Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 11 BRESK flugvallayfirvöld, British Airport Authorities, sem reka sjö flugvelli í Bretlandi áttu í gær viðræðufund í Reykjavík við full- trúa sex lággjaldaflugfélaga sem fljúga til Stanstedflugvöll við London frá heimalöndum sínum. Þeirra á meðal er Iceland Express og segir Ólafur Hauksson, talsmaður félagsins, að með þessu hafi flugvallayfirvöldin viljað kynna félögin hvert fyrir öðru og möguleika þeirra á að tengja leiðanet sín um Stansted. Hin flugfélögin eru pólska félagið Airpo- lonia, Germanwings og Air Berlin frá Þýska- landi, SkyEurope frá Slóvakíu, og norska fé- lagið Norwegian. Talsmaður flugvallarins segir að um flugvöllinn fari nú kringum 20 milljónir manna á ári og um 90% þeirra séu farþegar lággjaldaflugfélaganna. Með ýmsum aðgerðum megi án efa auka enn farþegafjölda félaganna, ekki síst með því að þau bendi far- þegum sínum á að nýta framhaldsflug hvert hjá öðru. Ólafur Hauksson sagði það áhuga- vert fyrir Iceland Express að hin félögin bentu farþegum sínum á Ísland sem ferða- möguleika og sagði hann lággjaldafélögin m.a. eiga það sameiginlegt að þeim hefði víða tekist að laða nýjan hóp farþega til að ferðast. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar sex lággjaldaflugfélaga áttu fund í Reykjavík ásamt fulltrúum breskra flugvallayfirvalda. Samstarf um Stansted- flugvöll rætt Fulltrúar sex erlendra lággjaldaflugfélaga þinguðu í Reykjavík í gær GUÐRÚN Frímannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnverndarnefndar Reykjavíkur, vísar alfarið á bug ummælum forsvarskvenna Fjöl- skylduverndar í Tímariti Morgun- blaðsins um helgina þar sem starfs- hættir nefndarinnar í umgengnismálum eru harðlega gagnrýndir. Fullyrt er m.a. að rétt- ur feðra til að umgangast börn sín sé svo sterkur að hann veiti í sum- um tilvikum feðrum rétt til að áreita barnsmæður sínar og börn svo árum skipti án afskipta barna- verndaryfirvalda. Haft er eftir ein- um af stofnendum Fjölskylduvernd- ar að mörg dæmi séu um að málstaður mæðra sé afbakaður og tekinn af þeim andmælaréttur. Að sögn Guðrúnar eru umgengn- ismál sem til nefndarinnar berast erfiðustu málin í kerfinu sem ekki hefur tekist að leysa hjá sýslu- mannsembættinu. „Ég get ekki tek- ið undir að við séum að sjá mörg dæmi þess að menn séu að áreita konur sínar í áraraðir. Það er algjör undantekning og þá erum við að tala um mjög veika einstaklinga. Það sem þessar konur eru oft að kvarta undan eru feður sem telja sig eiga rétt á að umgangast og þekkja börnin sín og þeim er mein- að það. Þessar konur koma hingað og tala um hvað þessir menn séu hræðilegir en þegar farið er ofan í saumana þá er þetta oft ansi mikið af alvarlegum fullyrðingum sem ekki er alltaf fótur fyrir. […] Það liggur hvergi fyrir staðfesting í sumum þessara mála að menn eigi að hafa verið börnunum sínum slæmir og gerst sekir um alls konar óhæfu sem er verið að bera upp á þá og er hvergi hægt að finna neinn fót fyrir nema ummæli þessara kvenna. Í þeim tilfellum fá mæð- urnar að sjálfsögðu ekki stuðning barnaverndaryfirvalda við að koma í veg fyrir rétt barnsins til að um- gangast feður sína,“ segir Guðrún. Hafa rétt til fundarsetu og fá greinargerðir með fyrirvara Að sögn Guðrúnar er fyrst reynt að ná samkomulagi milli foreldra um umgengni við börnin. Reynist enginn grundvöllur fyrir samkomu- lagi kynnir starfsfólk Barnavernd- arnefndar sér aðstæður foreldra og hittir börnin að máli. Rituð er greinargerð um aðstæður foreldra og þeim boðið að lesa drögin yfir