Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 39

Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 39
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 39 Finnsk berjabaka (Marjakaisa Matthíasson) Deig: 200 g smjör, 1 dl sykur, 1 egg, 3 dl hveiti (má nota 1/3 heilhveiti ef vill), 1 tsk. lyftiduft. Fylling: 4–5 dl fersk eða frosin ber (bláber, rifsber, títuber ofl.), 1 dós sýrður rjómi (10%), 1 egg, ½ dl sykur, 1 tsk. vanillusykur. Smjöri og sykri blandað saman, egginu bætt við og að lokum hveiti og lyftidufti. Deigið breitt út í eld- fast mót. Berin sett ofan á deigið. Egg, sykri og vanillusykri blandað saman við sýrða rjómann og hellt yf- ir berin. Bakað við 200°C í um það bil 25 mínútur. Deigið nægir í frekar stórt form, en hægt er að nota tvö hringlaga form, 22 cm í þvermál. Enskur karamellubúðingur (Pamala Hansford) 1 bolli saxaðar döðlur, 1 tsk. lyftiduft, 1 bolli soðið vatn, 2 msk. smjör, 1 bolli púðursykur, 2 egg 1½ bolli hveiti Karamellusósa: 1 bolli púðursykur, ¾ bolli rjómi, ½ tsk. vanillidropar, 2 msk. smjör. Döðlum og lyftidufti blandað sam- an og sett í eldfasta skál og sjóðandi vatninu hellt yfir og látið standa. Smjör og sykur hitað saman í potti, eggjunum bætt út í, einu í einu, og hitað vel á milli. Hveitinu sáldrað saman við og síðan er döðlumassinn hrærður út í. Öllu hellt yfir í smurt eldfast mót, um 18 cm í þvermál. Bakað í forhituðum ofni í 30–40 mín. Karamellusósan er gerð með því að hita saman sykur, rjóma, vanillu- dropa og smjör. Hrært vel í og þeg- ar suðumark næst er minnkað undir og látið smásjóða í 5 mínútur. Búð- ingurinn borinn fram með sósunni og þeyttum rjóma. Mexíkóskar tortillur (Hilda Torres) Hvítar tortillur skinkusneiðar mozzarellaostur Skinku raðað ofan á tortillu og síðan vel af osti ofan á skinkuna. Önnur tortilla sett ofan á. Bakist í ofni við 180°C þar til osturinn fer að bráðna. Borið fram með guacamole og/eða chillisósu. Guacamole: 3 lárperur (avocado), ferskt koríander, ½ hvítur salatlaukur, 2 tómatar (helst buff- eða plómu- tómatar), salt og pipar eftir smekk. Skafið er innan úr lárperunum. Tómatar og laukur skornir niður. Koríander saxað og öllu blandað saman. Guacamole geymist illa og því er best að útbúa það rétt áður en það er borið fram. Kólumbískar pönnukökur (Rosenda Guerrero) 2 bollar mjólk, 2 bollar maísmjöl, 1 egg, l tsk. sykur, 1 lítil tsk. salt, ostur, smjör eða smjörvi. Mjólkin sett í skál ásamt sykri og salti. Maísmjöli blandað út í smátt og smátt og hrært á meðan. Egginu bætt út í og hnoðað. Deiginu skipt í 10–12 litlar bollur og þær flattar út í lófanum svo þær verði þykkar og flatar. Panna smurð með olíu og hit- uð. Bollurnar steiktar. Þær eru klofnar í tvennt á hliðinni og borð- aðar með smjöri og osti eða öðru áleggi eftir smekk. Kólumbíumenn kalla þessar pönnukökur „arepas“ og borða þeir þær gjarnan í morg- unmat og oft eru þær bornar fram í kaffitímum og þá gjarnan með heitu kakói. Dönsk ávaxtalagkaka (Marianne Skovsgärd) Lagkökubotnar: 3 egg, 2 dl flórsykur, 1 dl hveiti, 1 dl kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft. Ofninn hitaður í 190°C og þrjú lag- kökuform smurð. Egg og flórsykur þeytt saman þar til blandan verð- ur létt og ljós. Hveiti, kartöflu- mjöl og lyftiduft sigtað saman og eggjablöndunni hrært saman við hveitiblönduna. Gæta þarf þess að hræra ekki of mikið því þá fer loftið úr deiginu. Deiginu hellt í þrjú lag- kökumót og bakað í 10 mín. Botn- arnir kældir í mótunum og þeim síð- an hvolft á kökurist. Kökukrem: 1 egg, 1 msk. sykur, ½ msk. maizenamjöl, 1¼ dl mjólk, ½ tsk. vanillusykur. Egg og sykur hitað saman í þykk- botnuðum potti. Mjöl og mjólk bætt út og suðan látin koma upp. Hrært í stöðugt á meðan. Bragðbætt með vanillusykri og kælt. Sykri stráð yfir kremið á meðan það kólnar svo ekki myndist himna á kremið. Fylling: ½ lítri rjómi, 400–500 g ávextir, 100–150 g muldar makkarónur, portvín eða koníak. Lagkökubotnarnir vættir með 3 msk. af portvíni eða koníaki. Rjóm- inn þeyttur. Ávextirnir gróflega sax- aðir og þeim ásamt makkarónum og rjóma blandað saman við kremið. Fyllingin sett á milli kökubotnanna. Kakan skreytt með rjóma og jarð- arberjum. join@mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Glæsilegir seiðandi litir við öll tækifæri. Einnig nýr ilmur með sól í hjarta! Vor- og sumarlitirnir 2004 Fred Farrugia Heimsækið www.lancome.com Útsölustaðir LANCÔME um allt land. Kynning í dag í Hygeu Kringlunni, Smáralind og Laugavegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.