Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Margir sem búa utan Bandaríkj- anna álíta Bush kjána, margir álíta hann jafnvel hættulegan kjána. Þú ert þessu ekki fylli- lega sammála, eða hvað? Það er hætta á því að menn van- meti mikilvægi þeirrar hug- myndafræðilegu heimsmyndar sem George Bush hefur, auk sannfær- ingar fyrir því hvernig Bandaríkin eigi að ganga fram í alþjóðamálum. Algengt er að menn álíti sem svo að George Bush viti einfald- lega ekki neitt, að hann láti stjórn- ast af „nýju íhaldsmönnunum“ [e. neoconservatives] í stjórn hans, hann sé í reynd leiksoppur þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú, og þessu höldum við fram í bók okkar [America Unbound: The Bush Re- volution in Foreign Policy], að hann er miklu heldur leik- brúðumeistarinn, að hann hafði af- ar skýra hugmynd um hvað þyrfti að gera þegar hann komst til valda og hvernig Bandaríkin ættu að hegða sér á alþjóðavettvangi. Að hann hefur síðan hagað sér í sam- ræmi við þessar hugmyndir, bæði fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og eftir þær; hug- myndir þessar fela í sér þá skoðun að veröldin sé hættulegur staður, að þjóðríki ráði því hvað gerist í heiminum og að valdamesta ríkið ráði þar af leiðandi mestu. Þessi heimssýn hefur verið til grundvallar ut- anríkisstefnu hans. Hún er ekki kjánaleg þó að hún kunni að vera röng og hættuleg. George W. Bush ætlaði aldrei að einbeita sér að uppbyggingu annarra þjóða [e. nation-building]. Hversu kaldhæðnisleg er sú staða sem hann og Bandaríkin eru nú í? Hann er enn ekki „þjóðaruppbyggingarmaður“, ég held einmitt að það sé einn vandi bandarískrar utan- ríkisstefnu. Þetta kemur berlega í ljós ef þú horfir til Afganistans, þar sem aðkoma Bandaríkjahers ein- skorðast við aðgerðir gegn al-Qaeda og dreggjum talibanahreyfingarinnar, þar sem mikill hluti lands- ins er enn undir áhrifum stríðsherra sem margir hverjir eru ennþá á launum hjá bandarískum skatt- borgurum. Bush er ekki að byggja upp þjóð, hann hefur gert afar fátt af því sem þarf að gera til að koma á stöðugleika í Afganistan, hvað þá tryggja einingu þjóðarinnar eða koma á lýðræði í landinu. Hið sama á við um Írak. Ef hann hefði raunveru- legan áhuga á „þjóðaruppbyggingu“ myndi hann leggja mun meira fram en hann er tilbúinn til að gera. Umræðan í Washington snýst hins vegar öll um það núna hvernig við getum komið okkur á brott frá Írak án þess að allt fari þar til fjandans. George Bush talar eins og sá sem trúir á „þjóðaruppbygg- ingu“, hann ræðir um lýðræðisvæðingu og umbreyt- ingar í Mið-Austurlöndum en hann gerir ekki það sem þarf að gera til að mjaka málum í þá átt sem hann ræðir um. Það má vel færa rök fyrir því að einmitt núna séu uppi merki um að allt sé að fara til fjandans í Írak. Er örvænting tekin að grípa um sig í Washington? Það er rétt að þessi hætta er fyrir hendi. En það er engin ör- vænting hlaupin í menn. Menn hafa þó áhyggjur af því að upphaf- legar áætlanir og síðan hinar end- urskoðuðu áætlanir skili ekki til- ætluðum árangri. Menn trúa því núna að ef hægt verði að fela Sam- einuðu þjóðunum lykilhlutverk þá geti þetta kannski gengið upp. Það er ljóst að bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, hefur lengi haft áhyggjur af því, og þær áhyggjur aukast dag frá degi, að borg- arastríð sé yfirvofandi. Og að Bandaríkin séu föst mitt í miðju þess hvirfilbyls. Ef þú spyrð áhrifamenn hvernig þeir sjái framtíð Íraks fyrir sér og hvernig þeir telji að standa beri að málum þá verður fátt um svör. Og það er áhyggjuefni. Þú hefur bent á að Bush krefjist þess jafnan að menn sýni honum algera hollustu. Að því er varð- ar Íraksmálin þá er ljóst að Þýskaland og Frakk- land stóðust ekki „Bush-hollustuprófið“, sem þú hefur nefnt svo, en það gerði hins vegar Ísland. Skiptir slíkt máli í viðræðum um varnarstöðina í Keflavík? Nei, ekki þegar til kastanna kemur. Ég þekki ekki