Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ummerki gamla tímanssegja ákveðna sögu, semvið viljum alls ekki falsa.Því felst galdurinn við það að gera upp gömul húsgögn helst í því að gera sem minnst. Við tökum því húsgagnið eins og það er, einbeitum okkur að því, sem verst er farið, en reynum að má út sem allra minnst,“ sagði Þórhallur Hólmgeirs- son í samtali við blaðamann þegar Daglegt líf fór í heimsókn í „vinnu- búðir“ Námsflokka Reykjavíkur á Grettisgötu 46 þar sem bæði karlar og konur vinna hörðum höndum að því að gæða nýju lífi gamla hluti, sem ekki hafa ratað á sorphaugana. Borð, stólar, skápar, speglar og klukkur í miðjum fegrunaraðgerð- um liggja hist og her um vinnusvæð- ið og Þórhallur tekur það skýrt fram að allir þessir hlutir eigi það sam- merkt að í þeim felist mikil verð- mæti. „Í dag er ekki gert ráð fyrir að hlutirnir endist nema í tíu til fimm- tán ár, en í gamla daga voru hús- gögnin handgerð, massíf og vel unn- in. Þá var ekki bara tjaldað til einnar nætur. Fólk kemur með húsgögn eða hluti að heiman á námskeiðið og oftar en ekki er um að ræða ýmsa persónulega muni, sem verið hafa í eigu forfeðra og fólk hefur ekki tímt að henda enda engin ástæða til,“ segir Þórhallur. Hver hlutur einstakur „Þegar kemur að sjálfum hús- gagnaviðgerðunum er rétt að gera sér grein fyrir því að hver hlutur er einstakur. Fyrsta skrefið er að kom- ast nokkurn veginn að aldri hlut- arins og hvaða stíltegund hann til- heyrir. Síðan þarf að leita eftir því hvernig húsgagnið hefur verið sett saman og yfirborðsmeðhöndlað, en mér finnst mikilvægt að halda sig við sömu efni og notuð voru í upphafi svo við séum ekkert að falsa söguna. Markmiðið er að gömlu hlutirnir fái að halda sínum karakter. Við erum því alls ekki að reyna að má allar rispur í burtu. Þá gætum við allt eins farið út í næstu húsgagnabúð og keypt okkur eitthvað nýtt. Við fikrum okkur áfram smátt og smátt. Byrjað er t.d. á því að hreinsa upp fitu og óhreinindi með stálull, sem bleytt hefur verið í rauðspritti. Pússað er aðeins niður á allra nauð- synlegustu stöðum til að halda í upp- runann og ef hlutur er farinn að jag- ast í sundur þarf að líma upp á nýtt. Við notum gjarnan „grautinn“ okkar góða sem við svo köllum, en það er perlulím, sem lagað er á staðnum og notað var í gamla daga. Perlur í föstu formi eru látnar liggja í köldu vatni í tvo tíma og þær svo bræddar  HÚSGAGNAVIÐGERÐIR|Uppruninn verður að fá að njóta sín Víða í geymslum leynast gömul húsgögn, sem fólk hef- ur ekki tímt að kasta, oft af því þeim tengjast góðar minningar. Jóhanna Ingvarsdóttir brá sér á námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur þar sem Þórhallur Hólmgeirsson kennir fólki að gera upp gamla hluti. Grautur á gömul húsgögn JÚ það fer ekkert á milli mála, legvatnið er farið að seytla þannig að ef þú ferð ekki sjálf af stað þá setjum við þig af stað eftir sólarhring. Guð minn góður, Guð minn góður! Ég var komin rúmlega 38 vikur á leið og stóra stundin runn- in upp: ég var að verða mamma, MAMMA! En bíðið nú aðeins hæg … var ég tilbúin? Myndi ég geta þetta? Ég meina, hvað veit ég um börn?! Þennan morgun hafði ég vaknað með einhvern skringilegan raka á milli fótanna, hafði ég migið undir eða hvað? Nei, þetta var svo lítið. Ég ákvað að fara nú ekki að hringja í allar áttir, þetta var örugglega ekki neitt. Ætl- aði ekki að verða þekkt fyrir að kalla „úlfur, úlfur“ í hvert sinn sem eitthvað væri. Ég dreif mig því bara fram