og leiðrétta áður en hún er yfirfarin af lögfræðingi og framkvæmdastjóra Barnaverndarnefndar. Að sögn Guðrúnar er greinargerð tilbúin fimm sólarhingum áður en Barna- verndarnefnd fjallar um viðkomandi mál. Þá er fólki ævinlega boðið að mæta á fundi nefndarinnar og tjá sig um það sem fram kemur í grein- argerðinni og einnig að koma með viðbótarupplýsingar sé þess óskað. Ummæli foreldra eru síðan bókuð og þau send ásamt umsögn Barna- verndarnefndar til sýslumannsemb- ættisins sem kveður upp úrskurð um hvernig umgengni skuli háttað ef ekki liggur fyrir samkomulag. Guðrún vill að endingu árétta að Barnaverndarnefnd er umsagnar- aðili og allar ákvarðanir eru í hönd- um sýslumannsembættisins. Alvarlegar fullyrðingar sem ekki reynast vera sannar Framkvæmdastjóri Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur vísar gagn- rýni Fjölskylduverndar alfarið á bug VG fundar um jafnréttismál Kynbund- inn launa- munur fer vaxandi KYNBUNDINN launamunur fer vaxandi og ástæðan er m.a. sú að ákvarðanir á vinnumarkaði eru í auknum mæli einstaklingsbundnar. Þetta kom fram í máli Atla Gísla- sonar, hrl. og varaþingmanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á laug- ardag undir yfirskriftinni „Samræð- ur um jafnréttismál“. Atli kynnti frumvarp sem hann ásamt öðrum þingmönnum VG hef- ur lagt fram til Alþingis og kveður á um auknar heimildir Jafnréttisstofu til að krefja fyrirtæki um upplýs- ingar um launakjör starfsmanna í þeim tilgangi að sporna við kyn- bundnum launamun og tryggja að jafnréttisstefnu sé fylgt eftir. Atli benti á að launamunur milli karla og kvenna sé á bilinu 14–18% og „engin teikn á lofti um að hann sé á undanhaldi“. Samkvæmt frumvarpinu á Jafn- réttisstofa að fá heimildir til að krefja fyrirtæki um upplýsingar um laun karla og kvenna, svipaðar þeim heimildum sem Samkeppnisstofnun hefur til að krefja fyrirtæki um upp- lýsingar um verðlag. Brot á stjórnarskrá að borga konum lægri laun Í máli Atla á fundinum kom fram að brot á jafnréttislögum, til dæmis í því formi að greiða konum lægri laun en körlum, er brot á stjórn- arskrá. Brot á lögum um samkeppni sé hins vegar ekki stjórnarskrár- brot. Því sé jafnvel enn meiri ástæða til að Jafnréttisstofa hafi heimildir til að krefjast upplýsinga en fyrir Samkeppnisstofnun að fá upplýsingar um mál er hana varða. Hann sagði núverandi heimildir Jafnréttisstofu aðeins almenns eðlis en með frumvarpinu vilji þingmenn VG ganga lengra og veita stofnun- inni vald til að nálgast sértækar upplýsingar, t.d. um launamál, í ákveðna deild innan fyrirtækis en ekki bara í fyrirtækinu í heild. Hann sagði kærunefnd jafnréttismála ekki virka sem skyldi þar sem jafnan skorti sannanir. Drífa Snædal, varaþingmaður VG, fór yfir sögu jafnréttisbaráttu hér á landi. Hún sagðist telja margt hafa áunnist en að langt væri í land með að ná jafnrétti karla og kvenna. Hún benti á að ábyrgð á börnum og heimili væri enn á herðum kvenna. „ÞAÐ er alveg rétt að hluti af iðnaðinum er far- inn úr landi, það er bara staðreynd sem ekki verður horft fram hjá,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Á ráðstefnu Samfylkingarinnar um efnahagsmál á laugardag, sagði Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, að iðnaðurinn væri á hraðri leið úr landinu og að aðild að evrunni væri leiðin til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Samtök iðnaðarins telja einnig aðild að Evrópusamband- inu og upptöku evru bestu leiðina til að bæta markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja. Gengissveiflur