Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica kemur og fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið frá kl. 9–17 virka daga. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Fræðslu- nefnd FEB stendur fyrir leikhúskynningu Mánudaginn 16. febr- úar kl. 14–15.30 í Borg- arleikhúsinu undir yf- irskriftinni: „Hvað er á fjölunum“? Umsjón, Sigrún Valbergsdóttir frá Leikfélagi Reykja- víkur. Gefst tækifæri að ganga um húsakynni leikhússins og kynnast því sem liggur að baki misfellulausum kvöld- sýningum. Meðal ann- ars æfingar nýrra verka á leiksviðum hússins. Mæting í Borgarleikhúsið kl. 14. Skráning á skrifstofu félagsins í síma 588 2111.Námskeið í framsögn hefst 25. febrúar leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson skráning á skrifstofu FEB. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á fimmtud. almenn handavinna m.a. speglaskreytingar og silkimálun frá kl. 13–16.30. Á föstuda- göum kl. 9–16.30 opnar vinnustofur, m.a. fata- breytingar og skreyt- ingar. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, á morgun, sunnudag, kl. 14. Annar dagur í fjög- urra daga keppni. Kaffiveitingar. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leiðir 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Karlakór Reykjavíkur. Aðalfundurinn fyrir ár- ið 2003, sem frestað var 26. janúar sl. verður haldinn í Tónlistarhús- inu Ými mánudaginn 23. febrúar, kl. 20. Dag- skrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum: Norðurland: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643 Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253 Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700 Hafdís Krist- jánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260 Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212 Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Ak- ureyri, 462 2685 Bóka- búðin Möppudýrið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368 Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91-93, Ak- ureyri, s. 461 5050 Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800 Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópasker, s. 465 2144 Rannveigar H. Ólafsdóttur, Hóla- vegi 3, 650. Laugum, s. 464 3181. Í dag er laugardagur 14. febr- úar, 45. dagur ársins 2004, Val- entínusdagur. Orð dagsins: Gjör- ið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)     Margrét Sverrisdóttirskrifar um lýðræði á vef Frjálslynda flokksins. „Löggjafarvaldið hefur verið að veikjast og fram- kvæmdavaldið hefur fært sig stöðugt upp á skaftið á kostnað löggjafarvalds- ins,“ skrifar Margrét. „Harkalegasta dæmið um yfirgang framkvæmda- valdsins gagnvart lög- gjafarvaldinu var ákvörð- un um stuðning íslensku þjóðarinnar við innrásina í Írak. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku þessa afdrifaríku ákvörðun án minnsta samráðs við löggjaf- arsamkunduna og þar með þjóð sína. Hvar lá þá það vald sem alþingi á að hafa yfir framkvæmda- valdinu? Í raun lá það kylliflatt vegna þess að stjórnarmeirihlutinn sýndi algjört ósjálfstæði gagnvart framkvæmda- valdinu sem öllu ræður. […]Alþingi á að kjósa sér forseta við upphaf hvers þings, en nú bregður svo við að um leið og ráð- herrastólum var útdeilt í næstu ríkisstjórn, þá var þessu embætti jafnframt ráðstafað þannig að til- tekinn þingmaður fengi það eftir tæp tvö ár. Hvar er þingræðið í þessu til- viki?