Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ópur fjárfesta og at- hafnamanna, sem hafa m.a. reynslu í uppbyggingu og rekstri tveggja stærstu verslunarmiðstöðva landsins, hefur lýst sig reiðubúinn að reisa um 7 til 15 þúsund fer- metra verslunar- og þjónustumið- stöð í miðborg Reykjavíkur sem tengjast myndi hinu nýja tónlist- ar- og ráðstefnuhúsi og hóteli, TRH, auk nýrra höfuðstöðva Landsbankans og fleiri bygging- um. Hugmynd þeirra er að sjá jafnframt um fjármögnun, upp- byggingu og rekstur TRH. Segja talsmenn hópsins að með bygg- ingu verslunarmiðstöðvar sé fjórða hjólinu rennt undir rekstur TRH. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt borgarstjóra, mennta- málaráðherra og formanni stjórn- ar Austurhafnar ehf. sem stýra á uppbyggingu TRH. Hugmyndin er nánar tiltekið sú að reisa verslunarmiðstöð við Lækjartorg með allt að 50 versl- unum og veitingastöðum. Gert er ráð fyrir að verslunarmiðstöðin tengist fyrirhuguðu tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð sem staðsett yrðu norðan við verslunarmiðstöð- ina, þ.e. á núverandi hafnarsvæði. Nokkur hús við Hafnarstræti yrðu að víkja svo og húsið við norðurhluta Lækjartorgs. Bíla- umferð um Lækjargötu yrði felld í stokk til að Arnarhóll og Seðla- bankahúsið og lóð Stjórnarráðs- hússins tengist torginu betur í einni heild. Geirsgata yrði flutt norður fyrir tónlistar- og ráð- stefnuhús og bílakjallari byggður undir verslunarmiðstöðinni. Vilja ná víðtækri sátt Hópurinn segir forsendur þess að ná víðtækri sátt um hugmynd- ina, að hópurinn nái samningum við ríki og borgaryfirvöld um hönnun og skipulag, fái að annast undirbúning, uppbyggingu, eign- arhald og rekstur mannvirkjanna. Einnig er það forsenda hugmynd- arinnar að samkomulag takist við yfirvöld um fyrirkomulag rekstrar og þátttöku þeirra í stofn- og rekstrarkostnaði tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar svo og að samkomulag takist við alþjóðlega hótelkeðju um rekstur hótels. Þá segir í forsendum hópsins að víðtæk sátt í þjóðfélaginu um hugmyndina sé brýn fyrir við- skiptahugmyndina sem slíka og daglegan rekstur í hinum nýju mannvirkjum. Lögð er áhersla á að hugmyndin njóti velvildar Samtaka um byggingu tónlistar- húss, að stjórn Austurhafnar ehf. sé áhugasöm um verkefnið og að þverpólitísk samstaða náist. Einnig er lýst mikilvægi þess að ná sátt við aðra sem hagsmuna eiga að gæta, íbúa, eigendur verslana og þjónustu í miðborg- inni og ferðaþjónustuna. Lýsa forsvarsmenn hópsins sig reiðu- búna til samráðs til að tryggja stuðning við hugmyndina frá fyrsta degi. Hópurinn telur að með þessari nýju hugmynd muni skilyrði fyrir hvers kyns verslun og þjónustu í miðborginni gjörbreytast til aðar. Hugmyndin byggist á miðpunktur verslunar og ustu í miðborginni verði í inni og öflug verslun muni þ þaðan upp í Bankastræti, In stræti, Skólavörðustíg og L veg. Jafnframt telja fjárfes að verslunarmiðstöðin treysta rekstrarskilyrði stefnuhúss og hótels og áhuga innlendra og erlendra á starfsemi þess. „Markmiðið með þessari mynd er að gangandi vegfa ur eigi greiða leið að vers miðstöðinni beint frá Lækja og að torgið fái á ný það ilvæga hlutverk sem áður þ.e.a.s. að vera miðpunktu uðborgarinnar,“ segir m greinargerð hópsins. Ætlun að mynda með verslunarh gott skjól í Kvosinni og artorgi. Þá segir m.a. í Séð frá Arnarhóli yfir hafnarsvæðið og Geirsgötu en hugmynd er að reisa verslunar- og þjónustumiðst Hópur fjárfesta setur fram nýja hugmynd um tónlist Vilja reisa verslunar- ustumiðstöð við Læk Ný hugmynd um uppbyggingu norða við Lækjartorg hefur verið kynnt bor aryfirvöldum og menntamálaráðherr Gerir hún ráð fyrir að verslunar- og þj ustumiðstöð verði reist í tengslum vi tónlistar- og ráðstefnumiðstöð. Jóhann Tómasson kynnti sér hugmyndina. „ÉG get staðfest að hópur