Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. sími. 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 smíðar, kl. 20.30 línu- dans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans, kl. 15 boccia. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handavinna og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustofa 9–16.30, leikfimi kl. 10– 11, verslunarferð kl. 12.40, bókabíllinn kl. 13.15–13.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 söng- og harmónikkustund. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur, spil og bók- band, kl. 16–17 leikfimi og jóga, kl. 16 spænska. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leir kl. 10, kínversk leikfimi kl. 12, karlaleikfimi og málun kl. 13, tréskurður kl. 13.30. Lokað í Garða- bergi, opið hús í Kirkjuhvoli. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, frjáls prjónastund, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, saumur og billjard 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði kl. 10. Söngvaka kl. 20.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan opin, kl. 13 bridskennsla. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, kl. 13 og kl. 15. línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun fundur í Miðgarði kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og leikfimi, kl. 13 handmennt og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin, kl. 13–16 keramik, taumálun og föndur, kl. 15 bókabíll- inn. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Íþróttahátíð aldr- aðra er á miðvikudag- inn, öskudag, kl. 14–16 í íþróttahúsinu við Aust- urberg. Félag eldri borgara í Gjábakka. Brids kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 Uno. ITC Harpa. Fundur í kvöld kl. 20 á þriðju hæð í Borgartúni 22, ræðukeppnisfundur. Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni. Aðalfundurinn er í Norræna húsinu kl. 16 miðvikud. 25. febrúar. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Opið hús í kvöld kl. 20.30 í sal fé- lagsins, Álfabakka 14a. Kvenfélag Hringsins, Hafnarfirði. Aðalfundurinn verður fimmtud. 26. febrúar. í Slysavarnahúsinu, Hjallahrauni 9. Kvenfélagið Fjallkon- urnar. Aðalfundurinn verður þriðjud. 2. mars kl. 20 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Átak – félag fólks með þroskahömlun heldur fund um málefni seinfærra foreldra í dag kl. 20–23 í Hinu húsinu. Í dag er þriðjudagur 24. febrúar, 55. dagur ársins 2004, sprengi- dagur, Matthíasmessa. Orð dags- ins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21.)     Margrét Leósdóttirmælir fyrir auknum einkarekstri í heilbrigð- isþjónustu á vefritinu Tík- inni.     Margrét segir það mis-skilning að einka- rekstur leiði til mismun- unar notenda heilbrigðis- þjónustu eftir efnahag, enda myndi hið opinbera eftir sem áður greiða fyrir þjónustuna. Reksturinn yrði hins vegar boðinn út og ríkið veitti þeim umboð til rekstursins sem byði bestu þjónustuna á við- unandi verði. Segir hún aukinn einkarekstur hafa ýmislegt jákvætt í för með sér. „Einkarekstur innan heilbrigðisþjónustunnar myndi auka fjölbreytni á atvinnumarkaði heilbrigð- isstarfsmanna hér á landi. Í dag starfa t.d. hundruð íslenskra lækna erlendis, meðal annars vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á að starfa hjá hinu op- inbera. Með því að greiða götu einkareksturs í geir- anum myndi atvinnutæki- færum fjölga, störfin yrðu fjölbreyttari og áhuga- verðari og myndi það von- andi lokka fleiri vel menntaða heilbrigð- isstarfsmenn heim til landsins. Fullyrðing sem oft heyrist um að allir góðu læknarnir myndu hverfa í einkageirann er því sennilega ekki rétt, þvert á móti, fleiri góðir læknar myndu koma heim til Íslands og úrvalið því verða enn betra en það er í dag.