Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erla SigríðurRagnarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1930. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrea Jóns- dóttir, f. 18. október 1909, d. 28. septem- ber 1972 og Ragnar Jón Lárusson, f. 8. maí 1907, d. 11. júní 1971. Erla var þriðja barn foreldra sinna. Þau eru í aldursröð: Sveinn, f. 25. júní 1927, maki Hall- dóra Elíasdóttir, f. 6. júní 1927; Jón Pétur, f. 4. mars 1929, maki Sigríður Ingvarsdóttir, f. 22. apríl 1934, d. 16. maí 2003; Ragna, f. 25. desember 1935, d. 14. janúar 1987; Ólafur Þór, f. 28. nóvember 1940, maki Sigrún Daníelsdóttir, f. 13. júlí 1938; Lárus Ómar, f. 22. júní 1942, d. 24. janúar 1943; Guð- laug, f. 5. júlí 1945, maki Sigurður maki Gústaf Gústafsson, f. 7. jan- úar 1973. 3) Andrea, f. 13. mars 1953, maki Magnús Einarsson, f. 25. desember 1957. Börn a) Elín Bubba, f. 15. janúar 1970, maki Guðmundur Pétursson, f. 31. des- ember 1967. b) Steinar Þór, f. 19. ágúst 1971, maki Ástríður Gísla- dóttir, f. 11. september 1971. c) Elvar Geir, f. 23. júlí 1985. d) Hugrún Ýr, f. 15. mars 1991. Barnabarnabörn Erlu Sigríðar eru tíu. Erla Sigríður fæddist í Soga- mýrinni í Reykjavík, en ólst upp á Grettisgötu 10 í Reykjavík, þar sem hún síðar stofnaði heimili í foreldrahúsum og bjó þar þar til hún fluttist með fjölskyldu sinni að Goðheimum 2 í Reykjavík 1961. Erla Sigríður var húsmóðir þar til hún fór út á vinnumark- aðinn 1968. Þá gerðist hún starfs- maður í aðalpósthúsi Reykjavíkur í Pósthússtræti. Árið 1973 hóf hún störf á Borgarspítalanum í Reykjavík við símavörslu og var starfsmaður spítalans þar til hún lét af störfum árið 2000. Erla Sig- ríður var yfirmaður sinnar deild- ar síðustu starfsár sín. Útför Erlu Sigríðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Árnason, f. 18. októ- ber 1945; Halldóra, f. 19. júlí 1947; Jónína, f. 6. janúar 1952, maki Gunnar Páll Ív- arsson, f. 7. ágúst 1949. Erla Sigríður gift- ist 17. desember 1947 Steinari Þorsteins- syni, f. 28. apríl 1924. Þau skildu 1977. Börn þeirra eru: 1) Ragnar Ómar, f. 7. febrúar 1947, maki Emilía Sigmarsdóttir, f. 27. apríl 1950 og eiga þau þrjú börn. a) Erla Sigríður, f. 17. október 1967, maki Magnús Guðjón Teitsson, f. 7. maí 1957. b) Kjartan Þór, f. 12. desember 1974, maki Berglind Vala Hall- dórsdóttir, f. 27. janúar 1973. c) Ragnhildur Helga, f. 6. júlí 1980. 2) Sigmundur Ólafur, f. 9. júní 1948, maki María Haraldsdóttir, f. 12. febrúar 1951. Dóttir þeirra er Sigrún Ágústa, f. 8. mars 1970, Nú þegar ég kveð móður mína, þá kemur aðeins eitt upp í huga minn – söknuður. Í dag eiga margir erfitt, en allt tekur enda – jafnvel erfiðleikarnir líka. Ég veit að þegar fram líða stund- ir munu allar fallegu minningarnar um þig koma í stað sársaukans. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst sem frelsandi engill til Balti- more í Bandaríkjunum í byrjun árs 1970, til að veita mér stuðning eftir að ég slasaðist í Cambridge í Mary- land. Þú varst ákveðin að láta flytja mig heim eins fljótt og mögulegt var – og fékkst ósk þína uppfyllta. Þú varst mín stoð og stytta í veikindum mínum og vonbrigði mín bitnuðu oftast á þér, því miður. Þú tókst þeim með jafnaðargeði, misstir aldr- ei trúna og gerðir allt til að stappa í mig stálinu. Yndisleg manneskja, sem var allt- af tilbúin að standa vaktina – jafnt í stórsjó í slæmu skyggni eða þegar fagur sjóndeildarhringurinn blasti við. Glaðlynd, glettin og fljót að sjá broslegu hliðarnar og þá var stutt í spaugið. Já, og fljót að svara. Í góðra vina hópi þá ómaði hlátur, sem aldrei þagnar og þú sendir frá þér glettið bros, sem aldrei gleymist eða verður máð úr minningunni. Þú varst svo sannarlega vinur vina þinna, trygg og varðir þína. Keppniskona, sem var ekki þekkt fyrir að kveinka sér, heldur alltaf tilbúin að standa sína plikt í leik og starfi. Fagurkeri og gleðigjafi, sem hafði mikið yndi af að umgangast börn. Bragð er að, þá barnið finnur. Þeg- ar við hjónin sóttum mömmu, er Bubbi litli var með í för, sagði hann alltaf þegar við renndum upp að Ljósheimunum: Ég veit alveg hvað amma lang segir þegar hún kemur inn í bílinn. Já, hann vissi það svo sannarlega, því að kunnugleg setn- ing hljómaði um bílinn þegar mamma opnaði afturhurðina: Ertu þarna, ástin hennar ömmu! Elsku mamma mín. