Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 8

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 8
BLÁFUGL tekur í sumar í notkun B757-200-fraktvél en til þessa hefur félagið eingöngu rekið B737-vélar í fraktflugi sínu. Þórarinn Kjartans- son, framkvæmdastjóri Bláfugls, segir 757-þotuna verða notaða í flugi til og frá Íslandi og 737-þotan sem annast hafi það flug verði sett í önn- ur verkefni. B757-200-þotan sem Bláfugl fær afhenta í júní í sumar var farþega- þota sem nú er verið að breyta til fraktflugs. Tekur hún kringum 34 tonn af frakt eða fimm palla en 737- þoturnar bera um átta tonn af frakt á átta pöllum. Þórarinn segir að unnt verði með nýju vélinni að anna auk- inni þörf og veita betri þjónustu í fraktflugi frá Íslandi. Vélin er leigð af flugvélaleigufyrirtækinu Boullio- un Aviation. Auglýst hefur verið eft- ir flugstjórum með réttindi á 757- þotuna og kveðst Þórarinn bjartsýnn á að fá nægar umsóknir. Bláfugl rekur nú fjórar B737-þot- ur og bætast þrjár við í sumar, ein í júní, ein í júlí og ein í september. Segir hann þá hugsanlegt að ein- hverri af eldri 737-þotunum verði skilað. Í Bandaríkjunum er verið að breyta B757-200 þotu sem Bláfugl hefur tekið á leigu til fraktflutninga. Bláfugl fær B757-þotu í sumar FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú dugar mér ekki lengur glott út í annað, læknir, ég verð að geta glott allan hringinn ef mér á að takast að vinna þetta tap upp. Námskeið frumgreinadeildar THÍ Færri komast að en vilja FrumgreinadeildTækniháskóla Ís-lands býður í þess- um mánuði upp á nokkur námskeið fyrir almenning. Námskeiðin hefjast mánu- daginn 23. febrúar næst- komandi. Ýmsar upplýs- ingar varðandi námskeiðin er hægt að nálgast á vef Tækniháskólans, www.thi- .is, undir símenntun/fjar- nám, en Málfríður Þórar- insdóttir er deildarstjóri Frumgreinadeildar Tækniháskólans og Morg- unblaðið ræddi við hana um þetta námskeiðahald á dögunum. Svör Málfríðar fara hér á eftir. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað um frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands, hvenær var hún stofnuð, í hvaða tilgangi og hverjar eru þessar frumgreinar? „Frumgreinadeild, sem er allt að fjögurra anna nám, tók til starfa árið 1964 um leið og Tækniskólinn. Markmið deildarinnar hefur ætíð verið að treysta almenna menntun iðnað- armanna svo þeir geti hafið há- skólanám. Deildin er valkostur iðnlærðs fólks og fólks með starfs- reynslu sem stefnir á áframhald- andi nám við skólann. Aðsóknin á undanförnum árum hefur sýnt að það er full þörf fyrir deildina. Þurft hefur að vísa frá allt að helmingi umsækjenda, sem er sárt þegar þjóðfélagið kallar á tæknimenntað fólk. Margir hnjóta um orðið frumgreinadeild en ef við tökum líkingu af húsi í bygg- ingu þá er frumgreinadeildin grunnurinn. Þar eru kenndar raungreinar og huggreinar. Mikil áhersla er lögð á stærðfræði og raungreinar en jafnframt eru kennd tungumál og fleiri greinar. Náminu lýkur með raungreina- deildarprófi sem er stúdents- prófsígildi. Það er svo einstak- lingsbundið hversu margar annir þarf að taka áður en háskólanám getur hafist.