Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 15
PURE PLAN
VEGA
Nú er 20% afsláttur af öllum
Vega vítamínum.
WELLMAN
Við hlustum!
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 6
.4
. 2
00
3
Mig vantar orku.
Hverju mælirðu
með?
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
2
5
7
7
0
1.443
1.748
Fjölvítamín fyrir karla
sem eykur styrk og þol.
Áður: 1.698 kr.
Frábær úthreinsun – inniheldur
virkar jurtir og grænt te.
Góð andoxun.
Áður: 2.186 kr.
20%
Af Vega
línunni
Wellman
orkudrykkur
fylgir með.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Sveinn, sími 695 9808.
SÉRBÝLI Í GARÐABÆ
ÓSKAST
Mér hefur verið falið að leita eftir 130-
160 fm sérbýli í Garðabæ. Um er að
ræða fjársterka aðila sem eru tilbúnir að
veita ríflegan afhendingartíma sé þess
óskað. Verðhugmynd frá 23 til 28 millj.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband
og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Þú hefur sérhæft þig í evrópskri
nútímasögu. Hver telur þú að
verði framtíð Evrópusambands-
ins og þýska risans, sem gegnt
hefur lykilhlutverki í samrunaferl-
inu í Evrópu?
Nýlega flutti ég fyrirlestur í
Washington sem kallaðist „Endalok
Evrópu“ en þar færði ég rök fyrir
því að samrunaferlið í Evrópu hafi
allt frá fimmta áratug síðustu aldar
oltið á getu og vilja Þýskalands til að
greiða með því – ekki síst með bein-
um fjárframlögum sínum í sjóði
sambandsins.
Þetta munu Þjóðverjar hins veg-
ar ekki gera lengur, held ég, nokkuð
sem skýrist af tilkomu Efnahags- og
myntbandalagsins og þeirri stað-
reynd að Þýskaland hefur ekki leng-
ur sjálfræði í peningamálum. Hugs-
anlegt er að ESB umbreytist á
næstu árum úr verndartollabanda-
lagi í fríverslunarbandalag.
Í bókinni The Pity of War kemstu
að þeirri niðurstöðu að rangt hafi
verið af Bretum að fara yfir Erm-
arsundið 1914 til að heyja stríð
við Þjóðverja. Hvers vegna?
Niðurstaða mín var sú að Bret-
land hefði staðið frammi fyrir tveimur raunhæfum
kostum: að taka upp herskyldu, viðhalda henni um
margra ára skeið, og hefja annan undirbúning fyrir
hefðbundið stríð. Í kjölfarið grípa til hernaðaríhlut-
unar (þó að það hefði kunnað að reynast ónauðsynlegt
ef undirbúningur Breta hefði hrætt Þjóðverja frá því
að hefja stríð).
Hinn kosturinn fólst í því að taka ekki upp neina her-
skyldu og grípa heldur ekki inn í málin á meginlandinu
á nokkurn hátt. Stjórn frjálslyndra í Bretlandi hafði
hins vegar aðra stefnu og hún fólst í því að ekki var
tekin upp herskylda en engu að síður ráðist í hern-
aðaríhlutun, nokkuð sem varpaði Bretlandi út í stríð
sem landið var hrikalega illa í stakk búið til að heyja.
Afleiðing þessa var sú að sigur í stríðinu, þegar hann
var tryggður, kostaði óheyrilega miklar fórnir.
Það hefði ekki verið jafn slæmt fyrir Bretland og
menn almennt gefa sér ef Þýskaland hefði unnið stríð á
meginlandi Evrópu. Þetta reyndi ég að sýna fram á í
bók minni.
Þú hefur einnig rætt á almennari nótum um hvað
það er sem veldur því að stríð brjótast út. Hverjar
eru helstu niðurstöður þínar í þeim efnum?
