Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 33 Fyrst hún er farin frænk- an mín kæra er sál hennar frjáls á ný. Við síðasta andvarp losn- aði úr læðingi lífsandinn hennar og lagði af staðinn í ljósið til fundar við þá sem sárast var saknað. Á grænni grundu get ég í anda fyrir mér séð allan systkinahópinn hlaupa og hoppa og kútveltast kátan í hvítum fimleikafötum eins og systkinin fyrrum á svarthvít- um myndum úr Seyðisfirðin- um kæra. Nú flögrar hún frjáls með fagnandi sálum um litfagrar lendur í ljóssins veröld líkt og fiðrildin fögru sem fara úr púpu og flögra við lækinn í blómstrandi hlíð. Far vel, Selma frænka, og færðu kveðju mína öllum þeim sem á undan fóru. Þorgerður Mattía. HINSTA KVEÐJAvaktina nær alla tuttugustu öldina og skilaði góðu dagsverki. Selma Ósk Kristiansen. Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang… orti Steinn Steinar, en þó er það svo að þegar góðir vinir deyja þá er eins og lífið hægi á sér eða jafnvel stöðvist eitt augnablik og þannig varð mér innanbrjósts þegar þær fréttir bárust okkur á Hringbrautina að hún Selma væri dáin, þó að þess hafi verið vænst um tíma. Selmu Kristiansen kynntist ég fyrir u.þ.b. 20 árum þegar ég kynntist konunni minni, sem er bróðurdóttir hennar. Ég vissi þá þegar að hún var Seyðfirðingur eins og ég og það var því, þrátt fyrir kynslóðabilið margfræga, með nokkurri tilhlökkun að ég hitti hana í fyrsta skipti hjá tengdamóður minni og ég varð auðvitað að rekja úr mér garnirnar með ætternið og fjölskylduna og uppfrá því vorum við vinir. Seyðisfjörður var henni alltaf mjög ofarlega í huga þegar við hitt- umst og með tímanum varð það þannig að það var eins og við hefð- um, þrátt fyrir 40 ára aldursmun, verið þar samtíða um árabil og höfðum við alltaf um margt að ræða og Selma hafði margs að spyrja þegar ég var að koma að austan úr heimsóknum. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, segir málshátturinn en því var ekki þannig farið hjá okkur Selmu þegar Seyðisfjörð bar á góma heldur vorum við alltaf sammála og sannfærð um fegurð fjarðarins og þess sem hann hefur uppá að bjóða, þrátt fyrir að hún væri þar alin upp á fyrri hluta síð- ustu aldar en ég á þeim síðari. Systkini Selmu voru fjögur, Klara, Gústaf, Baldur og Trúmann sem einn lifir systkini sín og voru þau öll alin upp heima á Seyðisfirði en fluttu síðan öll þaðan en foreldrar þeirra Jentoft og Mattía, sem bjuggu alla tíð að Austurvegi 5, eru jarðsett á Seyðisfirði. Við Selma drekkum ekki aftur saman sólarkaffi með fólkinu okkar í Seyðfirðingafélaginu hér í Reykja- vík en það er nú um stundir sem að sól skín aftur um fjörðinn allan eftir nokkurra mánaða fjarveru og það er víst að sól Selmu sem nú er hnig- in til viðar mun áfram skína í huga okkar sem í dag kveðjum hana og þökkum henni samfylgdina. Trúmanni bróður Selmu og fjöl- skyldunni allri sendi ég samúðar- kveðjur. Óttarr Magni. Hér dvaldi ég áður vetur einn í indælum góðvina hópi, það er sem einhver innri rödd ákaft á minningar hrópi. Þær líða gegnum minn hugarheim hægt eins og myndir á tjaldi, því er mér ljúft að þakka þeim sem þennan hóp saman valdi. (Jón Þórisson.) Nú á nýrri öld er enn vitnað til ársins 1939 vegna einstakrar veð- urblíðu. Það var fallegur haustdag- ur þegar við hittumst á Laugar- vatni í byrjun október til að hefja nám í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar. Bókstaflega sagt hvert úr sinni áttinni – úr öllum landshornum – nema enginn úr Reykjavík. Ekki vorum við að hugsa um það þá, né nýhafna heimsstyrjöld. Við vorum ódeig og eftirvæntingarfull – höfum senni- lega trúað því að landsbyggðarfólk stæði fyrir sínu og á sínu. Við vorum sex. Nú erum við þrjú eftir, Þorbjörg Þorhallsdóttir frá Húsavík lést 1992, Jón Þórisson frá Reykholti 2001 og nú í dag kveðjum við Selmu Kristiansen frá Seyðisfirði. Það er erindi þessara orða á blað að kveðja hana og þakka henni fyrir góð og gömul kynni. Við vorum svo heppin skólasystk- inin að með okkur tókst góð vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á þó samfundir væru strjálir. Selma var hæglát – það gustaði ekki beinlínis af henni – en þó glett- in og afar umgengnisgóð. Hún eign- aðist góðan mann Jón Jóhannesson myndmenntakennara frá Siglufirði. Þau áttu farsælan starfsferil sem fagkennarar, lengst af við sama skóla, Melaskólann í Reykjavík. Við hittumst nokkrum sinnum vegna útskriftarafmæla. Þegar fertugir íþróttakennarar hittust á Laugarvatni 1990 á ári trésins höfðum við með okkur 40 birkihríslur og gróðursettum við skólahúsið. Við grófum og settum niður og skólastjórinn Árni Guð- mundsson keyrði til okkar lífrænum áburði í hjólbörum. Það var ótrú- lega skemmtilegt. Veðrið var ynd- islegt og við nutum endurfunda og endurminninga frá skólaárinu. Þá vorum við öll, það voru góðar heimtur. Selma missti mann sinn fyrir mörgum árum og bjó síðan ein á heimili sínu lengst af við góða heilsu. Hún hefur sl. ár strítt við krabbamein og verið á sjúkrahús- um. Hún lést á líknardeild á Landa- koti 11. febrúar sl. Við biðjum Selmu blessunar á nýjum slóðum, þökkum vináttu hennar. Okkur þótti vænt um hana. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda. Anna Friðbjarnardóttir, Erla Ísleifsdóttir, Stefán Þorleifsson. Leiðir okkar Selmu og Jóns lágu fyrst saman eitt janúarkvöld árið 1972. Þau opnuðu heimili sitt fyrir gesti frá Noregi sem birtist skyndi- lega og dvaldi lengur en nokkurn hafði órað fyrir. Gestrisnin var mik- il, það var tekið á móti mér eins og gömlum ættingja og það var strax eins og við hefðum alltaf þekkst. Selma var forvitin um allt sem laut að Noregi, faðir hennar hafði komið til Íslands frá Noregi sem ungur maður og aldrei snúið aftur þangað en hún hafði engu að síður afar sterkar taugar til móðurlands míns. Selma var á þessum tíma hætt kennslu en sat og prjónaði lopa- peysur dægrin löng. Við settumst fjögur niður eins og lítil fjölskylda og borðuðum saman tvisvar á dag og þarna át ég meiri fisk en ég hafði nokkru sinni áður fengið, bæði soðinn og steiktan. Ekki var hægt að sýna mér Ís- land þarna um miðjan vetur svo Selma dró bara fram skugga- myndavélina og sýndi mér fjöldann allan af skyggnum frá Íslandi. Við- kvæðið hjá henni var stöðugt: „Mik- ið er þetta fallegt,“ og ég horfði og horfði og reyndi að sjá þá fegurð í landslaginu sem ég kom fyrst auga á síðar. Selma var mjög félagslynd og alltaf var fólk að koma, bræður hennar og vinir, og alltaf var verið að kynna mig fyrir nýju og nýju fólki. Ekki eru nú margir eftir af þessum gestum. Við fluttum í Mávahlíðina en áfram varð Tóm- asarhaginn miðstöð fjölskyldunnar og það breyttist ekki, sama hvort við bjuggum í Noregi eða Dan- mörku síðar meir, þar var alltaf fyrsti viðkomustaðurinn á Íslandi. Veröldin gekk sinn gang en það heimili breyttist ekki. Fyrstu alvöruferðina fórum við saman um Suðurland síðsumars 1973, Laugarvatn og Apavatn, og auðvitað var endað við veiðikofann við Brúará. Ég var ófrísk að Önnu Lindu en þegar bílnum var lagt var hlaðið á okkur öll pinklum og pok- um og svo var paufast af stað yfir mýrina. Aldrei hef ég verið jafn- lengi að fara jafnstutta leið og þá og kannski brosti ég ekki mikið á leiðinni en í áfangastað var ekki annað hægt en hafa gaman af þessu og þessi ferð er mér ógleymanleg. Vorið 1977 lærði Selma svæða- nudd í Kaupmannahöfn og þau Jón notuðu tækifærið til að heimsækja okkur í Þrándheimi. Gestir héldu sig yfirleitt í borginni og nágrenni en Selma vildi endilega skoða hér- aðið allt. Sumarið 1980 fluttum við svo aft- ur til Íslands og vitaskuld settumst við upp í Tómasarhaganum. Einu sinni sem oftar var Selma að nudda skjólstæðing þegar síminn hringdi. Jón var að tala við gesti svo sex ára barnið svaraði í símann og sagði þegar spurt var um Selmu: „Hun kan desværre ikke komme i telefo- nen, hun er på værelset og gnider en mand!