Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.230kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. TVEIR karlmenn og ein kona hafa verið úrskurðuð í tveggja vikna gæslu- varðhald, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, vegna gruns um aðild að innflutningi og vörslu á 13 kílóum af hassi. Einn karlmaður til viðbótar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hefur fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri, ekki áður komið við sögu fíkniefnamála, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fannst hassið við skoðun tollvarða tollstjóraembættisins á almennri vöru- sendingu síðastliðinn miðvikudag. Í fyrstunni fundust níu kíló en fjögur kíló til viðbótar voru í fórum þeirra sem voru handteknir eftir að sendingarinn- ar hafði verið vitjað í Tollinum. Fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók yfir rannsókn málsins. Ekki fæst upp- lýst hvaðan hassið kom til landsins. Flugstöðvarmálið óupplýst Að sögn Jóhanns R. Benediktsson- ar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, hefur enginn verið handtekinn eða yf- irheyrður vegna máls sem kom upp sl. mánudag þegar 3,5 kíló af hassi fund- ust á salerni í Leifsstöð. Miðast rann- sókn lögreglunnar m.a. að því hvort einhverjir starfsmenn flugstöðvarinn- ar séu hugsanlega tengdir málinu og hafi átt þátt í því að smygla efninu til landsins og reyna að koma því framhjá tollvörðum. Þrjú í gæsluvarð- haldi vegna 13 kílóa af hassi LÆKNUM sem starfa á þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. maí næstkomandi og hefur samningi, sem var í gildi milli Landspítala – háskólasjúkrahúss og þriggja ráðu- neyta, og kvað á um þyrluvakt, læknisfræðilega ráðgjöf fyrir Neyð- arlínuna og fjarlækningar, verið sagt upp. Friðrik Sigurbergsson, einn þyrlulæknanna sex, segir afar mik- ilvægt að læknir sé um borð þegar þyrlan flytur slasað eða veikt fólk. „Ég trúi því ekki að það verði hætt að hafa lækni um borð í þyrlunni, því það hefur margsannað gildi sig. Það er mikið af erfiðum og löngum sjúkraflutningum.“ Friðrik segir að þyrlan sé oft á flugi í 1–2 tíma og jafnvel lengur ef hún þurfi að taka eldsneyti á leiðinni. Hann bendir einnig á að þyrlu- læknar gegni mikilvægu hlutverki við ákvörðun hvort nauðsynlegt sé að fara í sjúkraflug, sem og ákvarð- anatöku á leið á slysstað. „Ég veit að aðrir í áhöfn þyrlunnar væru mjög óhressir með að vera lækn- islausir,“ segir hann. Árið 1998 var gerður samningur milli Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem nú er hluti af sameinuðum Land- spítala, og ráðuneyta dómsmála, heilbrigðismála og samgangna. Síð- an hafi laun og annar kostnaður aukist og nú hafi samningnum verið sagt upp þar sem LSH sjái sér ekki fært að standa undir þeim auka- kostnaði sem af þjónustunni hljót- ist. „Það þarf einhvern veginn að gera nýjan samning milli sjúkra- hússins og ráðuneytanna eða að ein- hverjir læknar verða að gera samn- ing um að annast þessa starfsemi,“ segir Friðrik. Mikil þekking Fjórir þyrlulæknanna sex hafa starfað á þyrlunni í áraraðir. „Það er mikil uppsöfnuð þekking í þess- um hópi. Auðvitað ætti frekar að nýta hana betur með sjúkraflugi og annarri þjónustu,“ segir Friðrik og bætir við að þyrlan sé oft að leysa verkefni sem læknismönnuð sjúkra- flugvél ætti að leysa og víða innan- lands sé sjúkraflug í molum, þótt það eigi ekki alls staðar við. Læknarnir sex eru allir í fullu starfi á spítalanum og hefur þyrlu- vaktin verið hluti af vaktaskyldu þeirra. Friðrik segir að eingöngu þyrluvöktunum hafi verið sagt upp. „Ég er búinn að vera í þessu nokk- uð lengi og hef marga fjöruna sopið. Árið 1998 unnum við fjóra og hálfan mánuð kauplaust, ef ég man rétt. Ég er ekki að segja að það muni endurtaka sig, en ég held að enginn þoli að þessi starfsemi verði lögð niður. Ég hef ekki áhyggjur af því að hún leggist af en hins vegar veit ég ekki hvernig gengur að semja, það getur verið þrautin þyngri,“ segir Friðrik. Þyrlulæknum sagt upp frá og með 1. maí „ÉG hélt að það væri jarðskjálfti eða eitthvað hefði sprungið í loft upp í næsta nágrenni. Þvílíkur var hávaðinn og húsið nötraði,“ sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, íbúi á Skagabraut 33 á Akranesi, en hann var heima við um miðjan dag í gær er bifreið var ekið af miklu afli á húsið hans. „Ég fór beinustu leið út og þá sá ég að bifreið var klesst upp við húsið og önnur bifreið við hlið hennar. Það var lán í óláni að eng- inn skyldi slasast og hér hefði get- að farið mun verr.