“ – Hvaða námskeið eru það sem frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands er að hleypa af stokkun- um? „Til þess að brydda upp á nýj- ungum og vekja enn frekar at- hygli á því starfi sem fer fram inn- an frumgreinadeildar hefur verið ákveðið að bjóða upp á nokkur námskeið fyrir almenning. Þessi námskeið eru framsögn og ræðu- mennska, stærðfræðinámskeið, íslensk stafsetning og tækni- þýska. Námskeiðið framsögn og ræðu- mennska er ætlað fólki sem vill ná betri tökum á því að koma fyrir sig orði og tala á fundum. Allir þátttakendur fá að spreyta sig í ræðustól. Þetta námskeið er í höndum Önnu Bragadóttur kenn- ara og Sigurþórs A. Heimissonar leikara. Stærðfræðinámskeiðin eru fjögur. Þetta er hagnýt stærð- fræði og upplagt fyrir þá, sem vilja dusta ryk- ið af kunnáttu sem fall- in er í gleymsku og dá að skella sér á nám- skeið. Námskeiðin eru: Almenn brot og tuga- brot; jöfnureikningur; hlutfalls-, prósentu- og vaxtareikningur; flatarmál, rúm- mál, einingar. Kennari er Jens Arnljótsson Námskeiðið í íslenskri stafsetn- ingu er hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir grunnatriði stafsetn- ingar. Farið er yfir reglur um eitt eða tvö -n, rætt um stofn orða og stafsetningu, helstu y-reglur rifj- aðar upp auk þjálfunar í greina- merkjasetningu. Kennari er Soffía Guðný Guðmundsdóttir. Námskeiðið í tækniþýsku er ætlað þeim er hafa undirstöðu- þekkingu í þýsku, t.d. tvo til þrjá áfanga í framhaldsskóla, en vilja rifja upp og ná nokkrum tökum á að skilja texta um ýmis tæknileg atriði. Lesnar verða nokkrar greinar um vélar, tæki og verk- færi, orku og endurvinnslu. Reynt verður að koma til móts við þarfir þátttakenda eftir því sem tök eru á. Byrjað verður á almennum at- riðum um bíla. Kennari er Steinar Matthíasson.“ – Hverjum eru þessi námskeið ætluð og hvernig verða þau sam- ansett, meðal annars með tilliti til misjafnrar kunnáttu þátttakenda? „Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem vilja bæta kunnáttu sína á þessum sviðum. Fyrir þá sem hafa hugsað sér að sækja um í frumgreinadeild gæti þetta verið góð leið til að byrja og treysta undirstöðurnar.“ – Hefur frumgreinadeild THÍ áður gengist fyrir slíkum nám- skeiðum? „Frumgreinadeildin hefur und- anfarin misseri boðið upp á nám- skeið í íslensku fyrir útlendinga. Þau námskeið hafa tek- ist vel, og nú eru nýhaf- in námskeið 1. og 2. stig og hægt er að bæta við fleirum ef menn gefa sig fram strax eftir helgi. Hægt er að taka allt að 150 tíma hér.“ – Hvað er að segja um skráningu og kostnað? „Námskeiðskostnaði er stillt í hóf og hægt er að nálgast allar upplýsingar og jafnframt skrá sig á vef skólans, www.thi.is. Nám- skeiðin hefjast mánudaginn 23. febrúar og þriðjudaginn 24. febr- úar og eru frá kl. 20– 21.30.“ Málfríður Þórarinsdóttir.  Málfríður Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1953. Hún er MA í dönsku frá Háskóla Íslands og með próf í uppeldis- og kennslufræði frá sömu stofn- un. Málfríður hóf störf við Tækniskóla Íslands, nú Tæknihá- skóla Íslands, sem dönskukenn- ari og hefur starfað þar síðan. Málfríður tók um áramótin 2001 við stöðu deildarstjóra frum- greinadeildar Tækniháskóla Ís- lands sem hún gegnir núna. Eig- inmaður Málfríðar er Sigurgeir Þorgeirsson og eiga þau tvær dætur. Ef við tökum líkingu af húsi í byggingu , er frumgreina- deildin grunn- urinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.