úr, las Moggann, bókaði fund hjá bankastjór- anum og síðan hjá endurskoðandanum. Aðeins tíu dagar í áætlaðan fæðingardag og því um að gera að klára nokkra praktíska hluti fyrst. Um hádegi rak tengdó mig síðan beina leið upp á spítala í skoðun, „þetta gæti þýtt eitthvað“, sagði hún. Aldrei hélt ég nú að ég myndi vita það með sól- arhringsfyrirvara að allt væri að fara af stað. Þetta gerði hlutina bara enn skrýtnari, ég sem var samt löngu farin að bíða. Bíða? Hvernig datt mér í hug að fara að „bíða“, áður en ég áttaði mig á því hvort ég væri tilbúin? Ég hringdi í pabbann með frétt- irnar og sannfærði hann um að hann þyrfti ekki að koma heim úr vinnunni. Bara alls ekki! Ég vissi fyrir víst að ef hann yrði heima færi ég yfir um af stressi horfandi á hann arkandi um gólf. Pabbi þinn hringdi reyndar stöðugt þenn- an dag og samkjaftaði varla. Þannig heyrði ég hvernig spennan var að magnast upp í honum. Sjálf þurfti ég fyrst og fremst að hugsa um þetta allt saman. Var ég hrædd? Var ég spennt? Yrði þetta ekki örugglega allt í lagi? Yrðir þú ekki örugglega allt í lagi? Um kvöldmatarleytið fór ég í sturtu og talaði við bumbuna mína í síð- asta sinn. Fallega stóra bumban mín, ertu virkilega að fara? Ég hafði heyrt um konur sem sögðu að eftir barnsburð væri ekki laust við að þær söknuðu bumb- unnar sinnar svolítið. Söknuðu þess að geta ekki lengur strokið hana og fundið fyrir öllum þessum dásamlegu hreyfingum og tilfinningum sem henni fylgdu. Yrði ég þannig? Ég strauk bumbuna mína hlýlega og kvaddi hana í hljóði. Eftir sólarhring yrði ég orðin mamma.  DAGBÓK MÖMMU Stóra stundin að renna upp Meira á morgun LANDIÐ Húsavík | Húsvíkingar og nær- sveitamenn voru duglegir við kaup á flugeldum af Kiwanisklúbbnum Skjálfanda fyrir síðustu áramót og það gerði klúbbnum kleift að af- henda nokkra styrki til góðra mál- efna á dögunum. Það voru þeir Sig- urgeir Aðalgeirsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins, sem nú gegnir umdæmisstjórastöðu um- dæmisins Ísland Færeyjar hjá Kiw- aninshreyfingunni, og Skarphéðinn Olgeirsson, forseti Skjálfanda, sem afhentu styrkina. Þeir aðilar sem fengu styrki nú voru Björgunarsveitin Garðar sem fékk gjafabréf upp á 320.000 krón- ur sem ætlaðar eru til kaupa á slöngubát og tveim öryggishjálm- um með fullkomnum fjarskiptabún- aði til notkunar um borð í bátnum. Þórir Örn Gunnarsson, Guðbergur Ægisson og Guðmundur Flosi Arn- arson tóku við gjafabréfinu fyrir hönd björgunarsveitarinnar. Þá tóku þrjár ungar stúlkur, þær Aníta Rut Guðjónsdóttir, Erna Jóna Jakobsdóttir og Ína Valgerður Pét- ursdóttir f.h. æskulýðsstarfs Húsa- víkurkirkju við sjónvarpstæki, myndbandstæki og DVD spilara að verðmæti 65.000 króna. Að lokum tók svo Ómar Örn Jónsson, formað- ur Skotfélags Húsavíkur, við styrk upp á 75.000 krónur sem nota á til uppbyggingar á aðstöðu félagsins. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Styrkir afhentir: Fulltrúar gefenda og þiggjenda, fv. Sigurgeir Aðal- geirsson, Þórir Örn Gunnarsson, Aníta Rut Guðjónsdóttir, Guðbergur Ægisson, Erna Jóna Jakobsdóttir, Guðmundur Flosi Arnarson, Ína Val- gerður Pétursdóttir, Ómar Örn Jónsson og Skarphéðinn Olgeirsson. Skjálfandi styrkir góð málefni Grundarfjörður | Í grunnskólanum í Grundarfirði hefur verið unnið eftir eineltisáætlun Olweusar síðan haustið 2002. Skipuleg vinna hefur þennan tíma farið fram samkvæmt áætluninni með það að markmiði að útrýma einelti úr skólanum. Við upphaf þessarar vinnu var gerð könnun meðal nemenda sem sýndi að einelti var til staðar í skólanum. Í könnuninni sem gerð var í des- ember 2002 meðal nemenda í 4.