Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 17
Golfdeild Úrvals-Úts‡nar
Hlí›asmára 15, Kópavogi • sími 585 4116 e›a 585 4117
www.urvalutsyn.is • peter@uu.is • signhild@uu.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
23
43
09
/2
00
3
Golffer›in flín er í öruggum höndum reyndra fararstjóra!
27.3 - 3.4 Golffer› afrekskylfinga til
Matalascanas - UPPSELT
2. - 15.4 Mojacar á Spáni (páskar) - 6 sæti laus
3. - 14.4 Islantilla á Spáni (páskar) - UPPSELT
3. - 14.4 Matalascanas (páskar) - UPPSELT
3. - 14.4 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT
14. - 24.4 El Rompido á Spáni og Islantilla
í sömu fer› - UPPSELT
14. - 24.4 El Rompido - ÓTAKMARKA‹ GOLF
- 10 sæti laus
14. - 24.4 Tavira í Portúgal - UPPSELT
14. - 24.4 Islantilla - UPPSELT
14. - 24.4 Matalascanas - UPPSELT
14. - 24.4 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT
15. - 25.4 Mojacar - 6 sæti laus
15. - 25.4 Golfskoli á Mojacar - 4 sæti laus
24.4. - 2.5 Matalascanas - UPPSELT
24.4. - 2.5 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT
24.4. - 2.5 Islantilla - ÓTAKMARKA‹ GOLF
- 6 sæti laus
24.4. - 2.5 El Rompido - ÓTAKMARKA‹ GOLF
- 12 sæti laus
24.4. - 2.5 El Rompido og Islantilla í sömu fer›
- ÓTAKMARKA‹ GOLF - 6 sæti laus
24.4. - 2.5 Tavira - 8 sæti laus
Íslenskir kylfingar kunna
svo sannarlega a› meta
okkar fljónustu, gæ›i og
hagstætt ver›.
Bókunarsta›an í vor:
fiökkum
frábæra
r
vi›töku
r!
Sigur›ur Hafsteinsson
Einar Lyng Hjaltason
Peter Salmon Signhild Borgflórsdóttir
Kjartan L. Pálsson Ólafur Jóhannesson Ingi Rúnar Gíslason
Ottó Ö. Pétursson Magnús Birgisson Hör›ur Arnarson
MYND sem bandarískt Mars-farartæki tók og var birt á
fimmtudag. Hún sýnir hnöttótta steina við Grjótfjall á
Meridiani-sléttu á plánetunni. Nú verður rannsakað
hvað valdið hafi þessari óvenjulegu lögun á steinunum.
Reuters
Listræn hönnun á Mars
HUGBÚNAÐARRISINN Micro-
soft Corp. skýrði frá því á fimmtu-
dag að hluta af grunnkóðum Wind-
ows-stýrikerfisins hefði verið lekið
út á Netið og tölvuþrjótar kynnu því
að geta notað vitneskjuna til að finna
öryggisbresti. Sagði Microsoft að
hlutar af Windows NT 4.0 og Wind-
ows 2000 gengju kaupum og sölum á
Netinu, en um væri að ræða örlítinn
hluta þeirra milljóna kóða sem lægju
á bak við stýrikerfið. Atburðurinn er
samt talinn vera áfall fyrir Micro-
soft. Mörg hundruð milljónir tölva
nota Windows-stýrikerfi.
Sérfræðingar segja útilokað að
segja fyrir um áhrifin af lekanum
vegna þess að ekki sé vitað hve um-
fangsmikill hann sé. Enginn geti í
reynd svarað þeirri spurningu nema
fyrirtækið sjálft en Microsoft segir
að ekkert bendi til þess að lekinn
hafi komið upp í fyrirtækinu sjálfu.
Heimildarmenn segja að í reynd hafi
mátt búast við því að svona færi þar
sem Microsoft hefur um árabil af-
hent ákveðnum fyrirtækjum, banda-
rískum stjórnarstofnunum, erlend-
um ríkisstjórnum og háskólum vissa
hluta af grunnkóðanum. Þótt sett
hafi verið ströng skilyrði um öryggi
og áðurnefndum aðilum sé bannað
að birta upplýsingarnar sé ljóst að
aðeins hafi verið tímaspursmál hve-
nær einhvers staðar kæmi brestur í
kerfið.
