Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ  BIRGIR Ari Hilmarsson var á laugardaginn kjörinn formaður Sigl- ingasambands Íslands á ársþingi þess. Hann tók við af Páli Hreins- syni sem gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Siglingasambandið er 30 ára um þessar mundir og af því til- efni voru Gísli Árni Eggertsson, Gunnlaugur Jónasson og Páll Hreinsson sæmdir gullmerki fyrir gott starf fyrir siglingaíþróttina.  UEFA, hefur ákveðið að skipta um dómara á síðari leik Bröndby og Barcelona í UEFA-keppninni. Áður hafði verið ákveðið að Hollendingur- inn Jan Wegereef dæmdi leikinn en sökum þess að þjálfari Barcelona er Hollendingur var ákveðið að láta Massimo Busacca frá Sviss dæma. FÓLK Um helgina fór franska meistara-mótið fram og þar bar Laurent Hernu sigur úr býtum. Hann hlaut samtals 5.893 stig, 23 stigum minna en Jón Arnar fékk á sjöþrautar- mótinu í Tallinn í Eistlandi á dög- unum. Þá fór pólska meistaramótið einnig fram um síðustu helgi og sig- urvegarinn í sjöþrautinni, Andrzejak Krzysztof, náði heldur ekki að skjóta Jóni Arnari ref fyrir rass því hann önglaði aðeins saman 5.815 stigum. Átta bestu fjölþrautarmenn heims fá boð um að keppa á HM. Í þeim hópi eru þeir fjórir sem voru efstir á heimslistanum í tugþraut 2003, Roman Sebrle, Tom Pappas, Bryan Clay og Dmitriy Karpov. Reyndar hefur heyrst að Kaprov ætli ekki að keppa í sjöþraut í vetur en staðfest- ing ekki borist á þeim orðrómi, en fari svo að hann eigi við rök að styðj- ast þá verður það vatn á myllu Jóns Arnars. Hin fjögur sætin á HM verða fyllt með þeim sem eru í efstu sætum í sjöþraut á þessu ári. Fyrir utan þá sem hafa þegar tryggt sér keppnisréttinn á HM eru það Erki Nool, Paul Terek, Tomas Dvorák og Jón Arnar. Jón Arnar hefur tekið þátt í fjór- um heimsmeistaramótum innanhúss og vann m.a. til silfurverðlauna á mótinu í Portúgal árið 2001. Þá setti hann Íslands- og Norðurlandamet sitt, 6.293 stig, á HM í Maebashi í Japan 1999 en það nægði honum þó aðeins til fimmta sætis í hörðustu sjöþrautarkeppni sögunnar, að margra mati. Vala reynir við HM lágmarkið á danska meistaramótinu Öruggt er að Þórey Edda Elís- dóttir, stangarstökkvari úr FH, verður með á HM að þessu sinni og verður þetta fjórða heimsmeistara- mótið innanhúss í röð þar sem hún verður á meðal keppenda. Vala Flosadóttir, stangarstökkv- ari úr Breiðabliki, hefur ennþá tíma til þess að ná lágmarkinu fyrir HM, þ.e. stökkva yfir 4,35 metra. Hennar síðasta tækifæri verður örugglega á Opna danska meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi en það verð- ur haldið í Malmö í Svíþjóð, þar sem aðstaða til keppni í frjálsíþróttum innanhúss er ekki upp á marga fiska í Danmörku. Jón Arnar enn inni á HM í Búdapest JÓN Arnar Magnússon er enn í sjötta sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í sjöþraut innanhúss og líkurnar á að hann keppi á HM innanhúss í Búdapest 5.–7. mars eru því góðar. Reiknað er með að upp úr næstu helgi liggi fyrir staðfesting á því hvort Jóni Arnari verður boðið til mótsins eða ekki. Morgunblaðið/Golli Talsverðar líkur eru á því að Jón Arnar Magnússon verði með á HM innanhúss í Búdapest í mars. KVENNALIÐ ÍBV í handknattleik verður í hattinum í dag þegar dreg- ið verður á Evrópumótunum í handknattleik í höfuðstöðvum evr- ópska handknattleikssambandsins í Austurríki. Íslandsmeistararnir eru komnir í 8-liða úrslit Áskorenda- keppninnar og væntanlegir mót- herjar verða frá Rúmeníu, Póllandi, Króatíu, Tyrklandi eða Þýskalandi en þrjú þýsk lið eru eftir. Fram kemur á heimasíðu ÍBV í gær að þátttaka Eyjaliðsins í keppninni hafi verið mjög kostn- aðarsöm og eftir leikina við franska liðið Le Havre sé tap ÍBV 1,5 millj- ónir króna.  Tvö Íslendingalið eru eftir í Meistaradeildinni, Ciudad Real, sem Ólafur Stefánsson leikur með, og Magdeburg, lið þeirra Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar, en dregið verður til undan- úrslitanna í dag. Auk Ciudad Real og Magdeburg Flensburg og Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu eftir í keppninni.  Guðjón Valur Sigurðsson og fé- lagar hans í þýska liðinu Essen eru í Evrópukeppni bikarhafa og mót- herjar þeirra verða spænsku liðin Valladolid eða Portland San Anton- io eða RK Gorenje frá Slóvakíu.  