Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 27 Á UNDANFÖRNUM dögum hefur verið hart deilt á söfn- unarkassa Íslandsspila, sem er fyr- irtæki í eigu Rauða kross Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ. Gagnrýnin beinist líka – í minni mæli þó – að spilakössum Háskóla Íslands en ekki að öðr- um tegundum happ- drættis, eins og get- raunum, lottói og skafmiðum, svo dæmi séu nefnd. Fullyrt er að spilun í kössunum valdi eða viðhaldi spilafíkn, með þeim af- leiðingum að fjöldi manna spili frá sér aleiguna. Spurt er hvernig félög eins og Rauði krossinn geti varið slíka tekjuöflun. Því er haldið fram að einfalt sé að banna söfnunarkassa í sölu- turnum, færa þá inn í lokuð rými og þá sé búið að leysa stóran vanda. Gagnrýnin er skilj- anleg og spurningarn- ar eðlilegar. En lítum líka á staðreyndir. Afleiðingar tekjumissis Tekjur af söfnunarkössum eru langmikilvægasti tekjustofn Rauða kross Íslands. Verði rekstur söfn- unarkassa bannaður án þess að nokkuð komi í staðinn þá kemst mannúðarstarf sem nær til þúsunda manna innanlands og utan á hverju ári í uppnám. Tekjur úr þeim söfn- unarkössum sem eru í sjoppum nema um þremur fjórðu hluta heildartekna. Það er því lítil bót í máli fyrir þá sem treysta á mann- úðarstarf félagsins að banna bara rekstur söfnunarkassa í „opnu“ rými. Næstmikilvægasti tekjustofn Rauða krossins er samningsbundin verk við stjórnvöld. En þeir samn- ingar byggjast í flestum tilvikum á tilsvarandi framlögum félagsins. Svo stærsta dæmið sé tekið, þá á Rauði krossinn og rekur alla sjúkrabíla í landinu. Í grófum drátt- um er reksturinn fjármagnaður með framlagi stjórnvalda upp á um 50 milljónir króna á ári, framlagi Rauða krossins (af tekjum söfn- unarkassa) upp á rúmar 50 millj- ónir króna og framlagi þeirra sem fluttir eru, sem nemur svipaðri upphæð. Rauði krossinn rekur athvörf fyr- ir geðfatlaða, hjúkrunarheimili fyrir aldraða Alzheimersjúklinga, ung- mennahús fyrir unglinga, Hjálp- arsíma Rauða krossins fyrir þá sem glíma við kvíða og sjálfsvígshugs- anir, og aðstoðar fjölda ungs fólks við að koma undir sig fótunum í Fjölsmiðjunni í Kópavogi. Annað starf á vegum félagsins aðstoðar flóttamenn við aðlögun í nýju heimalandi, færir gleði í líf aldraðra sem heimsóttir eru af heimsókn- arvinum Rauða krossins, aðstoðar einstaklinga í þrengingum, kennir skólabörnum mikilvægi sjálfboða- og hjálparstarfs, kynnir almenningi skyndihjálp og vinnur gegn ein- angrun og útskúfun á margvíslegan hátt. Þá eru ónefndar þúsundir alnæm- issjúklinga í Afríku og fórnarlamba styrjalda, hungurs og nátt- úruhamfara sem fá að- stoð Rauða kross Ís- lands á hverju ári. Þessi starfsemi, sem nýtur stuðnings um 19.000 félaga Rauða kross Íslands og fjölda annarra velunnara, byggist á tekjum af Ís- landsspilum. Við getum líka spurt: Af hverju bein- ist gagnrýnin einungis að söfnunarkössum Ís- landsspila? Það fyr- irtæki, sem áður hét Íslenskir söfn- unarkassar, er sá aðili hér á landi sem hvað mest hefur gert til að rannsaka og bregðast við spilaáráttu. Fyr- irtækið hefur staðið fyrir viðamiklum rannsóknum á spilun, styrkt meðferðaraðila sem hafa sérhæft sig í spilaáráttu og stutt við bakið á samtökum sem vinna gegn áráttuspilun. Ekki hef ég orðið var við að aðrir rekstraraðilar happdrætta hafi tek- ið mikinn þátt í umræðunni. Er það af því að spilafíklar spili bara í söfn- unarkössum? Samkvæmt rannsókn sem Gallup gerði fyrir Íslenska söfnunarkassa í upphafi árs 2001 eru 8,5% þeirra sem stunduðu fjár- hættuspil í heimahúsum eða ólög- legum spilavítum haldnir spilafíkn. Sambærileg tala fyrir bingó er 4,5%, Íslenskar getraunir/Lengjuna 3,9%, þá sem spiluðu í spilakössum 2,2% og þá sem keyptu Lottó 1%. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessa rannsókn eða annað sem tengist spilafíkn eru hvattir til að fara á www.spilafikn.is, sem Ís- landsspil og Happdrætti háskólans reka sameiginlega. Spilasalir eða söluturnar? Í þeirri umræðu sem fram hefur farið undanfarið hefur verið bent á það töfraúrræði að setja söfn- unarkassa í lokaða spilasali. Því er haldið fram að spilafíklum – sem eru haldnir alvarlegum sjúkdómi – muni einhvern veginn fækka við slíka aðgerð. Mér er fyrirmunað að sjá hvernig það á að gerast. Önnur rök eru að þá verði hægt að koma í veg fyrir spilun barna undir 18 ára aldri. Mig langar að benda á að samkvæmt lögum er spilun miðuð við 16 ára aldur en Íslandsspil ákváðu sjálf að miða við 18 ára ald- ur. Nú eru um 70 söluturnar með fjarstýringu sem gerir starfsfólki kleift að slökkva á kössunum ef unglingar byrja að spila. Fólk þarf að vera orðið 18 ára til að fá vinn- ingana greidda út. Sölustaðir sem ekki fara eftir reglunum geta misst kassana. Spurt er hvernig Rauði krossinn geti réttlætt það að hafa tekjur sín- ar af fjárhættuspilun. Líknarfélög, klúbbar, íþróttafélög, stjórn- málaflokkar og kirkjur sem staðið hafa fyrir bingóspilum geta spurt sig sömu spurningar. Staðreyndin er sú að félagasamtök hérlendis og víðar hafa áratugum saman fjár- magnað starfsemi sína með ýmiss konar leikjum þar sem sá sem spil- ar fær að jafnaði minna til baka en hann leggur í pottinn. Ofangreind könnun Gallup veitir ágæta innsýn í spilahegðun landsmanna. Sam- kvæmt henni tapaði fólk mestu fé í leikjum á Netinu (1.730 krónum) og næstmestu í ýmsum einkaleikjum (1.706 krónum). Tap við spilun í Ís- lenskum getraunum/lengjunni var 947 krónur á mann, í bingói 880 krónur, í Lottói 455 krónur og í spilakössum 287 krónur. Þessar tölur benda til að lang- flestir sem spila í söfnunarkössum séu að gera það sér til gamans og séu að spila með lágar upphæðir. Þær segja okkur líka að spilafíklar séu hlutfallslega í meiri mæli að spila í bingói og getraunum og tapi þar hærri upphæðum. Bann leysir ekki vandann Hér á landi eru starfrækt happ- drætti sem beinlínis hvetja börn til að freista gæfunnar og nota dýrar auglýsingaherferðir í sjónvarpi og víðar til að örva spilun. Eigendur Íslandsspila hafa ekki farið þá leið, þótt eflaust væri hún vænleg til tekjuaukningar. Í staðinn höfum við lagt áherslu á að hvetja fólk til þess að spila sér til gamans og gert það sem í okkar valdi hefur staðið til að benda á úrræði fyrir spilafíkla. Við höfum líka ráðfært okkur við sérfræðinga í spilaáráttu. Þeir segja okkur að fólk sem haldið er spilaáráttu fái útrás fyrir hana á einhvern hátt – stundum í spila- kössum, stundum annars staðar. Verði söfnunarkassar Íslandsspila teknir úr umferð muni þeir sem í þeim spiluðu leita fyrir sér annars staðar. Verði kassarnir settir í lok- uð rými muni þeir sem nú spila í opnum rýmum leita þangað. Í þessu tilviki eins og öðrum er auðvelt að bregðast við vandanum með því að banna eina birtingarmynd hans. Í þessu tilviki eins og öðrum leysir það ekki vandann. Happdrætti og hjálparstarf Sigrún Árnadóttir skrifar um söfnunarkassa ’Verði söfn-unarkassar Ís- landsspila tekn- ir úr umferð munu þeir sem í þeim spiluðu leita fyrir sér annars staðar.