Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 29 l batn- því að þjón- Kvos- þróast ngólfs- Lauga- starnir muni ráð- glæða a aðila i hug- arend- slunar- artorgi ð mik- r var, ur höf- m.a. í nin er húsinu Lækj- grein- argerð hópsins að auk eðlilegra markmiða um arðsemi verkefn- isins sé það bjargföst trú hans að með verslunarmiðstöðinni sé langþráð líf í miðborg Reykjavík- ur að degi til tryggt til fram- búðar. „Á grundvelli viðamikillar reynslu sinnar og þekkingar og þeirrar viðskiptavildar sem hóp- urinn býr yfir, treystir hópurinn sér til þess að fá til samstarfs um þetta verkefni þá aðila í verslun og þjónustu hér á landi og erlend- is sem nauðsynlegt er til að fram- angreind markmið náist,“ segir einnig í greinargerðinni. Nýr bílakjallari Varðandi umferð setur hópur- inn fram þá hugmynd að efla þurfi almenningssamgöngur í tengslum við þá hugmynd að auk- ið líf færist í miðborgina að degi til. Huga þurfi að sérstökum al- menningsvögnum eða sporvögn- um í miðborginni og kanna þurfi byggingu bílastæðakjallara undir mannvirkjunum og að Lækjar- torgi. Hann myndi efla enn frekar líf í borginni að degi til auk þess að nýtast að kvöldi í tengslum við tónlistarhús og aðra starfsemi ráðstefnumiðstöðvarinnar. Undir lok greinargerðarinnar er lýst þeirri erlendu þróun að yf- irvöld borga hafi amast við bygg- ingu stórra verslunarmiðstöðva í úthverfum og reynt sé að færa verslun á nýjan leik nær gömlum miðbæjum borganna. „Sömuleiðis er eðlilegt að horfast í augu við þá staðreynd að verslun í mið- borginni hefur verið á stöðugu undanhaldi um afar langt skeið á sama tíma og kvöld- og nætur- starfsemi hefur þanist út með miður góðum afleiðingum. Þess- ari þróun verður ekki snúið við nema með róttækum hætti. Verslunar- og þjónustumiðstöð í takt við þá sem hér hefur verið nefnd er eins og áður segir veru- legur búhnykkur fyrir fyrirhug- aðan hótelrekstur og umtalsverð- ur aflvaki nýrrar verslunar og þjónustu og heilbrigðs lífs um alla miðborgina.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg töð sem tengist tónlistar- og ráðstefnuhúsi. tar- og ráðstefnuhúsið - og þjón- kjartorg joto@mbl.is an rg- ra. jón- ið nes . ið hefði í miðborginni síðustu áratugi. ér er um einstakt tækifæri að ræða sem mur aldrei aftur ef það verður ekki nýtt na.“ Pálmi sagði fyrstu viðbrögð yfirvalda hafa ið jákvæð og að boltinn væri núna hjá m. Hann taldi raunhæfan framkvæmda- a vera um þrjú ár enda væri gert ráð fyrir að vinna verkið í einum áfanga. Að öðru ti vildi hann ekki tjá sig um málið þar sem ð væri á viðkvæmu stigi. rðar Krist- stýrt indar yrir að að upp- ði þátt- n alls rlend í verk- meðal breska kið lu af m í B andaríski neytendafröm- uðurinn Ralph Nader tilkynnti á sunnudag að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningun- um í nóvember þótt forystumenn demókrata og margir fyrrverandi stuðningsmenn hans hefðu lagt fast að honum að bjóða sig ekki fram aft- ur. Margir þeirra telja að framboð Naders í forsetakosningunum fyrir fjórum árum hafi orðið til þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti komst til valda. Nader fékk þá aðeins 2,8% greiddra atkvæða en fylgi hans var nógu mikið til að framboð hans réð úr- slitum í nokkrum ríkjum, m.a. New Hampshire og Flórída, þar sem Bush sigraði Al Gore, forsetaefni