Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Sigurðarson opnar sýn- ingu á innsetningu í Galleríi Kling & Bang, Laugavegi 23, kl. 16 í dag. Innsetningin, Greining hins augljósa / Diagnosis of the Obvious, sam- anstendur af prentuðum mynd- verkum, texta og myndbandsverki. Verkið var til sýnis í Marina Kessler gallery, Miami, Bandaríkjunum, í desember sl. og birtist m.a. grein um hana í spænskri útgáfu The Miami Herald. Yfirlýsing sýningarinnar er eft- irfarandi: „Hér með lýsi ég, Magnús Sigurðarson, því yfir að ég mun ekki undir nokkrum kringumstæðum valda þér eða öðrum fjölskyldu- meðlimum þínum skaða á nokkurn hátt, svo fremi sem framkoma þín samræmist viðteknu og eðlilegu hegðunarmynstri mannsins.“ Í sýningarskrá segir m.a.: „Grein- ing hins augljósa verður ekki gerð af nauð, fremur af þörf. Þrískipt jafnvægið, þar sem vatn, loft og jörð eru læst í virku samspili skilgreinir það umhverfi sem við hrærumst og eyðumst í. Að greina þessa tilhögun er ekki nauð þar sem hún er nú þeg- ar hluti af okkar upplifun, enda er- um við virkir þátttakendur í þessu jafnvægi. Listamaðurinn lætur hinsvegar undan þörfinni og þreifar á hinu augljósa. Safnar um það gögnum. Raðar þeim og flokkar. Í þessari andlegu meltingarstarfsemi um- breytist kristaltært jafnvægi frosins landslagsins í fínlegt víravirki ein- faldra forma, sem með stöðu sinni, hlutföllum og innbyrðis tengslum draga upp huglagsmynd hins vest- ræna frumbyggja.“ Sýningin stendur til 29. febrúar. Opið fimmtudaga – sunnudaga 14– 18. Huglagsmynd vestræns frumbyggja Magnús Sigurðarson: Greining hins augljósa. Eitt verkanna á sýningunni í Galleríi Kling & Bang. FJÓRIR ungir tónlistarnemendur á lokaönn í Listaháskóla Íslands léku einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrradag. Kváðu þeir hafa til þess unnið með því að sigra í einleiks- keppni innan skólans, en dómarar allir fengnir utan hans. Hlýtur slíkt verðlaunaveiting að vera nýlunda í hérlendri tónlistarkennslu á fram- haldsskólastigi; a.m.k. hefur undir- ritaður ekki frétt af sambærilegu framtaki. Tónleikarnir voru einnig sérkennilegir fyrir hina fágætu bók- staflegu dauðaþögn er ríkti meðal hlustenda í upphafi, auk þess sem meðalaldur þeirra var langt fyrir neðan það sem gerist á venjulegum áskriftartónleikum. Eðli málsins samkvæmt á tæpast við að fara mörgum orðum um þenn- an viðburð, enda áttu einleikarar kvöldsins allir eftir framhaldsnám erlendis, til viðbótar undangengnu 10–12 ára námi sínu heima. Nefna má þó, að „gæðastaðallinn“ kom satt að segja á óvart. Einkum með hlið- sjón af því sem tíðkaðist á sama skólastigi fyrir aldarþriðjungi – þótt væri svo sem í samræmi við undra- framfarir SÍ á undanförnum 20 ár- um. Miðað við ungan aldur (19–23 ára) og eftir því takmarkaða sviðsreynslu léku einleikararnir erfið sígild tón- verk af oft sláandi öryggi, er gaf fög- ur fyrirheit um framtíðina. Og þó að flautukonsert Iberts (1934) væri hlutfallslega mesta „léttmeti“ kvöldsins, heimtaði hann eftir sem áður sitt af einleikaranum, þótt á laufléttum nótum gallíska lífsgásk- ans væri. Melkorka Ólafsdóttir lék einleikspart sinn af rennilegum þokka. Fór hér sennilega snurðu- lausasti einleikur kvöldsins, og að virtist án mikillar fyrirhafnar í þokkabót. Gyða Valtýsdóttir dró einleiks- sellóið í einum magnaðasta knéfiðlu- konsert allra tíma, nefnilega nr. 1 í Es-dúr eftir Sjostakovitsj frá 1959. Haldgóð tækni sólistans og auðheyrð tilfinning hans fyrir boðskap verks- ins bætti miklu við galdramátt þess, kannski mest í „harmsöng huldu- meyjarinnar í álögum“, eins og nefna mætti II. þátt, og í síðustu kadenzu verksins, er sýndi óvenjunæma en agaða innlifun. Fiðlukonsertarnir í byrjun og lok tónleikanna voru báðir afar krefjandi – ekki aðeins tæknilega, heldur einn- ig í túlkun, og ekki sízt í ljósi þess hvað þeir eru gífurlega þekktir. Ing- rid Karlsdóttir lék Fiðlukonsert Si- beliusar (1904) frekar fínlega og með bitminni „sisu“-lund en