“ Tvær bifreiðir voru inni í garði hjá Vilhjálmi, önnur bifreiðin rétt við útidyrnar og stórskemmd eftir að hafa ekið á hornið á húsinu en hin bifreiðin er minna skemmd. Vilhjálmur var ekki viss um hvað hefði gerst en ökumenn bif- reiðanna slösuðust ekki í óhappinu en mikil mildi var að enginn gang- andi vegfarandi var þarna á ferð því bifreiðirnar fóru báðar yfir gangstétt á leið sinni að húsinu við Skagabraut. Íbúi sem býr í næsta nágrenni við Vilhjálm sagði að hraðaakstur væri mikið stundaður á Skaga- braut og aðeins tímaspursmál hve- nær stórslys hlytist af. Engar hraðahindranir eru á Skagabraut og sagði íbúinn löngu tímabært að ráðast í slíkar framkvæmdir og þetta óhapp yrði líklega til þess að ýta við mönnum við þær fram- kvæmdir. Morgunblaðið/Sigurður Elvar „Mikill hávaði og húsið nötraði“ Akranesi. Morgunblaðið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ bíð- ur enn eftir skýringum frá Banda- ríkjamönnum á því hvort eða hve- nær Orion-eftirlitsflugvélar verði sendar til landsins. Orion-vélarnar sem hér voru síðast héldu á brott 5. febrúar en önnur flugsveit hefur ekki verið tilnefnd til þess að koma til landsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggur ekki fyrir hvort það verður gert eða ekki; mun sú ákvörðun alfarið vera á forræði aðgerðastjórnar Banda- ríkjahers sem tekur í því efni væntanlega mið af þörfinni á þess- um vélum annars staðar. Hafa skemmri líftíma til ráðstöfunar en ætlað var Eftir því sem næst verður kom- ist spilar þarna einnig inn í sú staðreynd að sá líftími sem Orion- vélarnar eiga eftir þangað til nýjar vélar leysa þær af hólmi er skemmri en Bandaríkjamenn höfðu áður áætlað. Þeir hafa því neyðst til að spara vélarnar meira þar sem þeir ráða ekki yfir eins miklum flugtíma og gert hafði ver- ið ráð fyrir og þar með hefur „sam- keppnin“ um vélarnar harðnað. Undanfarin ár hafa fjórar Orion- eftirlitsflugvélar verið á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hafa flugsveitir Bandaríkjaflota skipst á að leggja varnarliðinu þær til í sex mánuði í senn en fyrstu kafbáta og skipaeftirlitsvélarnar komu hingað árið 1951. Lengi vel voru Hollendingar einnig með eina Orion-vél hér á landi en þeir hafa lítið sem ekkert verið hér í á annað ár. Vélum í her Hollendinga hefur fækkað og talin meiri þörf á vélum, sem þeir ráða yfir, annars staðar. Hafa mest verið á meginlandi Evrópu síðustu mánuðina Engar faststaðsettar flugvélar eru hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli aðrar en björgunarþyrl- urnar. Áður voru sendar hingað heilu flugsveitirnar með 350 manna starfsliði og níu flugvélum en eftir lok kalda stríðsins minnkaði þörf- in. Síðastliðna sex mánuði hefur hálf flugsveit haft aðsetur hér, a.m.k. tæknilega séð, en vélarnar hafa engu að síður að langmestu leyti verið að störfum annars stað- ar í Evrópu þar sem þörfin hefur verið talin meiri en komið til Ís- lands annað slagið, m.a. vegna við- halds. Óvíst hvort Orion-vélar verða sendar til landsins TIL STENDUR að Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) verði undir einni stjórn en ekki hefur verið tekin nein ákvörð- un um að flytja RALA enn sem komið er. Reykjavíkurborg ásælist land RALA og raunar einnig svæði sem hinar rannsóknastofnanirnar standa á í Keldnaholti (Iðn- tæknistofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins) en jarðirnar eru í eigu ríkisins. RALA hefur einnig aðgang að ræktunarsvæði við Vesturlandsveg og telst landið sem heyrir undir RALA vera um 18,5 hektarar. Björn Ingi Sveinsson borg- arverkfræðingur segir að viðræður við ríkisvaldið um þetta svæði hafi verið í gangi í nokkurn tíma. Þær hafi legið niðri að undanförnu en nú eigi að taka þráðinn upp aftur enda eðlilegt að borgin eignist þetta land og þar horfi menn fyrst til lands RALA. Björn segir að unnið sé að skipulagi fyrir þetta svæði og stefnt að því að þarna verði stoðþjón- ustusvæði við byggðirnar í kring.         Borgin ásælist land RALA BJÖRGUNARSVEITIR á Fljótsdalshéraði voru kallaðar út í fyrrakvöld til leitar vestan af Kárahnjúkasvæðinu. Fjórir menn á virkjunar- svæðinu töldu sig sjá neyðar- blys á lofti rúmlega hálftíu um kvöldið og tilkynntu það lög- reglu. Leitað var á fimm vél- sleðum og þremur jeppum víða um svæðið í kringum Grágæsa- dal. Veður var gott meðan á leit stóð, en fór að hvessa með morgninum og var yfirferð nokkuð torsótt vegna krapa. Ekki varð vart við slóðir, mannaferðir í skálum eða fleiri blys og var leit hætt um klukk- an sex í gærmorgun. Manna leit- að vestan Kárahnjúka Egilsstöðum. Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.