Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 24.01.2004, Qupperneq 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 61 ANAND (2.766) mjakaðist nær sigri á Corus-skákmótinu í Wijk aan Zee í tíundu umferð þegar hann gerði jafntefli við einn helsta keppi- naut sinn, Michael Adams (2.720). Peter Leko (2.722), sem deildi öðru sætinu með Adams fyrir umferðina, gerði einnig jafntefli, þannig að stað- an á toppnum er óbreytt og Anand er því enn með eins vinnings forystu. Í eftirfarandi skák eigast við hol- lenski stórmeistarinn Loek van Wely (2.617) með hvítt og Viktor Bologon (2.679) frá Moldavíu. Upp kemur drottningarindversk vörn þar sem Bologan er vel með á nótunum. Hann velur ekki algengasta framhaldið, 7...Ba5, heldur 7...Bxc3+ sem er sennilega betri leikur. Í kjölfarið nær svartur að jafna taflið og eftir það missir van Wely algjörlega þráðinn. Í staðinn fyrir að sætta sig við jafnt tafl tekur Hollendingurinn þá ákvörðun að staðsetja riddarann sinn úti á kanti og reyna að sækja að her- búðum svarts með takmörkuðum liðsafla. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Hvítt: L. van Wely Svart: V. Bologan 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 b6 4.Rc3 Bb7 5.Bg5 Bb4 6.Db3 c5 7.a3 Aðrir leikir sem koma til greina eru 7.Hd1,7.e3 eða 7.0-0-0!? 7...Bxc3+! Algengara hefur verið 7...Ba5 en með textaleiknum nær svartur að leysa öll sín vandamál. 8.Dxc3 h6 9.Bh4 g5! 10.Bg3 Re4 11.Dd3 Rxg3 12.hxg3 Df6 13.dxc5 Nýr leikur og jafnframt upphafið að erfiðleikum hvíts. Betra var 13.0-0-0 Bxf3 14.gxf3 Dxd4 með jöfnum mögu- leikum Milov (2.626)-Onichuk (2.652), Rubinstein minningarmótið 1999. 13...bxc5 14.0–0–0 g4 15.Rh2 Það er ljótt að þurfa að leika ridd- aranum á kant en aðrir leikir tapa peði 15...h5 16.Dd6 Dg5+ 17.Hd2 Hg8! 18.f4 De7 19.De5 f5 20.Hd6? Tapleikurinn. Það var ekki seinna vænna að reyna að koma mönnunum út með 20.e3. 20...Rc6 21.Dxc5 Ra5! 22.Db4 22...Rxc4 23.Dxb7 Dxd6 24.Dxa8+ Ke7 25.Db7 Hb8 og hvítur gafst upp. Úrslit tíundu umferðar: M. Adams - V. Anand ½-½ J. Timman - V. Kramnik ½-½ V. Topalov - E. Bareev 0-1 I. Sokolov - Z. Zhong ½-½ P. Leko - A. Shirov ½-½ V. Akopian - P. Svidler 1-0 L. van Wely - V. Bologan 0-1 Staðan á mótinu þegar þrjár um- ferðir eru eftir: 1. V. Anand 7 v. 2.–3. P. Leko, M. Adams 6 v. 4. V. Kramnik 5½ v. 5.–10. V. Topalov, V. Akopian, L. van Wely, V. Bologan, P. Svidler, A. Shirov 5 v. 11.–13. Z. Zhong, E. Bareev, J. Timman 4 v. 14. I. Sokolov 3½ v. Spennandi keppni á Skákþingi Reykjavíkur Það er allt útlit fyrir mjög spenn- andi og tvísýna keppni um sigurinn á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Sex skákmenn deila efsta sætinu: 1.–6. Sævar Bjarnason, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorsteinsson, Júlíus Friðjónsson, Helgi E. Jónatansson 4 v. 7. Davíð Kjartansson 3½ v. + fr. 8. Guðmundur Kjartansson 3½ v. 9. Dagur Arngrímsson 3 v. + fr. o.s.frv. Töluvert er um frestaðar skákir, þannig að þessi staða getur breyst. Mótið fer fram í húsnæði TR í Faxafeni. Teflt er á miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 19 og á sunnu- dögum kl. 14. Fjórða mót Tívolísyrpu Hróksins og Húsdýragarðsins Sunnudaginn 25. janúar fer fram fjórða mótið í Tívolísyrpu Hróksins og Húsdýragarðsins. Keppendur í syrpunni fram til þessa eru á annað hundrað. Hægt er að sjá stöðuna í syrpunni með því að fara inn á heimasíðu Hróksins (hrokurinn.is). Hægt er að skrá sig með tölvupósti (skakskoli@hrokurinn.is) eða hringja í síma 511-0922 eða 867-7730. Þetta kemur fram í „Alþýðublaðinu Hróknum“ sem er veftímarit sem Hrókurinn hefur gefið út. Óbreytt staða á toppnum SKÁK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKMÓTIÐ 9.