“     Margrét segir ekkiástæðu til að óttast að gæðasjónarmið víki fyrir gróðahagsmunum. „Hið opinbera ber ábyrgð á að sú heilbrigðisþjón- usta sem nauðsynleg er, sé í boði, og sé af bestu gæð- um. Heilbrigðisyfirvöld myndu sem áður sinna gæðaeftirliti, setja reglur um hvernig þjónustunni skuli háttað og hvaða kröfur þurfi að uppfylla. Ef rekstraraðilinn mætir ekki þessum kröfum, mun hann að sjálfsögðu ekki fá að annast þjónustuna.“     Margrét segir enn-fremur villandi að benda á bandaríska heil- brigðiskerfið sem víti til varnaðar hvað varðar einkarekstur, enda verði að taka með í reikninginn að þar hafi sjúkratrygg- ingakerfið líka verið einkavætt. Það hafi ekki komið til tals hér á landi.     Að lokum segir Margrét:„Heilbrigðisþjónusta er í eðli sínu samfélags- þjónusta, um það er ekki deilt. Vel skipulagður einkarekstur, á réttum stöðum innan heilbrigð- iskerfisins, undir gæðaeft- irliti heilbrigðisyfirvalda, myndi hins vegar án efa bæta aðgang að þjónustu, bæta gæði hennar og gæfi landsmönnum einnig auk- ið val um hvaðan þeir þiggja hana. Síðast en ekki síst væri hægt að spara töluverða fjármuni, ef rétt er haldið á spöð- unum.“ STAKSTEINAR Hræðsluáróður gegn einkarekstri Víkverji skrifar... Víkverji er nokkuð trúaður að upp-lagi þótt honum gangi illa að samþykkja kenningar trúfélaga um þetta og hitt. Hann hefur í raun aldr- ei hitt á trúfélag, hvorki kristilegt né „heiðið“, sem endurspeglar skoðanir hans og lífssýn. Þó hefur Víkverji nokkuð góða yfirsýn yfir sögu kristninnar og fræði þau er snerta þau trúarbrögð, enda var hann alltaf toppnemandi í kristinfræðinni í grunnskóla, eða þar til gagnrýnin hugsun náði loks í skottið á honum á menntaskólaárunum. Margir, jafnt stórir sem litlir, í þessum heimi virð- ast hafa horn í síðu gagnrýnnar hugsunar og líða það illa þegar fólk dirfist að setja spurningamerki við þessa og hina „staðreyndina“. Fyrir Víkverja vefjast stundum stað- reyndir eins og óvéfengjanleg arð- semi stóriðju og gríðarlegur þjóð- félagslegur ábati fyrir samfélagið af hennar völdum, að kristið siðferði sé órjúfanlegur hluti vestrænnar menningar, samfélags og siðfræði og að besta leiðin til að stöðva hryðju- verkamenn sé fólgin í endalausum stríðsrekstri og múrum manna á milli. Víkverji hefur aldrei skilið hvað er svona sjálfsagt við þessar „staðreyndir“ en vitaskuld er hann bara fávís sveitastrákur. Það veldur því Víkverja nokkru hugarangri þegar menn úti í heimi fara að atast út í bíómynd um písl- argöngu frelsarans og fara að rífast um hverjir beri ábyrgð á dauða hans, eins og það skipti einhverju máli, tvö þúsund árum eftir glæpinn. Nú hefur Víkverji alltaf staðið í þeirri trú að Kristur hafi dáið fyrir syndir mannkyns og dauði hans hafi verið ákveðinn af sjálfum skap- aranum, sem hugðist þannig fyr- irgefa öllu mannkyninu um ævar- andi tíð með glæsibrag. Þetta snilldarbragð heppnaðist þó ekki betur en svo að nú sitja menn enn, tvö þúsund árum seinna, og í stað þess að elska hver annan og faðma og fagna yfir dásemd fyrirgefning- arinnar, eyða þeir kröftum sínum í að varpa ábyrgðinni á dauða (og um leið upprisu) frelsarans hver yfir á annan. Var það ekki tilgangur veru Jesú Krists hér á jörð að deyja fyrir mannkynið og síðan rísa upp frá dauðum til þess að hreinsa burt syndir mannkyns? Hvers vegna er þá allt þetta fólk að