Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 47 MARKÚS Máni Michaelsson, handknattleiksmaður úr Val, heldur í dag til Þýskalands þar sem hann verður til reynslu hjá 2. deildarliðinu HSG Düsseldorf. Markús fékk boð frá forráða- mönnum Düsseldorf og verður hann við æfingar hjá liðinu fram að helgi en ekkert verður leikið í úrvalsdeildinni hér heima fyrr en í byrjun mars vegna bikarúrslita- leiksins um næstu helgi. „Það er lítið hægt að segja um þetta að svo stöddu. Mér bauðst að fara út og skoða mig um hjá félaginu og svo verður bara að koma í ljós hvert framhaldið verð- ur,“ sagði Markús Máni við Morg- unblaðið í gær. Alexander Peterson, fyrrver- andi leikmaður Gróttu/KR, leikur með Düsseldorf, sem er í efsta sæti suðurhluta 2. deildarinnar með 40 stig, þremur meira en Os- weil en Düsseldorf á leik til góða. „Mér skilst að Düsseldorf sé mjög gott félag, sem á góða möguleika á að komast upp í 1. deildarkeppnina. Ég gæti vel hugsað mér að ganga til liðs við félagið svo framarlega sem það býðst. Það hafa einhver frönsk lið ver- ið í sambandi við mig þannig að einhverjir fleiri möguleikar eru í stöðunni. Ég útskrifast úr Háskól- anum í Reykjavík í vor svo það er góður tími að halda utan og reyna eitthvað nýtt,“ sagði Markús Máni Michaelsson. Markús Máni til skoðunar hjá HSG Düsseldorf  MICHAEL Owen verður áfram lát- inn taka vítaspyrnur Liverpool-liðs- ins þrátt fyrir að honum hafi brugðist bogalistin í bikarleiknum gegn Portsmouth. Owen hefur ekki verið allt of öruggur af vítapunktinum en þrátt fyrir það segist Gerard Houl- lier hafa fulla trú á Owen og að hann taki vítin áfram.  PAUL Scholes, leikmaður Man- chester United, á yfir höfði sér allt að fimm leikja bann eftir að upp komst að hann hefði sýnt af sér óíþrótta- mannslega framkomu í viðureign Middlesbrough og Manchester Unit- ed í síðustu viku. Þá hrinti hann ein- um leikmanna Middlesbrough, dóm- arinn sá ekki atvikið, en það náðist upp á myndband sem aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur til skoðunar um þessar mundir.  THAKSIN Shinawatra, forsætis- ráðherra Taílands, hefur áhuga á að kaupa meirihluta í Liverpool. Shina- watra er milljarðamæringur og hefur áður rennt hýru auga til enskra knattspyrnuliða, m.a. sýndi hann Ful- ham áhuga í haust sem leið en hafði ekki erindi sem erfiði.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur boðið landa sín- um Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóra Liverpool, stuðning en Houllier sætir nú vaxandi gagnrýni fyrir störf sín hjá Liverpool, ekki síst eftir að liðið féll úr leik í ensku bik- arkeppninni á sunnudag. Wenger segir Liverpool-liðið hafa verið afar óheppið á leiktíðinni og fráleitt sé að skella skuldinni á Houllier sem eigi ekki að gjalda fyrir óheppnina með því að missa starf sitt. Þvert á móti eigi menn á Anfield að bíta í skjald- arrendur og leggja allt kapp á að tryggja sér fjórða sætið í úrvalsdeild- inni en það gefur rétt til þátttöku í Meistaradeild Evrópu í haust.  MATT Holmes, fyrrverandi mið- vallarleikmaður Charlton, var í gær dæmdar 250.000 pund, um 30 millj- ónir króna í skaðabætur, fyrir örkuml sem hann hlaut fyrir eina verstu tæklingu seinni tíma í enskri knatt- spyrnu. Holmes var tæklaður afar harkalega af Kevin Muscat, varnar- manni Wolves, fyrir sex árum, með þeim afleiðingum að hann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Holmes hafði farið fram á 2 millj. punda í skaðabætur, um 250 millj. króna.  