Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is FÁTT er um annað rætt á Egilsstöðum en hið óhugnanlega morðmál í Neskaupstað. Fólk virðist margt ráðvillt vegna atburð- arins, enda vart rúm fyrir slíkan hroða í sálarlífi Austfirðinga. Þeir hafa haft nóg með að taka á móti nýjum og fjölþjóð- legum straumum í mannlífinu umhverfis sig undanfarin misseri. Einhverjir hrópa á torgum að nú séu að koma í ljós hinir verri fylgifiskar þeirrar mannmergðar erlendrar, sem vinnur við Kárahnjúkavirkjun. Vonandi kjósa þó flestir að líta þá umbreytingu sem er að verða hér á mannlífi og bæjarbrag jákvæð- um augum og án fordóma. Allt fram streymir, ekkert verður hið sama og vonlaust að reyna að halda í liðna tíð. Og hafa skyldi hugfast að jafnvel í myndarlegustu fjárhópum má finna svarta sauði.    SNJÓRINN kom og snjórinn fór. Ald- eilis er það merkilegt að um leið og menn voru hættir að bölsótast yfir vonskuveðr- inu um síðustu helgi og fór að hlána, hófu þeir að agnúast út í hlákuna. Hvers vegna gat ekki bara ansvítans (séraustfirskt blótsyrði) snjórinn verið áfram, fyrst hann þurfti að koma svona hressilega, spurðu menn. Hvernig á nokkur maður að skilja svona viðsnúning í hugsunarhætti? Tja, það á að vera vetur á veturna, er svarað úr horni.    ÞAÐ ER sem sagt hláka á Héraði. Þeir sem voru á þorrablóti í Hjaltalundi í næst- um sólarhring fyrir viku eru búnir að jafna sig og sem betur fer varð engum verulega meint af óveðrinu. Í íbúðarskálum starfs- manna við Kárahnjúka er verið að vinda upp mestu bleytuna úr rúmum og af gólf- um í vaskaföt og reyna að halda þökunum ofan við gólfhæð. Kaupfélagið á Egilsstöðum lætur nú taka grunn að stærri verslun og starfs- fólkið þar segir útlendingana í Kára- hnjúkum eiga úttroðin veski af peningum og geta keypt sér húfur og vettlinga að vild. Náungi sem var að versla þar um daginn sagðist oft hafa unnið við virkjanir á Íslandi og það hefði skrambans oft rignt og skafið ofan í rúmið hjá honum og ekki þótt verulegt tiltökumál. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Á heimasíðu Orku-veitu Húsavíkurkemur fram að í nýliðnum janúar var metnotkun á raforku og heitu vatni á Húsavík. Raforkunotkun á Húsa- vík hefur aukist um 4% frá og með árinu 2000, eða um 1,3% að með- altali á ári. Aukningin á milli áranna 2002 og 2003 er 1,8%. Þá hefur aldrei áður verið eins mikil notkun í jan- úarmánuði og nú, og er aukningin 6,9% miðað við janúarmánuð í fyrra. Notkun á heitu vatni minnkaði um 1,7% á milli áranna 2002 og 2003, en hafði árið 2002 aukist um 4,2% frá árinu 2001. Nýliðinn janúarmánuður er met hvað varðar notkun á heitu vatni, og er t.a.m. munurinn á janúar 2004 og janúar 2003 rúm 15%, segir skarpi.is Metnotkun Búðardalur | Þarna hef- ur margur laxveiðmað- urinn staðið og „sett í hann“… Þessi fallega laxveiðiá sem rennur rétt við Búðardal er óþekkjanleg í leysing- unum sem komu í kjöl- far hlýindanna hér sl. daga. Laxá í leysingum Leifi Eiríkssyni leið-ist ekki tilveran,allra síst á þorra- blótum. Þessi unglingur, sem kominn er langt á tí- unda aldurstug, lét sig ekki muna um að kasta fram hringhendu: Þegar svöngum þrifleg fljóð þorraföngin bjóða, æsist löngun, ólgar blóð örvast söngur ljóða. Rúnar Kristjánsson ber saman gamla tíma og nýja: Jafnan blessa mun það mjög menn í önnum dagsins, að þeir virði óskráð lög innan þjóðfélagsins. Aðalsteinn L. Valdimars- son minnist Keikós: Útförin Keikós í kyrrþey var gjörð og kransar og blóm ekki þegin. Andlátið bar að við fjar- lægan fjörð og fjölmiðlasveitin varð slegin. Nú eyðist hans búkur í út- lendri jörð en íslenska þjóðin er fegin. Á