Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ B ókabíllinn sem maður sér öðru hverju sil- ast virðulega um götur Reykjavíkur mun vera gamall strætisvagn sem hefur fengið nýtt hlutverk og ekki síður göf- ugt. En einhvern tíma hefur sú hugsun vafalaust þótt skrítin að setja hjól undir bókasafn. Samt er þetta gömul hug- mynd, farandkennarar notuðu að vísu framan af aðra fararskjóta en gegndu lykilhlutverki í strjál- byggðu landi áratugum saman. Ljósmæður og héraðslæknar þurftu og þurfa enn í mörgum tilfellum að ferðast með þjónustu sína. En gerum við nóg af því að færa notendum þjónustuna í stað þess að láta þá elta hana uppi? Blóðbankinn er löngu búinn að uppgötva hjólið. En vanafestan ræður því að mörgum finnst að byggð sem ekki ræður yfir naglföstu banka- útibúi sé varla svipur hjá sjón. Erfitt er samt að sjá rökin fyrir því að starfsemin þurfi að vera til staðar alla virka daga, fæst þurfum við til dæmis að fara í banka daglega. Væri ekki ráð, nú þegar bankarnir eru sammála um að fækka þurfi útibúum vegna þess að einingarnar bera sig ekki, að setja hjól undir þau? Bankabíll er ekki fjarstæðu- kenndari en bókabíll og myndi kosta langtum minna í rekstri en hefðbundið útibú. Að sjálfsögðu viljum við frekar að allt sé innan seilingar og alltaf á staðnum, það er þægilegra. Ég nota fjarstýringu á sjónvarpið til að þurfa ekki að standa upp. En draga þarf raunsæ mörk. Ekki geta verið leikhús og háskóli í hverju plássi, sumir hlutir eru einfaldlega þess eðlis að allir við- urkenna að of dýrt og óhag- kvæmt sé fyrir samfélagið að láta alla njóta náins sambýlis við þá. Menn verða að velja og hafna. Við höldum okkur við það sem við þekkjum og aðrir gera án þess að niðurstaðan sé alltaf skynsamleg. Svona hefur þetta alltaf verið, ekki satt? Þá hlýtur það að vera rétta leiðin. Eitt af því sem hlýtur að orka tvímælis í ríkisrekstrinum er sendiráða- væðingin mikla. Auðvitað er gaman að þeirri áráttu okkar að neita helst að viðurkenna að við séum smáþjóð en hún má ekki taka af okkur öll ráð. Getur verið að Íslendingar séu ef til vill of fá- ir til að halda uppi utanríkisþjón- ustu sem hafi til viðmiðunar um- svif margfalt fjölmennari þjóða? Einhvers staðar verður að setja mörkin og okkur er orðið ljóst að það mun ekki gerast í ráðuneyt- unum sjálfum. Þar ríkir ekki kostnaðarvitundin, sem alltaf er verið að leggja áherslu á í ræð- um leiðtoganna. Í staðinn er haldið áfram að tala um sendiráð eins og þau séu sjálfur grund- völlurinn að velmegun þjóð- arinnar og ímynd hennar út á við. Þorri starfsmanna í sendiráð- unum er ágætis fagfólk sem vill vel en þörfin fyrir þessar tákn- rænu stofnanir er vægast sagt afstæð og sennilega gætum við auðveldlega komist af með tvö til þrjú. Sendiráðsmaður sem tæki upp á því að efast sjálfur um nauðsyn útþenslunnar fengi þó líklega svipaða útreið og prestar sem klæmast í stólnum, þeir missa hempuna. Að sjálfsögðu er skiljanlegt að fólk sem hefur lært erlendar tungur og fleira sem að gagni kemur í alþjóða- samskiptum vilji fá að nýta kunnáttuna einhvers staðar og fá fasta vinnu. Svo er líka gaman að búa í útlöndum, allavega sumum þeirra. Málið er bara að við skattgreiðendur þurfum að borga fólkinu kaup og utanríkisþjón- ustan kostar okkur nokkra millj- arða á ári. Rökin að þjóð sem ekki reki sjálfstæð sendiráð um allan heim hljóti að verða algert olnboga- barn í alþjóðasamskiptum halda ekki vatni. Víða eru stærri þjóðir en við, þ. á m. Danir, farnar að skera niður fjárveitingar til þess- ara hluta, þrátt fyrir kvalaóp sendiráðsmanna. Danskir ráða- menn eru farnir að sjá að sjálf- stæði þjóðar felst ekki eingöngu í ytri táknum og því að slá um sig. Varla dettur nokkrum í hug að við eigum að