðina er öllum boðið upp á góðgæti í boði safnaðanna. Markmið hátíðarinnar er að efla hið góða samfélag sem ríkir meðal safn- aðanna í Hafnarfirði og styrkja sunnudagaskólana í öllum kirkj- unum. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðs- þjónustu í Kolaportinu næsta sunnu- dag 25. janúar kl. 14:00. Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju predikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttir miðborgarpresti og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur presti og verkefnastjóra á biskupsstofu. Hinn eini sanni Þorvaldur Hall- dórsson mun leiða lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13:40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður altarisganga. Guðsþjónustan fer fram í kaffistof- unni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&KFUK og Kirkjunnar. Óskirnar tíu í Lindasókn Í LINDASÓKN í Kópavogi verður haldin fjölskylduguðsþjónusta í Lindaskóla sunnudaginn 25. janúar kl. 11. Í guðsþjónustunni flytur Stopp leikhópurinn leikritið Óskirnar tíu. Barn verður borið til skírnar og tón- listarmaðurinn Þorvaldur Hall- dórsson leiðir safnaðarsönginn. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Alþjóðleg bænavika LOKASAMKOMA Alþjóðlegu bæna- vikunnar er í dag, laugardag, kl. 20 í Íslensku Kristskirkjuni, Bíldshöfða 10. Ræðumaður er Svanhildur Sig- urjónsdóttir frá Óháða söfnuðinum. Allir velkomnir. Gospel á Suðurnesjum Krossinn á Ytri-Njarðvíkurkirkju. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vættaborgir 26, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Heimir Morthens, gerðar- beiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 10:00. Vættaborgir 90, 040101, Reykjavík, þingl. eig. Heimir Salvar Jónatans- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, fimmtu- daginn 29. janúar 2004 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. janúar 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Arnarhraun 2, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Sigurrós Jóhannsdóttir og Jón Hjaltason, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar og Leikskólar Reykjavíkur, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 10:30. Austurgata 22, Hafnarfirði, þingl. eig. Sveinn Hallgrímsson, gerðar- beiðendur Hafnarfjarðarbær, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 13:00. Álfaskeið 90, 0403, Hafnarfirði, þingl. eig. Pétur Marinó Frederiksson og Kristjana Atladóttir, gerðarbeiðendur Álfaskeið 90, húsfélag, Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 13:30. Eyrarholt 4, 0202, Hafnarfirði, þingl. eig. Guðrún María Gísladóttir, gerðarbeiðendur Hekla hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 11:00. Hliðsnes I, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Vilfríður Þórðardóttir, gerð- arbeiðendur Kreditkort hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar og Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 15:00. Hvammabraut 10, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Guðný Nanna Þórs- dóttir og Albert Víðir Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 11:30. Strandgata 37, 0201 íb.+bílskúr, Hafnarfirði, þingl. eig. Guðmundur Eiríkur Bryde, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Íbúðalánasjóður, Kaupfélag Árnesinga, Sparisjóður Hafnarfjarðar, sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vörður-Vátrygginga- félag, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 10:00. Vesturbraut 15, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Ingibergur H. Hafsteins- son og Albína Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Hafnarfirði, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 23. janúar 2004. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Fiskhóll 11 íbúð 0101, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 14:10. Fiskhóll 11 íbúð 0201, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 14:00. Hafnarbraut 28, þingl. eig. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 15:00. Hafnarbraut 4, þingl. eig. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, gerðarbeið- andi Kaupþing Búnaðarbanki hf., fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 15:10. Hólabraut 20, þingl. eig. Guðrún Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 16:10. Hrísbraut 4, 0101, þingl. eig. Guðni Þór Hermannsson og Elín Ingva- dóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 15:20. Miðtún 21, 0101, þingl. eig. Musterið ehf., gerðarbeiðendur Lífeyr- issjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtu- daginn 29. janúar 2004 kl. 14:40. Nýpugarðar, þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, gerðarbeiðendur Lána- sjóður landbúnaðarins og Lífeyrissjóður bænda, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 14:50. Sindri SF-26, skskrnr.1213, þingl. eig. Stakkavík ehf. og Hafnarfiskur ehf., gerðarbeiðendur Ker hf. og sýslumaðurinn á Höfn Hornafirði, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 16:40. Skálafell 1, þingl. eig. Þorsteinn Sigfússon og Þóra Vilborg Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Fróði hf., Ingvar Helgason hf., Landsbanki Íslands hf., útibú og Lánasjóður landbúnaðarins, fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 15:30. Sýslumaðurinn á Höfn, 23. janúar 2004. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Urðarbraut 18, Blönduósi, þingl. eig. þb. Harðar Magnússonar og Rósu Jónsdóttur, skiptastj. Helga Leifsdóttir, hdl., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kreditkort h/f., miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 9:30. Sunnuvegur 2, Skagaströnd, þingl. eig. Bertel H. Benediktsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Akureyri og Innheimtustofnun sveitarfélaga, miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 10:30. Einbúastígur 1, Skagaströnd, þingl. eig. Höfðahreppur, gerðarbeið- andi Byggðastofnun, miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 11:00. Bogabraut 9, íbúð 01-0101, Skagaströnd, þingl. eig. Björn Ingi Óskars- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 11:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 23. janúar 2004. Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kóngsbakki 6, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Þórður Árnason, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðviku- daginn 28. janúar 2004 kl. 13:30. Krummahólar 47, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Elín Pétursdóttir, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 14:00. Lyngháls 10, 010304, Reykjavík, þingl. eig. Jón Hjaltalín Magnússon, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Stálverktak hf. og Tollstjóraemb- ættið, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 10:30. Reykás 21, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Hilmarsson, gerðarbeið- andi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 11:00. Unufell 23, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Sólrún Einarsdóttir, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Leifur Árnason, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 15:00. Vesturberg 118, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Margrét G. Þorsteinsdóttir og Bjarni Valur Valtýsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyr- issjóðurinn Lífiðn og Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 14:30. Vindás 2, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Gestheiður Fjóla Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 28. janúar 2004 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. janúar 2004. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.