Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
28 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þorlákshöfn | Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölf-
uss samþykkti nýlega fjárhagsáætlun fyrir árið
2004. Áætlunin byggist á forsendum sem sam-
þykktar hafa verið af bæjarstjórn og breyt-
ingum á launum og verðlagi eins og hagdeild
Sambands íslenskra sveitarfélaga gerir ráð fyr-
ir.
Framkvæmdir á árinu eru miklar á mæli-
kvarða ekki stærra sveitarfélags, um 540 millj-
ónir króna, sem skiptast að stærstum hluta milli
framkvæmda í höfninni í Þorlákshöfn og við-
byggingar við grunnskólann. Til að mæta þess-
um framkvæmdum er gert ráð fyrir láni að upp-
hæð rúmar kr. 200 millj. Eftir lántöku eru
skuldir á íbúa um 252 þúsund krónur sem er
svipað og meðaltal sambærilegra sveitarfélaga.
Útsvar stærsti tekjuliðurinn
Tekur bæjarins eru áætlaðar 569 milljónir
króna og er útsvarið stærsti einstaki tekjulið-
urinn, 345 milljónir. Rúmar 97 milljónir fást hjá
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 56 milljóna króna
tekjur eru af fasteignasköttum. Útgjöld eru
áætluð 513 milljónir króna, um 287 vegna launa
og launatengdra gjalda og 225 milljónir eru ann-
ar rekstrarkostnaður.
Á sviði félagsþjónustu má nefna að byggja á
átta íbúðir fyrir aldraða við Egilsbraut. Er það
samstarfsverkefni sveitarfélagsins og félags sem
stofna á um rekstur og eignarhald íbúðanna. Þá
verður breytt rekstrarfyrirkomulagi á sambýli
við Selvogsbraut og verður hann á vegum Svæð-
isskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi.
Heimreiðar lýstar upp
Verja á 1,5 milljónum króna til endurbóta á
leikskólanum Bergheimum og unnið verður fyrir
um 180 milljónir króna við stækkun grunnskól-
ans. Áfram verður samstarf við Hveragerði um
fræðslumál fyrir börn úr dreifbýli Ölfuss. Þá
hefur starfsemi lúðrasveitar í bænum verið end-
urvakin og verður 400 þúsund krónum varið til
hennar.
Verja á 7–8 milljónum króna til endurbóta á
þaki íþróttahúss bæjarins og fyrir haustið á að
ljúka gerð gervigrasvallar í bænum. Gert er ráð
fyrir að það kosti kringum 30 milljónir króna.
Ljúka á við gatnagerð og frágang í nýju hverfi
sunnan Berga og varið til þess um 22 milljónum
króna. Áfram verður veitt fé í heimreiðar í dreif-
býli sveitarfélagsins og til að lýsa þær upp.
Verja á um einni milljón króna til gerð deili-
skipulags milli Selvogsbrautar og fyrirhugaðs
Suðurstrandarvegar.
Þá verður 30 milljónum króna varið til frá-
veitu og 1,5 milljónir kr. á að nota til kynningar
á sveitarfélaginu. Stefnt er að því að halda íbúa-
þing 28. febrúar næstkomandi.
Framkvæmdir fyrir rúmlega hálf-
an milljarð í Ölfusi á þessu ári
Morgunblaðið/Jón H.Sigurmundsson
Byggt við skólann: Framkvæmdir eru fyrir nokkru hafnar við viðbyggingu grunnskólans. Byggja á
fjórtán nýjar kennslustofur og verður helmingur þeirra tekinn í notkun í lok þessa árs.
Hveragerði | Í vikunni var sett upp ný lista-
verkasýning í anddyri Grunnskólans. Til sýn-
is eru verk nemenda, sem þau hafa málað á
flísar. Myndmenntakennari skólans, Lilja
Guðmundsdóttir, sagði að svo mikið hefði
verið af flísum að sú hugmynd hefði kviknað
að nota þær í sköpunina. Akrýllitir eru not-
aðir í verkin sem eru mörg hver afar vel
heppnuð, svo ekki sé meira sagt. Lilja samdi
við smíðakennarann Snorra Baldursson um
að smíða þríhyrninga, sem flísarnar eru síð-
an límdar á og þá er kominn standur undir
verkin. Óvenjuleg og falleg verk prýða skól-
ann, öllum til mikils sóma.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Afrakstur starfs nokkurra nemenda.
Listsýning
í Grunnskólanum
Selfoss | „Það er ákaflega gefandi að vinna
náið með fólki í skapandi umræðu að
ákveðnu markmiði eins og maður gerir í
leikhúsi. Það endurnærir mann og gerir það
einhvern veginn að verkum að maður er eins
og nýr í hverju verkefni,“ segir Ólafur Jens
Sigurðsson sem leikstýrir leikurum hjá Leik-
félagi Selfoss í verkinu Gaukshreiðrinu sem
frumsýnt var í gærkvöldi í Leikhúsinu við
Sigtún á Selfossi.
