Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 21 VERKFRÆÐI – TÆKNIFRÆÐI • Vél- og rafeindatæknifræði (mekatronik) • Veikstraumstæknifræði • Upplýsingatæknifræði (IT-dipl.ing) • Tölvutæknifræði (data dipl.ing) • Hönnunartæknifræði (interaktiv design dipl. ing) • Véla- og rafeindaverkfræði (mekatronik) • Aðfararnám KYNNING Á NÁMI VIÐ SYDDANSK UNIVERSITET SÖNDERBORG (ÁÐUR SÖNDERBORG TEKNIKUM) VERÐUR Í VERKFRÆÐINGAHÚSINU ENGJATEIGI 9 ÞRIÐJUDAGINN 30. MARS NK. KL. 19.00 Neskaupstaður | Það er óhætt að segja að Neskaup- staður hafi ekki verið þekktur fyrir að hlúa að gömlum húsum sem varðveita sögu staðarins. Mörg hús hafa ver- ið rifin í áranna rás og segja gárungarnir að það skipti litlu þó að elsta húsið sé rifið, alltaf hafi eitthvert annað hús orðið elsta húsið. Stöku hús hefur þó varðveist, m.a. Lúðvíkshúsið svokallaða á Neseyrinni sem er bæj- arprýði. Undanfarið hefur orðið breyting á og með ein- staklingsframtaki hafa tvö gömul hús verið endurbætt og setja þau nú heilmikinn svip á miðbæ Neskaupstaðar. Annað húsið er gamla Bakkabúðin sem lengi var í eigu feðganna og kaupmannanna Björns Björnssonar eldri og yngri. Bakkabúðin var farin að láta verulega á sjá en með framtaki hjónanna Þorfinns Hermannssonar og Jó- fríðar Gilsdóttur hefur húsið nú tekið stakkaskiptum og fær senn það göfuga hlutverk að hýsa sportbar. Hitt húsið er gamalt sjóhús í fjörunni neðan við kirkj- una en það hefur nú verið endurbætt fyrir tilstilli feðg- anna Ara Benediktssonar og Benedikts Sigurjónssonar. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Gömul hús fá nýtt líf: Fremra húsið er gamalt sjóhús, hið aftara gamla Bakkabúðin í Neskaupstað. Gömul hús fá nýtt líf Neskaupstaður | Á laug- ardagskvöld fór fegurð- arsamkeppni Austurlands fram í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Sjö glæsi- legar stúlkur tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var það Jónína Brá Árnadóttir, 18 ára menntaskólamær frá Eg- ilsstöðum, sem bar sigur úr býtum. Jónína Brá var jafnframt kosin Oroblu- stúlkan og Ljósmyndafyr- irsæta Austurlands. Lilja Rós Aðalsteins- dóttir, 22 ára há- skólanemi frá Höfn, var kjörin netstúlka Símans og Hrafnhildur Ragn- arsdóttir, 19 ára mennta- skólamær frá Neskaup- stað, kjörin vinsælasta stúlkan. Jónína Brá og Hrafn- hildur verða fulltrúar Austurlands í keppninni Ungfrú Ísland í vor. Það voru Guðrún Smáradóttir, danskennari í Neskaupstað, og Kolbrún Nanna Magnúsdóttir frá Egilsstöðum sem sáu um skipulag og framkvæmd keppninnar sem var hin glæsilegasta. Ungfrú Austurland krýnd í Egilsbúð Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Fulltrúar austfirskrar fegurðar: Jónína Brá Árnadóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Jónína Brá fegurst austfirskra fljóða Neskaupstaður | Á föstudag veitti starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað viðtöku nýjum maga- og ristilspeglunartækjum af full- komnustu gerð. Það voru nokkur félagasamtök og fyrirtæki í Fjarðabyggð sem sýndu sjúkrahúsinu velvild sína í verki með þessari höfðinglegu gjöf. Gefendur eru Krabbameinsfélag Austfjarða, samtök í Neskaupstað sem ekki vilja láta nafns síns getið, Rauðakross- deildir Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Sparisjóður Norð- fjarðar, Eskja og Kvenfélag Reyð- arfjarðar og höfðu Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins umsjón með söfnuninni og kaupum á tækj- unum. Að sögn Þóris Aðalsteinssonar, rekstrarstjóra Fjórðungssjúkra- hússins, er þetta stærsta gjöf sem gefin hefur verið Fjórðungssjúkra- húsinu. „Það er ánægjulegt að finna þennan velvilja og liðsstyrk,“ sagði Þórir þegar tækjunum var veitt við- taka. Að mati Jóns Sen, yfirlæknis handlækningadeildar, er þetta nýja tæki mikil framför og ekki hægt að líkja getu þess saman við gamla tæk- ið sem var komið til ára sinna. Mikill vöxtur á liðnu ári Starfsemi Fjórðungssjúkrahúss- ins hefur verið í mikilli sókn undan- farin ár og hefur hún aldrei verið meiri en á síðasta ári. Aukning hefur orðið á öllum sviðum, m.a. hefur verkum á skurðstofu fjölgað, fæðing- um á fæðingardeild hefur fjölgað, rannsóknarstofunni hefur vaxið fisk- ur um hrygg, sérfræðingar eru fleiri og koma oftar svo eitthvað sé nefnt. Í máli Björns Magnússonar, for- stöðulæknis FSN, kom fram að nú væri búið að ná hámarksnýtingu og að ekki væri fyrirsjáanlega mikil aukning á næsta ári miðað við núver- andi mannskap. Læknaskortur og uppgangur Framundan er þó uppgangur í starfseminni, en nú þegar er hafinn undirbúningur að því að efla bráða- þjónustu sjúkrahússins sem er mjög mikilvægt, sérstaklega með þeim auknu umsvifum sem fyrirsjáanleg eru á Austurlandi á næstu árum. Jafnframt þarf að bæta við læknum, en erfitt hefur reynst að ráða lækna í Fjarðabyggð. Þá verða endurbætur á gamla enda Sjúkrahússins boðnar út í sumar. Auk þess að veita nýjum tækjum viðtöku opnaði Stefán Þorleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri FSN og félagi í Hollvinasamtökum FSN, nýjan vef við sama tækifæri; www.sjukrahusfsn.is. Vefurinn er gjöf frá Hollvinasamtökunum. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað fær ný speglunartæki Stærsta gjöf sem FSN hefur fengið Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Jón Sen, yfirlæknir handlækningadeildar FSN, sýndi gefendum og öðrum gestum hvers nýja tækið er megnugt. fórst þú með? ferðir fyrir Vildarpunkta icelandair.is/vildarklubbur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.