Almennt talað þá bresta stríð á þegar stjórnvöld í að
minnsta kosti einu ríki misreikna þann hag sem þau
munu hugsanlega hafa af hernaðaraðgerðum, með
hliðsjón af kostnaði stríðsins og líkunum á sigri. Efna-
hagsþættir koma mjög augljóslega við sögu í sumum
stríðum – sem dæmi má nefna stríð
verslunarveldanna á átjándu öld –
en í flestum tilfellum skipta þeir
ekki máli. Raunar er það þannig að
yfirleitt gengur sú ákvörðun að
hefja stríð þvert gegn öllum efna-
hagslegum forsendum. Það er t.a.m.
útbreiddur misskilningur að stríðs-
reksturinn í Írak í fyrra hafi snúist
um olíu.
Þú hefur sömuleiðis lýst efa-
semdum um þá algengu skoðun
að velmegun stuðli að lýðræð-
isþróun og síðan öfugt, að lýð-
ræði stuðli að velmegun. Á hverju
byggirðu mál þitt?
Í bókinni The Cash Nexus reyndi
ég að færa rök fyrir því að það væru
engin óvefengjanleg tengsl milli
þessara tveggja ferla; efnahags- og
lýðræðisþróunar. Það sem skiptir
sköpum fyrir hið fyrra er vöxtur
stofnana sem ýta undir það að
frjálsir markaðir virki sem skyldi;
einkum og sér í lagi lagalegar og
efnahagslegar stofnanir. Við vissar
aðstæður geta kjörnar stofnanir
hjálpað til við þá þróun. En ekki allt-
af. Það er t.d. mjög auðvelt að finna
dæmi um að árangur hafi náðst í
efnahagsmálum án þess að lýðræðisvæðing hafi átt sér
stað á sama tíma: ég get nefnt Singapúr, Chile og auð-
vitað Kína.
Það má færa sterk rök fyrir nauðsyn og mikilvægi
lýðræðis en þau rök eru pólitísk, ekki efnahagsleg.
Í nýjustu bók þinni, Empire: How Britain Made The
Modern World, heldurðu því fram að ólíkt því sem
jafnan er haldið fram hafi breska heimsveldið haft
jákvæð áhrif á sögu mannkyns. Ertu þeirrar skoð-
unar að menn hafi dæmt „heimsveldi“ of hart?
Já. Við erum sumpartinn enn fangar þeirrar orð-
ræðu sem skaut rótum þegar menn snerust gegn
heimsvaldastefnu og nýlenduveldishugmyndum – að
ekki sé talað um þjóðernishyggjuna, rökrétta afleið-
ingu þessara hugmynda.
Þarfnast veröldin nýs heimsveldis, þ.e. bandarísks?
Það er erfitt að nefna tímabil í sögu mannkyns þar
sem ekkert heimsveldi var fyrir hendi. Í dag er staðan
sú að til staðar er bandarískt heimsveldi, hvort sem
veraldarbúum líkar það betur eða verr. Spurningin er
fremur sú hvort Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að við-
urkenna þetta fyrir sjálfum sér og átta sig á því að þú
getur ekki umbreytt útlagaríkjum í frjálslynd lýðræð-
isríki á minna en tveimur árum. Heimsveldi okkar tíma
er því miður í afneitun gagnvart eigin tilvist og þjáist í
staðinn af viðvarandi athyglisbresti.
Spurt og svarað | Niall Ferguson
Bandaríska heims-
veldið er í afneitun
Breski sagnfræðingurinn Niall Ferguson er ekki enn orðinn fertugur en
hefur birt fjölda rita sem vakið hafa athygli. Nú síðast hefur hann tekið
að velta fyrir sér hlutverki heimsvelda og væntanleg er frá honum bókin
Colossus: the Rise and Fall of the American Empire. Ferguson svaraði
nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann.
Dr. Niall Ferguson
’ Það hefði ekkiverið jafn slæmt fyr-
ir Bretland og menn
almennt gefa sér ef
Þýskaland hefði
unnið stríð á meg-
inlandi Evrópu. ‘
Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is