Vilja hert lög gegn
ólöglegum afritunum
Microsoft er öflugasta hugbúnað-
arfyrirtæki heims og hefur þrýst á
stjórnvöld í Bandaríkjunum um að
herða lög og reglur gegn ólöglegum
afritunum sem kosta hugbúnaðar-
fyrirtæki stórfé árlega í töpuðum
viðskiptum. Er talið að tap banda-
rískra fyrirtækja vegna þess athæfis
sé 13 milljarðar dollara, um 880
milljarðar króna, á ári. En sem fyrr
segir er enn óljóst hvort lekinn muni
gagnast þeim sem reyna að komast
með ólöglegum hætti yfir hugbúnað.
Microsoft í vanda með stýrikerfi
Grunnkóðum
var lekið á Netið
Seattle. AP, AFP.
ÍRANAR stefna enn að því að smíða
kjarnavopn, þrátt fyrir yfirlýsingar
um hið gagnstæða. Kom þetta fram
hjá Richard Armitage, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, í
fyrradag.
„Við höfum fylgst mjög grannt
með Íran og efumst ekki um, að Ír-
anar vinna enn að því að koma sér
upp kjarnavopnum,“ sagði Armitage
í viðtali við Salem Radio Network í
Washington.
Nokkru áður sama dag lét John
Bolton, sem fer með afvopnunarmál í
utanríkisráðuneytinu, svipuð um-
mæli falla í Berlín. Sagði hann, að Ír-
anar hefðu ekki sýnt IAEA, Alþjóða-
kjarnorkumálastofnuninni, fullan
samstarfsvilja þrátt fyrir samninga
um það. „Þetta samstarf verðum við
að tryggja í samvinnu við evrópska
vini okkar,“ sagði Armitage.
IAEA skýrði frá því á fimmtudag,
að fundist hefðu í Íran teikningar af
nýju og fullkomnu tæki til að fram-
leiða kjarnorkueldsneyti en frá því
hefðu Íranar ekki skýrt í trássi við
fyrri fyrirheit.
Gruna Íransstjórn
enn um græsku
Washington. AFP.
ZELIMKHAN Jandarbíjev, fyrr-
verandi forseti héraðsins Tétsníu í
Rússlandi, lét lífið í sprengjuárás
sem gerð var á bíl hans í borginni
Doha, höfuðborg Persaflóalandsins
Katar, í gærmorgun. Jandarbíjev
hefur dvalið í Katar undanfarin ár en
Rússar hafa krafist þess að fá hann
framseldan vegna gruns um að hann
hafi staðið að baki gíslatöku í leik-
húsi í Moskvu fyrir tveim árum en
hún endaði í blóðbaði.
Rússar neita aðild
Talsmenn rússneskra stjórnvalda
neituðu harðlega í gær ásökunum
Tétsena um að Rússar eða flugu-
menn þeirra hefðu staðið að baki til-
ræðinu í Doha.
Jandarbíjev var á ferð í jeppa
ásamt lífvörðum sínum, að sögn
sjónarvotta, þegar sprenging varð í
bílnum. Jandarbíjev var fluttur á
sjúkrahús þar sem hann lést.
Jandarbíjev var forseti Tétsníu
um tíma, eftir að Dzhokhar Dúdajev
féll í átökum við rússneska hermenn
árið 1996. Dúdajev var fyrrv. hers-
höfðingi í sovéska hernum. Aslan
Maskhadov, núverandi forseti upp-
reisnarmannam í Tétsníu, tók við af
Jandarbíjev árið 1997.
Jandarbíjev myrtur
Doha. AFP.
SVARTIR svanir í dýragarði í borg-
inni Wuhan í Hubei-héraði í Kína.
Valentínusardagurinn er í dag.
Reuters
Tilhugalíf
REYKINGAR draga verulega úr
frjósemi karla og kvenna og reyk-
ingar á meðgöngutíma geta haft al-
varlegar afleiðingar fyrir börnin, að
sögn BBC.
Í skýrslu frá bresku læknasam-
tökunum segir, að reykingar valdi
ófrjósemi hjá fjölda karla á aldrinum
30 til 50 ára og eigi sök á allt að 5.000
fósturlátum árlega.
Konur, sem reykja, eru 40% ólík-
legri til að verða ófrískar en konur,
sem ekki reykja, og börn kvenna,
sem reykja, eru oft mjög létt við
fæðingu. Þá geta reykingar ef til vill
átt þátt í fæðingargalla.
Áætlað er að auki, að í Bretlandi
komi árlega á sjúkrahús 17.000 börn
undir fimm ára aldri með sjúkdóma í
öndunarfærum, sem rekja megi til
reykinga í návist þeirra.
Tóbak skað-
ar frjósemi