Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Baldur Lorange skrifar grein í Morgunblaðið 19. febrúar sl. þar sem hann krefst þess að út- svarshækkun í Kópa- vogi verði dregin til baka og gott betur. Hann beinir spjótum sínum að sjálfstæð- ismönnum í bæj- arstjórn Kópavogs og þá sérstaklega Gunn- ari Birgissyni, oddvita þeirra. Það er hið besta mál að íbúar Kópavogs átti sig á því að orð og athafnir fara ekkert endilega saman hjá Gunnari og hans skósveinum. Það er rétt hjá Jóni að fjármál bæjarins stefna í óefni, skuldir og útgjöld vaxa og þjónustugjöld og skattar fara hækkandi. Í lok greinar sinn- ar sneiðir Jón að bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í Kópavogi og vænir þá um að veita bæjarstjórn- armeirihlutanum ekkert aðhald, þeir séu uppteknir af öðru. Hér er slegið neðan beltis. Hér er ómak- lega vegið að bæjarfulltrúum sem hafa lagt sig fram um að sinna starfi sínu vel í þágu bæjarbúa og þeirri skyldu sinni að vera sjálf- umglöðum og þreyttum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks aðhald. Í hvað fer hækkun útsvars? Við, bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar, bentum á það í umræðum um hækkun útsvars að hún væri ekki réttlætanleg nema í því skyni að bæta þjónustu við bæjarbúa. Þeir njóta ekki góðs af útsvars- hækkun meirihlutans í formi betri þjónustu. Breytingatillögur Sam- fylkingarinnar við fjárhagsáætlun miðuðu allar að því að laga ýmis atriði í tillögum meirihlutans, at- riði sem hefðu bætt til muna þjón- ustu við íbúa og stuðlað að meiri jöfnuði í bæjarfélaginu. Þær voru felldar að einni undanskilinni. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur seilist í vasa almennings í Kópavogi eftir aurum til að greiða skuldir og brjóta land undir nýja íbúðabyggð, en þjónustuna við íbúana láta þeir sitja á hak- anum. Við, bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar, gerðum þráfaldlega at- hugasemdir við að reikningar Tón- listarhússins voru ekki lagðir fram. Meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks lét sér ekki segjast fyrr en að við leituðum til félags- málaráðuneytisins sl. vor sem staðfesti málflutning okkar. Reikningar Tónlist- arhússins breyttu niðurstöðu ársreikn- ings bæjarins veru- lega og ársreikningar undanfarinna ára hafa því gefið ranga mynd af fjárhags- stöðu sveitarfé- lagsins. T.d. hækk- uðu skuldir bæjarins um rúmar 350 millj- ónir eða um 14 þús- und krónur á hvern íbúa þegar reikningar hússins voru teknir með í ársreikning bæjarins. Gegn einkavinavæðingunni Við, bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar, höfum margsinnis gert at- hugasemdir þegar meirihlutinn er að úthluta verkefnum til gæðinga sinna án útboðs. Nú síðast þegar fyrirtæki í eigu náins ættingja for- ystumanns Sjálfstæðisflokksins fékk umsjón með útgáfu árs- skýrslu bæjarins, án þess að leitað væri tilboða frá öðrum. Þetta að- hald okkar leiddi til þess að sam- þykkt var í bæjarráði að næst yrði verkið boðið út. Sigur í Lundarmálinu Í sumarbyrjun lagði meirihlutinn fram umdeilda hugmynd um skipu- lag Lundarsvæðisins. Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- nefnd brást þegar illa við hug- myndinni og lagði til að dregið yrði úr byggingamagni og byggðin öll gerð lágreistari. Oddviti Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn vakti strax athygli á hugmynd meirihlut- ans í fjölmiðlum og í kjölfar þess fóru af stað mikil og kröftug mót- mæli bæjarbúa. Öllum er kunnugt hver málalok urðu. Gegn ólöglegum, hættulegum íbúðum Fyrir rösku ári vöktum við, bæj- arfulltrúar Samfylkingarinnar, at- hygli á vafasömu braski með leigu- íbúðir í atvinnuhúsnæði í Kópavogi. Íbúðirnar voru ólögleg- ar og kom í ljós við úttekt slökkvi- liðsins á þeim að þar voru bruna- varnir víða allsendis ófullnægjandi. Vegna málflutnings okkar var tek- ið á þessum málum. Þrengt að starfsemi nektarstaða Fyrir meira en ári lögðum við, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, til að þrengt yrði að starfsemi nektarstaða hér í Kópavogi á sama hátt og önnur sambærileg sveit- arfélög höfðu gert. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks sýndu því lítinn áhuga og þeim tókst að tefja málið um lang- an tíma. Vegna þess hefur ímynd bæjarins hrakað nokkuð, þar sem Kópavogur var um hríð eina stóra sveitarfélagið þar sem einkasýn- ingar nakinna stúlkna voru liðnar á skemmtistöðum. En fyrir atbeina og eftirfylgni okkar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, hefur tekist að koma þessu máli í gegn. Traustur og góður málflutningur Mörg önnur atriði má telja sem við, bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar, höfum lagt áherslu á í bæjarstjórn, s.s. fjölgun fé- lagslegra leiguíbúða til að koma til móts við sífellt lengri biðlista, þjónustusamninga við íþrótta- og tómstundafélög sem myndu bæta verulega kjör barnafólks í bænum, aukna tónlistarkennslu til að mæta fjölgun íbúa, leikskólamálin, fjölg- un hjúkrunarrýma fyrir aldraða, svo eitthvað sé nefnt. Við erum í góðu sambandi við fjölmarga bæj- arbúa í gegnum póstlista okkar og vikulega opna fundi. Við komum upplýsingum um bæjarmálin til bæjarbúa í gegnum heimasíðu okk- ar og póstlista. Með þessum hætti vinnum við störf okkar í góðri samvinnu við bæjarbúa. Málflutn- ingur okkar er vandaður og traust- ur og við veitum meirihlutanum öflugt aðhald. Samfylkingin er sterk í bæjarstjórn Kópavogs Hafsteinn Karlsson skrifar um bæjarstjórnarmál í Kópavogi ’Hér er ómaklega vegiðað bæjarfulltrúum sem hafa lagt sig fram um að sinna starfi sínu vel í þágu bæjarbúa…+‘ Hafsteinn Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. AÐ undanförnu hefur verið nokk- uð um það rætt, einkum meðal sveitarstjórnarmanna, að skoða beri möguleika á því að börn geti hafið nám í grunnskólum 5 ára gömul. Félag leikskólakennara leggst ein- dregið gegn þessum hugmyndum. Hins vegar hefur félagið sett fram þá skoðun í stefnuskrá sinni að tímabært sé að skoða hvort gera eigi 5 ára börn leikskólaskyld. Formleg menntun barna hefst í leikskólanum og byggist á þeirri hugmyndafræði að börn á leik- skólaaldri læri best gegnum leik, skapandi starf og verkefni sem taka mið af áhuga þeirra og þroska. Allir helstu fræðimenn á sviði kennslu- og uppeldisfræða taka undir þetta sjónarmið. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem fremstar teljast í skólamálum hefja grunnskólanám við 6–7 ára aldur, þeirra á meðal Norðurlandaþjóðirnar. Hvað er leikskóli? Með lögum sem sett voru árið 1994 var leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið hér á landi. Leik- skólauppeldi byggist á sérstökum uppeldisaðferðum og hug- myndafræði og er annars konar uppeldi en það sem foreldrar inna af hendi og er mikilvæg viðbót við það. Leikskólinn er hluti af skólakerfinu, en er um margt ólíkur öðrum skóla- stigum. Í leikskólanum er lögð áhersla á að virkja og virða leikgleði barna og er gengið út frá því að það að leika sér sé lærdómsríkt. Leik- skólinn á að halda í þessi sérkenni, þau eru aðalsmerki hans. Hins veg- ar er brýnt að samfella sé á milli leik- og grunnskóla og að námskrár skólastiganna endurspegli það. Einnig er mikilvægt að kennarar beggja skólastiga kynni starf sitt og hugmyndafræðina sem að baki liggur og skilgreini þannig hverjir fyrir öðrum sérkenni hvors skóla- stigs. Hvernig er kennt í leikskóla? Hlutverk leikskólans er m.a. að kenna barninu þannig, að það geti hugsað og afl- að sér sjálft þeirrar þekkingar sem það hefur þörf fyrir. Leikskólabarnið þarf að fást við ögrandi viðfangsefni sem snerta menningu þess og sam- félagið sem það elst upp í. Ýmsir fræðimenn, m.a. Vygotsky, telja að barnið sé virkur þátttakandi í að byggja upp eigin þekkingu. Hann leggur áherslu á hlutverk málsins til að ná tökum á æðri hugsun. Aukinn málskilningur leiðir til þess að barn- ið nær tökum á flóknari hugs- anaferlum. Samskipti eru þar lyk- ilinn, hlutir geta aðeins skipt máli ef þeir eru í félagslegu samhengi. Til að reynsla verði merkingarbær fyr- ir barn verður það að fást við við- fangsefni sem snerta nánasta um- hverfi þess og það samfélag sem það hrærist í. Í leikskólanum er því lögð áhersla á kennsluaðferðir sem byggjast á því að barnið læri gegn- um reynslu sem tengist daglegu lífi, umhverfi og félagslegu samhengi. Hvað er kennt í leikskóla? Í leikskóla þar sem áhersla er lögð á leikinn sem náms- og þroskaleið er kennd íslenska, stærðfræði, tón- mennt, myndmennt, íþróttir, lífs- leikni o.s.frv. Það bara heitir annað í leikskólanum, er fært í leikbúning og er síst ómerkilegra en í þeim búningi sem tíðkast á öðrum skóla- stigum. Það má velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að