Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
áskóli Íslands er ríkisstofnun
og eins og ríkisstofnanir eiga
að gera þá verða þær að
halda sig innan þess ramma
sem fjárlögin eru.“
Þannig mæltist nýjum menntamálaráð-
herra í viðtali við Ísland í dag á Stöð 2
fimmtudaginn 5. febrúar. Ummælin féllu í
kjölfar umræðu Samfylkingarinnar á Al-
þingi um það hvort fjöldatakmarkanir og
skólagjöld væru framtíðarmúsík Sjálfstæð-
isflokksins í málefnum Háskólans.
Með orðum menntamálaráðherra á sér
stað gagnger stefnubreyting í málefnum
Háskóla Íslands. Þjóðskólinn er ekki lengur
opinn þeim sem þangað sækja. Það er háð
pólitískum geðþótta ráðherra menntamála
og ríkisstjórnar hvað margir fá aðgang að
þjóðskólanum ár hvert. Þetta eru tímamót.
Þjóðskólinn hefur hingað til verið opinn
þeim sem þangað sækja og hafa til þess til-
skilda menntun. Nú eru fjöldatakmarkanir
við hann staðfestar sem fyrsta meginverk-
efni nýs ráðherra menntamála.
Auk fjöldatakmarkana hefur ráðherra
slegið í og úr hvað varðar upptöku skóla-
gjalda. Sjálfstæðismenn hafa vaðið hver af
öðrum fram á völlinn að undanförnu með
stóryrðum um að gjaldtaka leysi vandann.
Án nokkurs rökstuðnings og án þess að
ræða um takmark, markmið og mögulegar
afleiðingar af slíkri gjaldtöku. Að þessu fram
komnu lýsti ráðherra því yfir að menntasókn
Sjálfstæðisflokksins væri löngu hafin. Þó að
hún hafi með öllu farið fram hjá þjóðinni og
sé því ein sinnar tegundar sökum þess hve
hljótt hún fór hjá. Enda ósýnileg með öllu
þar sem hún hefur ekki átt sér stað.
Markmið Samfylkingarinnar
Markmið Samfylkingarinnar með
menntasókn sinni er tvíþætt: Í fyrsta lagi að
fjölga um 25% þeim sem útskrifast með
framhaldsskólapróf úr hverjum árgangi, og í
öðru lagi að fjölga þeim sem útskrifast með
háskólapróf úr hverjum árgangi sömuleiðis
um 25%. Markmið sem há skólagjöld á
grunnnám vinna fullkomlega gegn.
Þeir, sem hafa betri menntun, fá hærri
laun. Aukið framlag til menntamála eykur
framleiðni í hagkerfinu og landsframleiðslu.
Reynslan hefur leitt í ljós að þær þjóðir, sem
verja meiru í menntamál, hafa hærri lands-
framleiðslu.
Þessar aðgerðir Samfylkingarinnar munu
leiða til varanlegrar hækkunar á landsfram-
leiðslu á mann um 3–6%. Gangi boðuð
menntasókn okkar eftir í stað fjársveltis,
fjöldatakmarkana og skólagjalda Sjálfstæð-
isflokksins má búast við því að vöxturinn
nemi tæplega 1%, eða næstum því jafn-
miklum varanlegum hagvexti og við munum
njóta af álveri við Reyðarfjörð og virkjun við
Kárahnjú
Fjárfesti
tíðinni.
Morgu
fara miki
aukin skó
lands. Þó
ákaflega
það sterk
Þá dró hú
á Alþingi
út fyrir v
talaði þá
arafstöðu
undanbr
Hvort
breiða yf
isstjórna
málefnum
hugsjóna
og jöfnuð
engar vit
Ósýnilega menntasó
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
’ Það er háð pólitískumgeðþótta ráðherra mennta-
mála og ríkisstjórnar hvað
margir fá aðgang að þjóð-
skólanum ár hvert. ‘
Þjóðskólinn er ekki lengur opinn þeim sem þangað sækj
D
eilur þær sem hafa sprottið
upp vegna samþjöppunar í
viðskiptalífi þjóðarinnar hafa
að vonum vakið athygli. For-
ystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa að undanförnu lagt á það áherslu í
ræðu og riti að ekki komi til greina að við-
skiptalíf okkar Íslendinga verði njörvað
niður í viðjar fákeppni eða einokunar. Við-
skiptafrelsið, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur haft forgöngu um að innleiða á und-
anförnum áratug, er frelsi hinna mörgu en
ekki hina fáu. Jafnframt hafa forystumenn
Sjálfstæðisflokksins bent á nauðsyn þess að
lagaumhverfi fjölmiðla sé með þeim hætti
að tryggt sé að þeir fái gegnt mikilvægu
hlutverki sínu. Fyrir liggur vilji forystu
Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi láti
þessi mál til sín taka og kom hann fram
með skýrum hætti í ræðu forsætisráðherra
á Viðskiptaþingi á dögunum.