demó- krata, mjög naumlega. Sigur í ein- hverjum þessara ríkja hefði orðið til þess að Al Gore næði kjöri. Nader fékk til að mynda 97.488 atkvæði í Flórída og munurinn á fylgi Bush og Gore var þar aðeins 537 atkvæði. Framboð Naders varð einnig til þess að demókratar gátu ekki einbeitt sér að baráttunni við Bush, einkum í norðvesturríkjunum. „Mikið áfall fyrir demókrata“ Engar líkur eru taldar á að Nader nái kjöri en forystumenn demókrata óttast að barátta hans fyrir umhverf- isvernd og herferð hans gegn auknum pólitískum áhrifum stórfyrirtækja verði til þess að kjósendur, sem ann- ars myndu kjósa forsetaefni demó- krata, greiði Nader atkvæði sitt. „Þetta er mikið áfall fyrir demó- krata,“ sagði Bill Richardson, ríkis- stjóri Nýju-Mexíkó og hugsanlegt varaforsetaefni demókrata. Gore sigraði Bush mjög naumlega í Nýju- Mexíkó, munurinn var aðeins sex hundruðustu úr prósenti, og Nader fékk þar 3,55% atkvæðanna. Terry McAuliffe, formaður lands- nefndar demókrataflokksins, kvaðst ítrekað hafa hvatt Nader til að bjóða sig ekki fram. „Þetta er mjög óheppi- legt,“ sagði McAuliffe í sjónvarpsvið- tali. „Mér þætti mjög leitt ef hans yrði meðal annars minnst fyrir að hafa leitt af sér sér átta ár undir stjórn George Bush.“ Nader bjóst við þessum viðbrögð- um, enda höfðu demókratar ráðið honum frá framboði í þrjú ár. Einn þeirra, John Pe- arce, fyrrverandi stuðningsmaður Gore, kom til að mynda upp sér- stöku vefsetri, RalphDontRun.net, til að hvetja Nader til að bjóða sig ekki fram aftur. Nader sagði að „frjálslynda mennt- astéttin“ stæði fyrir vefsetrinu. „Þetta er fyrirlitleg yfirlýs- ing gegn lýðræði, gegn frelsi og fleiri kostum fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði hann. Gæti fengið atkvæði margra stuðningsmanna Deans Nader gagnrýndi Bush harðlega og sagði að bandaríska höfuðborgin væri „hersetin af fyrirtækjasamsteypum“. „Landið stendur frammi fyrir fleiri vandamálum og meira óréttlæti en það á skilið. Það eru of mikil völd og auðæfi í of fáum höndum,“ sagði Na- der og lýsti Bush sem „risastóru fyr- irtæki í Hvíta húsinu sem þykist vera maður“. Jim Edmondson, formaður demó- krataflokksins í Oregon, sagði að demókratar gerðu sér grein fyrir því að herferð Naders gegn stórfyrir- tækjunum gæti orðið til þess að hann fengi atkvæði margra stuðnings- manna Howards Deans, sem dró framboð sitt í for- kosningum demó- krata til baka í vikunni sem leið. Edmondson sagði að flokkurinn hefði því skipu- lagt fundi með stuðningsmönn- um Deans í Ore- gon til að hvetja þá til að kjósa for- setaefni demó- krata. Gore sigraði Bush með minna en 0,5% mun í Oregon fyrir fjór- um árum og Na- der fékk þar rúm 5% atkvæðanna. Iðrast þess að hafa stutt Nader Kathleen Sullivan, formaður demó- krataflokksins í New Hampshire, sagði að demókratar hygðust leggja áherslu á að mikill munur væri á for- setaefni þeirra og Bush. „Fyrir fjór- um árum hamraði Ralph Nader á því að enginn munur væri á flokkum repúblikana og demókrata, en ég tel að síðustu fjögur árin hafi leitt í ljós að þeir eru algerar andstæður.“ The New York Times komst að þeirri niðurstöðu í forystugrein í gær að svo virtist sem demókrötum staf- aði ekki eins mikil hætta af framboði Naders og þeir teldu. „Hafi Nader ekkert lært af kosningunum árið 2000 þá hafa kjósendurnir örugglega gert það. Fólk kann að hafa kosið hann einu sinni í þeirri trú að mikilvægara væri að senda skilaboð en að velja næsta forseta. Við stórefumst um að þeim verði á sömu mistökin aftur.