Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 20

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is FÁTT er um annað rætt á Egilsstöðum en hið óhugnanlega morðmál í Neskaupstað. Fólk virðist margt ráðvillt vegna atburð- arins, enda vart rúm fyrir slíkan hroða í sálarlífi Austfirðinga. Þeir hafa haft nóg með að taka á móti nýjum og fjölþjóð- legum straumum í mannlífinu umhverfis sig undanfarin misseri. Einhverjir hrópa á torgum að nú séu að koma í ljós hinir verri fylgifiskar þeirrar mannmergðar erlendrar, sem vinnur við Kárahnjúkavirkjun. Vonandi kjósa þó flestir að líta þá umbreytingu sem er að verða hér á mannlífi og bæjarbrag jákvæð- um augum og án fordóma. Allt fram streymir, ekkert verður hið sama og vonlaust að reyna að halda í liðna tíð. Og hafa skyldi hugfast að jafnvel í myndarlegustu fjárhópum má finna svarta sauði.    SNJÓRINN kom og snjórinn fór. Ald- eilis er það merkilegt að um leið og menn voru hættir að bölsótast yfir vonskuveðr- inu um síðustu helgi og fór að hlána, hófu þeir að agnúast út í hlákuna. Hvers vegna gat ekki bara ansvítans (séraustfirskt blótsyrði) snjórinn verið áfram, fyrst hann þurfti að koma svona hressilega, spurðu menn. Hvernig á nokkur maður að skilja svona viðsnúning í hugsunarhætti? Tja, það á að vera vetur á veturna, er svarað úr horni.    ÞAÐ ER sem sagt hláka á Héraði. Þeir sem voru á þorrablóti í Hjaltalundi í næst- um sólarhring fyrir viku eru búnir að jafna sig og sem betur fer varð engum verulega meint af óveðrinu. Í íbúðarskálum starfs- manna við Kárahnjúka er verið að vinda upp mestu bleytuna úr rúmum og af gólf- um í vaskaföt og reyna að halda þökunum ofan við gólfhæð. Kaupfélagið á Egilsstöðum lætur nú taka grunn að stærri verslun og starfs- fólkið þar segir útlendingana í Kára- hnjúkum eiga úttroðin veski af peningum og geta keypt sér húfur og vettlinga að vild. Náungi sem var að versla þar um daginn sagðist oft hafa unnið við virkjanir á Íslandi og það hefði skrambans oft rignt og skafið ofan í rúmið hjá honum og ekki þótt verulegt tiltökumál. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Á heimasíðu Orku-veitu Húsavíkurkemur fram að í nýliðnum janúar var metnotkun á raforku og heitu vatni á Húsavík. Raforkunotkun á Húsa- vík hefur aukist um 4% frá og með árinu 2000, eða um 1,3% að með- altali á ári. Aukningin á milli áranna 2002 og 2003 er 1,8%. Þá hefur aldrei áður verið eins mikil notkun í jan- úarmánuði og nú, og er aukningin 6,9% miðað við janúarmánuð í fyrra. Notkun á heitu vatni minnkaði um 1,7% á milli áranna 2002 og 2003, en hafði árið 2002 aukist um 4,2% frá árinu 2001. Nýliðinn janúarmánuður er met hvað varðar notkun á heitu vatni, og er t.a.m. munurinn á janúar 2004 og janúar 2003 rúm 15%, segir skarpi.is Metnotkun Búðardalur | Þarna hef- ur margur laxveiðmað- urinn staðið og „sett í hann“… Þessi fallega laxveiðiá sem rennur rétt við Búðardal er óþekkjanleg í leysing- unum sem komu í kjöl- far hlýindanna hér sl. daga. Laxá í leysingum Leifi Eiríkssyni leið-ist ekki tilveran,allra síst á þorra- blótum. Þessi unglingur, sem kominn er langt á tí- unda aldurstug, lét sig ekki muna um að kasta fram hringhendu: Þegar svöngum þrifleg fljóð þorraföngin bjóða, æsist löngun, ólgar blóð örvast söngur ljóða. Rúnar Kristjánsson ber saman gamla tíma og nýja: Jafnan blessa mun það mjög menn í önnum dagsins, að þeir virði óskráð lög innan þjóðfélagsins. Aðalsteinn L. Valdimars- son minnist Keikós: Útförin Keikós í kyrrþey var gjörð og kransar og blóm ekki þegin. Andlátið bar að við fjar- lægan fjörð og fjölmiðlasveitin varð slegin. Nú eyðist hans búkur í út- lendri jörð en