OLIVER Kahn, markvörður Bay- ern München, stendur í marki liðsins í kvöld gegn Real Madrid í Meistara- deild Evrópu, en hann gat ekki tekið þátt í viðureign Bayern og Stuttgart á laugardaginn vegna meiðsla. Þá fékk Michael Ballack grænt ljós frá lækni Bayern í gærkvöldi um að hann megi taka þátt í leiknum. Ballack hef- ur verið frá keppni upp á síðkastið sökum mjög slæms kvefs. FÓLK DENNIS Bergkamp, framherji Arsenal, gaf sterklega til kynna í viðtölum við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að leika eitt tímabil í viðbót. Við því var búist að Hollendingurinn, sem verður 35 ára gamall í maí, hygðist leggja knattspyrnuskóna á hilluna í sumar en Bergkamp segist njóta þess að spila fótbolta í hæsta gæðaflokki og meðan svo er þá sé hann ekki að hugleiða að hætta. Bergkamp vonast eftir því að Arsene Wenger bjóði sér nýjan samning enda komi ekki til greina að leika með öðru liði en Arsenal. „Mér líður ákaflega vel og það hefur ekki hvarflað að mér að hugsa um að hætta. Þegar maður er á eins árs samningi er alltaf möguleiki á að það geti verið manns síðasta en eins og staðan er í dag finnst mér svo gaman að spila að ég er ekkert í þeim hugleiðingum að hætta,“ segir Bergkamp. Arsenal keypti Bergkamp frá Inter í Mílanó fyrir 7 milljónir punda árið 1995. Hann hefur spilað 341 leik fyrir Lundúnaliðið og skorað í þeim leikj- um 107 mörk. Halldór birti í síðustu viku á vefKSÍ ítarlega úttekt á því hvaða forsendur þarf að hafa til hliðsjónar þegar Íslandsmótinu í ár er raðað upp. Þar kemur meðal annars fram að tímabilið í ár verður 20 vikur í stað 19 vikna í fyrra. Lengingin er fólgin í því að undanúrslit og úrslita- leikur í bikarkeppni karla verða leik- in á tveimur helgum eftir að Íslands- mótinu lýkur. Halldór tekur dæmi um að leik- menn í efstu deild spili frá 20 til 32 leiki á þessum 20 vikum, að meðtöld- um bikarleikjum, Evrópuleikjum og landsliðsverkefnum. Við þessa 32 leiki þurfi að miða, og taka tillit til fjölmargra annarra þátta þegar tímabilið sé skipulagt. Evrópuleikja, landsleikja, innlendra sem erlendra sjónvarpsútsendinga, annarra móta og viðburða, ásamt fleiru. „Eitt sem gerir okkur erfiðara fyr- ir í ár en áður, en er um leið ánægju- legt, er að í UEFA-bikarnum verða leiknar tvær umferðir í forkeppni í stað einnar áður, og byrjað í júlí í stað ágúst. Þetta þýðir að íslensku liðin eiga möguleika á léttari mót- herjum í fyrstu umferð og ættu að vera líklegri en áður til að komast áfram,“ sagði Halldór. Talsverð umræða hefur verið um fjölgun liða í efstu deild úr tíu í tólf og ljóst að sú hugmynd á miklu fylgi að fagna meðal leikmanna og al- mennra áhugamanna. Á ársþingi KSÍ 2002 var stefnan sett á fjölgun árið 2006 og þó tillaga til ályktunar um hvort hægt væri að flýta því til 2005 hafi verið samþykkt á þinginu fyrr í þessum mánuði, telur Halldór að fjölgun árið 2005 sé ekki inni í myndinni. Aðalmál á formannafundi í október „Það hefur í raun ekkert breyst frá því þetta kom fram fyrir tveimur árum. Málið er í höndum stjórnar KSÍ og ég reikna með því að fjölg- unin verði aðalmál