“ Selma hló sínum dillandi hlátri en hún hafði gott lag á að sjá spaugilegu hliðarnar á því sem gerðist. Aldurinn færðist þó yfir og við vissum að nú voru kraftarnir teknir að þverra sumarið 2003 þegar við sátum hjá henni drykklanga stund án þess að hún segði skoðun sína á Framsóknarflokknum. Og svo komu veikindin og hún fór á sjúkrahús og síðan á líknardeildina á Landakoti þar sem hún kvaddi loks þennan heim södd lífdaga. Selma ferðaðist mikið alla ævi en nú er hún lögð upp í sitt hinsta ferðalag. Ég þakka henni rúmlega þriggja áratuga samfylgd. Minning- in lifir. Heidi. Fyrir rúmlega hálfri öld voru græn tún þar sem eystri hluti Tóm- asarhaga er nú. Við fjórmenning- arnir Selma, Jón Jóhannesson og við hjónin vorum einir af fyrstu frumbyggjendum, sem byggðu á þessu fallega svæði. Á þessum tíma var efnahagur al- mennings fremur þröngur. Það tók margan manninn alla starfsævina að eignast skuldlausa smá íbúð. Við fjögur vorum í hópi þeirra sem höfðu takmörkuð auraráð. Mögu- leikar á því að koma upp húsinu byggðist á því að við gætum unnið mest alla vinnuna sjálf og þetta var hægt vegna þess að Jón var lærður húsasmiður og Magnús hafði unnið smávegis við húsbyggingar. Þótt við Selma kynnum lítt til verka til að byrja með, þá kunnu karlarnir að nýta starfskrafta okkar. Við unnum eitt og annað er til féll, meðal ann- ars að naglhreinsa og hreinsa timb- ur og rétta nagla til að spara kaup á nöglum. Veður var einstaklega gott þetta sumar og í góðviðrinu stóðum við Selma við vinnuborð okkar glaðar og áhugasamur. Selma var dugleg og góður vinnufélagi. Unnið var alla daga vikunnar frá kl. 8.30 til kl. 8.30 og húsið var upp- komið og fokhelt á einu sumri. Þetta tímabil var gefandi og oft höf- um við sambýlisfólkið rifjað upp góðar og ánægjulegar stundir frá þessum tíma. Selma var traust manneskja, það mátti ávallt treysta því sem hún lofaði eða tók að sér. Hún var vinur vina sinna, fé- lagslynd og ættrækin. Seinustu árin átti hún við nokkra vanheilsu að stríða en bar sig ávallt vel og var dugleg að drífa sig áfram þótt heils- an væri farin að láta sig. Nú höfum við öll fjögur kvatt Tómasarhaga. Jón lést fyrir nokkr- um árum. Svo einkennilega vildi til að Selma dó sama dag og við flutt- um frá Tómasarhaga. Við þökkum Selmu fyrir hálfrar aldar samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Jónsdóttir, Magnús Jónsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JASONARSON bóndi, Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 14.00. Helgi Stefánsson, Elinborg Baldvinsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Tómas Búi Böðvarsson, Kristín Stefánsdóttir, Ólafur Einarsson, Unnur Stefánsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Hans Lind Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI SÆMUNDSSON ritstjóri, síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 26. febrúar kl. 15.00. Valný Bárðardóttir, Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir, Gísli M. Helgason, Gunnar H. Helgason, Sigrún Þórðardóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Anna B. Ólafsdóttir, Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUNNAR EIRÍKSSON, Suðurgötu 11, Keflavík, sem andaðist föstudaginn 20. febrúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. febrúar nk. og hefst athöfnin kl. 16.00. Ása Ásmundsdóttir, Rúnar Sigurðsson, Eiríkur Árni Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Margrét Agnarsdóttir, Þórhallur Garðarsson, Guðrún S. Sigurðardóttir, Ragnheiður Garðarsdóttir, Gísli A. Jónasson og barnabörn. Eiginmaður minn, BJARNI SÆMUNDSSON, dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík, lést laugardaginn 21. febrúar sl. Útför hans verður gerð frá Víkurkirkju laugar- daginn 28. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning dvalarheimilisins Hjallatúns í Búnaðarbankanum í Vík (kennitala 490589-1559, reikningur nr. 317-13-300407). Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Vilhjálmsdóttir. Faðir okkar, afi og langafi, HELGI KRISTINN HELGASON sjómaður, lést á Víðinesi, hjúkrunarheimili aldraðra, mánudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 27. febrúar kl. 13.30. Sveinbjörn Helgason, Aud M. B. Helgason, Guðmundur Helgason, Sólveig Bótólfsdóttir, Helga Helgadóttir, Bent Bjarnason, Sólveig S. Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Birna S. Helgadóttir, Bogi Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.