hafa sendiráð hjá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, sem eru um 190. Þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að setja spurningamerki við þessa stanslausu fjölgun íslenskra sendiráða. Við gætum vafalaust samið við öflugri vinaþjóðir um að fá að nota svolítið horn í þeirra sendi- ráðum fyrir lágt gjald þegar við þurfum að láta okkar fólk sinna þar erindi. Mörgu öðru og beisk- ara höfum við þurft að kyngja vegna mannfæðarinnar. Sendiráð í nútímaskilningi eiga sér nokkurra alda sögu og gerðu lengi mikið gagn, þar gátu ráða- menn aflað sér upplýsinga um hagi annarra þjóða á tímum hægfara seglskipa og hestvagna. Leynilegar skýrslur sendiherr- anna frá fyrri öldum eru oft for- vitnileg lesning. En nútíma- samgöngur, fjarskipti og fjölmiðlun hafa breytt miklu og draga úr þörfinni á fastri búsetu sendimanna. Oftast væri skyn- samlegra að láta duga ólaunaða heiðurskonsúla í umræddum ríkjum. Þeir skreyta sig með titli sem kostar okkur nánast ekki neitt. Stundum er sagt að óhjá- kvæmilegt sé að koma upp fleiri sendiráðum vegna þess að brýnt sé að rækta viðskiptasambönd í löndum sem muni með tímanum verða mikilvæg fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki. Ýta verði undir útrásina, finna nýja mark- aði. En eru stjórnmálamenn hæf- ustu mennirnir til að meta það hvar helst leynist tækifæri, hvort það er í Japan, Kína eða Mexíkó? Ef það er rétt að útflutnings- fyrirtækin þurfi svo mjög á þjón- ustu sendiráðanna að halda getur ekkert verið því til fyrirstöðu að þau kosti reksturinn. Kominn er tími til að bjóða þeim það en ef þau hafna boðinu er nærtækast að álykta að þeim finnist þetta óþarfi. Og þá er jafnmikill óþarfi að skattgreiðendur séu að borga fyrir allar þessar dýru stofnanir. Sendiráð á Júpíter Í staðinn er haldið áfram að tala um sendiráð eins og þau séu sjálfur grund- völlurinn að velmegun þjóðarinnar og ímynd hennar út á við. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Selma Kristian-sen var fædd á Seyðisfirði 28. apríl 1917. Hún andaðist á líknardeild Landspít- ala í Landakoti 11. febrúar síðastliðinn. Selma var þriðja barn hjónanna Mattíu Þóru Þórðardóttur, f. 1883, d. 1967, frá Haga í Holtum í Rangárþingi, og Jen- tofts Kornelíusar Kristiansen, f. 1879, d. 1943, frá Narvík í Noregi. Eldri systkini Selmu voru Klara hárgreiðslu- meistari, f. 1910, d. 1987, og Gúst- af Rolf pípulagningameistari, f. 1915, d. 1991, kvæntur Bergþóru Pálsdóttur, d. 1979. Yngri voru Baldur Ingolf, pípulagningameist- ari, f. 1919, d. 1975, kvæntur Steinunni Kristiansen, og Trú- mann, skólastjóri, f. 1928, kvænt- ur Birnu Frímannsdóttur. Eiginmaður Selmu var Jón Að- alsteinn Jóhannesson kennari, f. 29. júní 1914, d. 10. október 1995. Þau byggðu sér heimili á Tómas- arhaga 23, þar sem þau bjuggu til ævi- loka. Að loknu skyldu- námi á Seyðisfirði lauk Selma Kvenna- skólaprófi í Reykja- vík 1936, íþrótta- kennaraprófi 1940 og handavinnukenn- araprófi 1946 auk þess sem hún sótti fjölda námskeiða hérlendis og erlend- is. Íþróttir kenndi hún við barnaskól- ann á Seyðisfirði, Laugarnesskóla, Skildinganes- skóla, Íþróttaskóla Jóns Þorsteins- sonar en lengst af í Melaskóla, frá 1946 til 1969, þar sem hún kenndi einnig handavinnu fyrsta árið. Auk þess kenndi hún víða sund á sumarnámskeiðum. Selma kenndi einnig öldruðum sund og leikfimi fram á áttræðisaldur. Auk þessa var hún mikilvirk hannyrðakona. Selma Kristiansen verður jarð- sungin frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarð- sett verður í Fossvogskirkjugarði. Í huga piltsins var Selma alltaf þarna, eins og Eyjafjallajökull eða Hekla sem blöstu við af Suður- landsundirlendinu. Stundum minnti hún þó frekar á Geysi. Þegar