formannafundar með forsvarsmönnum félaganna í október. Út frá því verður síðan hægt að halda málinu áfram. Það sem stjórn KSÍ og félögin þurfa fyrst og fremst að gera upp við sig eru fjárhagshliðin og þær kröfur sem gera skuli um vallarskilyrði fyrstu tvær vikur tímabilsins. Veðr- áttan er svo misjöfn að það er mjög óalgengt að grasvellirnir séu tilbúnir hinn 1. maí. Það er hins vegar mjög æskilegt að stefna á þá dagsetningu, í maíbyrjun er sól komin hátt á loft og áhuginn á knattspyrnunni geysi- lega mikill, en þá eru það vellirnir sem þarf að skoða betur. Ég sé ekk- ert að því að spila leiki á Íslandsmóti í Egilshöll ef með þarf en menn þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji spila í Fífunni, Boganum, Reykjaneshöll og á öðrum gervi- grasvöllum ef grasvellirnir reynast ekki tilbúnir þegar að þessu kemur. Það eru reyndar mjög spennandi hlutir að gerast í vallarmálum, Stjarnan ætlar til dæmis að leggja gervigras á sinn aðalvöll, eins og fé- lög eru farin að gera víðs vegar um Evrópu og á örugglega eftir að verða mjög útbreitt á Norðurlöndum innan örfárra ára. Auðveldara að fjölga í 1. deild En með því að byrja 1. maí yrði mjög auðvelt að raða upp tímabilinu á þann veg að það rúmi tólf liða efstu deild,“ sagði Halldór ennfremur. Í flestum löndum er næstefsta deild skipuð fleiri liðum en efsta deild. Í Noregi og Svíþjóð eru t.d. 14 lið í úrvalsdeild og 16 lið í 1. deild, í Englandi 20 í úrvalsdeild og 24 í 1. deild, og mörg fleiri slík dæmi má nefna. Þetta gæti enn verið fram- kvæmanlegt fyrir næsta tímabil, 2005, en þegar Halldór var spurður hvort fjölgun í 1. deild hefði komið til umræðu hjá KSÍ eða félögunum sagði hann svo ekki vera. „Nei, menn hafa haft tvær efstu deildirnar í samhengi að þessu leyti. Það er hins vegar rétt að leikjaálag í 1. deild er minna en í efstu deild, færri bikarleikir og engir Evrópu- leikir, og það yrði vissulega auðveld- ara að fjölga liðum 1. deildar úr tíu í tólf. Það er eftir sem áður að mörgu að hyggja ef menn ætla að ráðast í slíka fjölgun,“ sagði Halldór B. Jóns- son. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Halldór B. Jónsson, varaformaður Knattspyrnusambands Íslands og formaður mótanefndar KSÍ. Halldór B. Jónsson, formaður mótanefndar KSÍ, um fjölgun liða í efstu deild Gengur upp með því að byrja 1. maí TIL þess að hægt sé að fjölga liðum í efstu deild karla í knattspyrnu þarf að hefja Íslandsmótið hinn 1. maí, eða tveimur vikum fyrr en gert er í ár. Þetta er mat Halldórs B. Jónssonar, formanns móta- nefndar Knattspyrnusambands Íslands og varaformanns sam- bandsins. Tímabilið í ár hefst 15. maí með fyrstu umferð úrvals- deildar karla og lýkur með bikarúrslitaleiknum 2. október, og það er lengra en nokkru sinni fyrr. Eftir Víði Sigurðsson SVERRIR Garðarsson,mið- vörðurinn ungi og efnilegi sem lék mjög vel með FH- ingum í úrvalsdeildinni á síð- ustu leiktíð, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Sverrir, sem er 19 ára, var á mála hjá Molde í Noregi en var í láni hjá FH-ingum á síðasta sumri. Hann fór þess á leit við for- ráðamenn Molde á dögunum að samningi hans við félagið yrði rift og urðu Molde-menn við beiðni hans. Sverrir áfram í FH Bergkamp vill halda áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.