Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 62

Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 62
DAGBÓK 62 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Her- mann Sibum, og Eykon koma í dag. Nuka Arct- ica kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Örvar, Rubicone og Eldborg fóru í gær. K. Topaz kom í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Þorra- blót félagsins verður í kvöld laugardaginn 24. jan og húsið opnað kl. 19, matur hefst kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fimmtudag- inn 29. janúar „ kyn- slóðir saman“ í Breiðholti, félagsvist í samstarfi við Fella- skóla, verðlaun, frá Ol- íufélaginu Esso, allir velkomnir. Föstudag- inn 30. janúar kl. 16 opnar Kristinn Alex- anderson myndlist- arsýningu m.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Frið- rikssonar. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl. 19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í s.552 4994 eða 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) s. 588 8899. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apó- tek Sogavegi 108, Ár- bæjar Apótek Hraunbæ 102a, Bók- bær í Glæsibæ, Álf- heimum 74, Kirkju- húsið, Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- in Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eski- fjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek Kjarninn. Í dag er laugardagur 24. janúar, 24. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Af því þekkjum vér kærleik- ann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. (I. Jh.. 3, 16.)     Vefþjóðviljinn fjallarum bannið við áfeng- isauglýsingum á Íslandi. „Ef bann við áfengis- auglýsingum í íslenskum fjölmiðlum héldi þá væri það í raun aðeins bann við því að auglýsa ís- lenskt áfengi,“ segir höf- undur pistils á andríki.is. „Hvert sem litið er sjást erlend blöð og tímarit og tugir ef ekki hundruð er- lendra sjónvarpsstöðva sjást hér. Áfengi er aug- lýst í þessum miðlum. Ís- lenskar sjónvarpsstöðvar sýna einnig frá við- burðum erlendis, til dæm- is frá kappleikjum þar sem áfengisauglýsingar eru áberandi á völlunum. Svo má ekki gleyma lýð- netinu þar sem hægt er að fá nokkrar upplýs- ingar um þetta efni sem er svo hættulegt að mati Alþingis að ekki má minnast á það op- inberlega á íslensku. Ís- lenskir bjór- og áfeng- isframleiðendur geta ekki nýtt sér þessa miðla enda væri auglýsing á ís- lenskum bjór á skilti á Bernabéu eða heilsíða í Der Spiegel líklega skot yfir markið, hvað sem líð- ur öllu tali um að íslensk fyrirtæki þurfi að fá út- rás.     Íslendingar sjá þvíáfengisauglýsingar á hverjum degi en ef hægt væri að framfylgja aug- lýsingabanninu hér fengju þeir aldrei að heyra minnst á íslenskan bjór, berjavín eða brenni- vín í fjölmiðlum. Það eru hins vegar óteljandi leiðir framhjá banninu svo ís- lenskir áfengisframleið- endur geta látið vöru sína spyrjast út með „kynn- ingum“ í fjölmiðlum, aug- lýsingum á „léttbjór“ og alls kyns getraunum, leikjum og skemmtunum sem kenndar eru við lög- inn. Þetta jafnar þó ekki leikinn gagnvart inn- fluttu áfengi því innflytj- endur nýta sér þessar smugur auðvitað til jafns á við innlenda framleið- endur.     