Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 23 yfir vatnsbaði. Límið er notað volgt á fleti eða það sogað upp í sprautu og því sprautað á fleti, sem erfitt er að komast að.“ Konurnar þolinmóðari Þegar Þórhallur er spurður um erfiðustu viðfangsefnin í þessum bransa svarar hann því til að ekkert sé óyfirstíganlegt. Þetta sé spurning um þolinmæði og tíma. „Það þarf mikla þolinmæði í að gera upp gaml- ar mublur. Þær mega eiga það kon- urnar að þær hafa fengið örlítið meiri skammt af þolinmæðinni en karlarnir. Konur eru líka aðeins fjöl- mennari en karlar á þessum nám- skeiðum og þær hafa yfirleitt séð til þess að hlutum hefur ekki verið hent. Hingað koma alls konar hlutir í misgóðu ástandi. Við höfum reynt við þá alla og enginn hefur þurft að fara til baka með hlutinn sinn í sama ásigkomulagi og hann kom. Ég man sérstaklega eftir konu austan af Héraði sem var hálfpartinn í felum með stól. Við skoðun vorum við sam- mála um að stóllinn væri svo lélegur að það væri varla hægt að nota hann í eldivið. Þessi stóll fór hins vegar heill út aftur.“ Þórhallur, sem er lærður tré- skurðarmaður, húsgagnasmiður og húsasmíðameistari og hefur sérhæft sig í að gera upp gömul hús og húsgögn, hefur verið kennari á nám- skeiðum Náms- flokka Reykjavíkur í húsgagna- viðgerðum und- anfarin fimm ár. Hann segist vera með þrjú til fjög- ur námskeið í gangi í einu. Í hverjum hópi séu aldrei fleiri en sex manns. Hver hópur hittist viku- lega frá 18.00 til 21.00 í níu vikur samfleytt, en þess má geta að nám- skeiðið kostar 20.500 krónur. Við hjónin erfðum sex borð-stofustóla eftir tengdafor-eldra mína sem hafa verið í notkun á mínu heimili undan- farin ár. Þeir eru mjög illa farn- ir, bæði sprungnir og farnir á límingunum, svo ég ákvað að gera þá upp. Ég er búin með tvo stóla og er nú með þann þriðja í klössun,“ segir Aðalheiður Helgadóttir, sem var upptekin við að dytta að stólunum á námskeiðinu. Hún vinnur á næturvöktum á skamm- tímaheimili fyrir fötluð börn. Stólarnir eru rúmlega hálfrar aldar gamlir, þeir eru úr beyki, og útskurður í stólbökum er úr birki þar sem mun auðveldara er að skera út í birki en beyki. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og hef verið að fikta við þetta af og til. Ég fór fyrst á námskeið hjá Námsflokkum Kópavogs fyrir um aldar- fjórðungi og teiknaði þá og smíðaði hringlaga borðstofuborð með renndri súlu niður úr því miðju og þremur löppum út úr henni. Þennan vetur smíðaði ég líka teborð á hjólum og hef auk þess verið töluvert í tréútskurði, sem ég hef líka haft mjög gaman af.“  STÓLAR|Aðalheiður Helgadóttir Erfðum sex stóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalheiður: Fær leiðsögn hjá Þórhalli Hólmgeirssyni kennara. Á S P R E N T Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda til 25. febrúar (nema annað sé tekið fram) eða meðan birgðir endast. Nettó Akureyri - Akranesi - Mjódd - Salavegi Kópavogi 400gr Fyrir sprengidaginn! &baunirSaltkjötFrá99,-kr/kg 99,- 39,- Rófur Laukur Sellery 299,- kr/kg Búrfells saltkjöt 99,-Blaðlaukur 49,- kr/kg 69,- kr/kg 99,- kr/kg 169,- kr/kg Nú erég aðláta gamlan draum rætast. Það er alltaf eitthvað af gömlum hús- gögnum í kring- um mann og hefur mig lengi langað að læra að gera þau upp,“ segir Soffía Ingi- björg Guðmundsdóttir, sem er starfsmaður á launadeild Landspítalans. „Mamma notaði skápinn, sem líklega er um 100 ára, undir dótið sitt þegar hún var að alast upp, en frá því að ég man eftir mér hefur þessi skápur staðið ónotaður í sömu geymslunni. Lík- lega hefur skápurinn nokkrum sinnum verið gerður upp. Hann var grænmálaður og hef ég hugs- að mér að mála hann á ný í sams konar lit.“ Soffía gerir ráð fyrir að finna skápnum stað vestur í Dölum, í sumarbústaðnum sem bráðum verður tilbúinn. Hann myndi passa fínt undir bollastellið. Hún segist aldrei hafa komið nálægt smíði, en hafi svolítið verið að dunda sér við að gera upp, barna- rúm, borð og sitthvað fleira, en sig vanti að fræðast meira um efn- isval, áhöld og réttu handtökin. Námskeiðið sé til þess góður vett- vangur auk þess sem frábært sé að tilheyra þessum fámenna, góð- menna og skemmtilega hópi.  SKÁPUR|Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir Mamma átti dótaskápinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Litskrúðugt: Soffía hyggst mála skápinn grænan .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.