Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 21 Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir 15. mars og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.995 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, m.v. 20. maí. Netverð. Sjá bækling Heimsferða. Verð kr. 59.990 Vikuferð, flug og gisting með morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi, Atlantis, 3. júní. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Vikulegt flug – alla fimmtudaga í sumar Barcelona í sumar frá kr. 23.995 · Flug · Flug og bíll · Flug og hótel Snjóbíll | Landsvirkjun hefur keypt snjóbíl til notkunar á virkj- unarsvæðinu við Kárahnjúka. Hann verður staðsettur í aðalbúðunum í umsjón framkvæmdaeftirlits Landsvirkjunar, VIJV. Hafa starfs- menn eftirlitsins verið þjálfaðir í snjóbílaakstri og verður séð svo um að einhver þeirra sé ætíð tiltækur á staðnum ef grípa þarf til snjóbílsins í ófærð. Gæði | Loðnuvinnslan á Fá- skrúðsfirði hefur hlotið við- urkenningu frá Iceland Seafood Corporation USA vegna fram- úrskarandi gæða framleiðslu sinnar fyrir Bandaríkjamarkað árið 2003. Gísli Jónatansson fram- kvæmdastjóri og Þorri Magn- ússon framleiðslustjóri tóku á móti viðurkenningunni fyrir LVF á Lækjarbrekku í Reykjavík í lið- inni viku. Fimm önnur fyrirtæki hlutu einnig viðurkenningu fyrir framleiðslu sína; Guðmundur Runólfsson, ÚA, Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Sjóvík. Djúpivogur | Svavar Sigurðsson, skólastjóri Tónskóla Djúpavogs, og Helgi Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, eru þessa dagana að koma af stað þró- unarverkefni í tónlistarkennslu. Verkefnið felst í að nota fjar- fundabúnað til kennslu og gera nemendum þannig kleift að fá sem besta kennslu á það hljóðfæri sem þeir eru að læra á. Svavar sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita til að þetta hefði verið reynt áður og að með þessu væri vonandi brotið blað í sögu tónlistarkennslu á Íslandi. „Þetta er stórt skref fyrir fá- menna skóla sem oft hafa fáa, allt niður í einn kennara starfandi sem þarf að kenna á öll hljóðfæri,“ sagði Svavar. „Það væri ekki gam- an og í rauninni ósanngjarnt, ef allir lærðu bara c-nótuna, nema þeir auðvitað sem veldu sér aðal- hljóðfæri kennarans.“ Arnar Jón Guðmundsson er trommunemandi í Tónskóla Djúpa- vogs og sat fyrsta tímann í síðustu viku. Hann er á fjórða ári og naut handleiðslu Karls Petersens, kenn- ara við Tónlistarskóla Akureyrar, í þessum fyrsta „fjarkennslu- trommutíma“. Ekki var annað að sjá en að nemandi og kennari næðu vel saman, þrátt fyrir að talsvert langt sé á milli Akureyrar og Djúpavogs. Stórt framfaraskref fyrir fámenna tónlistarskóla Tónlist í fjarkennslu Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Fjarkennsluslagverkstaktar: Arnar Jón Guðmundsson er þátttakandi í brautryðjandaverkefni í fjarkennslu tónlistarskóla. Egilsstaðir | Fimleikadeild Hatt- ar á Egilsstöðum hefur hlotið við- urkenningu sem fyrirmyndarfélag Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands. Er Höttur fyrsta íþrótta- félagið á Austurlandi sem hlýtur þessa viðurkenningu, sem á rætur sínar að rekja til gæðaverkefnis ÍSÍ um íþróttafélög eða deildir innan íþróttahreyfingarinnar sem þykja til fyrirmyndar. Iðkendur í fimleikadeild Hattar eru nú um 170 talsins og er yf- irþjálfari þeirra Auður Vala Gunn- arsdóttir, sem þykir hafa sýnt mikinn metnað og dugnað við efl- ingu deildarinnar. Stefnt að 50 fyrirmyndarfélögum Meðal þess sem þótti lofsvert hjá fimleikadeild Hattar var for- eldrastarf, fræðslu- og forvarn- arstarf og síðast en ekki síst þóttu umhverfismál skipa stóran sess í starfi félagsins. Samkvæmt Petrúnu Bj. Jóns- dóttur, verkefnisstjóra Fyr- irmyndarfélags ÍSÍ, hafa 11 félög eða deildir hlotið viðurkenninguna fram að þessu. „Mörg félög eru nú að vinna stefnumótunarstarf sem felur í sér að uppfylla þær kröfur sem getið er um í handbókinni og stefnt er að því að fyrirmyndarfélög/ deildir verði orðin u.