Það eru ekki aðeins inn-lendir áfengis- framleiðendur sem standa höllum fæti vegna bannsins við auglýsingum á áfengi. Íslenskir fjöl- miðlar mega sætta sig við samkeppni frá erlendum miðlum sem hafa miklar tekjur af áfengisauglýs- ingum. Ríkisvaldið lemur því ekki aðeins á einka- reknum íslenskum fjöl- miðlum með því að reka stærsta fjölmiðil landsins í harðri keppni við þá heldur hefur það lokað fyrir mikilvæga tekjulind þeirra. Síðast en ekki síst eru það íslenskir neytendur sem er hallað á með bann- inu. Þeir fá ekki upplýs- ingar um nýjungar, tilboð og hagstætt verð á áfengi eins og öðrum vörum. En hvað sem öllum þessum praktísku atrið- um líður ætti ekki að þurfa að ræða það frekar hvort gengið sé á tjáning- arfrelsi manna með þess- um hætti,“ segir Vef- þjóðviljinn. STAKSTEINAR Mismunun fólgin í auglýsingabanni Víkverji skrifar... Kartöflur eru góðar. Herramanns-matur eins og einhver myndi kjósa að kalla þær. En kartöflur eru ekki bara kartöflur. Það eru nefni- lega til kartöflur, og seldar meira að segja á sama verði, sem eru svo gott sem óætar. Nú, það hljóta að vera þessar finnsku, hugsar þá vafalítið einhver með sér. En nei því miður, ekki hægt að skella skuldinni á að þessi auma afurð sé „erlend“ og „innflutt“. Nei, Víkverji er að tala um íslenskar kartöflur, sagðar nýjar. Víkverji áttar sig bara ekki á þessu. Flestar þær „nýju“ íslensku kartöflur sem hann hefur keypt und- anfarið, jafnvel þær sem eiga að telj- ast í fyrsta flokki hafa verið hreint óviðunandi. Langt frá því að vera bragðgóðar, einstaklega mjölmiklar og molna við minnstu viðkomu eftir tæplega næga suðu. Finnst ein- hverjum þetta hjal um vondar ís- lenskar kartöflur eflaust alveg ótta- leg sparðatínsla. Víkverja finnst það ekki. Af þeirri einföldu ástæðu að ef neytendur eiga að „velja íslenskt“ eða segja „íslenskt, já takk“ þarf varan sem til sölu er að vera jafngóð, ef ekki betri en sú erlenda. Ekki hefur Víkverji hugmynd um hvað veldur því að íslensku kartöfl- urnar sem hann hefur lent á séu iðu- lega svona bragðvondar. Ekki líta þær illa út. Ekki eru þær sagðar eða seldar sem annars flokks hráefni. Eiga greinilega bara að vera svona. x x x Ekki nóg með að Víkverji vogi sérað fúlsa við okkar heilögu jarð- eplum heldur verður hér viðurkennt fúslega nokkuð sem alltof margir halda lögbrot en er samt ekki. Já, Víkverji viðurkennir það að hann hleður niður í tölvu sína tónlist af Netinu og gerir heilmikið af því. Og áður en lengra er haldið: Nei, þetta er ekki ólöglegt athæfi hjá Víkverja eftir því sem hann kemst næst, því lögbrotið fremur sá sem gerir tónlist fáanlega á Netinu án leyfis rétthafa. Skemmst er frá að segja að hægt er að nálgast nær alla tónlist á Net- inu, sé viljinn og þolinmæðin fyrir hendi. Eitt hefur Víkverji þó haft fyrir reglu og lái honum hver sem vill. Íslenskri tónlist hefur hann aldrei hlaðið niður og ætlar sér aldr- ei að gera. Það er bara eitthvað öðruvísi að ætla að ná sér „ókeypis“ í það sem náunginn í næsta húsi hefur lagt nótt og nýtan dag við að skapa. Einhverjum finnst þetta vafalaust hræsni eða tvískinnungur, að bísa í fullkomnu samviskuleysi því sem er- lendir listamenn vinna við að skapa á meðan sektarkenndin segir til sín leið og listamaðurinn er orðinn sam- landi. Aðrir myndu segja þetta þjóð- ernisrembu. Hvað um það. Víkverji er þó greinilega ekki einn um að vilja í verki styðja við bakið á löndum sín- um í listinni því sala á íslenskum plötum hefur aukist á meðan sala á erlendum dregst saman. Það hlýtur að segja eitthvað. Morgunblaðið/Golli