Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kíktu í heimsókn
Velkomin í ævintýraheim
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasiða: www.langferdir.is
Opnunartímar skrifstofu: 10:00-17:00 alla virka daga.
SJÖ RÍKI GANGA Í NATO
Sjö ríki í Mið- og Austur-Evrópu
gengu formlega í Atlantshafs-
bandalagið við athöfn í Wash-
ington í gærkvöldi og er þetta
mesta fjölgun aðildarríkja í sögu
NATO. George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, bauð ríkin velkom-
in í bandalagið en rússnesk stjórn-
völd létu í ljósi áhyggjur af stækk-
un þess, einkum inngöngu þriggja
fyrrverandi sovétlýðvelda, Eist-
lands, Lettlands og Litháens. Auk
þeirra fengu Búlgaría, Rúmenía,
Slóvakía og Slóvenía aðild að
bandalaginu.
Samstarfið í óvissu
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í kvöldverðarboði á Bessa-
stöðum um helgina að viðræðurnar
við bandarísk stjórnvöld um varnir
landsins væru enn í óvissu og þar
með framtíð varnarsamningsins.
Allir hlytu að skilja að íslensk
stjórnvöld myndu ekki hafa áhuga
á að halda varnarsamstarfinu
áfram, stæði það ekki undir mik-
ilvægustu skuldbindingunni um að
tryggja öryggi Íslands með lág-
marksviðbúnaði í landinu sjálfu.
Samþykkja samninga
Flóabandalagsfélögin og flest
önnur aðildarfélög Starfsgreina-
sambandsins hafa samþykkt ný-
gerða kjarasamninga við Samtök
atvinnulífsins. Tvö stéttarfélög, í
Vestmannaeyjum og á Höfn, felldu
samninginn. Forsvarsmenn Starfs-
greinasambandsins segja yf-
irstandandi kjaradeilu við ríkið í
hnút og munu að öllum líkindum
leita eftir heimild til verkfallsboð-
unar meðal félagsmanna á næstu
dögum vegna starfsmanna sem
starfa hjá ríkisstofnunum. Komi til
vinnustöðvunar mun hún einkum
koma niður á heilbrigðisstofn-
unum.
480 þús. kr. hámarksþak
Setja á hámark á mánaðarlegar
greiðslur Fæðingarorlofssjóðs til
foreldra í fæðingarorlofi sam-
kvæmt frumvarpi til laga sem Árni
Magnússon félagsmálaráðherra
hyggst leggja fram á Alþingi á
næstu dögum. Í frumvarpinu er
lagt til að hámarkið miðist við
meðaltals-mánaðartekjur foreldra
eða 600 þúsund krónur þannig að
mánaðarleg útgreiðsla sjóðsins til
foreldris verði að hámarki 480 þús-
und krónur.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 31
Viðskipti 12 Viðhorf 32
Úr verinu 13 Minningar 32/35
Erlent 14/16 Kirkjustarf 36
Höfuðborgin 18 Brids 36
Akureyri 18/19 Blómaþáttur 39
Suðurnes 20 Bréf 40
Austurland 21 Dagbók 42/43
Landið 22 Íþróttir 44/47
Daglegt líf 23 Fólk 48/53
Listir 24/25 Bíó 50/53
Umræðan 26/27 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FLJÓTSDALSHREPPUR og Norður-Hérað,
sveitarfélögin sem rúma virkjunarframkvæmdir
við Kárahnjúka, hafa ekki séð útsvarsgreiðslur af
erlendum starfsmönnum Impregilo og annarra er-
lendra undirverktaka frá því að framkvæmdir hóf-
ust sl. sumar.
Sveitarstjóri Norður-Héraðs, Jónas Þór Jó-
hannsson, segir að menn séu að missa þolinmæð-
ina og svo virðist sem önnur lögmál gildi um þess-
ar framkvæmdir en aðrar hér á landi.
„Það virðist vera afskaplega djúpt á þessum
greiðslum. Þær eru ekki að skila sér eins og við
ætluðumst til. Nú hefur Impregilo verið að störf-
um þarna í bráðum ár. Af um 500 til 600 erlendum
starfsmönnum þeirra eru upp undir 100 manns í
aðalbúðunum við Laugarás með skráð lögheimili í
Norður-Héraði. Aðrir eru á utangarðsskrá en við
höfum engar greiðslur séð frá þessum mönnum,“
segir Jónas og bendir á að ekki aðeins sveitar-
félögin séu að missa spón úr aski sínum heldur
ekki síður ríkissjóður þar sem staðgreiðslan og
önnur opinber gjöld virðist ekki enn hafa skilað
sér af erlendum starfsmönnum Impregilo.
„Það virðist ganga mjög illa að koma mönnum
inn á þjóðskrána. Ef erlent starfsfólk er fengið í
fiskvinnslu er það ekki látið vinna mikið fyrr en
það er komið á skrá. Þarna virðist eitthvað allt
annað gilda og maður er orðinn algjörlega rasandi
yfir þessu. Þetta er allt með ólíkindum,“ segir Jón-
as Þór.