erfiðar Iðnaður er um fimmtungur af vinnuafli, lands- framleiðslu og útflutningstekjum á Íslandi og segir Jón Steindór að langstærstur hluti iðnaðar- ins eigi í samkeppni við erlenda keppinauta, hvort sem það er við innflutning til landsins eða á erlendum mörkuðum. „Alþjóðavæðingin hefur gert það að verkum að samkeppnin harðnar og markaðirnir opnast. Þetta gildir um okkur líka og þá hafa þættir eins og sveiflur í gengi krón- unnar áhrif. Menn selja í einni mynt en útgjöldin eru í annarri,“ segir Jón Steindór. Hann nefnir að miklar sveiflur í gengi krón- unnar séu fyrirtækjum í útflutningi erfiðar. Frá árinu 2001 til dagsins í dag hafi 40% munur orðið á hæsta og lægsta gildi bandaríkjadals. Hæsta gildi var 110,65 krónur og það lægsta 67,45 krón- ur. „Þetta eru sveiflur sem maður ræður ekkert yfir sjálfur. Það sér hver heilvita maður að 40% sveifla í verðinu getur ekki verið góð, þannig að menn leita vars við þessu, t.d. með því að flytja starfsemina til útlanda,“ segir Jón Steindór og bætir við að það skipti minna máli hvort gengið sé hátt eða lágt þegar fyrirtæki kaupi og selji í sama gjaldmiðlinum. „En þegar þú ert sitt hvor- um megin með fæturna er svolítið erfitt að stíga ölduna,“ segir hann. Jón Steindór segir að ofsagt sé að iðnaður hér á landi sé að leggjast af, en mörgum af stærri iðnfyrirtækjunum hafi vaxið mjög ásmegin, þau séu með starfsemi í mörgum löndum og verði um leið viðkvæmari fyrir þessum sveiflum. Þau eigi auðveldara með að flytja starfsemina eða hluta hennar út, þegar þau teygi anga sína til margra mismunandi landa. Hann nefnir að lægri fram- leiðslukostnaður skipti einnig sköpum þegar menn ákveða að flytja starfsemi sína héðan. „Þegar þú leggur saman öll þessi atriði þá hugsa menn mjög alvarlega um að flytja sig um set. Þetta er alveg rétt hjá Gylfa [Arnbjörns- syni], ég held að þessi hætta fari frekar vaxandi en hitt.“ Sjávarútvegsfyrirtæki hafa í fjölmörg ár rekið verksmiðjur á erlendri grundu, en Jón Steindór nefnir að þó nokkur fyrirtæki hafi leit- að til Eystrasaltslandanna á síðustu árum, t.d. Nói-Síríus, Byko, Plastprent og Húsasmiðjan. Þá fari hluti af starfsemi Hampiðjunnar fram í Portúgal. „Það er engin launung á því að Samtök iðn- aðarins telja að besta vörnin við þessu sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Að auki eru vextir hér á landi háir, m.a. vegna þess að við erum með krónuna. Það er innbyggt að vextirnir verða alltaf hærri hér en í evrulandi,“ segir Jón Steindór. Samtök iðnaðarins staðfesta flótta iðnfyrirtækja frá Íslandi Evrópusambandsaðild og upptaka evru besta vörnin ♦♦♦ Alcoa fær umhverfisverð- laun í Iowa EIN af verksmiðjum Alcoa, sem hyggst reisa álver í Reyðarfirði, hlaut nýlega æðstu viðurkenningu sem yfirvöld Iowa-fylkis í Banda- ríkjunum veita fyrir árangur á sviði umhverfismála. Alcoa hefur á undanförnum tíu árum varið alls 70 milljónum dollara til að draga úr mengun í tengslum við starfsemi verksmiðjunnar, sem er nærri bænum Davenport við ána Mississippi og framleiðir unnar ál- vörur af ýmsu tagi. Í tilkynningu frá Alcoa segir að losun mengandi loft- tegunda vegna starfsemi verksmiðj- unnar hafi í heild minnkað um 94% á undanförnum áratug og vatnsþörf verksmiðjunnar hafi dregist saman um 97% á sama tímabili. Alcoa hefur í samstarfi við umhverfisstofnun Bandaríkjanna gert viðamikla út- tekt á verksmiðjunni í því skyni að greina hugsanleg vandamál og tryggja að framleiðslan uppfylli gildandi reglur og geti mætt kröfum framtíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.