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég mun ætíð elska þig og minninguna um þig varðveita í hjarta mínu. Þinn sonur, Sigmundur Ólafur Steinarsson. Ég trúi því ekki enn að það sé kominn tími til að kveðja elsku ömmu mína. Mér er stöðugt hugsað til hennar og finnst eins og ég þurfi að hringja í hana, mér finnst ég hafa svo margt að segja henni og við áttum eftir að ræða svo margt. Svona eins og við höfum gert í gegnum tíðina. „Þetta er allt að koma, Erla mín, ég er að hafa þetta. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af mér.“ Þetta voru síðustu orð hennar ömmu minnar til mín kvöldið áður en hún dó. Amma var búin að vera lasin og hún ætlaði að hrista þetta af sér sjálf. Því miður gaf líkaminn sig að þessu sinni, og það er sárt til þess að hugsa að hafa ekki getað verið hjá henni þegar dró að lokum. Þegar ég hugsa reyndar til þess- arar viku sem hún var búin að vera lasin, þá finnst mér eins og hún hafi verið að kveðja mig í hvert það skipti sem við töluðum saman. Eins og hún hafi vitað í hvað stefndi. Hún spurði um heimilisfólkið, hló að hversdags- leikanum með mér og kvaddi mig svo undur blíðlega. Hún þakkaði mér fyrir að hringja og hún reyndi eins og hún gat að fullvissa mig um að allt væri í lagi. Ég átti ekki að hafa áhyggjur, hún ætlaði að gera þetta sjálf. Svona var hún amma mín. Sjálf- stæð, beinskeytt, ljóshærð og blá- eygð Reykjavíkurmær. Og hennar Reykjavík var Reykjavík lítillar stúlku austan af héraði, sem kom reglulega í heimsókn til styttri eða lengri tíma. Goðheimarnir þar sem hún og afi bjuggu, þar sem við frændsystkinin undum okkur við leik liðlangan daginn, enda Vogahverfið iðandi af lífi. Glæsibær, Grandi-Vog- ar vagninn, Grettisgatan, Laugaveg- urinn og Lækjargatan, kaffihúsið í gamla Miðbæjarmarkaðinum og síð- ar vinnustaður hennar, Borgarspít- alinn og fallega íbúðin hennar í Ljós- heimunum. Á þessum árum var hennar heimur hluti af mínum. Amma var jarðbundin og var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á borð fyrir aðra. Þar vorum við ólík- ar, en mér fannst hún á síðari árum vera meira tilbúin til að ræða lífs- hlaup sitt og líðan, og þá fann ég það sterkt hvað hún var stolt af uppruna sínum, fjölskyldu sinni, ættingjum og vinkonum. Fólkið hennar var henni allt og henni var mikið í mun að öllum liði vel. Amma var hins vegar ófeimin við að segja skoðanir sínar á atburðum líðandi stundar, og við körpuðum oft um þjóðmálin, enda við tvær hvor af sinni kynslóð, hún af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa mikið fyrir eigin sjálfstæði og jafn- framt sjálfstæði þessarar þjóðar en ég af þeirri kynslóð sem hefur haft frelsi til að gera hvað sem er og elsk- ar hugtök eins og hnattvæðingu og alþjóðasamstarf. Henni þótti svo vænt um langömmubörnin sín og hún var alltaf að spyrja um þau eða segja af þeim sögur. Amma talaði um blíðuna sem hún sá í augum Völu, og við hlógum oft saman að skemmti- legum athugasemdum hennar um líf- ið og tilveruna. Teitur litli var ein- faldlega sá öflugasti sem hún amma hafði kynnst. Og hún hló svo dátt að henni Millu minni þegar hún spurði hana núna í byrjun febrúar hvort hún væri ekki farin að bíða eftir fermingunni. Milla hafði svarað ját- andi að bragði og að hún væri búin að bíða í heil fjögur ár. Það er erfitt að hugsa til þess að amma verði ekki með okkur loksins þegar stóri dag- urinn hennar Millu rennur upp í apríl næstkomandi. Veturinn