Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar hugmyndir um skipulag í miðborginni A T H Y G L I Um þessar mundir stendur yfir skipulagsvinna í miðborg Reykjavíkur. Af því tilefni er boðað til opins fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, kl. 17:00, þar sem hugmyndir verða kynntar og borgarbúum gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Meginviðfangsefni skipulagshugmyndanna er að móta heildarsýn fyrir aukna byggð nyrst í Kvosinni í framhaldi af samkeppni sem fram fór um skipulag lóðar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels á Austur- bakka. Tillögunni er ætlað að tengja saman núverandi miðborgarbyggð og gömlu höfnina. Á fundinum mun ráðgjafi kynna hugmyndirnar. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og talsmaður Austurhafnar TR (sem undirbýr byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss) hafa framsögu og sitja fyrir svörum ásamt talsmönnum Reykjavíkurhafnar og Vegagerðarinnar. Áætluð fundarlok eru kl. 19:00. Borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur G ömul miðborg, höfn í fullri notkun og tónlist- ar- og ráðstefnuhús – sem verður nýtt kenni- leiti borgarinnar, verða þrír hornsteinar nýrra hugmynda að uppbyggingu á Austurbakka Reykja- víkurhafnar. Hugmyndirnar, sem kynntar voru á sérstökum kynningarfundi Skipu- lags- og byggingasviðs í gær, gera ráð fyrir allt að sjötíu og átta þúsund fermetra uppbyggingu í áföngum í miðborg Reykjavíkur, nyrst í Kvos- inni og á Miðbakka. Meginviðfangs- efni skipulagshugmyndanna er að móta heildarsýn fyrir aukna byggð nyrst í Kvosinni í framhaldi af sam- keppni sem fram fór um skipulag lóð- ar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels á Austurbakka. Hugmynd- irnar tengjast síðan hugmyndum um nýja og þéttari byggð á hafnarsvæð- inu við Mýrargötu, sem einnig eru á umræðu- og þróunarstigi. Í inngangi sínum lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipu- lags- og byggingarnefndar, áherslu á að hugmyndirnar væru á vinnslustigi og að þær yrðu kynntar borgarbúum á fundi í Ráðhúsinu á morgun. Eftir það væri framundan langt ferli við mótun deiliskipulags. Margrét Harðardóttir, arkitekt hjá Studio Granda, kynnti hugmyndir samráðsnefndar um skipulag svæð- isins, sem enn eiga eftir að mótast mjög. Sagði hún eitt af markmiðum hugmyndanna að endurvekja tengsl Kvosarinnar við hafið og að byggðin lægi út á höfnina, enda væri mik- ilvægt að nýta þá möguleika sem um- hverfi hafnarinnar felur í sér. Ný byggð við Mýrargötu myndi einnig hafa mikil áhrif á þróun svæðisins. Margrét sagði brýnt að huga að mörgu við skipulagningu byggð- arinnar, svo sem veðurskilyrðum, út- sýni, sólaráttum, almennings- samgöngum og þá skiptu félags- og sögulegir þættir einnig máli. Hún lagði ennfremur á það ríka áherslu að byggingamunstur svæðisins yrði í takt við það byggingamunstur sem fyrir er í miðbænum, því mikilvægt væri að varðveita heildarsvip mið- borgarinnar og endurheimta þann miðbæjarsvip sem hefur að vissu leyti glatast á undanförnum áratugum. Þannig væri gert ráð fyrir að nýja byggðin yrði ekki meira en 5 hæðir, til samræmis við eldri byggð. Geirsgatan leidd yfir gangandi Arkitektar báru saman sex mögu- legar útfærslur af gatnakerfi svæð- isins í hugmyndavinnunni. Þannig var skoðaður sá möguleiki að setja Geirsgötuna í stokk og einnig að skipta henni í tvær einstefnugötur. Ákveðið var að áfram yrði gert ráð fyrir Geirsgötunni