Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 35 ✝ Garðar Berg-mann Benedikts- son fæddist á Akra- nesi 27. júlí 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Garðars voru Benedikt Tóm- asson, skipstjóri í Skuld á Akranesi, f. á Bjargi á Akranesi 24.4. 1876, d. 10.1. 1961 og kona hans Guðrún Sveinsdóttir, húsmóðir í Skuld, f. 11.10. 1885, d. 28.11. 1960. Benedikt var sonur Tómasar Erlendssonar, bónda að Bjargi á Akranesi, og konu hans, Kristrún- ar Hallgrímsdóttur. Guðrún var dóttir Sveins bónda í Kaplaskjóli í Reykjavík, Guðmundssonar Berg- mann, bónda að Efri-Þverá í Vest- urhópi, Skúlasonar, og konu hans Guðrúnar Ásmundsdóttur, Guð- mundssonar, bónda í Hlíðarhúsum í Reykjavík. Systkini Garðars voru einn son. Börn Garðars og Ástu eru: 1) Drífa sundlaugarvörður á Akranesi, f. 9.1. 1949, gift Jóhann- esi Eyleifssyni útgerðarmanni, þau eiga tvær dætur og tvo syni. 2) Skúli Bergmann viðskiptafræðing- ur, f. 12.8. 1951, kvæntur Lilju Kristófersdóttur skólaritara, eiga þau eina dóttur auk þess sem Lilja átti áður son og dóttur. 3) Halldóra Jóna, stuðningskennari á Akra- nesi, f. 30.12. 1953, gift Gunnlaugi Sölvasyni sundlaugarverði, þau eiga fjóra syni. 4) Guðrún bókari, f. 29.6. 1956, gift Karli Erni Karls- syni bókagerðarmanni, þau eiga eina dóttur og einn son. Barna- barnabörn Garðars eru orðin ell- efu. Garðar fæddist á Akranesi og bjó þar alla sína tíð. Hann byrjaði sextán ára á síld og stundaði sjó- mennsku til ársins 1942, er hann starfaði í landi um nokkur ára skeið, við trésmíðar, múrverk og fleira. Hann stundaði síðan sjó- mennsku á árunum 1947–1953 á síldarbátum á sumrum og við beitningu o.fl. á veturna. Þegar bygging Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hófst réðst hann til starfa þar og vann þar í yfir 30 ár og lauk starfsaldri sínum sem afgreiðslu- maður Sementsverksmiðjunnar. Útför Garðars Bergmanns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tólf talsins, þrjár syst- ur dóu í frumbernsku, Sveinbjörg Guðbjörg, María og Súsanna María, önnur systkini í aldursröð voru Karl Eðvarð, Guðmundur Júlíus, Valtýr Berg- mann, Olga Guðrún, Hákon Bergmann, Skúli Bergmann, Lilja, Sveinn Bergmann og Gunnhildur. Eftirlif- andi systur Garðars eru Gunnhildur sem býr á Akranesi og Lilja sem býr í Reykja- vík. Garðar kvæntist 17. febrúar 1945, Ástu Guðjónsdóttur húsmóð- ur, f. 10. feb. 1927, dóttur Guðjóns Jónssonar, bónda í Vogatungu í Leirársveit, og Halldóru Böðvars- dóttur húsfreyju. Uppeldissonur Garðars var Benedikt Rúnar Hjálmarsson, f. 31.1. 1946, d. 7.3. 1991, kvæntur Friðgerði Bjarna- dóttur og eiga þau tvær dætur og Það er komið að kveðjustund, elsku pabbi. Þú kvaddir þetta líf hægt og hljótt og án átaka eins og þú lifðir því. Þú gekkst til allra verka með still- ingu og af öryggi og skilaðir þeim jafnan fljótt og vel. Nú þegar þú ert farinn er margs að minnast. Við systkinin áttum góða æsku með þér og mömmu. Þótt þú ynnir mikið eins og flestir heimilisfeð- ur gerðu í þá daga, þá nýttir þú frí- tíma þinn vel og varst eins mikið með okkur og þú gast. Það var svo frá- bært, að þér þótti svo margt skemmtilegt, sem okkur þótti skemmtilegt líka. Þú varst mikið náttúrubarn og nut- um við góðs af því. Þú elskaðir tjaldú- tilegur og ekki er ýkja langt síðan þú hættir að sofa í tjaldi og eftirlést einu barnabarninu útilegugræjurnar. Þú varst ótrúlega flinkur á skaut- um, kunnir að bakka og allt og við horfðum á þig með aðdáun og reynd- um að herma eftir. Þær vour ófáar skautaferðirnar í „ Krúsina „ með nesti og tilheyrandi. Ekki má gleyma sveitaferðunum um Borgarfjörðinn og víðar. Þar vor- uð þið mamma í essinu ykkar, þekkt- uð nöfnin á flestum kennileitum, bæj- um, ám , fjöllum og dölum og oft fylgdu sögur um staðina í kaupbæti. Svo fengum við líka að fara með þér á sjóinn á grásleppubátnum og kynn- ast sjónum og handtökunum þar. Á vorin og á haustin var það kart- öflugarðurinn. Þótt okkur þætti það oft þreytandi og leiðinlegt, reynduð þið mamma að brydda upp á ýmsu skemmtilegu til að gera það bærilegt. Á kvöldin spiluðum