Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 36

Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Birnu Norðdahl kynntist ég fyrst árið 1975, þegar kvenna- deild var stofnuð í Tafl- félagi Reykjavíkur. Þá var fyrsta kvennamótið á Íslandi haldið og við vorum báðar með í því móti, ég var 14 ára, en Birna 56 ára. Hún hafði þá teflt í mörg ár, en að- allega við karla, sem kunnu því illa að vera mátaðir af kvenmanni. Birna var mikil baráttukona, tefldi alltaf til sigurs og það var mjög sjaldgæft, að hún gerði jafntefli. Hún varð Ís- landsmeistari kvenna í skák 1976 og 1980. Við vorum nokkrar sem byrjuðum að tefla á kvennaárinu og Birnu fannst, að Ísland ætti að senda kvennasveit á Ólympíumót 1978, sem var haldið í Argentínu, en stjórn Skáksambandsins var á öðru máli og sagði að það væru ekki til peningar til að senda kvennasveit, BIRNA EGGERTSDÓTTIR NORÐDAHL ✝ Birna Eggerts-dóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæjarkirkju 23. febrúar. en Birnu tókst að safna fyrir ferðinni og Ís- lenskar konur tóku þá þátt í Ólympíuskák- móti í fyrsta sinn. Birna tefldi á Ól- ympíumótunum í Arg- entínu 1978 og Möltu 1980. Við Birna tefld- um báðar á Möltu og þar sem okkur kom mjög vel saman, þrátt fyrir dálítinn aldurs- mun, var ákveðið að við værum saman í her- bergi, sem reyndist svo vera hjónaherbergi með hjónarúmi, þannig að við þurft- um að sofa í sama rúmi. Birna gerði mikið grín að þessu og kallaði mig „hjásvæfuna“ sína eftir þetta. Birna bjó lengst af í Bakkakoti við Hólmsá við Suðurlandsveg. Það var alltaf gaman að heimsækja hana. Einu sinni, þegar ég kom til hennar var hún búin að smíða stærðar úti- hús á lóðinni hjá sér, en þegar ég spurði hvað hún ætlaði að gera við þetta hús, sagðist hún ekki vita það, hún hefði bara átt svo mikið af timbri og þess vegna ákveðið að smíða það! Birna var mjög handlag- in og smíðaði mikið, skar út, málaði myndir, teiknaði og keypti sér t.d. rennibekk og renndi marga fallega muni. Birna tefldi á Skákþingi Reykja- víkur í febrúar 1993. Hún var mjög ánægð með hvað margar stelpur voru með í mótinu, þegar hún var búin að tefla síðustu skákina sagði hún yfir allan hópinn, sem enn sat að tafli: Og haldið svo áfram að tefla, stelpur!. Þetta var líklega síðasta mótið sem Birna tefldi í opinberlega. Hún fór svo á Dvalarheimilið á Reykhólum, þegar hún treysti sér ekki lengur til að búa ein í Bakka- koti. Ég fór í heimsókn til hennar í ágúst sl. og hitti hana þá í fyrsta skipti eftir að hún fór vestur. Hún varaði mig við áður en ég kom, sagð- ist vera orðinn mikill sjúklingur og væri næstum blind. En hún var með sjónvarp inni hjá sér og uppáhalds- sjónvarpsefnið hennar var Formúl- an! Það var að byrja keppni í sjón- varpinu þegar ég kom til hennar og sagðist hún ekki ætla að missa af henni. Þetta kom mér skemmtilega á óvart, því að sjálf hef ég gaman af Formúlunni. Og hún þekkti greini- lega alla keppendur og McLaren var hennar lið! Eftir keppnina sýndi hún mér gróðurreit sem hún var með við Dvalarheimilið, en Birna var mikil garðyrkjukona. Eftir kaffidrykkju hjá dóttur hennar var dregið fram tafl og við Birna tefldum nokkrar skákir og þrátt fyrir að vera næstum blind, sá hún yfirleitt besta leikinn og mátti ég þakka fyrir að ná jafn- tefli í síðustu skákinni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Birnu Norðdahl. Börn- um hennar og öðrum ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Áslaug Kristinsdóttir. Ég á enn erfitt með að trúa að afi Halli sé dáinn en ég veit að hann er kominn á betri stað