ofanjarðar. Sagði Steinunn Valdís, að kostnaður við að beina umferð í neðanjarðarstokk við Geirsgötu væri um 3,5 milljarðar, en kostnaðurinn við samgöngu- framkvæmdirnar sem gert væri ráð fyrir í núverandi hugmynd, væri um hálfur milljarður. Þá væri bæði um ræða um gatnagerð vegna umferðar og gönguleiða um svæðið. Gert er ráð fyrir því að Geirsgatan hækki eilítið, en gangandi umferð verði leidd undir hana eftir gönguleið frá Lækjartorgi að tónlistarhúsinu, meðfram verslunar og þjónustu- rýmum. Þessi gönguleið verður enn- fremur þungamiðja skipulagsins. Gert er ráð fyrir að flest bílastæði verði staðsett neðanjarðar, en þau verða um 1600 talsins, ef allir kostir í stöðunni verða nýttir. Gert er ráð fyr- ir um 500 stæðum ofanjarðar. Ekki stendur til að rífa byggingar vegna framkvæmdanna, utan þess, að gamla Zimsen-húsið við Hafn- arstræti, verður annaðhvort rifið eða flutt á nýjan stað auk þess sem vangaveltur eru uppi um framtíð hússins við Lækjartorg, þar sem þörf er á sterkari byggingu til að afmarka torgið. Þá gæti raunin orðið sú að húsinu verði mikið breytt eða það jafnvel rifið, en húsið hefur lengi ver- ið umdeildur hluti miðbæjarins. Einnig var lögð á það áhersla að ekki yrði lengur endastöð við Lækjartorg og þörf fyrir umferðarrými fyrir strætisvagna minnkaði þess vegna. Það byði upp á nýja möguleika í þró- un og mögulega einföldun gatnakerf- is miðborgarinnar. Hótelbygging samfara tónlistarhúsi Gert er ráð fyrir því að í nýju byggðinni á hafnarsvæðinu verði áhersla lögð á verslun og þjónustu, sérstaklega nær Geirsgötunni, þar sem umferðarhávaði gefur ekki svig- rúm til íbúðarhúsnæðis, en þegar fjær dregur Geirsgötunni opnast möguleikar fyrir fjölda íbúða á efri hæðum húsanna. Ekkert hefur enn verið ákveðið um hvers konar versl- unarrekstur mun verða á svæðinu, en fram kom í máli Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa að hugsanlegt væri að þar yrðu bókabúðir, kaffihús og annar rekstur sem styður við mið- bæjarlífið. Markaðurinn muni vissu- lega að nokkru leyti stýra því hvers konar verslun verði á svæðinu. Þá er gert ráð fyrir nýju hóteli við tónlistar- og ráðstefnuhúsið og sagði Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, að enn væri ekki búið að ganga frá ákvörðun um byggingu þess, en nokkrir fjárfestar hefðu sýnt áhuga á að reisa hótel á þessu svæði. Einnig voru kynntar hugmyndir að fjögur hundruð metra viðlegukanti gegnt Skúlagötu sem gerði skemmti- ferðaskipum kleift að leggjast að ná- lægt miðbænum. Nú legðust öll stærriskemmtiferðaskip í Sundahöfn. Mikilvægt væri að bæta aðgengi ferðamanna að miðbænum. Ekki er enn ljóst hversu langan tíma uppbyggingin mun taka, en bent var á að ekki væri óeðlilegt að hún tæki 10–20 ár, þó þar spilaði taktur fjárfesta stórt hlutverk. Steinunn Valdís tók fram að mikill áhugi væri meðal fjárfesta á þróun og uppbygg- ingu á svæðinu. Einnig kom fram að tilbúið deiliskipulag væri grundvall- arforsenda þess að framkvæmdir við tónlistarhús hæfust árið 2006. Borgaryfirvöld kynna nýjar hugmyndir að skipulagi á Austurbakka Reykjavíkurhafnar Byggt í takt við ríkjandi byggðarmunstur Tvöföldun miðbæjarbyggðar: Um er að ræða gríðarlegar framkvæmdir, allt að 78.000 fermetra af byggingum. Morgunblaðið/Sverrir Margrét Harðardóttir lýsti hugmyndunum um uppbyggingu Norðurenda Kvosar og Austurbakka og lagði áherslu á að þær væru enn á þróunarstigi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.