Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík | Árni Johnsen opnar í dag sýningu á steinskúlptúrum sýnum í Gryfjunni, sýning- arsal sem verið er að innrétta í Duus-húsum í Keflavík. Sýningin heitir Grjótið í Grund- arfirði. Verkin sem eru alls 37 talsins eru í Gryfj- unni en einnig utan við Duus-hús. Árni var í gær að leggja lokahönd á uppsetningu sýning- arinnar og sagði að það hefði gengið vel. Með- al annars festi hann fugl á eitt útilistaverk- anna sem sett hafa verið upp við Duusgötu. Verið er að gera upp húsnæðið og er hlé gert á framkvæmdum á meðan Árni sýnir. Hann segir að ágæt aðstaða sé í salnum, hann sé hæfilega hrár og hæfi verkunum. Sýningin verður opnuð með athöfn sem hefst klukkan 15 í dag. Hún verður síðan opin alla daga frá klukkan 13 til 18 til 14. mars næstkomandi. Verkin eru til sölu. Morgunblaðið/Rax Sýning Árna Johnsen opnuð í Gryfjunni í dag Sálræn skyndihjálp | Starfsfólk félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og starfsfólk 88 hússins í Reykjanesbæ sátu nýlega námskeið í sálrænni skyndihjálp. Námskeiðið var á vegum SamSuð, Samtaka félagsmiðstöðva á Suður- nesjum, og hafði séra Carlos Ari Ferrer umsjón með því. Farið var yf- ir viðbrögð starfsmanna þegar skól- stæðingar þeirra lenda í áföllum og eins hvernig bera eigi slæm tíðindi. Fram kemur í fréttatilkynningu að SamSuð hyggst halda áfram að vinna í þessum málum með það að markmiði að efla starfsfólk sitt og þjónustu. Njarðvík | Um 400 gestir komu á heiðurs- og styrktartónleika sem vinir Ómars Jóhanns- sonar efndu til í Stapanum í Njarðvík í fyrra- kvöld og tókust tónleikarnir mjög vel að sögn skipuleggjenda. Ómar Jóhannsson, sem meðal annars hef- ur samið margar bæjarrevíur fyrir Leik- félag Keflavíkur, á við erfið veikindi að stríða. Hjördís Árnadóttir, einn skipuleggj- enda tónleikanna, segir að fjárhagsáhyggjur hafi gert erfiðara en ella að takast á við veikindin. Því hafi vinir hans og samstarfs- fólk úr Leikfélagi Keflavíkur ákveðið að standa fyrir heiðurs- og styrktartónleikum. Í upphafi hafi verið ætlunin að vera með litla dagskrá í Frumleikhúsinu en fljótlega komið í ljós að stemningin í bænum væri slík að hugsanlega þyrfti stærra húsnæði og því voru tónleikarnir haldnir í Stapanum. Fjöldi listamanna kom fram og tekur Hjördís fram að allir hafi gert það að eigin frumkvæði. Ómar var sjálfur viðstaddur. Hann ávarp- aði gesti, flutti frumortan brag um Hjálmar Árnason þingmann sem hann sagði að hefði af einhverjum ástæðum sloppið við skot í Keflavíkurrevíunum og söng eitt lag. Hjör- dís er ánægð með hvernig til tókst og segir að Ómar hafi verið mjög hrærður og ánægð- ur með þann hug sem hinir fjölmörgu gestir sýndu honum með því að mæta. Húsfyllir á heiðurs- og styrktartónleikum Ljósmynd/Hilmar Bragi Margir vildu heilsa upp á Ómar Jóhannsson eftir heiðurs- og styrktartónleikana í Stapanum. Reykjanesbær | Með samningi sem Útlend- ingastofnun hefur gert við Reykjanesbæ um umönnun fólks sem hér leitar hælis sem flótta- menn er komin föst skip- an á þessi mál í fyrsta skipti. Kom það fram hjá Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Útlendinga- stofnunar, við undirritun samningsins í gær en Björn Bjarnason dóms- málaráðherra og Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifuðu undir hann auk forstjórans. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar mun sjá um að útvega hælisleitendum gistingu, fæði og almenna aðstoð sem tengist umsókn fólksins. Hefur Reykjanesbær ráðið sérstakan starfsmann til að hafa umsjón með þessari starf- semi. Verið er að semja um aðra þjónustu. Þannig munu Mótel Alex, farfuglaheimilið Fit og Gisti- heimili Keflavíkur hýsa fólkið, að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra, og hafa fyrstu hæl- isleitendurnir fengið húsaskjól þar. Hjördís segir áætlað að flóttamenn noti um 2500 til 3000 gisti- nætur á ári en það geti þó verið breytilegt. Sumir séu í fáeina daga en aðrir í marga mánuði. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í ávarpi við þetta tækifæri að þótt stefnt væri að því að sem fæst- ir einstaklingar komist undir þennan samning væri mikilvægt að búa vel að þeim sem það gerðu. Björn sagði í samtali við Morgunblað- ið að lagt hefði verið mat á félagslega þjón- ustu í Reykjanesbæ og hæfni starfsmanna til að annast þessa þjón- ustu. Kvaðst hann ánægður með að samn- ingar hefðu tekist og vonaðist til að vel tækist til. Georg Kr. Lárusson sagði ekki ljóst hversu há- ar fjárhæðir fælust í samningnum, það væri breytilegt og færi eftir fjölda þeirra sem féllu undir hann á hverjum tíma. Á árinu 2002 leituðu 120 manns hælis hér á landi sem pólitískir flótta- menn og 80 á síðasta ári. Áætlaði Georg að kostn- aðurinn yrði 25 til 35 milljónir og miðaði þá við 100 hælisleitendur. Tók hann fram að í samn- ingnum væri kveðið á um að fulltrúar Rauða kross Íslands skuli ávallt hafa aðgang að hæl- isleitendum vegna málsvarnarhlutverks í málefn- um flóttamanna og hælisleitenda. Föst skipan komin á umönnun hælisleitenda Samningur staðfestur: Björn Bjarnason, Árni Sigfússon og Georg Kr. Lárusson skrifuðu und- ir samning um þjónustu við hælisleitendur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sandgerði | Sérkennilegt var um að lítast í Grunnskóla Sandgerðis í gær. Á göngum og í skólastofum voru á sveimi alls kyns skrímsli og furðuverur sem venjulega sjást ekki á svo virðu- legum stað. Það voru nemendur og kennarar sem voru að gera sér dagamun á svoköllum skrímsladegi og klæddu sig svona sérkennilega af því tilefni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Skrímsladagur í grunnskólanum    Reykjanes | Sex tilboð bárust í túrb- ínuvélar fyrir nýja gufuaflsvirkjun Hitaveitu Suðurnesja (HS) á Reykja- nesi þegar útboð fór fram í vikunni. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra HS, verða tilboðin yfirfarin af verkfræðingum á næstu dögum. Hann segir erfitt að meta hag- stæðasta tilboð þar sem ýmsir val- kostir hafi boðist en tilboðin afar ólík. Hægt var að bjóða í tvær 40 MW túrbínur eða tvær 50 MW, en eitt tilboð barst upp á eina 93,5 MW vélasamstæðu. Áætlanir HS miðuðu við að túrbínur gætu kostað á bilinu 1,5 til 2 milljarða króna. Sex tilboð í túrbínur Reykjanesvirkjunar   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.