Ragnar Óskarsson er fulltrúi Ís- lendinga í Áskorendakeppninni en lið hans, Dunkerque frá Frakk- landi, getur mætt einhverju eft- irtalinna þriggja liða: Trieste frá Ítalíu, Muncipal frá Rúmeníu eða Skövde frá Svíþjóð. Tap ÍBV nemur hálfri annarri milljón króna KANADAMAÐURINN Mike Weir varði titil sinn á Nissan-PGA- mótinu í Los Angeles en Weir sigr- aði á Mastersmótinu á Augusta- vellinum á síðasta ári. Weir var með fimm högg á næsta mann er hann hóf leik á lokadeginum en náði aðeins að leika á pari, 71 höggi, á síðustu 18 holunum og var aðeins einu höggi betri en Shigeki Maruyama frá Japan sem lék á 67 höggum á loka- deginum. Weir lék á 17 höggum undir pari en Maruyama á 16 undir pari. Tiger Woods, sem er efstur á heimslistanum, var 14 höggum á eftir Weir er keppni hófst á fjórða keppnisdeginum en hann fékk átta fugla á lokadeginum, lék á 64 höggum og varð í sjöunda sæti en hann hóf daginn í 44. sæti. Stuart Appleby varð þriðji en hann endaði á 14 undir pari og John Daly virð- ist vera á ágætu róli þessa stundina því hann varð fjórði á 13 undir pari Þetta er í fyrsta sinn sem hinn lágvaxni, örvhenti kylfingur Mike Weir nær að verja titil á ferli sín- um en hann er þekktari fyrir að sækja á aðra keppendur á loka- degi. „Ég hef aldrei varið titil áður og núna get ég sagt að ég hafi unnið mót þar sem ég hafði náð góðu for- skoti. Ég reyndi að sækja á lokdeg- inum en á sama tíma vildi ég einig vera skynsamur,“ sagði Weir sem hefur ekki unnið mót frá því á Masters fyrir 10 mánuðum. Mike Weir varði PGA- titilinn í Los Angeles KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Kennaraháskóli: ÍS – Árm./Þróttur ....19.30 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót Efri deild kvenna: Egilshöll: Valur – KR.................................21 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍR - UMFN .............................................51:77 Stig ÍR: Eva Grétarsdóttir 14, Ragnhildur Guðmundsdóttir 12, Hefna Gunnarsdóttir 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sara Andr- ésdóttir 4, Málfríður Jörgensen 2, Kristín Þorgrímsdóttir 2, Bryndís Bragadóttir 2. Stig UMFN: Andrea Gaines 32, Sæunn Sæ- mundsdóttir 13, Auður Jónsdóttir 8, Eva Stefánsdóttir 8, Guðrún Karlsdóttir 7, Sig- urlaug Guðmundsdóttir 4, Dianna Jóns- dóttir 2, María Ásgeirsdóttir 2, Erla Guð- mundsdóttir 1.  Staðan í hálfleik var 37:21, Njarðvík í vil. Staðan: Keflavík 18 15 3 1470:1107 30 ÍS 18 12 6 1197:1042 24 KR 18 10 8 1200:1149 20 Grindavík 18 8 10 1135:1163 16 Njarðvík 18 7 11 1068:1239 14 ÍR 18 2 16 994:1364 4 PGA-MÓTARÖÐIN PGA-Nissan Open, par 71: Mike Weir, Kan ...............................267 (-17) 66-64-66-71 Shigeki Maruyama, Jap..................268 (-16) 64-66-71-67 Stuart Appleby, Ást ........................270 (-14) 70-64-70-66 John Daly, Ban ................................271 (-13) 68-64-72-67 Hank Kuehne, Ban ..........................271 (-13) 65-72-68-67 Kirk Triplett, Ban............................271 (-13) 66-67-72-68 Jay Williamson, Ban........................274 (-10) 69-69-72-64 Tiger Woods, Ban............................274 (-10) 72-69-72-64 ÚRSLIT NÆR allir sterkustu sundmenn landsins eru skráðir til leiks á sund- mót KR sem fram fer í Sundhöll Reykjavíkur um helgina en einnig mæta einnig til leiks þrír sænskir landsliðsmenn. Það eru Erik Dorsch, Linda Knitsson og Annika Hult. Knitsson er í öðru sæti á afrekaskrá Svíþjóðar í flugsundi, á best 2.12,34 mín., í 200 m flugsundi. Dorsch var valinn sundmaður Svíþjóðar árið 2002 í flokki 19 ára. Á laugardags- kvöldið fer fram einvígi í 50 m flug- sundi á milli átta bestu sundmann- anna . Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Örn Arnarson munu þar m.a. keppa við sænsku sundmennina. Sænskir sundmenn væntanlegir Á HEIMASÍÐU Körfuknattleiks- sambands Íslands, KKÍ, er greint frá því að kvennalið Keflavíkur hafi tryggt sér deildarmeistaratitilinn í áttunda sinn og annað árið í röð en liðið lagði KR um helgina á meðan ÍS tapaði gegn Grindavík. Að auki er ljóst hvaða lið verða í úrslitakeppni 1. deildar kvenna en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Keflavík, ÍS, KR og Grindavík leika í úrslitum og eins og staðan er í dag mætast Keflavík og Grindavík en ÍS leikur gegn KR. Deildarmeistaratitlar í 1. deild kvenna 1993–2004:  2004 Keflavík (8)  2003 Keflavík (7)  2002 ÍS (1)  2001 KR (3)  2000 KR (2)  1999 KR (1)  1998 Keflavík (6)  1997 Keflavík (5)  1996 Keflavík (4)  1995 Keflavík (3)  1994 Keflavík (2)  1993 Keflavík (1) Keflavík deildar- meistarar í áttunda sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.