við oft og þú, mamma og amma Dóra kennduð okk- ur ótal spil og kapla. Við elskuðum að spila við ykkur, þótt við lærðum ekki öll að spila brids, sem var þitt uppá- hald. Þau voru ófá kvöldin sem við fylgdumst með þér og bræðrum mömmu við spilaborðið. Einnig spil- aðir þú með vinnufélögunum og kepptir fyrir hönd Sementsverk- smiðjunnar. Þegar við krakkarnir vorum orðin nokkuð stálpuð og það hægðist um í barnauppeldinu hjá ykkur, stofnuðuð þið ásamt nokkrum vinahjónum ferðaklúbb, sem þið kölluðuð „Hringsjá“. Þar fékkst þú aldeilis út- rás fyrir útileguástríðuna. Þið ferðuð- ust saman í rútu um landið, fóruð venjulega í eina góða ferð á ári og hittust svo reglulega þess á milli. Þannig kynntust þið stórum hluta landsins og gátuð miðlað til okkar. Svo má ekki gleyma fótboltanum, en þú varst einlægur fótboltaunnandi eins og við hin og reyndar Skuld- arættin öll. Þú fórst oft með okkur á völlinn, bæði hér á Skaganum og í Reykjavík. Áhuginn minnkaði ekki þegar Rúnar bróðir og síðan Ásta, Arnar, Bjarki, Ívar, Styrmir, Garðar og Rúnar Bergmann fóru að spila með ÍA og í enska boltanum var Man. Utd. í uppáhaldi. Elsku pabbi, þú varst alltaf til stað- ar, kenndir okkur og verndaðir á þinn hljóðláta hátt. Þú varst alltaf jákvæð- ur og hvetjandi og studdir okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú fylgdist með og réttir hjálparhönd. Þegar barnabörnin og síðar barna- barnabörnin litu dagsins ljós eitt af öðru, urðu þau þitt yndi og þú varst félagi þeirra í blíðu og stríðu. Þið mamma gerðuð allt til að fjölskyldan væri sterk og samheldin og kennduð okkur hvað við getum verið sterk saman. Við hittumst oft og voru þær samverustundir okkur og fjölskyld- um okkar ómissandi. Það voru engin jól nema við hittumst öll á jóladag á Stekkjarholtinu. Allir afmælisdagar í fjölskyldunni voru tilefni veisluhalda og valdir þú þínum veislum yfirleitt stað úti í náttúrinni, uppi í Akrafjalli eða í sumarbústöðum vítt og breytt um landið. Elsku pabbi. Að leiðarlokum viljum við þakka þér hvað þú varst okkur góður faðir og vinur og börnum okkar og barnabörnum góður afi. Við sjáum það enn skýrar nú, þegar við á þessari kveðjustund rifjum upp liðna tíð, hvað þú gerðir litlar kröfur fyrir sjálfan þig en vildir allt fyrir okkur gera. Fjöl- skyldan var þér allt og hamingja hennar var gleði þín og laun. Nú þegar þú hefur kvatt okkur í bili og hitt Rúnar bróður og fólkið þitt, biðjum við góðan Guð að styrkja mömmu og okkur öll í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Með virðingu og þökk, Drífa, Skúli, Halldóra og Guðrún. Elsku Garðar. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að þú tókst á móti mér og börnunum mínum, opnum örmum, þegar við Skúli fórum að rugla saman reitum okkar. Betri afa gátu þau ekki fengið. Það er mikið lán að fá að tilheyra fjöl- skyldu þinni því jafn traust fjöl- skyldubönd eru ekki á hverju strái. Þú varst mikill fjölskyldumaður og áttir svo sannarlega þinn þátt í því hversu mikil samheldnin er, ásamt henni Ástu þinni. Þú áttir létta lund og einstaklega þægilega nærveru sem auðgaði líf okkar. Með virðingu og þakklæti. Lilja Elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu hjartans þökk fyrir allt, þinn Rúnar Bergmann Elsku afi minn. Að hugsa sér að fá aldrei að sjá þig meir. Að fá aldrei aftur að faðma þig og tala við þig. Það á eftir að verða mér óbærilega erfitt. Þú skildir eftir margar skemmti- legar og góðar minningar í hjörtum okkar allra, ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín. Seinustu dagar hafa verið mér erfiðir. Þín á ávallt eftir að verða minnst sem brosmilds, skemmtilegs og góðs manns og ekki má gleyma hversu góður afi þú varst. Ég bið til þín á hverju kvöldi og vona að þú heyrir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Edit Elsku afi. Það er sárt að þurfa að kveðja. Við vissum að einhvern tímann kæmi að kveðjustund en okkur fannst samt eins og þú yrðir alltaf hjá okkur. Þú varst einstaklega hlýr og góður við okkur barnabörnin. Alltaf svo já- kvæður og alltaf svo glettinn. Þú og amma