Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grindavík | Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 tók niðri á mal- arrifi í Grindavíkurhöfn stundar- fjórðungi fyrir klukkan tólf í gær er hann var að koma með fullfermi af kolmunna, um 2.500 tonn. Ágætis- veður er í Grindavík og ýttu björg- unarskipið Oddur V. Gíslason og lóðsinn við skipinu og þá losnaði það eftir að hafa verið strandað í um 20 mínútur. Ekki er nægt dýpi í allri höfninni fyrir jafnstór skip og Vilhelm og þurfa skipstjórnarmenn að beygja í stjór og bakka að löndunarbryggj- unni. Virðist skipið hafa beygt of snemma, samkvæmt upplýsingum starfsmanns Grindavíkurhafnar. Ákveðið hefur verið að dýkpa höfnina við löndunarbryggju loðnu- skipanna í sumar og stórt svæði í höfninni. Malarrifið sem Vilhelm steytti á í gær hverfur við þá fram- kvæmd. Vilhelm Þorsteinsson er í eigu Samherja hf. Skipið lagðist að bryggju eftir að það náðist af rifinu og var byrjað að landa úr því farm- inum til fiskimjölsverksmiðju Sam- herja. Ekki var reiknað með að skemmdir hefðu orðið á botni skips- ins. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson tók niðri á malarrifi í Grindavíkurhöfn Rifið hverfur við dýpkun- arframkvæmdir í sumar Ljósmynd/Hilmar Bragi Laus: Vilhelm Þorsteinsson losnaði af rifinu þegar lóðsinn og björgunarbáturinn ýttu við stefni hans. Reykjanesbær | Efnt verður til Erlingskvölds í Duushúsum í kvöld, á afmælisdegi Erlings Jónssonar listamanns. Að þessu sinni verður dagskráin helguð Kristni Reyr og verkum hans. Auk kynn- ingar á verk- um Kristins mun Leikfélag Keflavíkur leiklesa eitt verka hans, nokkur laga hans verða flutt ásamt ljóðum og Faxafélagar munu minnast Kristins. Þess má geta að í haust verður verk Erlings Jónssonar, Himnasmiður, sem sprottið er upp úr kveðskaps Kristins, sett upp í Reykja- nesbæ. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Auk Bókasafns Reykjanes- bæjar standa menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar, Penn- inn – Bókabúð Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur, Mál- fundafélagið Faxi og Áhuga- hópur um stofnun Listasafns Erlings Jónssonar að Erlings- kvöldi. Erlings- kvöld haldið til heiðurs Kristni Reyr Kristinn Reyr STÆRÐFRÆÐIKEPPNI grunn- skólanna á Suðurnesjum fór ný- lega fram í sjöunda sinn. Fjöl- brautaskóli Suðurnesja stóð fyrir keppninni og eins og áður í sam- vinnu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Keppendur voru færri en á síð- asta ári en það var metár. 117 nemendur úr þremur efstu bekkj- um grunnskólanna tóku þátt. Flestir voru í Holtaskóla í Kefla- vík, 38 talsins. Undankeppnir voru í skólunum og úrslitakeppnin var síðan háð í Gerðaskóla í Garði í því þriðja. Karl Njálsson úr Gerðaskóla varð efstur nemenda í 10. bekk, Bogi Rafn Einarsson úr Grunn- skóla Grindavíkur annar og Dína María Margeirsdóttir úr Grunn- skóla Grindavíkur þriðja. Fjölbrautaskóli Suðurnesja veitti viðurkenningarskjöl fyrir tíu efstu sætin í hverjum árgangi. Íslands- banki veitti þremur efstu pen- ingaverðlaun og þrír efstu úr 10. bekk fengu að auki grafískan vas- areikni frá Verkfræðistofu Suð- urnesja. Fjölbrautaskóla Suðurlands. Keppnin var nokkuð jöfn, að því er fram kemur á vef FSS. Sigtryggur Kjartansson úr Heið- arskóla í Keflavík varð hlutskarp- astur af áttunda bekkjar nem- endum, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr Heiðarskóla varð annar og Sólveig Dröfn Jónsdóttir úr Grunnskóla Grindavíkur þriðja. Margrét Ingþórsdóttir úr Sand- gerðisskóla sigraði í 9. bekk, Sara Sigurðardóttir úr Grunnskóla Grindavíkur varð í öðru sæti og Sigurður Freyr Ástþórsson úr Verðlaunaveiting: Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum stilltu sér upp til mynda- töku að lokinni verðlaunaveitingu ásamt fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stuðningsfyrirtækja. Hnífjafnt í stærðfræðikeppni Garður | Kostnaður Sveitarfélagsins Garðs við að uppfylla ákvæði reglu- gerðar um hreinsun skólps og leiða það á haf út er áætlaður 250 til 300 milljónir. Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir heimild umhverfisráðu- neytisins til að framkvæma þetta á einfaldari hátt en það er talið kosta 30 til 35 milljónir kr. Sveitarfélög á borð við Garð eiga að hafa komið frárennslismálum sín- um í lag fyrir lok árs 2005. Reglu- gerðin kveður á um að hreinsa skuli allt skólp með tveggja þrepa hreins- un og leiða það 20 metra út fyrir ströndina eða 5 metra niður fyrir stórstraumsfjöru. Unnt er að sækja um undanþágu þannig að skólp verði grófhreinsað og leitt um langa útrás- arleiðslu út í hafstrauma. Byggð er dreifð í Garðinum og út- rásir því margar og langt á milli þeirra. Yrði því mjög kostnaðarsamt að koma frárennslismálum í þetta horf. Verkfræðistofa Suðurnesja áætlar að kostnaður við fullhreinsun yrði 250 til 300 milljónir kr. en kostn- aður við undanþáguleiðina yrði 100 til 150 milljónir. Mengun verður hverfandi Bæjaryfirvöld fólu Verkfræðistof- unni að gera tillögur um útrásarkerfi sem hreinsi fjörur af aðskotahlutum og tryggi að þynning mengunarefna verði viðunandi, en með minni kostn- aði. Fram kemur í skýrslu stofunnar að Garður liggi að sjó þar sem haf- straumar eru miklir og viðtaki skólps því hagstæður og dreifing og þynning mengunarefna mikil. Bent er á að fiskvinnslan noti mik- ið vatn og skili meginhluta þeirra líf- rænu efna sem fari í frárennsliskerf- ið. Áætlað er að frá fiskvinnslu- fyrirtækjunum komi fimmfalt meira magn lífrænna efna en frá íbúunum. Þetta efni megi auðveldlega endur- nýta. Verkfræðistofan leggur til að fisk- vinnslustöðvunum verði gert að hreinsa skolvatnið áður en það fer í fráveitukerfið. Settar verði upp rot- þrær í stað útrása sem tengdar eru við fá hús. Stærri útrásir verði lagð- ar á þremur stöðum. Þar verði komið fyrir síubrunnum þar sem allt skólp verði grófsíað og útrásirnar fram- lengdar þannig að endi nái niður á tveggja metra dýpi undir meðal stór- straumsfjöru. Heildarkostnaður við þessa tillögu er áætlaður 30 til 35 milljónir. Verk- fræðingurinn metur það svo að mengun af völdum frárennslis verði hverfandi, verði ráðist í þessar fram- kvæmdir. Hann bendir jafnframt á að áfram verði mengun af völdum rotnandi þara sem oft safnist á fjörur á þessu svæði og valdi ef til vill meiri óþægindum fyrir íbúa og gesti held- ur en núverandi mengun frá skólpút- rásum. Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir heimild umhverfisráðuneytisins til að fara þessa leið. Í drögum að þriggja ára áætlun sveitarfélagsins Garðs er gert ráð fyrri að ráðist verði í þessa framkvæmd á árunum 2006 og 2007. Vilja fara nýja leið við hreinsun skólps Brot af kostnaði við fullhreinsun 00024í fyrra voru farnar Vissir þú að...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.