–10. bekk kom fram að 15,7% nemenda töldu sig hafa orðið fyrir einelti af einhverjum toga. Í desember sl. var síðan aftur gerð könnun meðal nem- enda í 4.–10. bekk í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort árangur hefði náðst í þessu starfi og sýna niður- stöður þeirrar könnunar að starfið hefur skilað þeim árangri að 8,6% nemenda töldu sig hafa orðið fyrir einelti. Yfirskrift þemavikunnar og árshátíðar skólans að þessu sinni tengist þeirri vinnu sem fram hefur farið í skólanum við eineltisáætl- unina í þau tvö skólaár sem hún hef- ur staðið yfir. Þemadagarnir hófust á mánudegi og stóðu fram á fimmtu- dag en þá var sýndur afrakstur af vinnu nemenda þessa daga. Skólanum var skipt upp í þrjú stig: yngsta stig, miðstig og ung- lingastig en innan hvers stigs var síðan skipað í hópa. Hóparnir unnu að margvíslegum verkefnum á fyrir- fram ákveðnum svæðum á hverjum degi. Tengdust verkefnin yfirskrift þemavikunnar en að auki starfrækti 10. bekkurinn vinalegt útvarp þessa daga. Þegar kom fram á fimmtudag voru veggir skólans orðnir þaktir myndrænum verkefnum sem unnin voru úr pappír, ullarflóka, og öðrum efnum og einnig var sýnd stutt- mynd, en öll verkefnin tengdust hugtakinu vináttu. Á einum stað mátti sjá vinaþorp sem börn á mið- stigi höfðu reist úr efni sem dags daglega lendir í ruslatunnunni en skipaði nú veglegan sess í ein- hverjum vinabænum. Á fimmtudag hófst síðan árshá- tíðin í íþróttahúsi skólans fyrir fullu húsi. Þar sungu börn af yngsta stigi sérstakan vinasöng við texta eftir tvo af kennurum skólans, börn af miðstigi sýndu fimleika, og leiklist- arhópur af unglingastigi sýndi leik- ritið og innan um og saman við fluttu nemendur tónlistaratriði. Að árshá- tíð lokinni gafst fólki áfram tími til þess að ganga um skólann og skoða verk nemenda og tylla sér niður yfir kakóbolla og vöfflum. Í eyrum ómaði enn lokasöngurinn á árshátíðinni: Í Grundarfirði gaman er, þar geta allir unað sér. Já verum vinir, vináttan hún virkar á hvern mann. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fjölbreytni: Nemendur í 9. bekk sýndu samansaumaðar vísur. Vinátta á þema- dögum og árshátíð Ég er að gera upp sjötíu ára gamlan allsérstæðanborðskáp með skúffum í og lampa, sem trónir yfir borðinu. Einhvern tímann gæti þetta orðið hinn besti koníaksskápur,“ segir Finnbogi Ólafsson, sem starfar sem sölu- og viðgerðarmaður ljósritunarvéla hjá Pennanum. Þessi mubla var í eigu foreldra Finnboga ásamt tveimur stólum í stíl sem gerðir voru upp hjá fagmanni fyrir um þremur árum síðar. „Ég tímdi ekki að láta gera borðið upp líka enda var viðgerð stólanna mjög kostn- aðarsöm, en þar sem ég hef sjálfur haft mikinn áhuga á því að læra réttu handtökin við húsgagnaviðgerðir, ákvað ég að slá til og dreif mig með borðið góða á nám- skeið. Það er svo af nógu að taka heima. Ég á fullt af gömlum hlutum sem þarfnast andlitslyftingar. Þetta eru yfirleitt hlutir frá mínu æskuheimili sem ég hef ekki vilj- að henda,“ segir Finnbogi, sem einnig var með gamlan tréhátalara á vegg og gamalt skólaborð, sem hann seg- ist hafa fengið á góðum stað, meðferðis þetta kvöld.  BORÐ|Finnbogi Ólafsson Langar að læra réttu handtökin Morgunblaðið/Árni Sæberg Finnbogi: Á ýmsa hluti frá sínu æskuheimili sem hann langar að gera upp með tíð og tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.