sem er að líða var búinn að vera henni ömmu minni erfiður, veður leiðinleg, annaðhvort rigning og rok eða fimbulkuldi, og þetta var ekki veðurfar fyrir hana. Því liðu dagarnir að hún gat lítið farið út enda orðin þróttlaus og veikburða. Henni leið því best heima í hlýrri íbúðinni, og þar vildi hún helst vera. Það er því táknrænt að það var einmitt þar sem hún amma mín kvaddi þennan heim. Það verður skrýtið að heyra hvorki frá ömmu né njóta leiðsagnar hennar um ókomna tíð. Um leið og ég kveð elsku ömmu mína vil ég þakka henni allar okkar góðu stundir. Ég mun alltaf líta í anda liðna tíð, amma mín, og minningarnar geyma. Guð geymi þig, þín Erla. Elsku amma. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér. Einhvern veginn finnst manni eins og þú mundir alltaf vera til stað- ar, við gætum hringt í þig og þú í okkur, alltaf. Þú varst ótrúleg amma, við töluðum saman má segja á hverj- um degi. Stelpurnar hringdu í þig á hvaða tíma sem var til þess að spjalla eða þá að þú hringdir þegar þær komu heim úr skólanum. Þú passaðir þær, spilaðir við þær og varst þeim góð langamma, missir þeirra er mik- ill og þegar við sögðum þeim þessar fréttir þá sögðu þær: „Og henni sem fannst svo gaman að spila við okkur og nú hringir hún ekki lengur þegar við komum heim“. Alltaf þurftir þú að eiga í ísskápnum, appelsín í plasti, osta og vínber sem voru þín aðals- merki ásamt fullum skápum af sæl- gæti. Þú varst veik fyrir fallegum kertum og voru þau mörg falleg sem prýddu íbúðina þína. Leikhús, kaffi- hús og búðarrölt með vinkonunum var eitthvað sem þú hafðir gaman af, alltaf talaðir þú við mig eftir slíkar ferðir og sagðir frá öllu í smáatrið- um. Elsku amma mín, ég ætla ekki að fara að rekja lífshlaup þitt hér, en vil þakka þér fyrir þann tíma sem þú varst á meðal okkar, þann tíma sem þú gafst okkur og allt sem þú varst okkur. Elsku amma mín, hvíl þú í friði og megi ljósið eilífa fylgja þér. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þín Elín, Guðmundur, Eva Sólveig og Ásdís Eir. Elsku amma, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur og allt er breytt. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér í Ljósheimunum þegar ég var hjá þér sem lítil stúlka. Það var alltaf svo gaman að fá að leika sér með dótið sem þú hafðir handa okk- ur. Endalaust heyri ég röddina þína, ég veit að þú ert að fylgjast með okk- ur og ég mun aldrei gleyma þér. Ég gæfi svo margt til að fá að hitta þig einu sinni enn til að geta sagt þér að mér þykir vænt um þig. Ég veit að við hittumst aftur, sælar og kátar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Þín Ragnhildur Helga. Látin er kær systir, Erla Sigríður Ragnarsdóttir. Á kveðjustundu rifj- ast upp minningar allt frá barnæsku. Fjölskyldan var stór því foreldrar okkar eignuðust 10 börn, þar af kom- ust 8 til fullorðinsára. Fjölskyldan fluttist að Grettisgötu 10 þegar Erla var 5 ára og bjó þar um áratugi. Ung stofnaði Erla og eiginmaður hennar heimili í húsi foreldra okkar og þegar hún var rúmlega tvítug hafði hún eignast 3 börn, sem voru á aldur við þrjár yngstu systur hennar. Í þessari stórfjölskyldu var samlíf náið og lítill munur gerður á systkinum og syst- urbörnum. Þegar Erla og fjölskylda hennar fluttist frá Grettisgötu í eigin íbúð leigði ég hjá þeim í nokkur ár og á frá þeim tíma góðar minningar. Systir mín var ljúf manneskja í allri umgengni og gestrisin. Hún var vinföst og hélst vel á vinum. Tryggð við systkini var mikil og fylgdist hún vel með þeirra högum og afkomend- um þeirra og sýndi velvilja og sam- hug þegar á þurfti að halda. Þetta er okkur systkinum hennar ofarlega í huga þegar við kveðjum kæra systur. Afkomendur Erlu eru margir, börn, barnabörn og barnabarnabörn og naut hún mikilla samskipta við þau. Ekki þurfti að ræða við hana lengi til að finna hvað henni var hug- stæðast. Hún var stolt af hópnum