Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 12
                               ! "#$%      & '(()      !                      !  "!     # $               %  &  !    "!# '  ()*+*"* $ ,      *+ $   $! % -.,  -" *"*"  " **/  #( *0  - $  &!   '   (           !"#$" % &&$ &'('#$ 12*324(5 6*746(4 7*857(6 "%&&$ 4*118(9   !"&&$( ")&$ 4*592(: 39*175(5 "#!%$' 1*466(2 94*961(4 %!"#&$! "#) $' 5*358(3 4*457(7 1*787(2 5*477(6 %'"&#$) )%($"     %&# $' %)!($! &&%)$' 16*434(4 :*841(3 2*69:(2 %"'$! 9*124(4   '#!!$% "%(%&$ 4*78:(: 38*947(5 "%&$# 1*964(2 99*559(9 )&(&&$& '(%)$( 99*245(1 :*934(3 4*:17(9 9*934(3 %#'%&$( !#$% !  ! " *'$ + ,$#+ *%$ + ;:(2< =42(6< ;4(5< ;18(9< ;15(5< " ,$'+ , $#+ =94(4< =4(6< ,($#+ =9(5< =9(2< , "$%+ ,#$)+ =:6(8< * ;47(9< ;21(6< ,$(+ * #$)+ #$%&' () *  + ),#*-             />+ . +.         HALLI á vöruskiptum við útlönd nam ríflega 16,9 milljörðum króna í fyrra en árið áður var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 12,5 milljarða króna á sama gengi. Jöfn- uðurinn hefur því versnað um 29,4 milljarða króna á árinu 2003. Útflutningur á árinu 2003 nam 182,6 milljörðum króna og er það 6,2% minni útflutningur en árið áður, á föstu gengi. Mest var flutt út af sjávarafurðum, eða sem nemur 62% alls útflutnings, en verðmæti þeirra dróst saman um 7,2% milli ára. Mestur samdráttur varð í útflutn- ingsverðmæti fiskimjöls, en útflutn- ingsverðmæti lýsis jókst milli ára. Útfluttar iðnaðarvörur námu 34% alls útflutnings og dróst verðmæti þeirra saman um 3,2% milli ára. Ríf- lega helmingur útfluttrar iðnaðar- vöru er ál og lækkaði verðmæti þess um 6,8% frá árinu 2002. Innflutningur til landsins árið 2003 nam alls 199,5 milljörðum króna og jókst um 9,5% frá árinu 2002, á föstu gengi. Mest var flutt inn af hrávöru og rekstrarvöru, um 27% alls innflutnings, og jókst sá innflutningur um 2,9% milli ára. Inn- flutningur fjárfestingarvöru var 23% alls innflutnings og varð mest aukn- ing á þeim lið, 25,3% frá fyrra ári. Að öðru leyti má rekja aukninguna til aukins innflutnings fólksbíla, flutn- ingatækja til atvinnurekstrar og neysluvara, að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Versnandi vöru- skipti við útlönd VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSSKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaði fyr- ir skömmu nemdendur í sjötta sinn. Alls útskrifuðust 22 nemendur frá 15 löndum, þar af 6 konur, en til þessa hafa þá alls lokið námi við skólann 84 einstaklingar frá 20 löndum, þar af 27 konur. Í hópnum eru meðal annars þrír nemendur sem taka þátt í verkefnum Þróun- arsamvinnustofnunar í Namibíu, Malaví og Úganda. Á fyrstu sex ár- um skólans hafa alls 9 manns frá Úganda lokið námi og 7 frá Mósam- bík, Kúbu og Víetnam. Skólinn er að mestu leyti fjár- magnaður með framlögum Íslands til marghliða þróunaraðstoðar. Hafrannsóknastofnunin rekur skól- ann í nánu samstarfi við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Há- skóla Íslands, Háskólans á Akureyri og fleiri stofnana og fyr- irtækja í sjávarútvegi. Skólinn býður upp á sex mánaða nám og starfsþjálfun fyrir fagfólk og sérfræðinga frá þróunarlönd- unum og löndum fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. Þessu sinni skiptust nemendur í fjögur mismunandi svið sérhæfingar, þ.e. gæðastjórnun í meðhöndlun fisks og vinnslu, veiði- tækni, veiðistjórnun og mótun nýt- ingarstefnu, og loks umhverf- isfræðum. Í náminu er einnig lagt mikið upp úr því að nemendur kynnist starfsemi fyrirtækja, stofn- ana og annarra aðila í sjávarútvegi, í tengslum við fræðilega umfjöllun og verkefni. Sjötta starfsári Sjávarútvegsskólans lokið 6. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, ásamt Tuma Tómassyni skólastjóra, Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar. GRÆNFRIÐUNGAR ætla ekki að beita sér gegn fiskveiðum Íslendinga, enda séu stundaðar ábyrgar fiskveiðar við Ísland. Þetta kemur fram í bréfi sem Greenpeace- samtökin hafa sent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Í bréfinu segir að samtökin hafi orðið þess áskynja í heimsókn sinni til Íslands ný- verið, að Íslendingar hafi miklar áhyggjur af því að Greeanpeace muni fyrr eða síðar beina spjótum sínum gegn fiskveiðum Ís- lands. Segir í bréfinu að Greenpeace hafi í tvo áratugi barist gegn ósjálfbærum fisk- veiðum úti um allan heim. Á sama tíma hafi samtökin hinsvegar stuðlað að sjálfbærum fiskveiðum á alþjóðlegum vettvangi. Sam- tökin hafi lýst fullum stuðningi við hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna og lofað framlag Íslands til hans við ýmis tækifæri. Jafnframt hafi samtökin tekið virkan þátt í úthafsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og tekið þar ítrekað undir viðhorf Íslendinga. Segjast Grænfriðungar hafa fullan skiln- ing á mikilvægi fiskveiða í íslensku efna- hagslífi. Framlag Íslendinga til að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum sé vel þekkt, líka meðal Grænfriðunga. Styðja fiskveiðar Íslendinga ÚR VERINU KAUPHÖLL Íslands beitti opin- berri áminningu og févíti þrisvar sinnum á síðasta ári gagnvart útgef- endum verðbréfa. Að auki áminnti Kauphöllin útgefendur verðbréfa í þremur tilvikum án þess að birta áminninguna. Ennfremur voru í meira en 60 tilvikum gerðar athuga- semdir við útgefendur verðbréfa sem skráð eru í Kauphöllinni. Þetta kemur fram í yfirliti um eftirlit Kauphallarinnar í fyrra, en Kaup- höllin birti í gær í fyrsta skipti yfirlit yfir eftirlit sitt. Í yfirliti Kauphallarinnar koma ekki fram nöfn þeirra fyrirtækja sem um ræðir, en tíundað er um hvers konar brot er að ræða og hvaða viðurlögum hafi verið beitt. Yfirlitið nær til tólf mála og er að því er þar kemur fram birt í framhaldi af aukinni áherslu Kauphallarinnar á eftirlitsþátt starfsemi sinnar. Í yfir- litinu segir að ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar, meðal annars hafi til- högun eftirlits verið breytt, viðurlög hert, fullkomið alþjóðlegt eftirlits- kerfi verið tekið í notkun og upplýs- ingaskylda aukin. Athugasemd og áminningar vegna fjölmiðlaumfjöllunar Eins og áður segir var opinberri áminningu og févíti beitt þrisvar sinnum. Í eitt skiptið var um að ræða sveitarfélag með skráð skuldabréf sem ekki hafði birt ársuppgjör á réttum tíma þrátt fyrir ítrekuð munnleg og skrifleg tilmæli. Févítið nam 250.000 krónum. Annarri opin- berri áminningu og févíti var beitt gagnvart útgefanda sem jók hlutafé sitt um meira en 10% án þess að birta skráningarlýsingu. Þetta gerð- ist þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Kaup- hallarinnar og ákvað hún því að beita févíti að fjárhæð 1,25 milljónir króna. Í þriðja skipti sem þessu úr- ræði var beitt var greint frá því í fjöl- miðli að kauphallaraðili og útgefandi hlutabréfa hefði gert samning við annan aðila um gagnkvæman kaup- rétt og sölurétt á flöggunarskyldum hlut í skráðum hlutabréfum annars útgefanda. Tilkynning um þessi við- skipti barst ekki Kauphöllinni og beitti hún því opinberri áminningu og févíti að fjárhæð 4,5 milljónir króna. Í einu tilviki var gerð athugasemd og í tveimur beitt áminningu vegna þess að útgefandi hafði veitt fjölmiðl- um upplýsingar áður en þær höfðu verið sendar Kauphöllinni, en verð- mótandi upplýsingar eiga að birtast fyrst á fréttavef Kauphallarinnar. Athugasemdir voru gerðar við skráð félög í 23 tilvikum vegna fréttatilkynninga með uppgjörum og í 26 tilvikum vegna fréttatilkynninga skuldabréfaútgefenda. Algengustu athugasemdirnar beindust að breyt- ingum á reikningsskilaaðferðum og umfjöllun um horfur í fréttatilkynn- ingum. Níu athugasemdir um viðskipti fruminnherja Þá var veitt áminning þar sem ekki var birt tilkynning um hluthafafund sem auglýstur var í fjölmiðlum, auk þess sem upplýsingar um niðurstöðu hans voru ekki sendar Kauphöllinni tímanlega. Kauphöllin gerði einnig nokkrar athugasemdir við útgefend- ur hlutabréfa fyrir að senda ekki auglýsingar um aðalfund eða aðra hluthafafundi til birtingar í frétta- kerfi Kauphallarinnar. Einnig var gerð athugasemd við útgefanda hlutabréfa á Tilboðsmarkaði um að ekki hefði verið send tilkynning strax að loknum stjórnarfundi um að stjórn hefði ákveðið að hækka hlutafé í samræmi við heimild hlut- hafafundar. Þá var gerð athugasemd í níu til- vikum við útgefendur hlutabréfa vegna þess að tilkynningar um við- skipti fruminnherja eða eigin við- skipti bárust ekki til birtingar í fréttakerfi fyrr en liðið var á næsta viðskiptadag eða nokkrir dagar höfðu liðið frá því viðskiptin áttu sér stað. Loks var í einu tilviki birt yfirlýs- ing frá Kauphöllinni vegna stór- felldra viðskipta með hlutabréf til- tekins útgefanda með þátttöku útgefandans sjálfs. Þar var niður- staða rannsóknar Kauphallarinnar að betur hefði mátt standa að upplýs- ingagjöf og að fara hefði mátt var- legar í viðskiptin. Kauphöllin birtir yfirlit eftirlits fyrir árið 2003 Þrjár opinberar og þrjár óopinberar áminningar Morgunblaðið/Sverrir Alcoa sagt hafa áhuga á fjárfestingum í Rússlandi ALCOA, álfyrirtækið sem ætlar að byggja álverksmiðju við Reyð- arfjörð, er með í skoðun að kaupa tvær álverksmiðjur í Rússlandi af Russian Aluminium (RusAl). Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fulltrúa héraðsstjórans í Rostov, sem er sunnarlega í Rúss- landi. Talsmaður Alcoa segir í samtali við Reuters að hann geti ekki staðfest að viðræður um kaup fyr- irtækisins á álverksmiðjum Rus- Al hafi farið fram. Hins vegar staðfestir hann að Alcoa hafi rætt við ýmis rússnesk fyrirtæki um mögulegar fjárfestingar. Reuters hefur eftir talsmanni RusAl að fyrirtækið hafi vissulega áhuga á samvinnu við Alcoa. Fyr- irtækið sé ávallt opið fyrir sam- vinnu við aðra, þar á meðal Alcoa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.