Morgunblaðið - 24.02.2004, Side 41

Morgunblaðið - 24.02.2004, Side 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 41 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborgara- starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátt- taka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16. Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg. Lest- ur Passíusálma kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Biblíulestur í umsjá Laufeyjar Waage. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina við undirleik Gunnars Gunnars- sonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnar- sonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju. Kl. 21.30 fyrirbænaþjónusta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15. Vetr- arnámskeið. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. For- eldramorgunn þriðjudag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16:00. Starf fyr- ir 10–12 ára kl. 17:30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11:15 í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Kl. 12:00 sprengidagsmatur, sr. Ingþór Indriðason sér um helgistund og segir frá kirkjustarfi í Kanada, kaffi. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17:00–9:00. KFUM&KFUK Fyrir 10–12 ára börn kl. 17:00–18:15, húsið opnað kl. 16:30. Alfa kl. 19:00. Hvað með hand- leiðslu guðs? Fræðsla: Halldór Konráðs- son (sjá nánar: www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30. Helgistund, söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogs- kirkju kl. 20. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Konur eru konum bestar. Fimmtudags- kvöldin 26. febrúar og 4. mars verður nám- skeiðið „Konur eru konum bestar“, sjálf- styrkingarnámskeið fyrir konur, haldið í Hjallakirkju í Kópavogi. Umsjón með nám- skeiðinu hefur sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir. Á námskeiðinu gefst konum tæki- færi til að skoða eigin styrkleika og veikleika, til að sjá hvað þær geta gert til að styrkja sig. Skráning fer fram í Hjalla- kirkju en þátttökugjald er ekkert. Allar kon- ur velkomnar. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi innlegg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir velkomnir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10– 12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 18. Steinunn Jóhannesdótt- ir flytur erindi um Guðríði Símonardóttur, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Létt- ur málsverður. Skráning í síma 567-0110. Allir velkomnir. SELA, yngri deild, kl. 20– 22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélag- ið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þess- ara hópa hafa Anna Hulda og Sigríður Rún. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spil- að, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónar- maður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869-1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15:00 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16:00 kóræfing Litlu lærisveinanna, yngri hópur. Kl. 17:00 kór- æfing Lítlu lærisveinanna, eldri hópur. Kór- stjóri Joanna Wlasczcyk og umsjónarmað- ur Kristín Halldórsdóttir. Kl. 20:30 Kyrrðarstund í Landakirkju. Guðmundur H. Guðjónsson organisti leikur og sr. Þorvald- ur Víðisson leiðir stundina. Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi 24. febrúar kl. 12–15. Léttur málsverður, samfélag og fræðsla um kristna trú. Einnig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis ásamt Kefla- víkurkirkju. Allir velkomnir. Fermingarund- irbúningur í Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50, 8. I.M. & 8. J. í Myllubakkaskóla, kl. 15.55–16.35, 8. S.V. í Heiðarskóla og kl. 16.40–17.20 8. V.G. í Heiðarskóla. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is. AD KFUK. Fundur í kvöld kl. 20. Bæn sem trúrækt. Guðlaugur Gunnarsson kristni- boði kemur í heimsókn. Allar konur vel- komnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 3 (8.A og 8.B Brekkuskóla). Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Kl. 19.15 Alfanámskeið. Safnaðarstarf Árdegismessur á miðvikudögum ALLA miðvikudaga kl. 8.00 eru árdegismessur í Hallgríms- kirkju. Ár er nú liðið síðan morgunmessurnar hófust og hafa þær verið haldnar alla mið- vikudaga síðan og aldrei fallið niður. Í messunni er stutt hugleiðing og altarisganga og að henni lok- inni er einfaldur morgunverður í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Gert er ráð fyrir að þau sem eiga stutt að fara geti verið komin til vinnu kl. 9.00. Messurnar eru tilvaldar fyrir sérhvern sem vill taka þátt í helgihaldi í miðri viku og eiga rólega stund áður en haldið er af stað út í ys og þys vinnudagsins. Að messunum standa Hall- grímskirkja og áhugahópur presta, guðfræðinga og starfs- manna af Biskupsstofu. Fjöldi presta og leikmanna koma að messunum. Vonin er sú að hægt verði að búa til áningarstað á virkum degi þar sem maður gengur fram fyrir Guð í miðri vinnuviku og þiggur næringu bæði líkamans og trúarlífsins. Verið velkomin í Hallgríms- kirkju á miðvikudagsmorgnum klukkan 8. „Á leiðinni heim“ í Grafarvogskirkju ANNAÐ árið í röð verður boðið upp á sérstakar helgistundir alla virka daga föstunnar í kirkjunni. Þær kallast „Á leiðinni heim“. Hugsunin að baki þessari nafngift er sú, að fólk geti komið við í Grafarvogskirkju kl. 18.15 og átt góða stund og hlustað á einn Passíusálm lesinn. Hver helgistund tekur aðeins 15 mín- útur. Alls eru þessar föstustundir 31 talsins og verður sú síðasta mið- vikudaginn 7. apríl nk. Fyrsta stundin verður á morgun, ösku- dag, en þá hefst fastan. Að þessu sinni munu borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar lesa úr Passíusálmunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og al- þingismaður, mun lesa á fyrstu stundinni. Á fimmtudaginn mun Kolbeinn Óttarsson Proppé varaborgarfulltrúi lesa og á föstudaginn sr. Jóna Hrönn Bolladóttir varaborgarfulltrúi. SPOEX opna heimasíðu Þriðju- daginn 24. febrúar milli kl. 14 og 16 opna SPOEX – Samtök psorias- is- og exemsjúklinga opna heima- síðu sína, en hún hefur verið lokuð í nokkurn tíma vegna endurhönn- unar. Félagsmálaráðherra Árni Magnússon opnar heimasíðuna. Opnunin fer fram í húsakynnum samtakanna að Bolholti 6. Veit- ingar verða að athöfn lokinni í boði Bláa lónsins. Áður en ráðherra opnar heimasíðuna mun Valgerður Auðunsdóttir, formaður SPOEX, og Kristinn Grétarsson, markaðs- stjóri Novartis á Íslandi, undirrita styrktarsamning. Novartis mun næstu 4 árin styrkja samtökin til viðhalds heimasíðunnar. Skógræktarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu eru með opið hús. Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20 standa skógræktarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu fyrir „Opnu húsi“ í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Þetta er fyrsti fundur ársins í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og KB banka. Skógræktarfélag Kópavogs hefur umsjón með þessum fundi. Sig- urður Pálsson, skáld og nýr for- maður Yrkjusjóðs, les upp eigin ljóð. Sigurður Freyr Guðbrands- son skógfræðingur, starfsmaður Vesturlandsskóga, verður með myndasýningu er nefnist: „Frá skógahlíðum Klettafjalla til há- sléttu Andesfjalla“. Segir þar frá árslangri ferð hans árin 2000–2001 frá Vancouver-eyju í Kanada, upp í Klettafjöllin, um Bandaríkin, Mexíkó og lönd Suður-Ameríku allt til Bólivíu. Upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Íslands. Áhrif EES-þýðinga á íslenskan hugtakaforða Sigrún Þorgeirs- dóttir, ritstjóri hugtakasafns Þýð- ingamiðstöðvar utanríkisráðuneyt- isins, flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málaum þriðjudaginn 24. febrúar kl. 12.