“     Margrét segir enn-fremur: „Varðandi lýðræðið þá skiptir líka máli sú þróun að völdin hafa verið að færast til fjármagnsins. Sameign þjóðarinnar hefur verið gefin – örfáum ein- staklingum, og þjóðbank- arnir seldir á hálfvirði – örfáum einstaklingum. Þar kom engin dreifð eignaraðild til eins og lof- að hafði verið. Þeir sem fjármagninu ráða styðja síðan þá stjórnmála- flokka sem vernda hags- muni þeirra best. Þess vegna er það enn eitt dæmið um veiklun lýð- ræðis okkar að fjármál stjórnmálaflokka skuli ekki vera opinberuð sam- kvæmt lögum eins og gert er í öðrum löndum. Sumir flokkar harðneita að upplýsa hvernig þeir hafa aflað offjár til kosn- ingabaráttu þar sem fjár- magnið ræður jafnvel úr- slitum um niðurstöðu „lýðræðislegra“ kosn- inga! Ekki má gleyma fjórða valdinu, fjölmiðlum. Framkvæmdavaldið gín yfir ríkisfjölmiðlunum og stjórnmálaflokkar fá mjög misjafna umfjöllun þar, svo ekki sé meira sagt. Efnt var til hátíð- arráðstefnu í Háskóla Ís- lands sl. föstudag sem bar yfirskriftina: Hvar liggur valdið? Í kynningu var sagt að viðfangsefni ráð- stefnunnar væri „sam- skipti þingsins og fram- kvæmdavaldsins“. Ég sat þar í pallborði og fannst óhjákvæmilegt að nefna nokkur þeirra atriða sem ég hef farið yfir hér að framan sem dæmi um samskipti þings og fram- kvæmdavalds. Fyrir vikið var í ríkisfjölmiðlum rætt við alla sem áttu sæti í pallborðinu nema und- irritaða. Furðuleg til- viljun?“ STAKSTEINAR Þingræðið fótum troðið? Víkverji skrifar... Víkverji sá myndina Glötuðþýðing með Bill Murray í vikunni og skemmti sér hið besta, enda hreint frábær mynd. Víkverja þótti hins vegar lítið til þjónustunnar í kvik- myndahúsinu koma. Þegar aug- lýsingum var að ljúka og mynd- in að hefjast voru dyrnar fram á gang ennþá opnar. Það var ekki fyrr en framtakssamur gestur stóð upp og lokaði sem dimmt varð í salnum. Þetta er kannski lítill þáttur í þjónustunni sem kvikmynda- húsin veita en engu að síður þykir Víkverja að starfsmaður eigi að sjá um svona. Sérstaklega þegar fjórir starfsmenn eru á kjafta- törn í sjoppunni meðan á þessu stendur. x x x Víkverja þykja ommelettur, eðaeggjakökur, sérlega ljúffengur matur. Nýverið fékk hann að bragða á einni slíkri í heimahúsi. Hún var svo góð að Víkverji átti hreint ekki til orð yfir eldamennskuna. Aldrei hefur Víkverja tekist að útbúa svo indæla ommelettu. Þessi tiltekna ommeletta minnti Víkverja á það hversu einfaldir hlutir geta nú verið frábærir. Eggjakaka er, eins og nafnið gefur til kynna, nánast ekkert nema egg. Annað hráefni er svo hægt að nota að vild. Afskaplega ein- föld matargerð. Þar sem Víkverji leggur sig fram um að halda þeim sið að geta glaðst yfir litlu þykir honum ástæða til að minna á hversu einfald- ur matur getur verið ljúffengur. x x x Víkverji bjó um tíma á Ítalíu þarsem mikið er lagt upp úr mat- argerð. Þar skiptir gott hráefni öllu máli. Stundum saknar Vík- verji alls þess sem ítalskar verslanir hafa upp á að bjóða í úrvali. Þó er ástæða til að gleðjast yfir því hversu úrval í íslenskum matvöruversl- unum hefur aukist á und- anförnum árum. Víkverji get- ur nánast látið eins og hann sé á Ítalíu, keypt ítalska skinku, osta og ýmsar pasta- sósur. Varan er nánast sú sama en Víkverji finnur kannski helst mun á budd- unni. Þegar verðlagið á þessum innfluttu vörum gengur al- gjörlega fram af Víkverja þá finnst honum gott að vita til þess að hann getur alltaf bara gripið með sér eggjabakka og framreitt ommelettu. Sé hún vel gerð getur hún runnið svo ljúflega niður að allar innfluttar munaðarvörur frá Ítalíu virðast