Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allir þurfa félagsskap Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Sýnd kl. 6. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents f f i t t t Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Allir þurfa félagsskap Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. SV MBL 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna kl. 5 og 9. Yfir 92.000 gestir Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Fréttablaðið SV Mbl. ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40. ÓHT Rás2 Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum textaSýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. BÆJARBÍÓ, Hafnarfirði Íslenska kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni verður sýnd í kvöld og á laugardag. Þráinn Bertelsson gerði þessa fyrstu bíómynd sína og frumsýndi 1981 eftir ástsælum barnabókum Guðrúnar Helgadóttur. Miðasala er opnuð hálf- tíma fyrir sýningu. Miðaverð er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitirnar Lokbrá og Noise kl. 21.00. Frítt inn. JÓN FORSETI Annað hálfsmán- aðarlega ljóðakvöld ljoð.is verður haldið í kvöld. Sem fyrr fer húllið fram á Jóni forseta, Aðalstræti (þar sem áður var Vídalín og enn áður Fógetinn). Eftirtalin skáld munu lesa úr verkum sínum: Árni Ibsen, Garðar Baldvinsson, Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir, Ómar Sig- urjónsson og Sigurbjörn Þorkelsson. Dagskráin hefst kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hægt er að rifja upp Jón Odd og Jón Bjarna í Bæjarbíói í kvöld. JAMIE Kennedy leikur rapparann B-Rad í myndinni Hrappur í Malibu (Malibu’s Most Wanted). Bara þessi setning segir manni það að um er að ræða gamanmynd og það vel fárán- lega. Fyrir það fyrsta gæti enginn með þetta virðulega og sögufræga eftirnafn virkað trúverðugur sem ill- skeyttur rappari. Reyndar á um- ræddur Kennedy ekkert skylt við forsetafjölskylduna. Svo erum við í ofanálag að tala um sama Jamie Kennedy og er stjarnan í þáttum kenndum við hann sem sýndir hafa verið á SkjáEinum við talsverðar vinsældir. Þar gerir gaurinn at í gangandi vegfarendum íklæddur ýmsum gervum og í Hrappur í Mal- ibu mætti segja að hann sé að gera at í áhorfendum. Þar leikur hann forríkan og dekraðan pabbastrák sem býr í einu af fínu hverfunum í Los Angeles. Samt sem áður hagar stráksi sér eins og hann hafi alið manninn í versta fátækrahverfinu, versti hrappurinn á svæðinu með til- heyrandi stælum, klæðaburði og málfari. Hann á nefnilega þann draum æðstan að verða heitasti rappari í heimi og notar listamanns- nafnið B-Rad. Þetta fer náttúrlega óendanlega í taugarnar á pabba, sem er virtur pólitíkus í framboði. Til að kenna drengnum lexíu ákveður karlinn ásamt kosningastjóra sínum að ráða tvo leikara til að þykjast vera hrapp- ar sem ræna honum og fara með hann í alræmdasta hrappa- hverfi borgarinnar. Hrappur í Malibu kom út á myndbandi og mynddiski í gær. Önnur athyglisverð mynd sem frumsýnd er á mynd- bandi í vikunni er Laurel Canyon þar sem Frances McDormand (fékk Óskar fyrir Fargo) leikur tón- listarkonu af hippakyn- slóðinni sem lifir frjáls- legu lífi sem er syni hennar, leikinn af Christian Bale (Americ- an Psycho), ekkert að skapi. Myndin hefur hlot- ið áberandi fína dóma er- lendis og þykir McDorm- and standa sig betur en nokkru sinni áður. Fleiri spennandi myndir koma út í þessari stóru myndaviku en alls koma 12 myndir út í vikunni. Nægir þar að nefna hina mögnuðu Adam (Young Adam) sem sýnd var á bresku kvikmyndahátíð- inni á dögunum en þar fer Ewan McGregor á kostum. Einnig kemur út í fyrsta sinn hér á landi hin um- deilda Syndaaflausnin (Sin Eater) með Heath Ledger. Myndin hét The Order þegar hún var sýnd vestra en þar sýndu gagnrýnendur henni enga miskunn og settu hana út af sakra- mentinu þrátt fyrir að hún sé gerð af hinum margverðlaunaða leikstjóra og handritshöfundi Brian Helge- land. Þá ber að nefna nýja á mynd- bandi gamanmyndina Skilnaðinn (Le Divorse) með Kate Hudson og Naomi Watts. Ekki má svo gleyma Kofakvillanum (Cabin Fever), hroll- vekjunni sem átti upptök sín á Sel- fossi en hún kemur út á fimmtudag, líkt og teiknimyndin um Grísla og vini hans í Hundraðekruskógi. Heimskur hvítur karlmaður                                                          !"   !"   !" #   $  #   $   $  #  #    !" #    !"   !"   !" #   $  #   $    !" % &   % &   &   % % &   &   % % &   % % &   &   &   % % &                          !  "#       $  % " % &'   (  )  * $ *     % " (   * $ % (+, * $  -%$      . /! 0 (     Í Malibu’s Most Want- ed gerir Jamie Kennedy gys að firrt- um heimi hipp- hoppsins. Jamie Kennedy leikur rapparann B-Rad í Malibu’s Most Wanted NORAH JONES/ Feels Like Home Sumir myndu segja hana við sama heygarðshornið og hver láir henni það eftir að hafa hitt svona svaka- lega í mark með sinni fyrstu plötu, Come Away With Me. En við nánari grennslan kemur á daginn að það er nokkur munur á plötunum. Sú nýja er nefnilega tölu- vert blúsaðri og sveitastemmningin meiri ef eitthvað er á kostnað djass- ins. Það og ennþá frekari þroski ger- ir að verkum að hún er farin að minna á gamalreyndar söngkonur á borð við Bonnie Raitt og K.D. Lang, og þar er sko ekki leiðum að líkjast. En þrátt fyrir þessar breyttu áherslur er stemmningin viðlíka ró- leg og á Come Away With Me, þæg- indin hin sömu og rödd Noruh ennþá hreint ómótstæðileg. Þá er fínt að hún hefur fjarlægst aðeins þennan kaffihúsadjass og er farin að þreifa á einhverju sem meiri töggur eru í og vegur þar þungt prýðilegur raf- magnsorgelleikur hennar sem er eins og rauður þráður á plöt- unni. Skarphéðinn Guðmundsson Erlendar plötur … POPPPÖNKBANDIÐ Busted frá Bretlandi fór beinustu leið í efsta sæti smáskífulistans þar í landi með lag sitt „Who’s David“ eftir að hafa unnið tvenn verð- laun á nýaf- staðinni Brits- verð- launahátíð. Hátíðin gaf fleiri lista- mönnum inn- spýtingu. Fimm ára gömul safn- plata með Duran Duran, sem fengu heiðursverðlaun á hátíðinni, kemur inn á breiðskífulistann og The Dark- ness, sem sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni, tók stökk um sautján sæti og situr nú í fimmta sæti með plötu sína Permission to Land, sem er plata ársins skv. Brits … Veruleikaþátt- urinn Stóri bróðir eða Big Brother hefur nú innreið sína í Arabalönd. Þátturinn gengur út á að hópur fólks býr saman í húsi í tilsettan tíma. Sjónvarpsmyndavélar fylgjast með fólkinu dag og nótt og líkt og í Strandaglópum stendur að lokum einn sigurvegari eftir. Búið er að sér- smíða hús á eyjunni Amwaj í Bahrain og eru keppendur tólf. Á meðal kepp- enda er karatekennari frá Kúveit, salsadansari frá Jórdaníu, leikkona frá Bahrain og tónlistarmaður frá Írak. Ein kona gengur um í hefð- bundnum klæðum arabískra kvenna (abaya). Í fyrsta skipti í sögu þátt- anna eru aðskildir svefnskálar fyrir konur og karla og auk þess er bæna- herbergi … Naomi Campbell og rapparinn vinsæli 50 cent eru að skjóta sig saman um þessar mundir. Heimildir segja að parið hafi verið í faðmlögum á næturklúbbnum NYT í London og hafi látið eins og ástfangnir unglingar. Þegar leið á nóttina fóru þau saman á Landmark- hótelið og dvöldu þar drykklanga stund. 50 cent og Camp- bell eru bæði á lausu eins og stendur. Naomi var sagt upp af tískujöfrinum Matteo Marzotto á dögunum og 50 cent er nýhættur með Vi- vicu Fox, sem síðast sást í mynd Quent- ins Tarantino, Bana Billa. Er nýtt ofurpar að verða að veruleika? … FÓLK Ífréttum skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.