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Áhrif EES-þýðinga á íslenskan hugtaka- forða: kynning á hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðu- neytisins“. Í Þýðingamiðstöð utan- ríkisráðuneytisins hefur frá árinu 1990 verið unnið að þýðingu reglu- gerða, tilskipana og annarra texta sem falla undir EES-samninginn, auk annarra milliríkjasamninga. Textarnir hafa áhrif á starfsemi ýmissa stofnana og fyrirtækja en varða einnig réttindi og hagsmuni hins almenna borgara á ýmsum sviðum. Unnið hefur verið að söfn- un hugtaka og orðasambanda frá upphafi þýðingarstarfsins og var hugtakasafnið birt á heimasíðu ut- anríkisráðuneytisins í nýrri útgáfu á síðasta ári. Samræður við Guð Málstofa verður haldin í Gerðubergi, um samnefndar bækur eftir Neale Do- nald Walsch. Málstofan hefst í kvöld og verður fimm næstu þriðjudaga kl. 19.30. Skráning er á magnus@mannval.is. Leiðbein- endur eru: Friðbjörg Óskarsdóttir fræðslumiðill, Geir Rögnvaldsson leiklistarfræðingur og Magnús Harðarson ráðgjafi. Í DAG FRÉTTIR Opið hús vegna þemadaga frá Afríku Nú standa yfir þemadagar í Lágafellsskóla Mosfellsbæ. Þemað í ár er Afríka og eru krakkarnir að vinna ýmis verkefni tengd Afríku. Meðal þess sem boðið er upp á er grímugerð, skartgripagerð, leiklist, söngur, fræðsla, hljóðfæragerð, endurvinnsla, afrískir leikir, sundknattleikur frá Kongó og fleira. Á öskudag verður uppske- ruhátíð og opið hús. Boðið er að skoða muni sem börnin hafa unnið og sýningu á munum frá Afríku. Einnig verður afrískur hópdans undir stjórn Orwille frá Kramhús- inu. Þá verður opið kaffihús þar sem seldar verða veitingar og mun allur ágóði renna til vinaskóla Lágafellsskóla í Malawi. Mælst er til þess að sem flestir klæðist bún- ingum tengdum Afríku á öskudag. Málstofa um menntareikninga Þóra Helgadóttir flytur erindi á málstofu Hagfræðistofnunar mið- vikudaginn 25. febrúar kl. 12.15 í Odda, stofu 101. Fjallað verður um mennta- reikninga sem nýtt úrræði í menntamálum. Grunnhugmyndin um menntareikninga byggist á því að tekið er fast hlutfall af launum hvers starfsmanns á móti framlagi vinnuveitanda sem er síðan ávaxt- að í séreignarsjóði. Markmiðið er síðan að starfsmenn geti nýtt inn- eignina til menntunar. Í því sam- hengi verður rætt um mikilvægi menntunar, stöðu menntunar á Ís- landi og reynslu annarra þjóða af menntareikningum. Þóra Helgadóttir er sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands. Öskudagsgleði FSG Miðvikudag- inn 25. febrúar kl. 15.30–17 verður haldin öskudagsgleði FSG í boði Greiningarstöðvar, á efstu hæð hússins að Digranesvegi 5. Kötturinn verður sleginn úr tunn- unni. Georg sparibaukur frá Ís- landsbanka kemur við. Öll börn sem hafa komið á Greiningarstöð eru velkomin ásamt aðstand- endum, einnig starfsfólk og börn þeirra. Allir sem vilja koma í bún- ingi. Aðalfundur Menningar- og frið- arsamtaka ísl. kvenna árið 2004 verður haldinn á öskudag, miðviku- daginn 25. febrúar, í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 kl. 20. Á dagskrá verður skýrsla formanns, ársreikn- ingar lagðir fram og kosið í stjórn. Á fundinum á að kjósa formann til næstu tveggja ára en samkvæmt lögum félagsins eru formaður og varaformaður kosnir sitt árið hvor, til tveggja ára í senn. Fyrirlestur í Kennaraháskóla Ís- lands Berglind Rós Magnúsdóttir, MA í uppeldis- og mennt- unarfræðum, heldur opinn fyr- irlestur sem ber yfirskriftina: Orð- ræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk. Fyrirlest- urinn verður á