Greiðslur skila sér frá Fosskrafti í Fljótsdal
Sveitarfélögin hafa verið með lögmenn á sínum
snærum sem hafa átt samstarf í þessu máli, Bjarni
Björgvinsson hdl. fyrir N-Hérað og Kristinn
Bjarnason hrl. fyrir Fljótsdalshrepp. Aðalvinnu-
búðirnir eru í Laugarási við Kárahnjúk, innan
marka N-Héraðs, en vinnubúðir við Teigsbjarg og
Axará eru innan umdæmis Fljótsdalshrepps, svo
og vinnubúðir í sjálfum Fljótsdal sem Fosskraft
hefur reist vegna byggingar stöðvarhúss virkjun-
arinnar. Að sögn Kristins hafa greiðslur af erlend-
um starfsmönnum Fosskraft skilað sér en ekki frá
Impregilo.
Bjarni segir þá Kristin hafa um langa hríð verið
í samskiptum við skattayfirvöld vegna þessa máls
en án þess að það hafi nokkru skilað fyrir sveit-
arfélögin. Þau eigi reyndar ekki beina aðild að
málinu heldur fyrst og fremst skattayfirvöld.
Ástandið geti engu að síður ekki talist eðlilegt og
svo virðist sem einhver tregða sé ríkjandi í kerf-
inu. Bjarni bendir einnig á að talsverður fjöldi er-
lendra starfsmanna hafi komið til tímabundinna
starfa á virkjunarsvæðinu en sé farinn fyrir fullt
og allt, án þess að hafa greitt krónu í skatt hér á
landi.
Að sögn Bjarna er um stóra hagsmuni að tefla.
Miðað við fjölda erlendra starfsmanna við Kára-
hnjúka ættu um fimm milljónir króna að skila sér
mánaðarlega til N-Héraðs. Kristinn segir að ekki
sé um jafnmarga erlenda starfsmenn að ræða sem
skráðir eru í vinnubúðum innan Fljótsdalshrepps
en sjónarmiðin engu að síður þau sömu og staða
málsins óviðunandi.
N-Hérað og Fljótsdalshreppur að missa þolinmæðina gagnvart Impregilo
Útsvar af erlendum starfs-
mönnum skilar sér ekki
Morgunblaðið/Þorkell
Margir starfsmenn eru farnir af landinu án þess
að hafa greitt krónu í skatt hér á landi.
VIÐRÆÐUR eru í gangi á milli
Landeigendafélags Laxár og Mý-
vatns og Landsvirkjunar. Stjórnar-
fundur verður væntanlega haldinn í
félaginu í dag og segir Atli Vigfús-
son, formaður Landeigendafélags-
ins, að línur muni þá skýrast. „Það
er búið að gera uppkast að bréfi
sem yrði þá undirritað bæði af
Landsvirkjun og Landeigendafélag-
inu þar sem við óskum eftir því við
umhverfisnefnd Alþingis og um-
hverfisráðherra að bráðabirgða-
ákvæðið fari út. Þegar það fer út á
að vera grundvöllur fyrir viðræðum
um lausn á rekstrarvanda Laxár-
virkjunar sem yrði þá gert í fullu
samráði við Landeigendafélagið og
þann samning sem gerður var um
verndun Laxár og Mývatns,“ segir
Atli.
Enginn talar lengur
um 10–12 metra háa stíflu
Atli segist að svo stöddu ekki
geta tjáð sig um það út á hvað
lausnin muni ganga en enginn sé
lengur að tala um 10–12 metra háa
stíflu sem myndir hafi birst af í fjöl-
miðlum. „Það liggur ljóst fyrir að
það er mikill vilji til að leysa rekstr-
arvanda virkjunarinnar þannig að
hún geti starfað til framtíðar í sátt
við það umhverfi sem hún er í. Við
teljum að það eigi ekki að vera
vandkvæði á því,“ segir Atli.
Bráðabirgðaákvæði
frumvarpsins fellt út
Formaður Landeigendafélags Laxár
segir grundvöll fyrir viðræðum
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, verður heiðursgestur
og aðalræðumaður á ársfundi
Íslensk-ameríska versl-
unarráðsins sem haldinn
verður í Norræna húsinu,
„Scandinavia House, Nordic
Center in America“ í New
York miðvikudaginn 14. apríl
nk. Aðild að ráðinu eiga
helstu fyrirtæki á sviði við-
skipta milli Íslands og Banda-
ríkjanna.
Þriðjudaginn 13. apríl opnar forsætisráðherra
sýningu á verkum Errós í Greys Art Gallery í
New York, en það er rekið í tengslum við New
York-háskóla. Sýningin er samstarfsverkefni
Greys Art Gallery og Listasafns Reykjavíkur.
Erró verður viðstaddur opnunina og tekur þátt í
umfangsmikilli dagskrá, sem helguð er list hans,
á vegum Goethe-stofnunarinnar í New York og
Greys Art Gallery.
Forsætisráðherra
til New York
Heiðursgestur á árs-
fundi verslunarráðsins
Davíð
Oddsson
Morgunblaðið/RAX
Kraftdrekabrun
KRAFTDREKAR kallast vængir, líkir svifvængjum,
sem notaðir eru til að draga fólk á skíðum, snjóbrett-
um, hjólabrettum eða vatnsbrettum. Í gær voru þeir
Einar Garðarsson og Cyrille Collard uppi á Sand-
skeiði og létu kraftdrekana draga sig á skíðum í
mjöllinni. Þeir voru ásamt þremur öðrum á Mýrdals-
jökli síðastliðinn sunnudag og brunuðu um jökulinn
eins og drekarnir drógu.