Hlutverk Sjálfstæðisflokksins
Saga Sjálfstæðisflokksins geymir mörg
dæmi þess að forystumönnum hans hafi
þótt ástæða til að gera alvarlegar at-
hugasemdir við framgöngu fyrirtækja og
afstöðu forráðamanna þeirra. Ólafur Thors
tók fast á íslenskum útgerðarmönnum þeg-
ar honum þótti ástæða til þess. Bjarni
Benediktsson var einnig fastur fyrir þegar
grípa þurfti til erfiðra efnahagsaðgerða
1967.
Nefna má ýmis önnur dæmi, en ljóst má
vera að skoðanir formanns Sjálfstæð-
isflokksins á hættunni af hringamyndun og
valdi einstakra stórfyrirtækja á fjölmiðla-
markaði eru í samræmi við sögulega hefð
og stefnu Sjálfstæðisflokksins allt frá stofn-
un hans. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og
það fjöldafylgi sem hann nýtur hvílir á
þeirri meginstoð að þjóðin treystir því að
Sjálfstæðisflokkurinn sé málsvari heil-
brigðs atvinnulífs og einstaklingsfrelsis.
Frelsið og einkaframtakið hafa skilað al-
menningi meiri hagsbótum en nokkurt ann-
að hagskipulag. Fyrir því skipulagi hefur
Sjálfstæðisflokkurinn barist alla tíð. At-
vinnulífið og umgjörð þess verður að vera í
sátt við fólkið í landinu. Sú sátt er grund-
völluð á e
og tillitss
Sjálfstæð
haldi. Ha
verða að
allir.
Frelsi hinna mörgu,
Eftir Illuga
Gunnarsson
Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur ræðu á Viðskip
BROTTFÖR EFTIRLITSVÉLA
Utanríkisráðuneytið hefur ósk-að skýringa á því hvers vegnaengar kafbáta- og skipaeftir-
litsflugvélar hafa verið hér á landi
síðan 5. febrúar og hvort og hvenær
slíkar vélar verði sendar til landsins á
ný. Fjórar eftirlitsvélar af gerðinni
P-3 Orion hafa verið hér á landi und-
anfarin ár á vegum varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og hafa flugsveit-
ir Bandaríkjaflota skipst á að leggja
varnarliðinu þær til hálft ár í senn.
Utanríkisráðuneytið frétti fyrst af
því í fyrradag að vélarnar voru farn-
ar.
Bandaríkjamenn hafa haft kafbáta-
og skipaeftirlitsflugvélar á Íslandi
allt frá 1951 og á dögum kalda stríðs-
ins var eftirlit þeirra snar þáttur í
starfsemi varnarliðsins í Keflavík og
hluti af neti, sem teygði sig víða um
Atlantshaf. Er kalda stríðinu lauk
dró eðlilega úr mikilvægi þessa eft-
irlits, en engu að síður þótti ástæða
til að halda því áfram.
Um þessar mundir standa yfir við-
kvæmar viðræður um framtíð varn-
arliðsins á Íslandi. Bandaríkjamenn
hyggjast nú endurskoða uppbygg-
ingu herja sinna og með hvaða hætti
þeim verði beitt. Liður í þessari end-
urskipulagningu er endurskoðun á
bandarískum herstöðvum um heim
allan. Segja Bandaríkjamenn að
skoða eigi framtíð varnarliðsins í
Keflavík í samhengi við þessa endur-
skoðun.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins liggur ekki fyrir hvort önnur
sveit verður tilnefnd til að koma hing-
að í stað þeirra sem farin er og verður
í þeim efnum meðal annars tekið mið
af þörf á slíkum vélum annars staðar.
Einnig kemur fram að Bandaríkja-
menn hafi misreiknað endingu Orion-
vélanna og þurfi því að spara þær á
meðan beðið er nýrrar eftirlitsvélar,
sem ætlað er að leysa þær af hólmi.
Fyrir vikið sé meiri samkeppni um að
nota vélarnar, en gert hafði verið ráð
fyrir.
Hér er um tæknilegar forsendur að
ræða, sem í sjálfu sér er ekki ástæða
til að draga í efa. Hins vegar vekur
furðu hvernig þetta ber að. Vélarnar
hverfa af landi brott fyrir níu dögum
án þess að íslenskum stjórnvöldum sé
gerð nokkur grein fyrir því hvað sé í
vændum. Utanríkisráðuneytið biður
um skýringar, en hefur enn ekki
fengið svar. Bandarísk yfirvöld mega
ekki gleyma því að samningurinn um
veru varnarliðsins á Íslandi er ekki
einhliða. Ákvarðanir af þessu tagi
skapa óvissu um fyrirætlanir Banda-
ríkjamanna og eru ekki til þess falln-
ar að liðka fyrir viðræðum um varn-
arliðið eða skapa andrúmsloft trausts
í samskiptum Bandaríkjanna og Ís-
lands.