–29. jan. 2004 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Þvottastöðvar Shell opnar all- an sólarhringinn SJÁLFVIRKAR þvottastöðvar á þjónustustöðvum Shell á höfuðborg- arsvæðinu verða opnar allan sólar- hringinn vegna aukins álags í tíðar- farinu. „Þvottastöðin og háþrýstiþvotta- stæðin við Shellstöðina á Vestur- landsvegi hefur verið opin allan sól- arhringinn undanfarið og frá 22. janúar hefur einnig verið hægt að fá þvott allan sólarhringinn í sjálfvirku þvottastöðinni við Shellstöðina í Smáranum. Á Shellstöðinni við Vest- urlandsveg geta bílstjórar ekið fólksbílum beint inn í þvottastöðina og greitt gegnum kortasjálfsala eða valið að fara í eitt af þremur há- þrýstiþvottastæðunum og greiða þar með mynt. Í Smáranum eru kort í þvottastöðina keypt í Selectverslun- inni sem er við hlið þvottastöðvar- innar. Undanfarið hefur Shell boðið viðskiptavinum sínum upp á tilboðs- verð á vetrarþvotti, 990 krónur, sem verður áfram í boði út febrúarmán- uð,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Landskönnun gerð árið 2002, ekki árið 2000 Í tveimur töflum með frétt um landskönnun Manneldisráðs á mat- aræði Íslendinga, sem birt var á síð- um Daglegs lífs síðastliðinn fimmtu- dag, sagði að um væri að ræða samanburð milli áranna 1990 og 2000. Þar átti að standa árið 2002. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. Íslendingafélagið í Kaupmanna- höfn heldur þorrablót 7. febrúar nk. í Den Grå Hal í útjaðri Christ- ianiu. Hljómsveitin Skítamórall ásamt fyndnasta manni Íslands, Gísla Pétri Hinrikssyni, skemmtir, segir í frétt frá félaginu. Boðið verð- ur uppá íslenskan þorramat. Miða- sala fer fram í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn í dag, laugardaginn 24. janúar kl. 10–17, og á morgun, sunnudaginn 25. janúar kl. 14–17. Jafnframt er hægt að panta miða á netfanginu: thorrablot@email.dk. Icelandair býður upp á ferðir á þorrablótið frá Íslandi og er hægt að velja um ferð með eða án hótels. Einnig verður boðið uppá gönguferð um Christianiu með leiðsögn og hefst hún kl. 12 sama dag og þorra- blótið er haldið. Nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Icelandair. Á NÆSTUNNI VG funda um grenndarlýðræði og garðavæðingu Vinstri-grænir í Reykjavík halda fund í dag, laug- ardaginn 24. janúar kl. 13, í húsnæði VG í Hafnarstræti 20, gengið inn frá Lækjartorgi. Fjallað verður um grenndarlýðræði og garðavæðingu. Frummælendur eru: Árni Þór Sig- urðsson og Dagur B. Eggertsson. Fundurinn er öllum opinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll. Upplýs- inga– og fræðslunefnd Sjálfstæð- isflokksins gengst fyrir opnum fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, laugardaginn 24. júní kl. 11–12.30. Formaður flokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, talar um sjálf- stæðisstefnuna. Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar verða í boði. Í DAG FYRIRLESTUR um „Hvíta stríðið“ eða „Drengsmálið“ eins og það var einnig kallað, þrætumál sem klauf þjóðina í fjandsamlegar fylkingar í nóvembermánuði árið 1921, verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudag kl. 15. Pétur Pétursson þulur flutti ekki alls fyrir löngu fyrirlestur í Borg- arskjalasafni um mál Nathans Friedmanns og fangelsun Ólafs Friðrikssonar og félaga hans er vörðu Nathan og hindruðu lögreglu er hugðist handsama drenginn. Pétur segir að blöð og fjölmiðlar hafi þagað um fyrirlesturinn nema Morgunblaðið sem sagði frá honum í kynningu. Útvarpsþátturinn Víðsjá hafi t.d. eytt drjúgum tíma í frásögn um Dreyfusmálið er hundrað ár voru liðin frá þeim atburðum en ekki eytt orði á „Hvíta stríðið“ þó 400 manna hjálparliði hefði verið skip- að til aðstoðar lögreglu og náðun dæmdra Ólafsmanna gerð að skil- yrði fyrir stuðningi við ríkisstjórn Sigurðar Eggerz. Ari Alexander Magnússon tók kvikmynd af erindi Péturs Péturs- sonar og gögnum sem því tengdust. Kvikmyndin verður sýnd með er- indi Péturs í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 15 á sunnudag. Fyrirlestur um Drengsmálið Pétur Pétursson þulur er hann hélt fyrirlestur í Borgarskjalasafninu. OPIP hús verður hjá Toyota við Nýbýlaveginn í Kópavogi um helgina. Í dag, laugardag, er opið kl. 12–16 og á sunnudag kl. 13–16. Nýr Avensis verður kynntur og boðið verður upp á reynsluakstur. Vel útbúnir vetrarpakkar að verð- mæti 125.000 kr. fylgja með fyrstu 8 beinskiptu RAV4 bílunum sem seljast um helgina. Lexus RX300 og Lexus IS200 verður líka hægt að fá á góðum kjörum. Einnig verður frumsýndur nýr 38 tommu Land- Cruiser með sérstakri túristabreyt- ingu. Í bílnum eru nýjungar sem koma sér vel í fjallaferðum. Í Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á tilboðsverði og þar verður einnig úrval af notuðum vél- sleðum. Opið hús hjá Toyota Vínkynning og keppni Í DAG og á morgun standa Vínþjóna- samtök Íslands fyrir vínsýningu í Þingsölum Hótel Loftleiða. Haldnir verða fyrirlestrar um vín auk þess sem gestir geta smakkað á öllum helstu nýjungum í vínheiminum. Vínþjónar keppa í Ruinart-keppn- inni sem kennd er við samnefndan kampavínsframleiðanda og fer sigur- vegarinn í alþjóðlega Ruinart-keppni. Sýningin er opin báða dagana frá 14–18. Vínþjónakeppnin hefst á laug- ardeginum kl. 14. Fyrirlestrarnir verða frá 14.30 á sunnudeginum og ríður Einar Thoroddsen á vaðið og fylgja í kjölfarið Stephane Oudar frá Bouchard Ainé & Fils í Frakklandi og Þorri Hringsson vínrýnir sem einnig verður kynnir á sýningunni. Sýningin er haldin í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína og er áhersla lögð á samspil víns og matar en Osta- og smjörsalan, Ostabúðin við Skólavörðustíg og Sandholt bakarí taka einnig þátt í sýningunni. Miða- verð er 1.000 kr. Kór - kór - kvennakór! Kyrjurnar eru lítill og skemmtilegur kór sem getur bætt sig nýjum röddum í vetur. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og sér hún einnig um raddþjálfun. Láttu nú loksins drauminn rætast - við tökum vel á móti þér. Hringdu endilega í okkur! Sigurbjörg, sími 865 5503, Besta, sími 867 8074. FRYSTIGÁMUR Til sölu 40 feta HIGH-CUBE frystigámur árgerð’97, í góðu ástandi Upplýsingar í síma 588 8895 og 895 7409 Guðfinnur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.