algengt er (alltaf sér maður fyrir sér ljón finnska skjaldarmerkisins troða bjúgsverð Tatara undir fót, þegar kemur að herskátt dansandi loka- þættinum). Hins vegar var öryggið oftast á sínum stað, þótt stundum yrði á kostnað dirfskunnar. Mótun Helgu Þóru Björgvinsdótt- ur í sinfónískum meistarakonsert Brahms frá 1878 bar að mörgu leyti af, enda með ólíkindum þroskaður á stundum, bæði hvað dýnamík og tímaskyn varðar. Þó að leikur hennar væri kannski ekki allur jafnlýtalaus í tónstöðu, heyrði maður andardrátt skáldsins skýrt úr markvissum hend- ingum sólistans, og það var fyrir öllu. Mjúklát hljómsveitarstjórn Nik- lasar Wallén gat verkað nærri því loftkennd í léttleika sínum, en hélzt ávallt fylgin og tillitssöm við hæfi. Ungir ein- leikarar á uppleið TÓNLIST Háskólabíó Sibelius: Fiðlukonsert í d. Sjostakovitsj: Sellókonsert nr. 1 í Es. Ibert: Flautukons- ert. Brahms: Fiðlukonsert í D. Ingrid Karlsdóttir fiðla, Gyða Valtýsdóttir selló, Melkorka Ólafsdóttir flauta og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla. Stjórnandi: Niklas Wallén. Fimmtudaginn 12. febrúar kl. 19. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ var alveg rétt stemning sem fólst í því að ganga út á tangann á Ísa- firði í stórhríð og skafrenningi, stíga inn í frystihús og finna fiskilyktina sem loddi við allt, ganga svo upp á risastórt og hráslagalegt loft og horfa á leikrit sem gerist í frystihúsi og ver- búð. Undirrituð sá sýningu á Ísuðum gellum í Iðnó 1989 og mundi ekki bet- ur en leikritið hafi hvorki verið fugl né fiskur, bara svona sæmilega skrif- uð mynd af farandverkakonum frá Bretlandi með nokkrum ádeilubrodd- um. Nú bar hins vegar svo við að verkið öðlaðist nýtt líf hjá Litla leik- klúbbnum. Leikið var eftir endilöngu rýminu, sem þó var aðeins notað til hálfs, stór- ar kassastæður á brettum blöstu við, eðlilegt fyrirbæri í frystihúsi sem voru svo einnig notaðar sem hæðir og hólar, og grátt ómálað steingólfið var stærsta leiksvæðið. Þar var meðal annars hægt að sjá vinnsluborð þar sem ormur var plokkaður úr þorski með miklum tilþrifum; stórt fiskikar sem heitan pott í heimahúsi og síðast en ekki síst lyftara sem auk þess að vera notaður til síns brúks var í hlut- verki flugvélar og leigubíls. Geri aðrir betur í leikmyndahönnun. Þar að auki var til beggja hliða í rýminu trú- verðug íbúð verkakvennanna; eld- húskrókur og sófasett öðrum megin og herbergi hinu megin. Lýsingin hjálpaði svo til við stemninguna en hún var faglega unnin og tónlist og hljóð smellpössuðu. Auk þess er leik- skráin vel gerð og í sama anda: Brún- ir pappakassar og svarthvítar myndir prýða hana. Ingrid leikstjóri hefur unnið gott verk með hópnum öllum og hefur notið þess jafnvel að hanna leikmyndina og stýra verkinu inn í hana: Allt var í grófum stíl; harðgert líf og aðstæður í harðneskjulegu rými. Það er listræn upplifun að sjá svona samræmi í lögn á meðalgóðu leikriti. Aðalpersónurnar þrjár eru bresk- ar stelpur sem lenda í fiskvinnu á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar kynnast þær vel og kynnast líka Ís- landi og Íslendingum en fulltrúi þeirra er Pétur verkstjóri sem er ekki allur þar sem hann er séður, sjálfsupphafinn töffari sem hefur enga yfirsýn yfir annað en Suðureyri. Ingrid lék sjálf í uppfærslunni í Iðnó á sínum tíma og þekkir verkið þess vegna mjög vel. Hjá leikklúbbnum eru aðalleikararnir fjórir svo til óreyndir, þær Anna Sigríður Ólafs- dóttir sem lék Tracey; Guðrún Sigríð- ur Matthíasdóttir í hlutverki Jenny- ar: Hulda Lind Eyjólfsdóttir sem Deborah og Leifur G. Blöndal sem Pétur verkstjóri. Þetta eru allt efni- legir og hæfileikaríkir leikarar en það var stórmerkilegt að sjá hvað Ingrid hefur náð að kenna þessu fólki mikið, það var næstum hægt að sjá þræðina milli leikstjórans og kvennanna þriggja sem svo mikið mæddi á. Þar var undirtextinn óspart nýttur, leikið á móti textanum, og oft áhrifamikið að sjá hvernig leikkonurnar sýndu fíngerðar og viðkvæmar