TETRA OG PENINGAR SKATTGREIÐENDA
Nokkra lærdóma virðist megadraga af hinni undarlegu at-
burðarás í kringum fyrirtækið Tetra
Ísland undanfarna daga. Í fyrsta lagi
er augljóslega ekki alltaf vænlegt til
árangurs að semja við lægstbjóðanda í
opinberum útboðum. Á sínum tíma
buðu ríkið og Reykjavíkurborg út
Tetra-þjónustu fyrir lögreglu og
slökkvilið. Irja, forveri Tetra Ísland,
bauð miklu lægra en keppinautarnir
og gengið var til samninga við fyrir-
tækið. Nú, um fjórum árum síðar, þeg-
ar grundvöllur fyrir rekstrinum virð-
ist vera að bresta, kemur fyrirtækið
og fer fram á það við viðsemjendur
sína að þeir þrefaldi greiðslur sínar til
þess, vegna þess að það sé farið að
veita þeim svo mikla þjónustu umfram
samninginn, sem gerður var, að því er
fram kom í samtali við framkvæmda-
stjóra Tetra Ísland hér í blaðinu fyrr í
vikunni.
Þetta verður að teljast afar sér-
kennileg tillaga og brýtur í bága við
flestar viðteknar hugmyndir um það
hvernig opinber útboð eiga að virka;
þar er skilgreind tiltekin þjónusta,
sem veita á og greitt fyrir hana fyr-
irfram ákveðið verð, einmitt til að
verja skattgreiðendur fyrir bakreikn-
ingum af þessu tagi. Hefði dómsmála-
ráðuneytið gefið eftir og fallizt á þess-
ar hugmyndir forsvarsmanna Tetra
Ísland hefði það verið afar vafasamt
fordæmi fyrir samskipti opinberra að-
ila og verksala í útboðum í framtíðinni.
Í öðru lagi virðist staðan, sem Tetra
Ísland er nú í, vera enn ein staðfest-
ingin á lánleysi borgarstjórnarmeiri-
hlutans í Reykjavík þegar kemur að
ákvörðunum um fjárfestingar í fjar-
skiptarekstri. Lína.Net, dótturfyrir-
tæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem
hundruðum milljóna af peningum
Reykvíkinga hefur verið dælt í án þess
að einhver raunverulegur ávinningur
sé sjáanlegur á móti, keypti á sínum
tíma Irju og afskrifaði raunar mestallt
kaupverðið fljótlega eftir það. Þegar
kaupin voru gagnrýnd, svöruðu for-
svarsmenn Línu.Nets því til að kaupin
væru mjög arðbær. Eiríkur Bragason,
þáverandi framkvæmdastjóri Línu.-
Nets, sem enn situr í stjórn Tetra Ís-
land, skrifaði hér í blaðið 4. maí 2001:
„Til dæmis hefur því verið slegið upp
að Lína.Net hafi kastað 250 milljónum
út um gluggann með kaupum sínum á
fyrirtækinu Irju. Í ljósi áætlaðrar árs-
veltu er ótvírætt, að hafi 200 milljón-
um verið kastað út um glugga, eins og
fullyrt er, þá er ljóst að ríflegt hlutfall
af 700 milljón króna árstekjum mun
koma árlega inn um glugga með til-
heyrandi ábata fyrir félagið.“ Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, sem á nú stærstan
hlut í Tetra Ísland, skrifaði nokkrum
vikum áður: „Þvert á móti hef ég fulla
trú á að Lína.Net muni hagnast á því
að hafa farið út í rekstur á Tetra-
kerfi.“
Ekkert af þessu hefur gengið eftir.
Árstekjur Tetra Ísland eru ekki 700
milljónir heldur 100 milljónir. Borg-
arstjórnarmeirihlutinn og forsvars-
menn OR hljóta að vera farnir að velta
því fyrir sér hvort þeim sé ekki margt
betur gefið en að standa í fjarskipta-
rekstri.
Það virðist blasa við að reka þarf
Tetra-kerfi áfram í landinu, þar sem
lögregla og slökkvilið treysta á kerfið.
Ef Tetra Ísland treystir sér ekki til
þess þurfa aðrir að koma þar til sögu,
vonandi með sem minnstum aukreitis
tilkostnaði fyrir skattgreiðendur.