öflugra fjárfesta sem ég er í forsvari fyrir hefur lagt fram nýja og stórtæka hugmynd um endur- uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur,“ segir Pálmi Kristinsson um hugmyndina sem hér er kynnt. Hann sagði áætlaðan kostnað vera á bilinu 20 til 30 milljarðar króna. Bú- ið er að leggja talsverða vinnu í að ná hópn- um saman og móta hugmyndina en næsta skref segir hann vera að útfæra hana nánar í máli og myndum. Pálmi segir hugmyndina hafa verið kynnta borgarstjóra og menntamálaráð- herra um miðjan janúar sem trúnaðarmál. Hópurinn hafi þar lýst sig reiðubúinn til að hefja þegar viðræður við stjórnvöld um að hann taki þegar að sér undirbúning sem fel- ist í fjármögnun, uppbyggingu, eignarhaldi og rekstri á öllu verkefninu. Pálmi sagði hópinn sem stæði að hugmyndinni sann- færðan um að með þessu mætti tryggja al- gjöran viðsnúning á þeirri öfugþróun sem veri „Hé kem nún P veri þeim tíma því leyt það Kostnaður 20 til 30 milljar Í HÓPNUM sem á aðild að nýrri miðborgarhugmynd eru fulltrúar frá Norvík hf., Bygg ehf., Saxhóli ehf. og Þyrpingu hf. og Lands- banka Íslands hf. Þar eru því eig- endur tveggja stærstu versl- unarmiðstöðva landsins, Kringlunnar og Smáralindar, þeir sem eiga og reka stærstu mat- vörukeðjurnar og fjölmargar aðr- ar stórverslanir. Má jafnvel gera ráð fyrir að hugmyndir um höfuðstöðvar Landsbankans til framtíðar verði felldar að þessari hugmynd og að bankinn komi við sögu í láns- fjármögnun verkefnisins. Fyrir hópnum fer Pálmi K insson verkfræðingur, sem s hefur uppbyggingu Smárali síðustu 9 árin. Gert er ráð fy ýmsir ráðgjafar sem unnu a byggingu Smáralindar verð takendur í þessu verkefni en tóku hátt í 100 innlend og er ráðgjafarfyrirtæki þátt í þv efni á sínum tíma. Þeirra á m er arkitektastofan ASK og b hönnunarráðgjafarfyrirtæk BDP sem hefur mikla reyns stórum miðborgarverkefnu Bretlandi og fleiri löndum. Margir koma við sögu ÞJÓÐSKÓLI EÐA RANNSÓKNARHÁSKÓLI? Eins og fram kom í viðtali við dr.Rúnar Vilhjálmsson, prófess-or við Háskóla Íslands, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina, bendir ýmislegt til þess að tímabært sé að endurskoða hlutverk og markmið Háskóla Íslands. Ís- lenskt námsumhverfi á háskólastigi hefur breyst mjög ört á undanförnum áratug með tilkomu nýrra skóla og það gefur augaleið að þau markmið sem Háskóla Íslands hefur verið gert að þjóna frá stofnun hans árið 1911, sem svonefndur þjóðskóli, setja skólastarfinu og þróun þess ákveðnar skorður sem menn greinir nú á um hvort enn séu æskilegar. Þó skólum á háskólastigi hafi fjölg- að mjög sinnir enginn nýju skólanna jafnviðamiklum og breiðum vettvangi á sviði kennslu og rannsókna og Há- skóli Íslands. Eðli starfseminnar í nýju skólunum hefur þó leitt til þess að skilgreiningar á háskólastarfi hér á landi hafa breyst. „Í dag merkir „háskóli“ í daglegu tali skóla sem tek- ur við stúdentum og veitir þeim kennslu,“ segir Rúnar og hefur óneit- anlega mikið til síns máls. „Áður fyrr hafði háskólahugtakið miklu þrengri merkingu og vísaði til fjölfaglegrar stofnunar sem sinnti jöfnum höndum vísindastarfi og háskólakennslu á grunn- og framhaldsstigi. Það var þýðing á latneska heitinu „Universi- tas“ eða „university“ á ensku. Nú er farið að þýða það sem rannsóknarhá- skóla til aðgreiningar frá annarri skólastarfsemi á háskólastigi,“ segir hann ennfremur. Í samræmi við þessi orð Rúnars blasir sú spurning við hvort betur færi á að skilgreina Há- skóla Íslands sem rannsóknarhá- skóla til að aðgreina hann og það víð- tæka starf á flestum sviðum fræða og vísinda sem þar er stundað, frá sér- hæfðum fagháskólum er vinna á mun afmarkaðra og þrengra sviði. Engan greinir á um að þau mark- mið sem urðu til þess að Háskóla Ís- lands var ætlað að þjóna sem þjóð- skóla, voru háleit og þjónuðu vel félagslegum