skammast yfir því? Ættum við ekki að gleðjast yfir fórnfýsi hans og fyrirgefningu? Nei takk. Þess í stað rífst fólk eins og hundar og kettir, meiðir hvort annað og kallar ljótum nöfnum í fjölmiðlum og fordæmir kvikmynd sem það hef- ur ekki einu sinni séð, kvikmynd sem fjallar um löngu orðinn atburð sem virðist hafa verið skipulagður, fyrirséður og undirbúinn af sjálfu fórnarlambinu. En hvað veit Vík- verji sosum? Hann er bara hrekk- laus og fávís sveitastrákur. Frelsarinn dó fyrir syndir okkar, en samt höldum við áfram að rífast. Mikil er tækni nútímans LÆKNAVÍSINDUNUM fleygir fram. Í lok síðasta árs fór ég í aðgerð þar sem skipt var um augastein á öðru auga mínu. Ég var hættur að geta lesið Síma- skrána og hvað þá smærra letur. Aðgerðin tók stuttan tíma, aðeins tíu mínútur, sársaukalausar. Augun mín voru komin í gott horf. Ég átti strax eftir að- gerðina auðvelt með að lesa Símaskrána og allt smátt letur í blöðunum. Svo er tækninni fyrir að þakka. Augnlæknirinn sem framkvæmdi aðgerð- ina heitir Ingimundur Gíslason. Ég stend í mikilli þakkarskuld við lækninn og þjónustulið hans. Ingi- mundur segir langan bið- lista eftir aðgerð enda hef- ur hann aðeins einn dag í viku til þessara lækninga. Ég vildi óska þess að meira fé yrði lagt í þetta þarfa starf. Ég sendi Ingi- mundi augnlækni og öllu starfsfólki hans mínar bestu óskir um farsæld í störfum. Árni Helgason, Stykkishólmi. Ámátleg þúfa? HVERNIG í ósköpunum stendur á því að Morgun- blaðið lætur Arnar Eggert Thoroddsen skrifa um plötuna hans Ómars Ragn- arssonar? Maðurinn virðist ekki hafa nokkrar forsendur til þess að meta þá tónlist eða texta sem þar eru á ferð. Fyrir utan það að hann hefur enga yfirsýn yfir feril Ómars. Platan Ómar lands og þjóðar er áreið- anlega ekki gerð fyrir rappkynslóðina. Þetta ættu ritstjórar blaðsins að vita. Hvers vegna þá að láta einn slíkan fjalla um þetta? Enda kemst hann að þeirri niðurstöðu að Ómar eigi að gefa út rapp- plötu! Maðurinn sér ekki sam- hengið í ferli Ómars eða tónlist síðustu fjörutíu ára. Skilur ekki þýðingu Óm- ars fyrir íslensku þjóðina eða hvernig ást hans á landinu og verndun þess endurspeglast í textum hans frá síðari árum. Arnar segir að þessi út- gáfa geri engum gott! Hvers konar yfirlýsing er þetta eiginlega? Hrokinn og dónaskapurinn keyrir um þverbak í skrifum mannsins. Eitt lag þóknast honum, „sem kemur einna best út“, segir hann! Jú, og svo er annað til við- bótar sem „má hafa gagn af“. Svo finnst honum Óm- ar „alveg frábær gaur“! Á þetta að kallast tón- listargagnrýni? Og titill greinarinnar! Hver er þessi ámátlega þúfa? Það kemur ekki fram. Víst er að þetta eru ámátleg skrif manns sem ætti að gera annað, bara eitthvað ann- að, en skrifa tónlistar- gagnrýni. Morgunblaðið ætti að biðja Ómar afsök- unar á þessum misskiln- ingi. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 berja, 4 kría, 7 drengs, 8 kústur, 9 rödd, 11 vanda um við, 13 band, 14 minnast á, 15 brátt, 17 góðgæti, 20 skip, 22 eta, 23 reiður, 24 áann, 25 korns. LÓÐRÉTT 1 spjarar, 2 máltíðin, 3 sleif, 4 ójafna, 5 gengur, 6 ákveð, 10 hefja, 12 elska, 13 á húsi, 15 níska, 16 þvinga, 18 leiktækið, 19 meiðir, 20 hafði upp á, 21 glufa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skapmikil, 8 snark, 9 unnið, 10 kyn, 11 rofna, 13 niðja, 15 hatts, 18 snáði, 21 vik, 22 narti, 23 efinn, 24 sinnulaus. Lóðrétt: 2 klauf, 3 pakka, 4 Iðunn, 5 iðnað, 6 æsir, 7 iðja, 12 nýt, 14 inn, 15 hann, 16 Torfi, 17 svinn, 18 skell, 19 átinu, 20 inna. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.