Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mikil spenna ríkir á Selfossi meðal bygg- ingarverktaka og þeirra sem standa að byggingariðnaðinum. Mjög mikil þensla hefur verið á Selfossi og mikið byggt. Í dag verður dregið um það hverjir fá þær 60 lóðir sem til úthlutunar eru í Suð- urbyggðinni á Selfossi. Umsóknir um þess- ar lóðir eru samtals 415 sem sýnir vænt- ingar markaðarins til svæðisins. Til að tryggja að allt fari löglega fram þá verður sýslumaðurinn á Selfossi viðstaddur drátt- inn.    Á vörum allra sem ræða lóðamál á Sel- fossi eru hugsanleg viðbrögð svo ekki myndist lóðaskortur sem er eitur í beinum byggingaverktaka. Næsta byggingasvæði sem hefur verið skipulagt er vestan núver- andi hverfis í Suðurbyggðinni með 84 lóðir. Hægt er að koma því svæði í gagnið á skömmum tíma þegar skipulagið hefur veirð auglýst. Einnig svæðinu sunnan nýj- asta byggingasvæðið í Fosslandi. Hvað gerist veit enginn en málið er ofarlega á baugi enda Selfoss sterkt iðnaðarsvæði og fjöldi manna með atvinnu af þeirri upp- byggingu sem nú stendur yfir.    Stangaveiðimenn á Selfossi eru komnir með veiðifiðringinn eins og aðrir veiðimenn á landinu. Fiðringur stangaveiðimanna hér er þó meiri því von er til þess að netaveið- ar hætti á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Á nýlegum fundi í Þingborg kom fram að vilji er fyrir þessu hjá landeigendum sem ráða nýtingu þeirrar auðlindar sem laxinn er á þessu vatnasvæði. Þar er því komin vaxandi veiðivon hjá stangaveiðimönnum sem eykur vel á fiðringinn. Þessi tilfinning kom vel fram á aðalfundi Stangaveiðifélags Selfoss þar sem mættu yfir 50 manns.    Ferðamannahópar verða áberandi á göt- um bæjarins eftir því sem líður á vorið enda Hótel Selfoss fullt um hverja helgi. Fyrst um sinn eru þetta Íslendingar en þegar líða tekur á apríl og maí verða er- lendir ferðamenn meira áberandi. Nýir eigendur og rekstraraðilar á Hótel Selfoss munu taka nýjan veitingasal í notkun 15. maí en úr honum geta gestir virt fyrir sér hinn sjónræna margbreytileika Ölfusár. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Ræktunarmenn bíðaþess nú í ofvæniað skógarþrestir, glókollar og fleiri skógar- fuglar flykkist til Eyja og setjist að í hinum uppvax- andi Hraunskógi. Aukið fuglalíf er einn hinna fjöl- mörgu jákvæðu þátta sem fylgja skógræktinni og hvetur Skógræktarfélagið bæjarbúa til að leggjast á sveif með félaginu og fjölga sem mest trjám á Heimaey svo hún megi verða viði vaxin milli fjalls og fjöru í framtíðinni. Þetta kemur meðal ann- ars fram í fréttatilkynn- ingu frá Skógræktarfélagi Vestmannaeyja sem birt er á vef Frétta. Þar er einnig sagt frá baráttu fé- lagsins í landnytja- og landgræðslumálum und- anfarin ár. Þar hafi þokast í rétta átt þótt við sé að eiga öflugan þrýstihóp tómstundabænda. Skógrækt Búðardalur | Sauð- fjárræktarfélagið Logi hélt fund þar sem sauð- fjárbændur í Suðurdölum hittust og fóru yfir hvern- ig standa ætti að útfyll- ingu í gæðahandbók sauðfjárbænda. Á mynd- inni sjást Finnur Haralds- son, Jón Skarphéðinsson og Birgir Baldursson. Á fundinum var skipu- lögð skemmti- og fræðsluferð sem fara á norður á Strandir til að skoða þar fyrirmyndarbú. Þess má geta að slíkar ferðir eru orðnar algeng- ar hjá sauðfjárrækt- arfélögum á Vesturlandi. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Gæðastýrð sauðfjárrækt Það hefur verið góðtíð að undanförnu,sem varð til þess að menn fóru að yrkja vorvís- ur. Jón Ingvar Jónsson orti eftir að hafa lesið nokkrar innblásnar vor- vísur: Sólin gyllir vík og vog, vekur allt af leti, dýrðleg blómin dafna og deyja í páskahreti. Hallmundur Kristinsson orti um vor: Nú er sól og sunnanvindur. Signir vorið Eyjafjörð. Nítján hross og nokkrar kindur naga illa gróinn svörð. Jón Ingvar orti líka „fram- sóknarlegt“ vorljóð: Ógnarfargi’ er af mér létt, á mér lyftist brúnin: bráðum mun vor bændastétt bera skít á túnin. Þá rifjaðist upp fyrir Birni Ingólfssyni að einu sinni orti hann vorvísu með framsóknar- og sveitamannayfirbragði: Óðum lætur undan síga allt sem fyrr var dimmt og kalt. Fara út að morgni að míga menn í björtu um landið allt. Blessað vorið pebl@mbl.is Hrunamannahreppur | Tölu- vert snjóaði í uppsveitum Ár- nessýslu í fyrradag og fram á nótt og þegar íbúarnir vökn- uðu í gærmorgun var þó nokk- ur snjór yfir. Færð var þó ágæt um alla vegi. Krakkarnir í Miðfellshverfinu nýttu sér aðstæðurnar og fóru út að leika við hundana og renna sér á sleðum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir er hér með Töru og Elís Arnar Jónsson með Kappa. Bæði börnin eru fimm ára. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Leikið við hundana Snjór AÐALFUNDUR félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum felldi tillögu um að félagið sam- einaðist öðrum félögum opin- berra starfs- manna á Vestur- og Norðurlandi í nýju félagi sem hlotið hefur nafnið Kjölur. Að því er fram kemur í Bæjarins bestu hefur stjórn FOSVest undanfarna mánuði unnið að sameiningunni og á sínum tíma fór fram skoðanakönnum meðal félagsmanna þar sem meirihluti svarenda lýsti stuðningi við sameiningu. Á aðalfundinum sem haldinn var á Hót- el Ísafirði á laugardag voru mættir 57 fé- lagsmenn. Einungis 12 þeirra vildu sam- einingu en 45 voru á móti. Á fundinum fór einnig fram stjórnarkjör og var Gylfi Guðmundsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, kosinn nýr formaður félags- ins. Ólafur Baldursson, fráfarandi for- maður, gaf ekki kost á sér til áframhald- andi formennsku. Sameining op- inberra starfs- manna felld Í FERÐ FERLIR, gönguklúbbs rann- sóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, um nágrenni Reykjanesvita síðastliðinn laugadag rákust þátttakendur á áletrun við op Skálafellshellis. Á heimasíðu FERLIR er birt mynd af áletruninni og óskað eftir upplýsingum um hana, til dæmis hver hún er og hversu gömul. Félagsmenn hafa gengið mikuð um Reykjanesskagann og skráð fjölda menningarverðmæta. Áletrun við op Skálafellshellis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.