“ Nader hélt því fram fyrir fjórum árum að nánast enginn munur væri á stefnu stóru flokkanna tveggja og litlu máli skipti hvor þeirra væri við völd. Að sögn The New York Times segja nú margir fyrrverandi stuðn- ingsmenn Naders að Bush hafi fært landið lengra til hægri en þeir bjugg- ust við og þeir iðrist þess að hafa stutt Nader. Nokkrir demókratar sökuðu Na- der um „sjálfselsku og hégómagirnd“. „Enginn styður hann. Græningja- flokkurinn styður hann ekki. Vinir hans hvetja hann til að bjóða sig ekki fram. Þetta snýst allt um hann sjálf- an,“ sagði Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó. Um 25% atkvæða Naders komu frá repúblikönum Nokkrir forystumanna repúblik- ana fögnuðu framboði Naders en hann spáði því sjálfur að hann myndi ekki aðeins fá atkvæði demókrata heldur einnig frjálslyndra repúblik- ana sem væru óánægðir með stefnu Bush í fjármálum. Samkvæmt skoð- anakönnun, sem gerð var fyrir utan kjörstaði í kosningunum fyrir fjórum árum, komu 25% atkvæða Naders frá repúblikönum, 38% frá demókrötum og afgangurinn frá kjósendum sem annars hefðu ekki greitt atkvæði, að því er fram kemur á vefsetri hans, voteNader.org. Ólíkt kosningunum fyrir fjórum ár- um útilokar Nader nú ekki að hann dragi framboð sitt til baka skömmu fyrir kjördag bendi skoðanakannanir til að framboðið verði til þess að Bush sigri naumlega. Nader gerði það sem demókratar óttuðust Margir demókratar óttast að framboð Ralphs Naders verði til þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti verði endurkjörinn í nóvember en aðrir spá því að framboð hans hafi minni áhrif en fyrir fjórum árum. Los Angeles Times, The Washington Post. ’ Fyrir fjórumárum hamraði Nader á því að eng- inn munur væri á flokkum repúblik- ana og demókrata en ég tel að síðustu fjögur árin hafi leitt í ljós að þeir eru algerar and- stæður. ‘ RÁÐAMENN stóru flokkanna tveggja líta á hann sem vandræða- barn, þótt hann verði sjötugur eftir fáeina daga. En neytendafrömuður- inn og umhverfisverndarsinninn Ralph Nader kærir sig kollóttan. Hann er vanur illu umtali og eins og sönnum krossfara í eilífum slag við „Kerfið“ sæmir lætur hann fátt hræða sig. Nader er sonur innflytjenda frá Líbanon, hann fæddist í smábæ í Connecticut 1934 og lauk námi í lög- fræði við Princeton og Harvard. Hann segist hafa lært í foreldra- húsum að þátttaka í þjóðfélagsmálum sé borgaraleg skylda og hefur svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja. Árið 1963 fékk hann vinnu í Wash- ington hjá þáverandi aðstoð- aratvinnumálaráðherra í stjórn demókrata, Daniel Patrick Moynih- an, einnig ritaði hann greinar fyrir blöð og tímarit og var ráðgjafi þing- nefndar um öryggi bíla. Árið 1965 varð Nader frægur um landið allt fyrir bók sína, Unsafe at Any Speed. Þar lýsti hann því hvern- ig öryggismál væru hunsuð við hönn- un bíla, einkum hjá stærstu verk- smiðjunum, General Motors. Slysin væru oftar ábyrgðarlausum framleið- endum að kenna en neytendum. Ráðamenn stórfyrirtækja gerðu í fyrstu lítið úr hættunni af þessum andróðri, einn þeirra líkti áhuga fólks á öryggi bíla við tískufyrirbæri sem yrði öllum gleymt eftir