og líður vel. Afi var frábær mað- ur og alltaf í góðu skapi. Hann var líka með eindæmum spurull og þurfti maður að hafa sig allan við að svara spurningunum hans en það var svo gaman hvað hann hafði mikinn áhuga að vita hvað á daga manns hafði drifið. Mér er líka sérstaklega minnis- stætt þegar við vorum að spila Trivi- al uppi í sumarbústað hvað hann var fróður og vissi svörin við nánast öll- um spurningunum og vildi ég helst vera með afa í liði. HARALDUR ÖRN TÓMASSON ✝ Haraldur ÖrnTómasson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1929. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 14. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kirkju Óháða safnaðarins 23. febrúar. Ég er svo ánægð að litli sonur minn hann Matthías Máni fékk að- eins að kynnast langafa Halla, það var yndis- legt. En hans verður sárt saknað og vil ég að hann viti að mér mun alltaf þykja vænt um hann og minninguna um hann mun ég varðveita í hjarta mínu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín sonardóttir, Erna Traustadóttir. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. Í æðri stjórnar hendi er það sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Ben.) Þó sól hækki á lofti grúfir skamm- degisskugginn yfir nágrenninu, því góður maður er genginn. Megi mannkostir þínir erfast til niðja þinna, þeim til styrktar og blessun- ar. Þín er sárt saknað. Þökk fyrir samverustundirnar, vinur sæll. Þórunn Sigurðardóttir. GÍSLI HELGA- SON ✝ Gísli Helgason á Helgafellifæddist 2. apríl 1940. Hann lést á Landspítalanum 14. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 24. jan- úar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, stjúp- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR ÍSFOLDAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Nesvegi 43, Reykjavík. Steingrímur Viktorsson, Kristín Ólafsdóttir, Hilmar Kr. Viktorsson, Matthildur Ó. Þorláksdóttir, Victor Jacobsen, Þórhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNA KRISTÍN GEORGSDÓTTIR, Baugsstöðum, lést á Landspítalanum laugardaginn 21. febrúar. Guðmundur Eggertsson, Páll Siggeirsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Pétur Ágústsson, Elín Siggeirsdóttir, Konráð Ásgrímsson, Þórarinn Siggeirsson, Ólafía Guðmundsdóttir, Guðný Siggeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG KRISTÓFERSDÓTTIR, Suðurhólum 30, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 22. febrúar. Kristinn Magnússon, Tryggvi Tryggvason, Magnús Kristinsson, Dóra Birna Kristinsdóttir, Böðvar Örn Kristinsson, Tryggvi Gunnar Tryggvason, Helga Tryggvadóttir, Hildur Tryggvadóttir, tengdabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu okkar, ELÍNAR ÞÓRDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR. Björn Jóhannsson, Guðrún Fríður Heiðarsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Björgvin Sigurbergsson, Kristrún, Guðrún Brá, Helgi Snær, Gunnar Már og Baldur Máni, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir og systkinabörn hinnar látnu. Ástkær fósturfaðir okkar, BJARNI GUNNARSSON vélstjóri, Framnesvegi 63, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 23. febrúar. Oddný Aldís Óskarsdóttir, Guðný Marta Óskarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar JÓNASAR JÓHANNSSONAR, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði. Ásrún Þórhallsdóttir, Sonja Jónasdóttir, Ingimar H. Victorsson, Ása Rún Ingimarsdóttir, Bjarki Þór Ingimarsson, Jónas Logi Ingimarsson, Una Dís Ingimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.