Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 26

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík | Árni Johnsen opnar í dag sýningu á steinskúlptúrum sýnum í Gryfjunni, sýning- arsal sem verið er að innrétta í Duus-húsum í Keflavík. Sýningin heitir Grjótið í Grund- arfirði. Verkin sem eru alls 37 talsins eru í Gryfj- unni en einnig utan við Duus-hús. Árni var í gær að leggja lokahönd á uppsetningu sýning- arinnar og sagði að það hefði gengið vel. Með- al annars festi hann fugl á eitt útilistaverk- anna sem sett hafa verið upp við Duusgötu. Verið er að gera upp húsnæðið og er hlé gert á framkvæmdum á meðan Árni sýnir. Hann segir að ágæt aðstaða sé í salnum, hann sé hæfilega hrár og hæfi verkunum. Sýningin verður opnuð með athöfn sem hefst klukkan 15 í dag. Hún verður síðan opin alla daga frá klukkan 13 til 18 til 14. mars næstkomandi. Verkin eru til sölu. Morgunblaðið/Rax Sýning Árna Johnsen opnuð í Gryfjunni í dag Sálræn skyndihjálp | Starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og starfsfólk 88 hússins í Reykjanesbæ sátu nýlega námskeið í sálrænni skyndihjálp. Námskeiðið var á vegum SamSuð, Samtaka félagsmiðstöðva á Suður- nesjum, og hafði séra Carlos Ari Ferrer umsjón með því. Farið var yf- ir viðbrögð starfsmanna þegar skól- stæðingar þeirra lenda í áföllum og eins hvernig bera eigi slæm tíðindi. Fram kemur í fréttatilkynningu að SamSuð hyggst halda áfram að vinna í þessum málum með það að markmiði að efla starfsfólk sitt og þjónustu. Njarðvík | Um 400 gestir komu á heiðurs- og styrktartónleika sem vinir Ómars Jóhanns- sonar efndu til í Stapanum í Njarðvík í fyrra- kvöld og tókust tónleikarnir mjög vel að sögn skipuleggjenda. Ómar Jóhannsson, sem meðal annars hef- ur samið margar bæjarrevíur fyrir Leik- félag Keflavíkur, á við erfið veikindi að stríða. Hjördís Árnadóttir, einn skipuleggj- enda tónleikanna, segir að fjárhagsáhyggjur hafi gert erfiðara en ella að takast á við veikindin. Því hafi vinir hans og samstarfs- fólk úr Leikfélagi Keflavíkur ákveðið að standa fyrir heiðurs- og styrktartónleikum. Í upphafi hafi verið ætlunin að vera með litla dagskrá í Frumleikhúsinu en fljótlega komið í ljós að stemningin í bænum væri slík að hugsanlega þyrfti stærra húsnæði og því voru tónleikarnir haldnir í Stapanum. Fjöldi listamanna kom fram og tekur Hjördís fram að allir hafi gert það að eigin frumkvæði. Ómar var sjálfur viðstaddur. Hann ávarp- aði gesti, flutti frumortan brag um Hjálmar Árnason þingmann sem hann sagði að hefði af einhverjum ástæðum sloppið við skot í Keflavíkurrevíunum og söng eitt lag. Hjör- dís er ánægð með hvernig til tókst og segir að Ómar hafi verið mjög hrærður og ánægð- ur með þann hug sem hinir fjölmörgu gestir sýndu honum með því að mæta. Húsfyllir á heiðurs- og styrktartónleikum Ljósmynd/Hilmar Bragi Margir vildu heilsa upp á Ómar Jóhannsson eftir heiðurs- og styrktartónleikana í Stapanum. Reykjanesbær | Með samningi sem Útlend- ingastofnun hefur gert við Reykjanesbæ um umönnun fólks sem hér leitar hælis sem flótta- menn er komin föst skip- an á þessi mál í fyrsta skipti. Kom það fram hjá Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Útlendinga- stofnunar, við undirritun samningsins í gær en Björn Bjarnason dóms- málaráðherra og Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifuðu undir hann auk forstjórans. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar mun sjá um að útvega hælisleitendum gistingu, fæði og almenna aðstoð sem tengist umsókn fólksins. Hefur Reykjanesbær ráðið sérstakan starfsmann til að hafa umsjón með þessari starf- semi. Verið er að semja um aðra þjónustu. Þannig munu Mótel Alex, farfuglaheimilið Fit og Gisti- heimili Keflavíkur hýsa fólkið, að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra, og hafa fyrstu hæl- isleitendurnir fengið húsaskjól þar. Hjördís segir áætlað að flóttamenn noti um 2500 til 3000 gisti- nætur á ári en það geti þó verið breytilegt. Sumir séu í fáeina daga en aðrir í marga mánuði. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í ávarpi við þetta tækifæri að þótt stefnt væri að því að sem fæst- ir einstaklingar komist undir þennan samning væri mikilvægt að búa vel að þeim sem það gerðu. Björn sagði í samtali við Morgunblað- ið að lagt hefði verið mat á félagslega þjón- ustu í Reykjanesbæ og hæfni starfsmanna til að annast þessa þjón- ustu. Kvaðst hann ánægður með að samn- ingar hefðu tekist og vonaðist til að vel tækist til. Georg Kr. Lárusson sagði ekki ljóst hversu há- ar fjárhæðir fælust í samningnum, það væri breytilegt og færi eftir fjölda þeirra sem féllu undir hann á hverjum tíma. Á árinu 2002 leituðu 120 manns hælis hér á landi sem pólitískir flótta- menn og 80 á síðasta ári. Áætlaði Georg að kostn- aðurinn yrði 25 til 35 milljónir og miðaði þá við 100 hælisleitendur. Tók hann fram að í samn- ingnum væri kveðið á um að fulltrúar Rauða kross Íslands skuli ávallt hafa aðgang að hæl- isleitendum vegna málsvarnarhlutverks í málefn- um flóttamanna og hælisleitenda. Föst skipan komin á umönnun hælisleitenda Samningur staðfestur: Björn Bjarnason, Árni Sigfússon og Georg Kr. Lárusson skrifuðu und- ir samning um þjónustu við hælisleitendur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sandgerði | Sérkennilegt var um að lítast í Grunnskóla Sandgerðis í gær. Á göngum og í skólastofum voru á sveimi alls kyns skrímsli og furðuverur sem venjulega sjást ekki á svo virðu- legum stað. Það voru nemendur og kennarar sem voru að gera sér dagamun á svoköllum skrímsladegi og klæddu sig svona sérkennilega af því tilefni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Skrímsladagur í grunnskólanum    Reykjanes | Sex tilboð bárust í túrb- ínuvélar fyrir nýja gufuaflsvirkjun Hitaveitu Suðurnesja (HS) á Reykja- nesi þegar útboð fór fram í vikunni. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra HS, verða tilboðin yfirfarin af verkfræðingum á næstu dögum. Hann segir erfitt að meta hag- stæðasta tilboð þar sem ýmsir val- kostir hafi boðist en tilboðin afar ólík. Hægt var að bjóða í tvær 40 MW túrbínur eða tvær 50 MW, en eitt tilboð barst upp á eina 93,5 MW vélasamstæðu. Áætlanir HS miðuðu við að túrbínur gætu kostað á bilinu 1,5 til 2 milljarða króna. Sex tilboð í túrbínur Reykjanesvirkjunar   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.