nokkra mán- uði. Sigurinn á Golíat En Nader tókst að vekja athygli á máli sem fangaði hug almennings og bókin varð metsölurit þegar framleið- endur reyndu að þagga niður í hon- um. General Motors reyndi með ýms- um hætti að sverta ímynd „Heilaga Ralphs“ en svo fór að fyrirtækið varð að biðja hann afsökunar og greiða honum bætur fyrir persónunjósnir. Nader sannfærðist um að einn maður gæti haft sigur ef hann væri nógu ein- beittur og jafnvel þótt andstæðing- urinn væri eitt stærsta fyrirtæki heims. Davíð gat sigrað Golíat. Svo fór að röksemdir hans fyrir bílbeltum og öryggisgleri í bílrúðum sigruðu, stúdentar og ákafir hugsjónamenn flykktust undir merki Naders sem var um 1970 orðinn einn af þekktustu mönnum í bandarísku þjóðlífi. En stundum þótti hann fara offari eins og þegar hann líkti andstæðingum bíl- belta við „skriðkvikindi“. Árið 1971 stofnaði Nader samtökin Public Citizen sem voru regnhlíf- arsamtök fyrir marga hópa er börð- ust fyrir málum á borð við umhverf- isvernd, gegn óhollustuefnum í matvælum, fyrir bættum aðbúnaði aldraðra og vöktu athygli á spillingu í stjórnmálalífi og hjá stórfyr- irtækjum. Félagar í Public Citizen eru nú um 150.000 en sjálfur dró Na- der sig í hlé 1980 til að helga sig bar- áttu fyrir borgaralegum réttindum og gegn alþjóðlegum fyrirtækja- samsteypum. Andstæðingar hnatt- væðingar og aukins frelsis í við- skiptum leita oft í smiðju til Naders. Baráttumál hans eru yfirleitt af svip- uðum toga og hjá umhverfissinnuðum vinstriflokkum í Vestur-Evrópu, hann vill til dæmis auka skattbyrði fyrirtækja en létta hana á fólki með meðaltekjur og lægri. Sjálfur segir hann að markmið sitt sé ekki að valda Demókrataflokknum tjóni heldur vilji hann bjarga flokknum úr ógöngum, veita honum nauðsynlegt aðhald frá vinstri. Hann mun hafa misst út úr sér árið 2000 að ekki væri endilega slæmt að Bush sigraði vegna þess að slík niðurstaða myndi efla baráttuhug róttækra afla meðal demókrata. Fólk sem starfað hefur með honum segir að þrjóska Naders sé tak- markalaus, bíti hann eitthvað í sig geti ekkert haggað honum. Hann er vinnusamur með afbrigðum og hefur stálminni. Hann fullyrðir að hann þiggi einungis laun sem dugi fyrir nauðþurftum sem varla eru miklar: Nader býr í fjölbýlishúsi í Wash- ington, deilir þar salerni með öðrum íbúum, á ekki bíl og lifir að eigin sögn lífi sem helst minnir á meinlætamann. Meinlætamaður út á við Andstæðingar hans, sumir þeirra fyrrverandi samstarfsmenn, eru þó á því að hann eigi sér annað líf á bak við tjöldin, eigi glæsihús á nafni annarra og benda á að hann neiti stöðugt að opinbera skattaskýrslur sínar. Tekj- urnar hljóti að vera miklar vegna þess að hann er eftirsóttur fyrirlesari, einnig er hann sagður hafa hagnast á verðbréfabraski. Hann er sakaður um að vera eiginhagsmunaseggur sem skeyti í reynd ekkert um aðra en sjálfan sig, notfæri sér málstaðinn til að hefja sjálfan sig á stall. Gert er gys að hræðslu hans við sýkla og Nader sagður vera ímyndunarveikur. En harður kjarni aðdáenda heldur tryggð við sinn mann, hvað sem líður málefnalegri gagnrýni og söguburði. Í þeirra augum er hann enn hinn flekklausi riddari almennings. Sjötugt vandræðabarn í slaginn Reuters Ralph Nader á blaðamannafundi sem hann hélt í Washington í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.