‘ Sigrún Árnadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. VIÐ búum við öflugt heilbrigð- iskerfi, en því miður horfumst við í augu við mikinn vanda sem er rekstrarlegs og stjórn- unarlegs eðlis. Það hriktir í stoðum hins ríkisrekna kerfis og því eðlileg krafa að for- ræðið í heilbrigðiskerf- inu færist nær fólkinu og opinber rekstur fái samkeppni frá einka- aðilum. Gerðar hafa verið tilraunir með ný rekstrarform á Ak- ureyri og Hornafirði en þar hafa sveit- arfélögin annast rekst- ur heilbrigðismála og öldrunarmála með þjónustusamningum við ríkið síðan 1998. Annað gott dæmi er nýja heilsugæslan í Salahverfi í Kópavogi sem var boðin út og það tilboð sem var tek- ið var 130 milljónum króna eða 17% undir efri mörkum kostnaðarverðs. Þannig skilar sam- keppnin árangri og verður athygli vert að fylgjast með þessari merku nýjung. Í Hafnarfirði hefur Sjálfstæð- isflokkurinn markvisst haldið fram því sjónarmiði að færa þjónustuna nær fólkinu. Allar breytingar þurfa sinn aðlögunartíma og leita þarf eftir samstöðu. Við gerum því ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði áfram um sinn af fjárlögum ríkisins og það er ljóst að sveitarfélög taka ekki að sér forræði heilbrigðismála nema tekjustofnar verði tryggðir. Það væri eðlilegt fyrsta skref að koma á sameiginlegri stjórn fyrir heilbrigðisstofnanir bæjarins, Sól- vang, St. Jósefsspítala og heilsugæsl- una. Undanfarin 2 ár hafa verið miklar umræður í fjölskylduráði og í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar um heilbrigð- ismál. Hæst hefur borið brýna þörf fyrir stofnun nýrrar heilsugæslu- stöðvar og þó ekki síður um þörfina fyrir hagræðingu, samhæfingu og að- komu bæjarins að stjórnun heilbrigð- ismála í bænum. Við sjálfstæðismenn höfum stöðugt haldið því sjón- armiði fram að Hafn- arfjarðarbær eigi að móta skýra stefnu í heil- brigðismálum og hafa frumkvæði að því að hreyfa við breytingum í átt til framfara fremur en að bíða eftir tilskip- unum frá hinu mið- stýrða kerfi. Afturhald Samfylkingar Samfylkingin hefur hins vegar staðið gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar og í raun einungis tekið undir markmið sem heilbrigð- isráðherra hefur boðað að kanna kosti og áhuga á að flytja þjónustu heilsugæslunnar og öldrunarþjónustuna til sveitarfélag- anna. Birtar hafa verið greinar sem lýsa stefnuleysi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í heilbrigðismálum og enn er sama málefnaþurrðin á þeim bæ. Fulltrúar Samfylkingar kunna ekki önnur ráð en vera á móti og fella tillögur sem eru í framfaraátt í þess- um málaflokki. Tillaga okkar sjálf- stæðismanna um að koma á sameig- inlegri stjórnun á Sólvang, St. Jósefsspítala og heilsugæsluna og að samhæfa hana þjónustu á vegum bæjarfélagsins í málefnum aldraðra, fatlaðra og heimaþjónustu var felld í fjölskylduráði Hafnarfjarðar í síð- ustu viku. Það vekur sérstaka athygli að fulltrúar Samfylkingar vildu enga efnislega umræðu um hana og er það skýr vitnisburður um afturhaldssemi og í reynd ótrúlega skammsýni. Heilbrigðismál í Hafnarfirði Almar Grímsson skrifar um heilbrigðismál Almar Grímsson ’Það væri eðli-legt fyrsta skref að koma á sam- eiginlegri stjórn fyrir heilbrigð- isstofnanir bæj- arins…‘ Höfundur situr í fjölskylduráði Hafn- arfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16 Föt fyrir allar konur Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.