skilgreina nánar nám í leikskóla til að varpa ljósi á mikilvægi þess. Leikskóla- kennarar hafa ekki verið nógu dug- legir við að kynna það nám sem fram fer í leikskólum. Starf leik- skólakennara er krefjandi og oft gefst lítill tími til undirbúnings- vinnu, foreldrasamstarfs og annarra nauðsynlegra starfa og er það e.t.v. ástæða þess. Hvað liggur að baki? Leikskólar á Íslandi hafa verið í stöðugri þróun síðustu ár. Við erum á góðri leið með að byggja fyrsta skólastigið upp og fullyrða má að við erum í fararbroddi meðal ann- arra þjóða og getum verið stolt af okkar leikskólum. Stjórn Félags leikskólakennara varar við fram- komnum hugmyndum um að færa elsta árgang leikskólans inn í grunnskólann og veltir fyrir sér af hvaða hvötum þær hugmyndir spretta. Ekki hafa verið færð upp- eldisfræðileg rök fyrir því að hefja grunnskólanám við 5 ára aldur, frekar hafa heyrst rök sem lúta að pyngju sveitarfélaga. Slíkt má ekki hafa að leiðarljósi þegar skólaganga barna er annars vegar. Skólaganga 5 ára barna Björg Bjarnadóttir og Þröstur Brynjarsson skrifa um skólamál ’Stjórn Félags leik-skólakennara varar við framkomnum hug- myndum um að færa elsta árgang leikskólans inn í grunnskólann…‘ Björg Bjarnadóttir Björg er formaður Félags leikskóla- kennara og Þröstur er varaformaður félagsins. Þröstur Brynjarsson SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA hér á landi þróast ekki með eðlilegum hætti. Þar kemur tvennt til: Almenn- ingur hefur almennt ekki aðgang að sál- fræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum og enn liggur ekki fyrir samningur milli Sálfræðingafélags Ís- lands og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins um þátttöku Trygg- ingastofnunar í greiðslum vegna sál- fræðiþjónustu. Sálfræðingar eru heilbrigðisstétt og sál- fræðiþjónusta hluti af almennri heilbrigð- isþjónustu. Fjöldi sál- fræðinga hér á landi er hlutfallslega áþekk- ur fjölda sálfræðinga í nágrannalöndum okk- ar og menntun ís- lenskra sálfræðinga stendur menntun sálfræðinga í öðr- um löndum ekki að baki. Sálfræðingafélag Íslands var stofnað 1954. Lög um sálfræðinga voru sett 1976. Reglugerð um sér- fræðileyfi sálfræðinga var gefin út 1990. Sálfræðingar gerast heilbrigð- isstétt 1996. Félagar í Sálfræðinga- félaginu eru nú 191 og starfa flestir á opinberum stofnunum. Um 80 sál- fræðingar starfa að hluta sjálfstætt (10%–50%). Um 24 sálfræðingar starfa að fullu sjálfstætt. 24 sál- fræðingar hafa sérfræðileyfi. Aukin umræða hefur verið í sam- félaginu um mikilvægi andlegrar líðunar. Samhliða hefur aukist tíðni þunglyndis og annarra geðrask- ana. Gífurleg aukning hefur verið á neyslu geðlyfja. Samtals- meðferð sem skilar góðum árangri hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi. Aukin eftirspurn hefur verið eftir þjónustu sálfræð- inga og er þörfin rík hjá einstaklingum á öll- um aldri, pörum og fjölskyldum. Rannsóknir sýna góðan árangur á þjón- ustu sálfræðinga. Sál- fræðimeðferð er að auki ódýr miðað við ár- angur. Henni fylgir enginn lyfjakostnaður og hún er laus við áhrif aukaverkana. Hún fel- ur í sér forvörn til lengri tíma. Sálfræð- ingar og geðlæknar þjóna að hluta sama hópi. Tryggingastofnun tekur hins vegar ekki þátt í kostnaði neytenda sem leita eftir sál- fræðiþjónustu. Í áliti Samkeppn- isstofnunar frá 1999 er bent á að þetta fyrirkomulag samræmdist ekki samkeppnislögum. Velvilji og skilningur virðist vera meðal stjórnmálamanna um mik- ilvægi þess að almenningur hafi eðlilegan aðgang að sálfræðiþjón- ustu. Lögum um almannatrygg- ingar var breytt til að gera Trygg- ingastofnun kleift m.a. að semja við sálfræðinga. Hins vegar hefur vant- að að ljúka þessu máli. Það er eðlileg krafa að neytendur geti valið sér þjónustu eftir því hvernig mál er vaxið. Hið opinbera getur ekki mismunað þjónustuað- ilum sbr. álit Samkeppnisstofnunar og hið opinbera getur enn síður mismunað sjúklingahópum um eðli- lega heilbrigðisþjónustu. Þjónusta sálfræðinga á að standa öllum til boða. Samningar Trygg- ingastofnunar við sálfræðinga Halldór Kr. Júlíusson skrifar um kjaramál sálfræðinga Halldór Kr. Júlíusson ’Það er eðlilegkrafa að neyt- endur geti valið sér þjónustu eftir því hvernig mál er vaxið.‘ Höfundur er formaður Sálfræðinga- félags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.