þorrablóti pebl@mbl.is STARFSMENN Rarik hafa lokið viðgerð á háspennulín- unni milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Snjóflóð féllu á línuna á tveimur stöðum í óveðrinu 13. janúar sl., annar vegar í Karlsárdal og hins vegar í Burstabrekkudal. Skemmdir urðu á þremur staurastæðum í Karlsárdal og aðrar fimm stæður brotnuðu í Bursta- brekkudal og þá slitnaði há- spennulínan á báðum stöðum. Að sögn Helga Jónssonar, verkstjóra hjá Rarik, tók við- gerð línunnar einn mánuð en bæði veðurfar og snjóflóða- hætta töfðu verkið. Snjóflóðið í Burstabrekku- dal var um og yfir 10 metrar á dýpt en í Karlsárdal var dýpt- in 4–5 metrar. Háspennulínan fór síðast í sundur á þessari leið árið 1995 en þá féllu snjó- flóð á svipuðum stöðum og nú. Stefnt er að því að hefja vinnu við að leggja línuna í jörð á þessum slóðum næsta sumar. Rafmagn er komið á línuna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar á ný og er allt komið í eðlilegt horf eftir óveðrið í síðasta mánuði, að sögn Helga. Á meðan viðgerð stóð yfir fengu Ólafsfirðingar rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun. Djúpt niður á fast: Vinnuflokkur frá Rarik vinnur að viðgerð á háspennulínunni í Burstabrekkudal, þar sem snjóflóðið sem olli skemmdum á staurastæðum og línu var um 10 metra djúpt. Viðgerð á háspennulínunni lokið Rafmagn BARNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur borist erfðagjöf eftir Fríði Sigurjónsdóttur. Hún var fædd að Sandi í Að- aldal 13. janúar 1902, dóttir Sigurjóns Frið- jónssonar skálds og bónda á Sandi og Krist- ínar Jónsdóttur frá Rifkelsstöðum í Öngulstaðahreppi. Fríður lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Ís- lands 1933. Hún starfaði m.a. í Borgarnesi og Landspítalanum áður en hún tók við starfi ljósmóður í Glæsibæjarhreppsumdæmi 1937 og starfaði þar til ársins 1955. Hún var þann tíma búsett á Akureyri og fékk einnig hálf ljósmæðralaun úr bæjarsjóði frá 1944 þar sem hún hjálpaði til við fæðingar í bænum sem voru allmiklu fleiri en í sveitinni. Fyrsta árið sem fæðingardeild FSA starfaði kom Fríður þar inn um tíma til afleysinga. Fríður fluttist til Hafnarfjarðar 1955 og var ljósmóði á Sólvangi fram til 1972 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fríður lést í Reykjavík 5. maí 2003, á 102. aldursári. Barnadeildin fékk 6,5 milljónir Þegar Fríður lést kom í ljós að hún hafði arfleitt barnadeild sjúkrahússins að öllum sínum lausafjármunum og nam upphæðin 6,5 milljónum króna. Arfurinn hefur gert deildinni kleift að sinna betur ýmsum verk- efnum. Einni sjúkrastofu hefur verið breytt í móttökuherbergi. Það hefur verið innrétt- að og tækjavætt til að þjóna því hlutverki, enda stefnan í dag sú að leysa sem mest af heilbrigðisvanda barna og unglinga án þess að þau þurfi að dvelja næturlangt á sjúkra- húsi. Einnig getur deildin nú sinnt betur forvarnastarfi í þágu barna og unglinga. Þessa er getið á vef FSA. Barnadeild FSA erfir 6,5 milljónir Ísafjörður | Sýning verður opnuð í Safna- húsinu Eyrartúni á Ísafirði á morgun kl. 15. Sýningin er til minningar um að liðin eru 100 ár frá upphafi heimastjórnar á Íslandi. Öllum íbúum Ísafjarðarbæjar og gestum er boðið að vera við opnun sýningarinnar.Sýn- ingin er annar dagskrárliður af þremur er Ísafjarðarbær sér um og fellur inn í heildar- dagskrá vegna þessa merka atburðar, sem minnst er víða um land undir stjórn nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Þriðji og síðasti atburðurinn er málþing sem haldið verður á Ísafirði 19. júní nk. Sýning í Safna- húsinu Eyrartúni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.