stöðuna í þessum viðræðum en afar fá ríki geta sagt að þau hafi grætt á því að hafa stutt Bandaríkin, að öðru leyti en því að mönnum hafi verið boðið í heim- sókn í forsetabústaðinn í Camp David eða, ef menn eru í mjög miklum metum, á búgarð forsetans í Crawford, Texas. Ég held því ekki að það muni skipta miklu máli þegar til kastanna kemur. „Bush-hollustuprófið“ víkur ekki að stjórnarstefnu heldur persónulegum samskiptum við Bush og ég get ekki séð að bein tengsl séu þar á milli. En hefðu Íslendingar goldið fyrir það ef þeir hefðu ekki stutt Bandaríkin í Íraksmálinu? Ég er ekki heldur viss um að svo sé. Hugsanlega hefði verið annar blær á samskiptunum en það hefði engu breytt neinu um endanlega niðurstöðu, þið mynduð ekki græða neitt áþreifanlegt. Hugsanlega hefði viðmót Bandaríkjastjórnar gagnvart ykkur ver- ið kuldalegra en efnislega yrði niðurstaðan sú sama. Spurt og svarað | Ivo H. Daalder George W. Bush er byltingarmaður Ivo H. Daalder er kunnur álitsgjafi í Bandaríkjunum, fræðimaður við Brookings-stofnunina í Washington en stýrði áður Evrópudeild þjóð- aröryggisráðsins bandaríska. Hann hefur nýverið sent frá sér bók, sem samin var í samvinnu við James M. Lindsay, um þá byltingu sem orðið hefur á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Ivo H. Daalder ’ Umræðan íWashington snýst einmitt öll um það núna hvernig við getum komið okkur á brott frá Írak án þess að allt fari þar til fjandans. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is AÐ MINNSTA kosti þrettán manns féllu í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk í norðurhluta Íraks í gær. Árásin var gerð skömmu áður en Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hóf viðræður við bandaríska ráðamenn í landinu um hvernig standa bæri að því að fela Írökum stjórn eigin mála. Tveir menn óku bifreið af Oldsmob- ile-gerð upp að lögreglustöðinni í Kirkuk í gærmorgun og sprengdu hann í loft upp. Talið er að 50 kíló af sprengiefni hafi verið í bifreiðinni. Árásin var gerð þegar um 400 lög- reglumenn höfðu vaktaskipti. Að sögn fréttavefjar BBC í gærkvöldi féllu þrettán manns, að árásarmönnunum meðtöldum. Donald Rumsfeld gagnrýnir Sýrlendinga og Írana Donald Rumsfeld kom til Íraks í gær og átti fund með Paul Bremer landsstjóra og öðrum háttsettum bandarískum embættismönnum í landinu. Ræddu þeir valdaskipti í landinu en Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því að stjórn Íraks verði færð í hendur heimamanna fyrir 1. júlí nk. Rumsfeld hitti og Íraka sem verið er að þjálfa til löggæslustarfa og sagði við það tækifæri að heimamenn væru mun hæfari en hernámsliðið til að bera kennsl á þá sem ógnuðu ör- yggi í landinu. Ráðherrann var einnig upplýstur um fyrirliggjandi áætlanir sem meðal annars kveða á um að bandarískum hermönnum í Bagdad verði fækkað og Írakar taki við störfum þeirra. Rumsfeld ítrekaði fullyrðingar bandarískra ráðamanna þess efnis að Sýrlendingar og Íranir hefðu hleypt vígamönnum um landamæri sín og inn í Írak. „Sýrlendingar og Íranir hafa ekki verið írösku þjóðinni hjálp- legir,“ sagði Rumsfeld og bætti við að hryðjuverkamenn frá ríkjunum tveimur hefðu látið til sín taka í Írak. Reuters Flak Oldsmobile-bifeiðarinnar sem hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp í mannskæðri árás á lögreglustöð í borginni Kirkuk í Norður-Írak í gær. Þrettán falla í árás í Írak Bagdad. AFP. FRUMKVÖÐULL þess að ríki Evrópusam- bandsins (ESB) tóku upp enn nánari sam- vinnu og komu á innri markaði á níunda ára- tugnum og síðar evrunni, Frakkinn Jacques Delors, virðist nú óttast um framtíð sam- bandsins og segir það vera statt á „hættu- legum tímamótum“ en tíu ný ríki verða tekin inn í sambandið í vor. Delors var forseti framkvæmdastjórnar sambandsins 1985– 1995 og er oft nefndur í sömu andrá og hinir svonefndu „feður“ Evrópusamstarfsins fyrir hálfri öld, Jean Monnet og Robert Schuman. Í fasta