Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 13 FRANSKI hægrimaðurinn Jean-Marie Le Pen var í gær útilokaður frá því að bjóða sig fram í hér- aðskosning- um í Suður- Frakklandi er dómari úrskurðaði að honum hefði ekki tekist að sanna að hann ætti lögheimili í héraðinu Province- Alpes-Cote d’Azur þar sem hann hugðist fara fram. Fram- bjóðendur áttu að tilkynna þátttöku sína í gær svo útlit var fyrir að ómögulegt yrði fyrir Le Pen að vera með í kosningunum 21. og 28. mars. Flokkur hans hafði því einung- is nokkrar klukkustundir til að finna nýjan frambjóðanda. Sprenging í kolanámu AÐ MINNSTA kosti átta manns létu lífið og 29 var saknað eftir að sprenging varð í kolanámu í Kína í gær. 37 manns voru við vinnu niðri í kolanámu við borgina Jixi í norðurhluta Heilongji- ang-héraðs þegar sprengingin varð. Aðstæður fyrir björgun- arfólk voru afar erfiðar, nánast ómögulegt var að komast inn í námuna þar sem hitinn þar var um 50 gráður á Celsíus og eiturgufur fylltu námagöngin. STUTT Le Pen útilokaður Jean-Marie Le Pen FULLTRÚAR Palestínumanna hófu í gær málflutning fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag vegna að- skilnaðarmúrsins sem stjórnvöld í Ísrael eru að reisa umhverfis heimastjórnarsvæði Palestínu- manna. Héldu þeir því fram að múrinn, sem Ísraelar kalla örygg- ismúr, ylli því að aldrei yrði hægt að stofna sjálfstætt ríki Palestínu- manna. Nasser al-Kidwa, sendiherra Pal- estínumanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sem flytur málið fyrir þeirra hönd, hóf mál sitt í gær m.a. með því að fordæma öll hryðjuverk – en í fyrradag biðu að minnsta kosti átta Ísraelar bana í sjálfsmorðsárás í Jerúsalem. Hann sagði hins vegar, skv. fréttavef BBC, að þegar öllu væri á botninn hvolft bæru ísraelsk stjórnvöld ábyrgð á slíkum ódæðum vegna þeirrar stefnu sem þau fram- fylgdu gagnvart Palestínumönnum. Ísraelsk stjórnvöld viðurkenna ekki úrskurðarrétt Alþjóðadóm- stólsins í þessu máli og því heldur enginn uppi vörnum af þeirra hálfu í réttarsal. Ísraelar hafa þó sagt að múrinn sé nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að palestínskir hryðju- verkamenn drepi ísraelska borgara. Það var allsherjarþing SÞ sem fór fram á að Alþjóðadómstóllinn í Haag ræddi tilurð múrsins. Er gert ráð fyrir að málflutningur fyrir dómstólnum taki þrjá daga en margir mánuðir munu síðan líða áð- ur en dómstóllinn fellir úrskurð sinn, geri hann það á annað borð. Víða róstusamt Bæði Palestínumenn og Ísraelar stóðu fyrir mótmælaaðgerðum í tengslum við upphaf málflutnings fyrir Alþjóðadómstólnum. Sendiráð Ísraels í Haag sá til að mynda um 3.500 Ísraelum, sem gengu fylktu liði framhjá húsakynnum dómstóls- ins, fyrir spjöldum þar sem komið hafði verið fyrir ljósmyndum af fórnarlömbum sprengjutilræða Pal- estínumanna. Í Abu Dis í Palestínu fór Ahmed Qurei, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hins vegar fyr- ir flokki manna sem gekk að átta metra háum múrnum og hrópaði slagorð gegn Ísraelsstjórn. Þá varpaði hópur barna og unglinga grjóti að ísraelskum hermönnum, sem svöruðu með því að skjóta gúmmíkúlum. Palestínumenn stóðu einnig fyrir mótmælaaðgerðum í Nablus, Jenín, Tulkarem, Betlehem og Hebron á Vesturbakkanum. Í Betlehem og Deir Al-Ghossum, nærri Tulkarem, beittu ísraelskir hermenn táragasi til að dreifa mannfjölda sem þar hafði safnast saman. ReutersPalestínsk kona heldur á lofti AK-47-riffli á mótmælafundi í Gaza-borg í gær um leið og hún hrópar slagorð gegn ísraelskum stjórnvöldum. Víða mótmæli vegna málflutnings í Haag Palestínumenn segja aðskilnaðarmúr Ísraela koma í veg fyrir að hægt verði að stofna sjálfstætt palestínskt ríki Reuters Gyðingar halda á lofti spjöldum með myndum af fórnarlömbum sprengju- tilræða í Ísrael fyrir framan húsakynni Alþjóðadómstólsins í Haag í gær. Abu Dis. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.