Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 19

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 19 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur hug á að velja sjálfur arftaka sinn í embætti en allt bendir til að hann vinni sigur í for- setakosningum, sem fara fram í Rússlandi 14. mars nk., og ríki til ársins 2008. „Það ætti að vera markmið allra leiðtoga, einkum og sér í lagi svo valdamikilla sem forseta, að mæla með vænlegum eftirmanni,“ sagði Pútín á fréttamannafundi í Moskvu en segja má að kosninga- barátta hans hafi þar með hafist formlega. Hvatti Pútín rússnesku þjóðina til að fylkja liði á bak við þann mann, sem hann veldi til að taka við af sér, í því skyni að „tryggja framhald þess sem við höfum nú“. Ekki kom þó fram hvern Pútín teldi hæfan til að feta í fótspor sín. Alls eru sjö í framboði í forseta- kosningunum en öruggt er talið að Pútín tryggi sér réttinn til að sitja fjögur ár í viðbót í embætti. Pútín lagði áherslu á það í ávarpi sínu á fimmtudag að hann væri ekki hrif- inn af hugmyndum um að gera breytingar á stjórnarskránni til að honum verði kleift að sitja lengur en til 2008, en rússneska þingið mun greiða atkvæði um það síðar í þessum mánuði hvort lengja skuli kjörtímabil forsetans úr fjórum ár- um í sjö. Vill velja arftakann sjálfur Moskvu. AFP. Reuters Allar helstu sjónvarpsstöðvarnar í Rússlandi voru með beina útsend- ingu frá fréttamannafundi Pútíns. KJÓSENDUR í Sviss hafa samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu ný lög sem leiða sjálfkrafa til lífstíðarfangelsis- dóms yfir mönnum sem dæmdir eru fyrir alvarleg kynferðisbrot eða gróft ofbeldi og eru taldir óforbetranlegir. Þótt svissneska ríkisstjórnin sé andvíg lögunum voru þau samþykkt um liðna helgi með 56% greiddra at- kvæða og í meirihluta kantónanna 26. Stjórnin og þingið þurfa nú að ákveða hvernig koma á lögunum í fram- kvæmd þar sem í þeim er ekki tekið fram í hvers konar fangelsum halda eigi föngunum. Lögin gilda um fanga, sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot eða of- beldi, eru taldir mjög hættulegir og óforbetranlegir. Þeir eiga að vera í fangelsi til æviloka og gildir þá einu hvernig þeir hegða sér í fangelsi. Tveir óháðir sérfræðingar þurfa að komast að þeirri niðurstöðu að af- brotamaður sé mjög hættulegur og óforbetranlegur þegar dæmt er í máli hans til að hann verði dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. Hertar refs- ingar við kynferðis- brotum í Sviss FRANSKIR saksóknarar hafa hafið rannsókn á máli, sem hugsanlega snýst um peningaþvætti, en svo virð- ist sem hundruð milljóna ísl. kr. hafi verið flutt á reikning í eigu eiginkonu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna. Það var franski seðlabankinn, sem fór fram á rannsóknina, en þá hafði komið í ljós, að mánaðarlega var flutt frá Sviss nærri ein milljón evra, um 87 millj. ísl. kr., og inn á reikning Suha Arafat í París þar sem hún býr. Suha Arafat var ekkert að skafa af hlutunum þegar hún lýsti skoðun sinni á þessum fréttum í gær. Hún sagði um uppspuna að ræða og að fréttirnar væru runnar undan rifjum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Sharon væri „að reyna að búa til sams konar hneyksli í kring- um fjölskyldu Arafats forseta til að hylma yfir hneykslismál er tengdust honum sjálfum og fjölskyldu hans“. Fjármál Suha Arafats könnuð París. AP. HÁTTSETTUR starfsmaður sænska tryggingarisans Skandia, sem sætir nú lögreglurannsókn vegna svimandi hárra kaupauka til forsvarsmanna, svipti sig lífi á hót- elherbergi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, að því er sænska Aft- onbladet greindi frá. Blaðið nafngreinir manninn ekki, en segir að lögreglan hafi fundið í peningaveski hans skjöl um greiðslur á kaupaukum. Hann skráði sig inn á Elite Hotel Plaza á sunnudag, en þegar ræstingakona fór inn í herbergið á þriðjudaginn kom hún að manninum látnum, seg- ir Aftonbladet. Maðurinn var einn af allra æðstu stjórnendum Skandia, og einn þeirra rúmlega 80 manna sem rannsókn á meintum, ólöglegum kaupaukagreiðslum beinist að. Yfirmaður hjá Skandia svipti sig lífi ♦♦♦ ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.