hagsmunum þjóðar sem þurfti mjög á menntuðu fólki að halda, en hafði aldrei fram að þeim tíma átt háskóla. Þó þjóðin þurfi ekki síður á menntuðu fólki að halda nú en þá, hafa tímarnir breyst; sérhæfing, valmöguleikar og tækifæri af öðrum toga en þá gáfust blasa nú við þeim sem hyggja á nám. Jafnframt hafa kröfur fólks til skóla og þess sem nám skilar þeim aukist til mikilla muna og að þeim veruleika þarf hver einasti háskóli hér á landi að laga sig, Há- skóli Íslands ekki síður en þeir skólar sem eru nýir af nálinni. Að öðrum kosti mun þjóðin í auknum mæli leita til útlanda í nám í skólum sem standa undir nafni á alþjóðavettvangi. Vegna sérstöðu sinnar sem fjölfag- legrar stofnunar, þar sem svigrúm ætti að vera til rannsókna á flestum sviðum, er Háskóli Íslands þó sá skóli hér á landi sem næst stendur alþjóð- legum skilgreiningum á virtum hefð- bundnum rannsóknarháskólum. En eins og Rúnar bendir á er ljóst að þó Háskóli Íslands „[uppfylli] ýmsar viðmiðanir rannsóknarháskóla, er [hann] samt töluvert frá kjörmynd slíks háskóla“. Til þess að hann geti þjónað þjóðinni sem slíkur þarf að herða á kröfum til nemenda, kennara og þess rannsóknarstarfs sem þar er unnið. Sá tími virðist því vera runn- inn upp að Íslendingar verði að gera það upp við sig hvort þeir vilja reka fullgildan og faglegan rannsóknarhá- skóla hér á landi, með það að mark- miði að hann geti staðist samanburð við aðra slíka skóla, ekki bara hér á landi, heldur í víðara samhengi al- þjóðlegs fræðasamfélags – og þjóni þannig þjóðinni í takti við kröfur samtímans. TILLAGA SAMFYLKINGAR Nokkrir þingmenn Samfylkingar-innar undir forystu Björgvins G. Sigurðssonar, hafa flutt þingsályktun- artillögu á Alþingi um milliliðalaust lýðræði. Í tillögunni segir m.a.: „Al- þingi ályktar að setja á stofn nefnd, sem kanni möguleika við að þróa milli- liðalaust lýðræði og kosti rafrænna aðferða við framkvæmd þess. Nefndin kanni einnig hvernig hægt er að nota netið til að þróa milliliðalaust lýðræði og hafi þar að leiðarljósi öfluga per- sónuvernd við framkvæmd kosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna á netinu.“ Í greinargerð þingmanna Samfylk- ingarinnar með tillögunni segir m.a.: „Það fyrirkomulag, sem viðgengist hefur síðustu tvær aldirnar í formi fulltrúalýðræðisins, hefur að mörgu leyti runnið sitt skeið. Það er tíma- bært að kanna nýjar leiðir til að íbúar geti haft bein og milliliðalaus áhrif á stjórn samfélagsins. Heimurinn hefur breytzt frá þeim tíma, þegar verjandi var að óskir fólks þyrftu að fara í gegnum fulltrúa þess að einu eða öllu leyti, fulltrúa, sem höfðu tíma og að- stæður til að sinna mikilvægum ákvarðanatökum ólíkt almenningi. Nú hefur þorri almennings aðstæður og upplýsingar til að taka sjálfur stærri ákvarðanir um hagi sína og líf. Milli- liðalaust lýðræði leiðir til heilbrigðari og opnari stjórnarhátta, þar sem tryggt er að almannahagsmunir ráði för en ekki sérhagsmunir einstakra valdablokka sem geta keypt sér áhrif í krafti fjármagnsins og aukinna áhrifa viðskiptalífsins í samfélaginu. Beint lýðræði er góð leið til að búa svo um hnúta að ítrustu hagsmunir hins al- menna borgara ráði ákvarðanatöku um stærstu hagsmunamál þjóðarinn- ar.“ Morgunblaðið sér ástæðu til að fagna því sérstaklega að tillaga er komin fram á Alþingi um þetta mál. Blaðið hefur skrifað reglulega um nauðsyn þess að þróa milliliðalaust lýðræði á 21. öldinni frá árinu 1997 og hvatt til þess að Íslendingar taki for- ystu um að þróa lýðræðislegt sam- félag okkar í þennan farveg. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu um eitt af stærstu málum nýrrar aldar. Með henni fylgir ítarleg greinargerð. Það verður óneit- anlegt fróðlegt að fylgjast með því hvaða undirtektir þetta mál fær á Al- þingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.