Hvað er að kartöflunum okkar? Mannúð NÚ er mér hreinlega of- boðið sem skattþegn þessa lands. Á nú að fara að bera fólk út? Eru hér á ferðinni vistaskipti eins og var síð- ast á 4. áratugnum? Hvað er með okkur Íslendinga, ríkustu þjóð heimsins mið- að við höfðatölu? Ætlum við að láta kyrrt liggja að ráð- ist sé á þá sem minnst mega sín? Við greiðum húsaleigu fyrir alla þá sem búa á Arnarholti, Gunnars- holti og Sogni. Ráðum við engu um hvernig farið er með skattpeningana okk- ar? Ekki var lengi gert að finna í ríkiskassanum hundruð milljóna til mannúðarmála í Írak eftir að við vorum búin að sparka í þjóðina. Er hvergi annar rassvasi inn- an ríkisvaldsins með millj- ónum til okkar eigin þegna, eða er svo farið í peningaglýju augnanna að samhjálp, mannúð og rétt- lætiskennd eru horfin úr hugum okkar. Erum við hætt að taka málstað minnimáttar? Það lærði maður í æsku, kom með móðurmjólkinni. Það er mikið talað um tómstundir í dag, frétta- blöðin full af myndum af ungum og öldnum, glöðum í leik, að mála, teikna, leika, hlaupa. Og í Laug- ardal fer liðið í æfingu á hjólum og hverju tækinu af öðru. Allir glaðir og kát- ir í lífsins leik, enginn með fýlusvip. Sjónvarpið sýndi á dög- unum heimili íbúa Gunn- arsholts, að mig minnir. Þar var augsýnilega ekki setið auðum höndum, frek- ar en á hinum stöðunum, gullfallegar málaðar mynd- ir, varla hafa starfsmenn gert þessar myndir í frí- tíma sínum? Nei, tóm- stundir þeirra sem þar búa. Herbergin voru heimilis- leg, hvert með sínu sniði. Þarna býr fólk rétt eins og ég og þú en með aðrar þarf- ir sem okkur ber skylda til að taka tillit til. Á nú að bera íbúa þess- ara húsa út á guð og gadd- inn, pakka tómstundunum niður í tösku og setja fólkið á harðan bálkinn hvar sem hæg er að hola því niður? Við ættum að skammast okkar og ríkisvaldið ætti að ganga með hauspoka þar til lausnin er fundin, sem er sú að leyfa íbúun- um að eiga áfram sitt heimili með sínum tóm- stundum og öryggi. Er til of mikils mælst að skattpeningarnir okkar fari í verðugra verkefni? S.E. Myndasögurnar ÉG er sammála þeim sem hafa skrifað um myndasög- urnar í Morgunblaðinu. Ég vil fá myndasögurnar Ljósku, Gretti og alla hina aftur í staðinn fyrir þetta Clifton og Kóbrukossinn sem er ekki nálægt því að vera fyndið. Og mér finnst fáránlegt að hafa fram- haldssögu í dagblaði. Myndasöguaðdáandi. Tapað/fundið Nikon-myndavél týndist NIKON DIGITAL-mynda- vél týndist frá Víkinni í Fossvogi á leið inn í Ljós- heima sl. miðvikudag 14. janúar. Myndavélin er fermingargjöf og er hennar sárt saknað. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 4506. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 ringulreið, 8 hákarls- húð, 9 andvarinn, 10 ótta, 11 óvani, 13 blundar, 15 ís, 18 skaga fram yfir, 21 stefna, 22 hátturinn, 23 að baki, 24 skreiðar. LÓÐRÉTT 2 dáð, 3 hnugginn, 4 manns, 5 skjall, 6 sak- laus, 7 röskur, 12 reyfi, 14 bókstafur, 15 alur, 16 ráfa, 17 landið, 18 höfði, 19 sýnishorn, 20 heimsk- ingi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gumar, 4 hrjúf, 7 askar, 8 óskar, 9 tel, 11 mæra, 13 grói, 14 ríkur, 15 borð, 17 ósár, 20 þró, 22 kæpur, 23 gómum, 24 rorra, 25 tórir. Lóðrétt: 1 gjamm, 2 mokar, 3 rýrt, 4 hjól, 5 jakar, 6 ferli, 10 eykur, 12 arð, 13 gró, 15 búkur, 16 rápar, 18 Sámur, 19 rámur, 20 þráa, 21 ógát. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.