Hvolsskólafjölskyldan hélt í bæjarferð voru áfangastaðirnir bara tveir, Digranesvegurinn og Tómasarhaginn. Það var spennandi að fara niður í fjöru eða á leikvöll- inn en einhvern veginn fannst krökkunum þau aldrei verða að fara út til þess að finna sér eitthvað skemmtilegt við að vera, það var nóg að skoða inni. Eitt sumarið kom Knut frændi frá Narvík og Selma og Jón fóru í langferð með hann um Norðurland og allt til Seyðisfjarðar. Pilturinn fékk að fljóta með og þar fékkst fyrsta reynslan af tungumáli sem átti eftir að koma meira við sögu síðar meir. Tíminn leið, pilturinn fór í heima- vistarskóla og svo var komið að menntó. Ekki kom annað til greina hjá Selmu og Jóni en að bjóða her- bergi, húsnæði og fæði. Á heimilinu voru keypt tvö dag- blöð, Morgunblaðið og Tíminn. Selma keypti Moggann en Jón Tím- ann og þegar Jón dó 1995 var áskriftinni að Tímanum sagt upp. Það gekk mikið á í framhalds- skólum landsins á þeim árum og sumt hafði með námið að gera. Ný áhrif flæddu yfir, pilturinn varð síðhærðari en góðu hófi gegndi og gekk jafnvel um með tagl. Selma kímdi og Jón varð íbygginn á svip en engar kvikind- islegar athugasemdir skutu göt á sjálfstraustið. Ótrúlega oft var hægt að finna bækur í hillum þeirra hjóna sem komu að góðum notum í náminu. Oscar Wilde og Káinn voru í háveg- um hafðir og listaverkabækur vöktu forvitni. Á veggjum héngu listaverk af öllu tagi og sum þeirra hanga þar vísast enn. Ein styttan hafði ein- hvern tímann verið að þvælast fyrir svo hún féll í gólfið og brotnaði en brotunum var ekki hent. Nei, Selma fékk Jón til að líma styttuna saman og spartla og úða með gulllakki og enn stendur hún sem ný á sínum stað þótt ekki sé víst að allir þekki söguna að baki. Og það varð pilt- inum gott veganesti að búa á þessu menningarheimili víðsýnna hjóna sem höfðu skilning á því að ekki leita alltaf allir í sömu átt. Pilturinn leitaði svo eitt árið í austurátt í jólafrí með góðum vini og sneri heim með norska stelpu. Henni var tekið af sömu ljúf- mennskunni og öðrum og ekki er laust við að það megi þakka Selmu og Jóni að hún er hér enn. Og allt í einu eru liðnir þrír ára- tugir þar sem Selma hefur alltaf verið fastur punktur í tilverunni og haldið saman þessum sundurleita hópi afkomenda föður hennar frá Noregi og móður af Suðurlandi. Hún var óþreytandi við að hafa samband við norsku ættingjana og segja þeim frá íslensku ættkvísl- inni. Alltaf þegar einhverjir þeirra komu til Íslands var slegið upp stórveislu á hóteli og öllum í ættinni var boðið, börnum jafnt sem full- orðnum. Stundum er sagt að mun- urinn á ættingjum og vinum sé sá að vinina velji maður sjálfur en Selmu tókst að sýna ættingjum sín- um og sanna að það er hverjum manni nokkurs virði að vita að eng- inn er eyland. Nú er stórbrotin kona kvödd hinstu kveðju og þeir sem þekktu hana vita að enginn kemur í hennar stað. Aldrei. Blessuð sé minning hennar. Matthías Kristiansen. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (D. Stef.) Selmu, mágkonu minni og vin- konu, þakka ég órofavináttu frá upphafi kynna okkar. Guð varðveiti hana. Birna. Selma föðursystir mín lifði við- burðaríkara lífi en margir af hennar kynslóð. Hún menntaði sig bæði á Íslandi og erlendis og ferðaðist víða. Sem barn heyrði ég af Selmu og Jóni manni hennar í Suðurlönd- um, sá mynd af henni á úlfalda með píramída í bakgrunni og fékk jóla- gjöf sem var keypt í sjálfri Bethle- hem. Í bókasafninu þeirra var fjöldi bóka um fjarlægar slóðir og fram- andi menningarheima sem kveiktu útþrá í litlum krakka. Selma var skarpgreind og fróðleiksfús og taldi fátt sér óviðkomandi. Allt fram á síðasta ár fylgdist hún vel með þjóðfélagsumræðunni og hringdi gjarnan á kvöldin til að spjalla um