Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 45 Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 588 1560. Rýmum fyrir nýju fótboltaskónum Fótboltaskór með miklum afslætti - 20-40% afsláttur af innanhúss- og gerfigrasskóm - Takkaskór frá 1.000 kr.l i l f l i f l f i fi f . . VILBORG Jóhannsdóttir, UMSS, bætti eigið Íslandsmet í sexþraut kvenna um 79 stig þegar hún hrós- aði sigri á Meistaramóti Íslands í fjölþraut sem fram fór í Egilshöll um helgina. Vilborg fékk 4.486 stig. Gamla metið setti hún fyrir þremur árum. Í öðru sæti varð Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR, á nýju ung- lingameti, (19-20 ára flokki) og sem einnig er með flokki ungkvenna (21-22 ára), en hún hlaut samtals 4265 stig og bætti met Ágústu Tryggvadóttur frá árinu 2001 um 104 stig. Í þriðja sæti varð svo Jó- hanna Ingadóttir, ÍR, með 3813 stig. Ólafur Guðmundsson, UMSS, varð öruggur Íslandsmeistari í sjö- þraut karla, hlaut samtals 4927 stig, annar varð Unnsteinn Grét- arsson, ÍR, með 3764 stig. Íslands- og Norðurlandamethafinn, Jón Arnar Magnússon, Breiðabliki, tók ekki þátt í mótinu. Keppt var einnig í sjöþraut sveina (15-16 ára) og sexþraut meyja (15-16 ára) sem aukagrein- um á mótinu og þar féllu metin í báðum aldursflokkum. Í flokki sveina sigraði Sveinn Elías Elías- son, Fjölni, með samtals 4.225 stig- um, og bætti met Ólafs Dans Hreinssonar um hvorki meira né minna en 505 stig. Í meyjaflokki sigraði Þóra Kristín Pálsdóttir, ÍR, á nýju meyjameti 4.031 stig, en gamla metið sem Ágústa Tryggva- dóttir átti var 3.980 stig, frá árinu 1999. Vilborg Jóhannsdóttir bætti eigið met í sexþraut ÓLAFUR Stefánsson er í 19.– 20. sæti yfir markahæstu leik- menn Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Ólafur hefur skorað 50 mörk fyrir Ciudad Real í keppninni, jafnmörg og danski landsliðsmaðurinn Lars Krogh Jeppesen, leik- maður þýska liðsins Flens- burg. Þýski skrautfuglinn Stefan Kretzschmar hjá Magdeburg er markahæstur í Meistara- deildinni sem stendur, en hann hefur gert 73 mörk. Siarhei Rutenko, stórskytta Celje Piovarna Lasko í Slóven- íu, kemur næstur með 66 mörk. Ólafur kom- inn í 50 mörk Óvíst er hvort Patrick Vieira, fyr-irliði Arsenal, getur leikið með liðinu á Spáni í kvöld. Hann fékk högg á hnéð í leik liðsins við Chelsea um helgina og ekki er enn ljóst hvort hann verður tilbúinn í slaginn í kvöld. Arsenal má illa við að missa fyrirliðann í svo mikilvægum leik, sérstaklega þegar haft er í huga að Ray Parlour og Sylvain Wiltord eru meiddir og Dennis Bergkamp fór ekki með liðinu til Spánar. „Ég veit hversu mikið Patrick þrá- ir að spila og því er ég alltaf bjart- sýnn. Hann gerir allt sem hann get- ur til að ná sér góðum fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum gert annað en að bíða og vona hið besta,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsen- al, í gær. Hann mun samt örugglega hugsa sig um tvisvar áður en hann skellir Vieira inn á því í október setti hann fyrirliðann inn á sem varamann eftir að hann hafði verið meiddur. Það tókst ekki betur til en svo að Vieira meiddist á ný og var frá í sex vikur. Þó svo Vieira verði ekki með er óhætt að segja að miðjan hjá Arsenal sé ágæt því trúlega yrði Edu settur við hlið Gilberto Silva þannig að Brasilíumennirnir fengju það hlut- verk að stjórna leik liðsins. „Það voru margir búnir að afskrifa Edu, en hann hefur æft vel og tekið mikl- um framförum og þetta tímabil er hans besta hjá félaginu,“ segir Wen- ger um hinn 25 ára gamla Brasilíu- mann. Spánverjinn Jose Reyes, sem Ars- enal keypti nýlega, fær trúlega tæki- færi til að leika með liðinu í heima- landi sínu. „Jose hefur hraðann, hreyfingarnar og þó svo hann sé að venjast enskri knattspyrnu mun hann örugglega spjara sig gegn Vigo enda hálfgerður heimavöllur fyrir hann,“ sagði stjórinn. Arsenal á ekki góðar minningar frá Spáni, gerði einu sinni jafntefli við Barcelona en hefur tapað fimm sinnum, tvívegis gegn Valencia og Deportivo La Coruna og einu sinni fyrir Real Mallorca. „Mér hefur aldrei gengið vel gegn spænskum liðum og hefði helst viljað leika við Celta Vigo fyrir tveimur mánuðum þegar liðið virtist í mikilli lægð. Það virðist hins vegar vera að ná sér á strik þessa dagana og við vitum að þrátt fyrir að það sé mikið sjálfs- traust í mínu liði verður þetta erfiður leikur,“ sagði Wenger. Leikmenn Real sigur- stranglegri