tilfinningar undir yfirborði allrar harðneskjunnar en samspil þeirra þriggja var oft fal- legt. Deborah er sú persóna leikrits- ins sem breytist mest en Hulda Lind sýndi þroska hennar ákaflega vel. Sýningin er kynnt sem fyndin skemmtisýning en hún er það ekki nema að hluta, í henni er nokkuð mik- il og alvarleg ádeila á almenna heimsku og fordóma mannanna. Krafturinn felst að nokkru leyti í grófu orðbragði og samskiptum per- sónanna auk þess sem sagðir eru klúrir brandarar. Þeir eiga að fara yf- ir strikið sem tjáningarleið einnar persónunnar en engu að síður jaðrar við að of mikið sé af hinu góða. Það breytir því þó engan veginn að Ísaðar gellur á Ísafirði er sýning sem Vest- firðingar og gestir þeirra ættu alls ekki að missa af. Litli leikklúbburinn er ríkari af því að hafa fengið Ingrid Jónsdóttur til leiks en hún hefur sýnt það síðustu árin að vera einn af betri leikstjórum okkar. Rétt sýning á réttum stað LEIKLIST Litli leikklúbburinn Höfundur: Paul Harrison. Þýðing: Guðrún Bachmann. Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir. Leikmynd: Ingrid Jónsdóttir. Lýsing: Björn Arnór Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Björnsson. Hljóðmynd: Friðþjófur Þor- steinsson og leikhópurinn. Leikskrá: Greipur Gíslason. Frumsýning í Sunda- tanga, 6. febrúar 2004. ÍSAÐAR GELLUR Hrund Ólafsdóttir Kaffitár við Bankastræti HH Karls sýnir nú leirmyndir af svæði 101 Reykjavík. Sýningin er sér- staklega tileinkuð gömlum húsum við Laugaveg. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Safn Laugavegi 37 SÝNINGU á völdum verkum frá ferli Hreins Friðfinnssonar lýkur á sunnudag. Sýning á nýjum verkum eftir Hrafnkel Sigurðsson verður opnuð 20. febrúar. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 14–18, um helgar kl. 14–17. Aðgang- ur er ókeypis. Sýningu lýkur LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju boðar til hátíðarkvöldverðar í Apótekinu við Austurvöll kl. 20 ann- að kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem slík leið er farin til fjáröflunar fyrir starfsemi félagsins. Þórarinn Eld- járn rithöfundur ávarpar samkom- una og Sigrún Hjálmtýsdóttir syng- ur við samleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju skemmta á milli rétta með fjölbreyttum söngatriðum. Allt hrá- efni og vinna við kvöldverðinn eru gefin ásamt framlagi listamannanna. List með lyst ♦♦♦ MENNINGAR- og safnanefnd Garðabæjar stendur fyrir tónleikum í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17 í dag. Þar koma fram Peter Tompkins óbóleikari og Pétur Jónasson gítarleikari og flytja verk eftir frönsk, spænsk og íslensk tón- skáld, m.a. eftir Garðbæinginn Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Nocturne. Enn fremur verða flutt Entr’acte eftir J. Ibert, La Romanesca, op. posth eftir F. Sor, Consolazione Romance op. 25 og Le Montagnarde, Divertissement Pastoral op. 34 eftir N. Coste, Can- ción del fuego fatuo eftir M. Falla, Kansóna eftir Áskel Másson og Kata- lónsk þjóðlög. Peter Tompkins hefur lagt mikla áherslu á flutning barokktónlistar á upprunaleg hljóðfæri og er einn af frumkvöðlum í barokk-óbóleik á Ís- landi. Hann er formaður Bachsveit- arinnar í Skálholti og leikur reglulega með hollenska barokkfiðluleikaran- um Jaap Schröder. Pétur Jónasson hefur haldið fjölda einleikstónleika á Norðurlöndum, í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, í Norður-Ameríku, Eyjaálfu og Aust- urlöndum fjær. Pétur hlaut heiðurs- styrk úr danska Sonning-sjóðnum ár- ið 1984 og árið 1990 var hann tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, fyrstur íslenskra einleikara. Þeir félagar komu fyrst fram sam- an á Vilbergshátíð í Garðabæ 2001 og hefur samstarf þeirra staðið síðan. Peter Tompkins var útnefndur bæj- arlistamaður Garðabæjar árið 2000. Tvö P í Kirkjuhvoli Morgunblaðið/Jim Smart Peter Tompkins og Pétur Jónasson leika á tónleikum í Hásölum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.