full- komlega óþarfar. Af hverju þessar ítölsku vörur, eins og til dæmis parmesan-ostur, eru svona hátt verðlagðar er svo annað mál. Vík- verji myndi gjarnan vilja gæða sér oftar á ítölskum skinkum og ostum, en lætur eggin líklega duga meðan verðið lækkar ekki. Egg geta verið efniviður í ljúffenga máltíð, séu þau rétt framreidd. Adams og Benetton MIG langar að þakka versl- uninni Adams í Smáralind- inni fyrir frábæra þjónustu. Þannig var að börnin mín fengu gjöf frá Adams í október sem ég þurfti að skipta. Ég hafði samband við verslunina um miðjan janúar þar sem ég hafði ekki ennþá farið með fötin til skipta. Mér var tjáð að ég gæti komið með þau hve- nær sem var. Ég fór síðan með fötin og var þá útsala. Mér var boðið að fá útsölu- verð fyrir fötin sem ég var með og gat þá valið þau föt sem voru á útsölu eða að fá innleggsnótu og koma síðar þegar útsalan var búin og fá þá fullt verð fyrir fötin. Þetta þykir mér frábær þjónusta og var ég alsæl og hlakka til að fara í Adams þegar nýjar vörur koma. Síðasta sumar fékk dótt- ir mín buxur að gjöf frá Benetton. Þurfti ég að skipta þeim og fá stærri. Ég fór með buxurnar u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir að þær voru keyptar í Benetton til að fá þeim skipt. Viðmótið sem ég fékk hjá eiganda búðarinnar var al- veg ótrúlegt. Buxurnar kostuðu 2.450 kr. (þær eru ennþá inni í skáp, ónotaðar með verðmiðanum á)! Eig- andi Benetton sem af- greiddi mig, tjáði mér að þessar buxur væru nú komnar á markað og kost- uðu 500 kr., hún gæti ekki tekið við þeim! Mér þótti þetta ansi lélegt og rök- ræddi nú aðeins við hana um þetta hvernig gæti stað- ið á því að vara sem kostaði 2.450 kr. fyrir tveimur mánuðum, þá ný vara, væri orðin svo gömul að hún væri komin á 500 kr. á markað. Eigandi Benetton var mjög ósamvinnuþýð og hélt sínu striki, að hún gæti eng- an veginn tekið við buxun- um, henni datt ekki einu sinni í hug að bjóða mér innleggsnótu eða neina samningaleið, svona væri þetta nú bara. Ég gekk út úr verslun Benetton og skildi ekki hvernig hægt væri að koma svona fram við viðskipta- vini og var ákveðin í að fara aldrei aftur í Benetton. Manneskja með eitthvert viðskiptavit veit að það skiptir miklu máli að hafa viðskiptavini sína ánægða og hvað þá eigandi verslun- arinnar. Ég hef ekki stigið fæti inn í Benetton síðan og mun ekki gera það. Sá mest eftir að hafa ekki skrifað um þetta í blöðin strax, en geri það hér með, sérstak- lega þar sem ég upplifði svona frábæra afgreiðslu í versluninni Adams í Smáralindinni, það skiptir máli hvort maður verslar við A eða B. Svala Jónsdóttir. Dýrahald Kettlingar fást gefins 2 KETTLINGAR, 9 vikna, fást gefins. Kassavanir og skemmtilegir. Upplýsingar í síma 587 3356. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 gamansemi, 4 málms, 7 starfsvilji, 8 glerið, 9 pikk, 11 sjá eftir, 13 skriðdýr, 14 sjái eftir, 15 verkfæri, 17 þva›ur, 20 blóm, 22 illa þefjandi, 23 slæmt hey, 24 hlaupa, 25 erfðavísirinn. LÓÐRÉTT 1 vinnuflokkur, 2 stakar, 3 hugur, 4 raup, 5 dáið, 6 sól, 10 getur, 12 flýtir, 13 málmur, 15 karldýr, 16 hnötturinn, 18 ávöxtur, 19 stíf, 20 elska, 21 ófús. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 greinileg, 8 kolan, 9 jaðar, 10 ana, 11 apann, 13 norpa, 15 bjórs, 18 smeyk, 21 kát, 22 lokka, 23 illur, 24 þrásinnis. Lóðrétt: 2 rella, 3 innan, 4 iðjan, 5 eiður, 6 ekla, 7 þráa, 12 nýr, 14 orm, 15 boli, 16 óskar, 17 skass, 18 stinn, 19 efldi, 20 kári. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.