pistlinum Karlamagnús í breska tímaritinu The Economist nýverið er sagt frá viðtali sem nýlega var tekið við Delors í til- efni af útkomu æviminninga hans en Delors er nú orðinn 78 ára gamall. Hann er þó sagð- ur vera í fullu fjöri og hefur ákveðnar skoð- anir á því hver séu forgangsverkefnin. Hann segir að finna verði raunhæfar leiðir til þess að fá samband með a.m.k. 27 aðildarríkjum til að virka, ella muni „stóru ríkin þrjú – kannski fjögur eða fimm á næstunni – hirða spilin sín af borðinu og ákveða fremur að spila saman í næði án hinna. Og það myndi merkja að draumsýn feðra Evrópu væri fyrir bí“. Færi svo væri Evrópusambandið í reynd búið að vera, að áliti Delors sem telur að slík þróun sé alls ekki útilokuð. Hann er spurður hvort hann telji líkurnar á því að þetta gerist vera 50% og svarar einfaldlega „Já“. Eina leiðin til að komast hjá hættunni sé að leyfa litlum ríkjahópum í sambandinu að auka samstarfið á eigin forsendum, ef þau kjósi það. Tímaritið segir að vissulega sé Delors þekktur fyrir að vera skapmikill, hann hafi til dæmis oft beitt þeirri aðferð að hóta afsögn. En á hinn bóginn deili nú margir áhyggjum Delors af stækkuninni sem kemur til fram- kvæmda í vor, þótt þeir hafi ekki tekið jafn sterkt til orða. Viðvörun hans endurspegli ekki síst áhyggjur Frakka. Hin pólitíska yf- irstétt Frakklands hafi orðið vön því að hafa yfirhöndina í Evrópusamstarfinu, ekki síst í valdatíð Delors og hún óttist að glata áhrifum sínum. Þessi ótti hafi síðan smitað franskan almenning en andstaða við stækkunina mælist meiri í skoðanakönnunum í Frakk- landi en hinum aðildarríkjunum 14. Sjálfur virðist Delors vera tvíbentur. Hann segist annars vegar vera ósáttur við að hrifn- ingin vegna stækkunarinnar skuli vera svo lítil en samtímis harmar hann að leiðtogar ESB skyldu ekki samþykkja hugmyndir hans um að stofnað yrði ríkjabandalag fyrir alla álfuna sem hann segir að hefði gefið nýju ríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu tækifæri til umfangsmikils samstarfs við ESB en hefði frestað fullri aðild um mörg ár. Segist hann hafa verið afar nálægt því árið 1992 í samtali við Francois Mitterrand, þáverandi Frakk- landsforseta, að fá hann til að styðja tillöguna en ekki hafi orðið af því. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Rom- ano Prodi, hættir í sumar og hafa margir ver- ið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn. „Nú þegar ESB á fullt í fangi með að takast á við og melta þær breytingar sem komust á kopp- inn í tíð Delors má leiða rök að því að engin þörf sé fyrir enn einn kraftmikinn persónu- leika með metnaðarfullar hugmyndir í Evr- ópumálunum,“ segir Karlamagnús. Delors óttast nú um framtíð ESB JÓHAN Dahl hefur verið vikið úr embætti sjávarútvegsráðherra Fær- eyja, aðeins 20 dögum eftir að ný stjórn tók þar við völdunum. Jóhann- es Eidesgaard, lögmaður Færeyja, greindi frá þessu í gær. Var þetta ákveðið vegna ásakana í færeyskum blöðum um vafasamt viðskiptasið- ferði ráðherrans. Í blöðunum hefur komið fram að færeyskir skattgreiðendur hafa tap- að andvirði tuga milljóna íslenskra króna vegna óarðbærs fyrirtækis sem Dahl rak á Suðurey á níunda áratugnum. Lánin voru veitt gegn opinberri ábyrgð og Dahl gat ekki endurgreitt þau. Þá skýrði blaðið Fregnir frá því að ekkja fyrrverandi viðskiptafélaga Dahls og dóttir hennar hefðu í mörg ár greitt niður skuld sem þeir höfðu stofnað til. Dahl hefði sagt henni að hann væri ekki borgunarmaður fyrir láninu og látið mæðgurnar um að endurgreiða það. Dahl er í Sambandsflokknum. Ákveðið var að víkja honum frá eftir að flokksbræður hans í bæjarstjórn Þórshafnar lögðust gegn honum og sögðu hann hafa skaðað landstjórn- ina. „Landstjórnin þarf að fá vinnu- frið og þetta er mjög óheppileg byrj- un á stjórnarsamstarfinu,“ sagði Eidesgaard. Færeyskum ráð- herra vikið frá Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.