sínum og velferð þeirra skipti mestu máli. Á kveðjustundu þakka ég ævivin- áttu og auðsýndan systurkærleika. Við Halldóra sendum Ragnari, Sig- mundi og Andreu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og óskum þeim Guðs blessunar og velfarnaðar um ókomin ár. Sveinn H. Ragnarsson. Lítillátur, ljúfur og kátur leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur heimskir menn sig státa. (Hallgr. Pétursson.) Í dag er til moldar borin Erla Ragnarsdóttir vinkona okkar. Við hittumst síðast vinkonurnar fyrir fá- einum dögum. Enga okkar óraði þá fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum hana. Andlátsfregn- in var reiðarslag. Við vissum auðvit- að af vanheilsu Erlu, sem hún af hetjuskap bar mest með sjálfri sér. En helfregnin sjálf! Eitthvað sem við munum smátt og smátt meðtaka þegar hún hringir ekki oftar til þess að fylgjast með; athuga hvort vel gangi og þá að gleðjast ásamt okkur yfir velgengninni; eða heyra hvort eitthvað hefði farið á hinn veginn hjá okkur eða fjölskyldunni og hún deildi þá með okkur vonbrigðum eða máske sorgum. Við höfðum daglegt samband, tryggð hennar við vini sína var algjör og öfund var ekki til í hennar ranni. Það lýsir vel vináttu hennar og tryggð að hún og Ása vin- kona hennar frá barnæsku höfðu samband helst öll miðvikudags- kvöld. Þetta var þeim báðum mik- ilvægur þáttur í tilverunni. Erla var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sjálfstæðismaður og Framari. Við kynntumst einhvern- tíma um miðja síðustu öld og varð þá vel til vina. Samverustundirnar urðu svo fleiri þegar brauðstritinu lauk. Erla var verkstjóri á símavakt Land- spítala í Fossvogi, sinnti þar mjög krefjandi starfi. Erla var mjög vel greind, vel heima í ljóðlist sem og leiklist. Frá- bærlega var gaman að ræða við hana um pólitík. Svo var hún náttúrulega Framari, en þar var ég nú ekki eins á heimavelli og tók hún því af umburð- arlyndi. Við stunduðum leikhús og margt fleira var sér til gamans gert. Við höfðum kosningavöku nokkrar á síðastliðnum kjördegi til alþingis. Þar var hún í essinu sínu með sínar fastmótuðu skoðanir á flokkum og frambjóðendum. Hún auðgaði til- veruna með návist sinni og hennar er sárt saknað. Erla var glaðvær og jafnlynd en ákaflega föst fyrir og lét ekki hlut sinn fyrir neinum ef því var að skipta. Samband Erlu við börnin sín og fjölskyldur þeirra var mikið og inni- legt. Aðventan var skemmtileg, við Didda sögðum að hún gæfi þrjátíu gjafir. Farið var út að versla og allar gjafir valdar af kostgæfni og natni. Síðan var máske slappað af yfir mat og drykk eins og þegar glaðst er að loknu góðu dagsverki. Ég mun sakna hennar mjög en er um leið þakklát fyrir samveruna, þakklát fyrir að hafa átt hana að traustum vini. Börnin og fjölskyldur þeirra sjá nú á bak móður sem bar umhyggju fyrir þeim og gladdist með þeim í vel- gengni þeirra. Ég veit að minningin um hana og allt sem hún var þeim hjálpar þeim í sorg þeirra. Sigríður Smith. ERLA SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Elsku langamma, okkur þykir svo leiðinlegt að þú sért farin frá okkur en nú ertu komin upp til Guðs og þar líð- ur öllum vel. Takk langamma fyrir okkur, við minnumst allra heimsóknanna, bíltúr- anna, sumarbústaðaferð- arinnar að Flúðum síðastliðið vor að ógleymdum ævintýrum okkar í Portúgal, en þeirri ferð, elsku langamma, gleym- um við aldrei. Þínar Milla Ósk og Vala Rún. Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal.) Hvíl í friði elsku amma. Hugrún Ýr og Elvar Geir. Í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur og veizt nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (Hannes Pétursson.) Elsku mamma og amma lang. Við Bubbarnir þínir söknum þín óendanlega mikið. En huggum okkur við að vita að hver vegur að heiman er vegurinn heim. Sigmundur Ó. og Sigmundur B. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.