þ.b. 50 fyrir íþrótta- þing sem haldið verður í endaðan apríl 2004,“ segir Petrún. Hún segir Fyrirmyndarfélag, sem sett var á laggirnar 1997, vera gæðaverkefni ÍSÍ sem taki fyrir þá þætti sem gott félag þarf að hafa til hliðsjónar til að geta starf- að sem best. Líklegan ávinning af því að ger- ast fyrirmyndarfélag segir hún margvíslegan. „Félög og deildir sem hljóta viðurkenningu ættu að eiga auðveldara með að afla sér stuðnings frá sveitarfélögum sín- um og öðrum stuðningsaðilum, sem frekar vilja leggja nafn sitt við fyrirmyndarfélög en önnur fé- lög.“ Fimleikadeild Hattar fyrirmyndarfélag ÍSÍ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Til fyrirmyndar; Ellert B. Schram veitir Auði Völu Gunnarsdóttur og Maríönnu Jóhannsdóttur, f.h. Fimleikadeildar Hattar, viðurkenningu ÍSÍ. Egilsstaðir | Þessi maður vakti óskipta athygli á Egilsstöðum á sunnudag, þar sem hann vafraði milli félaga sinna ofan úr Kára- hnjúkum í Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa. Múnderingin var enda fáséð á karlmanni; ákaflega stutt pils sem flettist upp um manninn þegar hann brá sér út fyrir í nepj- una svo sá í nærklæðin, háhælaðir skór, stór sólgleraugu og blá skupla yfir fjólubláa hárkollu. Í fanginu hafði kauði eitthvað sem átti að líkj- ast brúðu og rorraði með hana fram og til baka um staðinn. Hann gaf sig einkum með þýsku tungutaki að portúgölskum starfsmönnum, sem vörðu frídegi sínum í bænum, milli þess sem hann settist niður og greip í prjónaskap við eitthvert veitinga- borðið. Mennirnir á staðnum voru yf- irmáta vandræðalegir vegna þessa furðufugls sem daðraði svo hast- arlega við þá, og heimamenn sem áttu leið um gátu vart hamið hlátra- sköllin. Þegar nánar var að gáð reyndist maðurinn vera portúgalsk- ur verkamaður frá virkjunarsvæð- inu og sagðist hann grípa til ýmissa uppátækja til þess að hrekkja vinnufélaga sína dálítið á frídögum. Hann sagðist þegar vera farinn að skipuleggja næsta hrekk, en neitaði alveg að gefa upp í hverju hann yrði fólginn. Egilsstaðabúar bíða því spenntir til næsta sunnudags. Hrekkjóttur með prjónana sína Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fáskrúðsfjörður | „Ég hef lengi sinnt því sem kannski má kalla hefðbundin karla- störf,“ segir Jenný Einars- dóttir, öryggis- og lager- stjóri hjá Ístaki við Fáskrúðsfjarðargöng. Hún byrjaði sem ritari hjá Ístaki fyrir mörgum árum, fór þaðan í vinnu á vélaverk- stæði og lager og hefur síðan starfað hjá fyrirtækinu m.a. við gerð Sultartangavirkjunar, Hvalfjarðar- ganga, Smáralindar í Kópavogi og nú síðast Fáskrúðsfjarðarganga. „Ég ólst upp í byggingarbransan- um og kannski því um að kenna að ég lenti í þessu,“ segir Jenný. „Sérstak- lega þótti mér gaman að vera með í Hvalfjarðargöngunum frá upphafi til enda. Það var góður vinnustaður og gaman að vinna þar. Þetta er þó svip- að. Hópurinn hér er vel samstilltur og mjög gott að vera á Reyðarfirði.“ Öryggismálin gaumgæfð Jenný starfar nú sem lagerstjóri og öryggisvörður hjá Ístaki og hefur aðsetur Reyðarfjarðarmegin við göngin. Hún segir að ýmislegt felist í starfinu og nefnir utanumhald á öll- um öryggisbúnaði fyrir starfsmenn, hvort sem það er hlífðarfatnaður eða sjúkrakassar, súrefnistæki og reyk- köfunartæki. „Við erum með sérstakan lífgám í göngunum, þar sem sex menn geta beðið ef verður hrun eða kviknar í fyrir framan þá,“ heldur Jenný áfram. „Þar er sími og sjúkrakassi, eins og í bor- vagninum sjálfum sem borar út göngin. Við förum hálfs- mánaðarlega um allt svæðið beggja vegna ganga og gaumgæfum öryggismál og hvort ekki sé allt í góðu lagi, m.a. í svefnskálum og mötuneytum, sem og í göngunum sjálfum. Þá er einnig fylgst með því hvort rusl og drasl sé að fjúka um svæðið því við teljum mikilvægt að hafa umhverfið eins snyrtilegt og kostur er.“ Jenný sér einnig um ýmsa þætti sem lúta að starfsmannahaldinu, svo sem ferðir og yfirlit yfir hverjir eru að gera hvað, svo að hún þarf að hafa auga á hverjum fingri við Fáskrúðs- fjarðargöng. Valkyrjan í Fáskrúðs- fjarðargöngum Jenný Einarsdóttir.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.