tiltekna frétt eða til að leita eftir skýringu á einhverju atriði. Eftir að hún hætti í fullu starfi sem íþrótta- kennari hellti hún sér út í handa- vinnu, prjónaði m.a. lopapeysur í hundraðatali auk þess sem hún fór til Danmerkur og lærði svæðameð- ferð sem fjölskyldan og aðrir nutu góðs af. Jón var völundarsmiður og myndlistarkennari og höfðu þau bæði áhuga á listum, stunduðu sýn- ingar og þöktu veggina hjá sér með myndlist. Selma og Jón eignuðust ekki börn en sinntu börnum systkina sinna því betur. Þar sem foreldrar mínir bjuggu úti á landi fékk fyrst bróðir minn og síðan ég að búa hjá þeim meðan við gengum í mennta- skóla í Reykjavík og áttum við síð- ar, svo og systur okkar, alltaf inn- hlaup hjá þeim og margvíslega aðstoð trygga. Þau voru góðir fóst- urforeldrar, sýndu mér traust, höfðu áhuga á vinum mínum og veittu stuðning þegar á þurfti að halda. Selma var hins vegar ekkert að reyna að ala mig upp, það að ég man, nema þá helst pólitískt sem gekk frekar illa. Margt var rökrætt og oft laumaði þá Skagfirðingurinn Jón inn einstaka framsóknar- mennsku, ýmist til að lægja eða ýfa öldurnar meðan hann tróð glottandi í pípuna. Selma lét sér sjaldan leiðast, og eftir að Jón dó og meðan hún hafði heilsu til nýtti hún sér félagsmið- stöðvar aldraðra þar sem hún spil- aði bridge og bæði stundaði og stjórnaði leikfimi. Eins var hún dugleg við að heimsækja frænd- garðinn og kíkti oft til okkar á Digranesveginn til að fylgjast með ungviðinu og almennri framvindu mála. Selmu var umhugað um fjöl- skylduböndin, hélt sambandi við ættingjana í Noregi og með því að halda veislur og boð við ýmis tæki- færi sá hún til þess að við systk- inabörnin hennar þekkjumst flest ágætlega í dag. Það er ómetanleg gjöf. Gengin er góð kona sem átti tryggan sess í hjörtum margra. Blessuð sé minning hennar. Málfríður Klara Kristiansen. Selma frænka, nafna mín, er lát- in. Minningar hrannast upp. Meðal annars frá þeim tíma er ég var nemandi í Austurbæjarskóla. Þá var Selma hætt að kenna leikfimi en var kölluð til sem prófdómari. Ég var mjög hreykin af því að nafna mín og föðursystir gegndi þessu hlutverki. Bar alltaf mikla virðingu fyrir henni, fannst hún svo blátt áfram og klár. Selma var hjálpleg og í herbergi á Tómasarhaganum hafði hún að- stöðu til þess að taka fólk í svæð- anudd. Tók mig í meðferð hjá sér og í framhaldi af því bauð hún mér í nálastungur. Þetta sýnir að hún var ófeimin að fara óhefðbundnar leiðir til þess að aðstoða samferðafólk sitt. Spaugileg atvik hafa átt sér stað þegar fólk hefur farið línuvillt í símaskránni og hringt í nöfnu mína. Af þeim misskilningi hafa oft spunnist langar og skemmtilegar samræður og aðilar beggja vegna símalínunnar kátari og upplýstari fyrir vikið. Selma ferðaðist víða um heiminn ásamt eiginmanni sínum Jóni Jó- hannessyni og mátti sjá merki þess á heimili þeirra. Hlutir frá framandi löndum vöktu forvitni þeirra er þangað komu. Veislur voru haldnar og boðið upp á mat og drykki er ekki voru algengir á borðum Íslend- inga á dögum innflutningshafta og skömmtunar. Enda var Selma mikil andstæðingur hafta og sterkur mál- svari frjálsra viðskipta og frelsis. Hún var ófeimin að taka þátt í rök- ræðum og naut sín best þegar hressilega var tekist á um málefnin. Selma var mikil fjölskyldukona, þótti vænt um átthagana á Seyð- isfirði og norskar rætur. Hélt hún tengslum við ættmenni í Noregi og blés ávallt til veislu ef einhverjum þeirra hugnaðist að heimsækja Ís- land. Síðustu mánuðina tókst hún á við erfið veikindi. Selma kvartaði aldrei en viðurkenndi að hún væri orðin þreytt. Selma Kristiansen var skínandi fulltrúi þeirrar kynslóðar er stóð SELMA KRISTIANSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.