áttuð saman sextíu ár og náðuð að skapa einstakt heimili og ótrúlega samheldna fjölskyldu. Það var alltaf hægt að koma við á „Stekkjó“ og láta sér líða vel, svo gjörsamlega laust við að maður væri í heimsókn, „Stekkjó“ var einfaldlega okkar annað heimili. Oftar en ekki sast þú við eldhúsborðið, gluggaðir í blöðin eða lagðir kapal. Það er skrítið að koma þangað núna og þú ert ekki þar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við eigum margar góðar minningar sem við munum varðveita í hjörtum okkar. Takk fyrir samveruna elsku afi. Garðar, Eyleifur, Linda og Lovísa. Afi Garðar er fallinn frá á sínu 85. aldursári. Það er erfitt til þess að hugsa að afi verði ekki til staðar næst þegar við förum á Stekkjó, eins og heimili afa og ömmu er gjarnan kall- að. Okkur systkinunum þótti alltaf gott að koma á Stekkjó til afa og ömmu. Þau tóku ætíð vel á móti okkur með sinni einstöku hógværð og hlýju og sinntu okkur barnabörnunum vel. Það var alltaf svo notalegt að sitja í stofunni og spjalla um allt og ekkert, spyrja frétta af fólkinu og segja frétt- ir af sér og sínum. Afi var duglegur að fylgjast með okkur og honum þótti gaman að heyra hvað við værum að gera og hvernig gengi. Hann var nægjusamur og lét veraldlegan mun- að lönd og leið. Það skipti hann mestu máli að fjölskyldu hans liði vel. Okkur leið alltaf vel eftir heimsókn til ömmu og afa og maður hugsaði oft hvað maður væri heppinn að eiga þau að. Þegar við vorum börn var alltaf svo gaman þegar afi heilsaði manni. Þá hristi hann gjarnan höndina svo vel að maður lék allur á reiðiskjálfi og fannst það alltaf jafngaman. Þessu hélt hann áfram við okkar börn síðustu ár þótt hann væri farinn að þreytast og sjón og heyrn farið að hraka. Hann var barngóður og skemmtilegur afi. Þeg- ar allir voru samankomnir, eins og gjarnan var á jólum eða afmælisdög- um, naut hann þess í hvert sinn að vera með sínu fólki. Afi og amma voru ávallt dugleg að heimsækja og rækta sambandið við börnin sín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þeim hefur tekist ákaflega vel að halda utan um fjöl- skylduna sem alla tíð hefur verið sér- lega samheldin. Ást þeirra og hlýja í uppeldinu á eflaust stóran þátt í því að börn þeirra og barnabörn hafa nánast alltaf búið á Akranesi og lagt rækt við heimahagana og sitt fólk. Ávallt hefur verið mikill samgangur á milli allra í fjölskyldunni. Þessi samheldni er okkur mikilvæg, ekki síst þegar á bjátar, og skulum við sem eftir lifum gera allt til þess að viðhalda henni. Fjölskyldan stóð þétt við bakið á okk- ur þegar faðir okkar, og sonur afa og ömmu, Benedikt Rúnar, lést fyrir 14 árum síðan. Þá var gott að eiga góða að. Við eigum yndislega fjölskyldu og verðum afa og ömmu ævinlega þakk- lát fyrir að halda svona vel utan um okkur öll. Við erum þakklát fyrir að afi hafi fengið að lifa eins lengi og raun varð á. Hann eignaðist einstaklega góða konu og með henni góða fjölskyldu sem gerði hann hamingjusaman. Við þökkum fyrir það, sem og að hafa fengið að njóta nærveru hans fram að þessu. Minningarnar um einstakan og hjartahlýjan afa lina sorgir okkar um sinn og ylja okkur um hjartarætur þegar fram líða stundir. Afi Garðar er nú horfinn á vit nýrra heima þar sem hann hittir fyrir son sinn og föður okkar sem hann áður kvaddi á sinni lífsleið. Okkur finnst gott að vita að þeir eru saman á ný. Elsku afi, við lofum að styðja hvort annað á þessum erfiðu tímum þannig að öllum líði sem best, eins og þér var umhugað um. Við ætlum líka að passa ömmu fyrir þig eins vel og þið hafið passað alla í gegnum árin. Kolbrún, Ásta og Ívar Örn. GARÐAR BERGMANN BENEDIKTSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GÍSLASONAR frá Hjarðarbrekku, Grenigrund 14, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsugæslunnar, Heimilishjálpar og Sjúkrahúss Selfoss. Sigríður Vilmundardóttir, Elsie Júníusdóttir, Runólfur Haraldsson, Rúnar Ólafsson, Helga Sigurðardóttir, Þórunn Svala Ólafsdóttir, Svavar Valur Jóhannesson, Guðrún Bára Ólafsdóttir, Árni Snævar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.