íslenska þjóðin er fegin. Á þorrablóti pebl@mbl.is STARFSMENN Rarik hafa lokið viðgerð á háspennulín- unni milli Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Snjóflóð féllu á línuna á tveimur stöðum í óveðrinu 13. janúar sl., annar vegar í Karlsárdal og hins vegar í Burstabrekkudal. Skemmdir urðu á þremur staurastæðum í Karlsárdal og aðrar fimm stæður brotnuðu í Bursta- brekkudal og þá slitnaði há- spennulínan á báðum stöðum. Að sögn Helga Jónssonar, verkstjóra hjá Rarik, tók við- gerð línunnar einn mánuð en bæði veðurfar og snjóflóða- hætta töfðu verkið. Snjóflóðið í Burstabrekku- dal var um og yfir 10 metrar á dýpt en í Karlsárdal var dýpt- in 4–5 metrar. Háspennulínan fór síðast í sundur á þessari leið árið 1995 en þá féllu snjó- flóð á svipuðum stöðum og nú. Stefnt er að því að hefja vinnu við að leggja línuna í jörð á þessum slóðum næsta sumar. Rafmagn er komið á línuna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar á ný og er allt komið í eðlilegt horf eftir óveðrið í síðasta mánuði, að sögn Helga. Á meðan viðgerð stóð yfir fengu Ólafsfirðingar rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun. Djúpt niður á fast: Vinnuflokkur frá Rarik vinnur að viðgerð á háspennulínunni í Burstabrekkudal, þar sem snjóflóðið sem olli skemmdum á staurastæðum og línu var um 10 metra djúpt. Viðgerð á háspennulínunni lokið Rafmagn BARNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur borist erfðagjöf eftir Fríði Sigurjónsdóttur. Hún var fædd að Sandi í Að- aldal 13. janúar 1902, dóttir Sigurjóns Frið- jónssonar skálds og bónda á Sandi og Krist- ínar Jónsdóttur frá Rifkelsstöðum í Öngulstaðahreppi. Fríður lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Ís- lands 1933. Hún starfaði m.a. í Borgarnesi og Landspítalanum áður en hún tók við starfi ljósmóður í Glæsibæjarhreppsumdæmi 1937 og starfaði þar til ársins 1955. Hún var þann tíma búsett á Akureyri og fékk einnig hálf ljósmæðralaun úr bæjarsjóði frá 1944 þar sem hún hjálpaði til við fæðingar í bænum sem voru allmiklu fleiri en í sveitinni. Fyrsta árið sem fæðingardeild FSA starfaði kom Fríður þar inn um tíma til afleysinga. Fríður fluttist til Hafnarfjarðar 1955 og var ljósmóði á Sólvangi fram til 1972 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fríður lést í Reykjavík 5. maí 2003, á 102. aldursári. Barnadeildin fékk 6,5 milljónir Þegar Fríður lést kom í ljós að hún hafði arfleitt barnadeild sjúkrahússins að öllum sínum lausafjármunum og nam upphæðin 6,5 milljónum króna. Arfurinn hefur gert deildinni kleift að sinna betur ýmsum verk- efnum. Einni sjúkrastofu hefur verið breytt í móttökuherbergi. Það hefur verið innrétt- að og tækjavætt til að þjóna því hlutverki, enda stefnan í dag sú að leysa sem mest af heilbrigðisvanda barna og unglinga án þess að þau þurfi að dvelja næturlangt á sjúkra- húsi. Einnig getur deildin nú sinnt betur forvarnastarfi í þágu barna og unglinga. Þessa er getið á vef FSA. Barnadeild FSA erfir 6,5 milljónir Ísafjörður | Sýning verður opnuð í Safna- húsinu Eyrartúni á Ísafirði á morgun kl. 15. Sýningin er til minningar um að liðin eru 100 ár frá upphafi heimastjórnar á Íslandi. Öllum íbúum Ísafjarðarbæjar og gestum er boðið að vera við opnun sýningarinnar.Sýn- ingin er annar dagskrárliður af þremur er Ísafjarðarbær sér um og fellur inn í heildar- dagskrá vegna þessa merka atburðar, sem minnst er víða um land undir stjórn nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Þriðji og síðasti atburðurinn er málþing sem haldið verður á Ísafirði 19. júní nk. Sýning í Safna- húsinu Eyrartúni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.