morgun, miðviku- daginn 25. febrúar, kl. 16.15 í saln- um Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Fyrirlestur Berglindar er unninn upp úr meistararitgerð í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands og er byggður á eigindlegri rannsókn sem gerð var í unglinga- deild á höfuðborgarsvæðinu. Meg- intilgangur rannsóknarinnar var að átta sig á valdatengslum meðal nemenda. Hrafnaþing á Hlemmi – fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Ólafur K. Nielsen, vistfræð- ingur á NÍ, flytur erindi sem hann nefnir „Áhrif skógræktar á fugla- líf“ miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.15 í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýsingar um erindið er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.ni.is. Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi verður 20 ára miðvikudaginn 25. febrúar. Í Örva fer fram starfs- prófun og starfsþjálfun fatlaðra einstaklinga. Á starfstíma Örva hafa um 100 einstaklingar lokið þjálfun og fengið framtíðarstörf í fyrirtækjum á almennum vinnu- markaði. Í dag eru í starfi og þjálf- un 35 fatlaðir einstaklingar og aðr- ir starfsmenn Örva eru níu talsins. Í tilefni afmælisins býður starfs- fólk Örva velunnurum, fyrrverandi starfsmönnum og samstarfsfólki á Reykjanessvæði að líta inn, þiggja kaffiveitingar og skoða starfsem- ina. Velkomið er að koma í heim- sókn hvenær sem er milli kl. 9 og 15 en kaffitímar starfsmanna eru kl. 9.45 og 14. Einnig er lokað í há- deginu milli kl. 12 og 13. Málstofa um um þjóðarhugtakið og stofnun fullvalda ríkja Í tengslum við kennslu á nám- skeiðinu Stjórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar í lagadeild Há- skóla Íslands verður haldin mál- stofa um þjóðarhugtakið og stofn- un fullvalda ríkja, og samanburð á stöðu Íslands og Færeyja í því til- liti miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 12.15–13.30. Málshefjendur verða Guðmundur Halfdanarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Ís- lands, og Sigurður Líndal prófess- or emeritus. Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor við laga- deild HÍ. Á málstofunni verður rætt um þjóðarhugtakið, breytt gildi þess í nútímanum og að hvaða leyti staða Færeyja í dag til þess að slíta sam- bandi við Danmörku er önnur en staða Íslands var auk þess sem að- dragandi að sambandsslitunum verður kannaður í sögulegu sam- hengi. Að loknum erindum málshefjenda verða fyrirspurnir og umræður. Málstofan verður haldin í stofu L-101 í Lögbergi og er opin öllum sem áhuga hafa á efninu. Á MORGUN Símenntun um Jemen og Jórd- aníu. Fimmtudagskvöldið 26. febr- úar heldur Jóhanna Kristjónsdóttir eins kvölds námskeið hjá Mími sí- menntun um Jemen og Jórdaníu. Farið verður yfir nútímasögu land- anna með smásveiflu til fortíðar. Einnig verður spiluð tónlist frá þess- um löndum og sýndar myndir og stutt kynning á þeim sem girnileg- um ferðamannastöðum. Allar upp- lýsingar um námskeiðið er að fá hjá Mími símenntun. Á NÆSTUNNI SAMFYLKINGIN í Árborg og nágrenni hefur opnað nýja fé- lagsmiðstöð flokksins á Sel- fossi. Hún stendur við Eyrar- veg og verður opin til sumars alla fimmtudaga frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi. Þar verður spjallað um pólitík og hvaðeina og geta gestir og gangandi gengið að því vísu að einhverjir þingmenn og sveitarstjórnar- menn flokksins verði á staðn- um, segir í fréttatilkynningu. Öðrum félögum flokksins er velkomið að nýta húsnæðið til vinnufunda og má nefna sem dæmi að Samfylkingarfélagið í Reykjavík hefur þegar ákveðið að halda þar vinnufund. Allar upplýsingar um húsnæðið veit- ir formaður félagsins í Árborg, Arna Ír Gunnarsdóttir. Félagsmið- stöð opnuð í Árborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.