en Bæjarar Flestir telja að Real Madrid eigi að sigra Bayern München enda hef- ur þýska liðinu ekki gengið neitt sér- staklega í vetur. „Við erum búnir að heyra og sjá að Bæjarar hafa ekki leikið eins vel í vetur og þeir gera oftast og sjálfsagt segja flestir að við séum sigurstranglegri. Við erum hins vegar með báða fætur á jörðinni og í svona leikjum er allt undir og því ógjörningur að segja að eitt lið sé sigurstranglegra en annað,“ segir David Beckham, leikmaður Real Madrid, um viðureignir félaganna. Hann vonar samt hið besta: „Ef við leikum eins og við gerum best, látum boltann ganga hratt á milli manna með einni snertingu þá verður þetta ekkert vandamál,“ segir kappinn. Beckham og aðrir leikmenn Ma- drid hljóta líka að hafa í huga að Bæjarar hafa haft betur í leikjum fé- laganna undanfarin ár, enda fjór- faldir Evrópumeistarar á ferðinni. „Við hefðum alveg viljað fá eitthvert annað lið,“ segir varnarmaðurinn Francisco Pavon. „Mér er engin launung á því að þegar það var dreg- ið fór kliður um búningsherbergi okkar og menn stundu: Ó nei, ekki Bayern aftur,“ sagði Pavon. Hins vegar hefur allt gengið Real Madrid í haginn í vetur á sama tíma og allt gengur á afturfótunum hjá Bæjurum og ekki bætir úr skák að Michael Ballack verður trúlega ekki með. Liðið vann 1:0 um helgina í ein- um slakasta leik sem liðið hefur sýnt lengi. „Við vorum með hugann við leikinn gegn Madrid og því léku menn mjög illa. Við munum leika miklu betur gegn Madrid,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bæjara. Eiga ljúfar minningar frá München Þrátt fyrir að Madrid hafi gengið illa gegn Bæjurum þá eiga tveir leik- menn liðsins ljúfar minningar frá Ól- ympíuleikvanginum í München. Ro- naldo kom Brasilíu á bragðið þegar liðið vann Þýskaland 2:0 í úrslitum HM og síðast þegar Beckham lék þar vann England lið Þýskalands 5:1. „Það væri ekki leiðinlegt að end- urtaka það,“ segir Beckham.  FRAMARAR stilltu upp væng- brotnu liði gegn ÍA í deildabikar- keppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld en meiðsli og veikindi settu stik í reikninginn hjá Safamýrarliðinu. Meðal þeirra sem ekki gátu leikið með Frömurum voru Færeyingarnir Hans Fróði Hansen og Fróði Benja- mínsen, Þorvaldur Makan Sig- björnsson, Ríkharður Daðason, Ingvar Ólason, Eggert Stefánsson og Baldur Bjarnason.  FRAMARAR þurftu vegna allra forfallanna að kalla á Kristján Brooks og skoraði hann annað af tveimur mörkum Fram en hann hef- ur sem kunnugt er ákveðið að leggja skóna á hilluna.  HANNES Þ. Sigurðsson var í byrjunarliði Viking sem gerði markalaust jafntefli við Bodö/Glimt í æfingaleik á La Manga á Spáni í gær. Hannesi var skipt út af á 75. mínútu leiksins.  BENITO Floro, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Villareal, sagði upp störfum í gær í kjölfar 4:1 ósig- urs liðsins gegn Real Zaragoza í deildinni í fyrradag. Villareal, sem lék gegn FH-ingum í Intertoto- keppninni fyrir tveimur árum, er sem stendur í áttunda sæti spænsku 1. deildarinnar en á síðustu leiktíð hafnaði liðið í 15. sæti.  DAMIEN Duff verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea sem sækir Stuttgart heim í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Írinn hefur átt í meiðslum þannig að hann hefur lítið getað leikið og hefur ekki verið í byrjunarliði Chelsea síð- an 20. desember en þá meiddist hann í öxl í leik á móti Fulham.  FRAKKINN Mikael Silvestre, varnarmaður meistaraliðs Man- chester United, verður frá æfingum og keppni næstu þrjár vikurnar en hann sneri sig á ökkla í leik Man- chester United og Leeds í ensku úr- valsdeildinni um nýliðna helgi. Þetta eru slæmar fréttir fyrir ensku meist- arana sem hafa átt í miklum vand- ræðum með varnarleik sinn allt frá því varnarjaxlinn Rio Ferdinand var dæmdur í bann. FÓLK Reuters Það er enn óljóst hvort Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, geti leikið með liðinu Celta Vigo. Óvíst með Vieira í Vigo FJÓRIR leikir verða í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld, en þá hefjast 16-liða úrslitin og síðari fjórir leikir umferðarinnar verða leiknir á miðvikudagskvöldið. Meistarar AC Milan heimsækja Spar- tak í Prag, Bayern München tekur á móti Real Madrid, Lokomotiv Moskva fær Mónakó í heimsókn og Celta Vigo tekur á móti Arsenal. Síðari leikir liðanna verða síðan eftir tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.