Ólafur er fæddur og uppalinn á Selfossi
og hefur starfað með Leikfélagi Selfoss frá
því hann var 16 ára. Hann gat sér strax gott
orð í leiklistinni og lék samfellt með félaginu
frá 1988–1996 en þá færði hann sig yfir í það
að leikstýra og nýtur þess greinilega að tak-
ast á við slík verkefni. Hann fór síðan til
Bristol Old Vic á Englandi þar sem hann
nam leikstjórn og útskrifaðist þaðan fyrir
einu ári.
„Ég var mjög heppinn að koma ungur inn
í félagið og hef kynnst mörgum sem voru
upphafsmenn að félaginu og starfaði með
þessu fólki í stjórn og lék með því á sviðinu.
Mér finnst ég hafa kynnst kjarnanum í félag-
inu og þar með hjarta þess. Það er einhvern
veginn þannig að það er erfitt að útrýma því
sem byggir á hefð. Leikfélagið er jafngamalt
bæjarfélaginu, leikfélagsfólkið hefur smitað
út frá sér og áhuginn hefur haldist þannig
að starfið heldur áfram. Það er góður kjarni
í leikfélaginu sem er driffjöðrin í starfinu.
Það er auðvitað verulega skemmtilegt að
starfa með þessu fólki sem leikstjóri en eins
og gefur að skilja er margt þetta fólk mjög
tengt mér og mér finnst það gott fyrir leik-
verkið sem unnið er að hverju sinni. Það er
úrvalsfólk í þessum harða kjarna hérna sem
er með í Gaukshreiðrinu. Ég þekki auðvitað
vel til aðstæðna og eins og alls staðar geng-
ur þetta út á að fólk vinni á sömu línu. Það
auðveldar manni að vita á hvaða bylgjulengd
fólkið er og ég þekki vel þessa bylgjulengd
hér á Selfossi. Hér talar maður eins og
heima hjá sér og fólkið skilur mig og ég skil
það. Þegar svo náið samband er þarf ekki
mörg orð til að lýsa hlutunum.
Ég er til dæmis alveg óhræddur við að
segja þeim til og það er merki um gott
traust að fólkið tekur vel því sem ég segi.
Þau hafa að sjálfsögðu leyfi til að tjá sig og
þannig næst fram góð sköpun sem unnið er
að í samvinnu og samræðan skiptir öllu máli
og einnig að einlægni og traust ríki meðal
fólks. Við komumst alltaf að samkomulagi
en auðvitað hefur leikstjórinn alltaf úr-
slitavaldið.“
„Eins og annars staðar þá er leikhúsið hér
lifandi miðill sem á að vekja spurningar og
taka á öllum þáttum mannlífsins, það á að
snerta mann,“ segir Ólafur Jens sem á sér
þann draum eins og margir að komast í leik-
hússalinn í Hótel Selfossi en þar er unnt að
koma fyrir kjöraðstæðum til að takast á við
stærri verkefni í leik og söng.
„Við megum þó ekki gleyma því að leik-
hús er ekki bara hús heldur það sem fram
fer í því. Hér í þessu gamla húsi við Sigtún
hafa verið unnin þrekvirki. Það eflir andann
og ýtir undir ákefðina að komast í fyrsta
flokks aðstæður,“ segir Ólafur Jens sem
greinilega vill alltaf gera betur.
Sextán leikendur eru í Gaukshreiðrinu en
alls koma 40 manns að því að setja upp verk-
ið. Frumsýning var í gær en svo er önnur
sýning á morgun, sunnudag, og næstu sýn-
ingar í framhaldi af því.
Ólafur Jens Sigurðsson leikstýrir Gaukshreiðrinu á Selfossi
Auðveldar manni að vita á
hvaða bylgjulengd fólkið er
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Leikstjórinn: Ólafur Jens Sigurðsson á sviðinu í gamla Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi.
Selfoss | Árleg undirritun
samninga um plöntufram-
leiðslu fyrir Suðurlandsskóga
fór fram á Selfossi á fimmtu-
dag. Um er að ræða ræktun á
1.317.500 trjáplöntum sem af-
hentar verða vorið 2005 til
gróðursetningar hjá skógar-
bændum sem þátt taka í Suð-
urlandsskógum.
Níu aðilar undirrituðu rækt-
unarsamning að þessu sinni og
eru það eftirtaldar gróðrar-
stöðvar: Árbakki Biskupstung-
um, Barri Egilsstöðum, Dilks-
nes Hornafirði, Furubrún
Biskupstungum, Hvammur 2
Flúðum, Kvistar Biskupstung-
um Laxárhlíð Flúðum og
Mörk í Reykjavík.
Ríkiskaup bjóða árlega út
um sjötta hluta plöntufram-
leiðslunnar fyrir Suðurlands-
skóga þannig að framleiðend-
um og Suðurlandsskógum
gefst kostur á að framlengja
árlega ræktunarsamninga allt
að fimm sinnum án útboðs ef
allt gengur eftir sem um er
samið, að því er fram kemur á
vef Bændasamtakanna.
Helstu trjátegundir í þess-
um samningum nú eru;· sitka-
greni 320.000, birki 280.000
alaskaösp 200.000, stafafura
130.000 og elri 120.000 auk um
25 annarra tegunda. Reikna
má með að gróðursetning fari
fram á 200 lögbýlum innan vé-
banda Suðurlandsskóga á
árinu 2005.
Framleiða
skógar-
plöntur