Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 23 AÐALBRANDARINN frá því að þú fæddist hefur snúist um hvað þú ert morgunsvæf. Þetta segi ég að þú hafir frá pabba þínum, þú vaknar ekki fyrr en um ellefu. Sjálf hef ég alltaf verið morgun- manneskja og hef aldrei þekkt það að sofa lengi út eins og kallað er. Um helgar hef ég frekar verið farin fram úr snemma, lagað kaffi og lesið blöðin. Þetta breyttist með þér. Allt í einu er ég farin að sofna seinna á kvöldin og sef bara þar til þú vaknar. Þegar þú ert síðan vöknuð gengur allt út á að þjónusta þig þar til þú sofnar aftur. Skipta um bleiu, gefa þér að drekka, baða þig og klæða. Oft er ég því ekki komin á fætur sjálf fyrr en um eða upp úr há- degi. Þar sem þetta er nokkuð föst dagskrá hjá okkur er fólk vinsam- legast beðið um að hringja ekki í okkur fyrr en eftir klukkan ellefu á morgnana. Hvað þá að nokkur sé velkominn í heimsókn fyrr en þá! Auðvitað hefur þetta ýmiss konar áhrif. Til dæmis þekkjum við það ekki að fara á mömmumorgna í kirkjunni okkar, enda byrja þeir morgnar kl. 10. „Er þetta ekki bara spurning um að mamman veki döm- una?“ spurði presturinn okkar í skírninni þegar þetta var eitthvað rætt yfir kaffibollunum. „Jú, vænt- anlega,“ svaraði ég og kímdi. Innst inni vissi ég nefnilega að þetta er ekki bara spurning um þig, ég er sjálf ekki vöknuð klukkan 10! Reyndar held ég því fram að þú sofir meira á næturnar en ég. Annað eyrað mitt er á „vaktinni“ og fyrstu vikurnar þínar stóð ég mig oft að því að athuga hvort þú andaðir ekki örugglega. Þessa athugun fram- kvæmi ég oft enn, geri það með því að koma aðeins við þig þannig að þú sýnir einhverja hreyfingu. Mágkona mín sagði mér að hún gerði þetta líka við sína dóttur, sem er ellefu vikum eldri en þú. „Ég athuga hjart- sláttinn,“ sagði hún mér, enda löngu þekkt fyrirbæri að einhvers konar athugun framkvæma víst flestar mæður á nýfæddum börnum.  DAGBÓK MÓÐUR Morgunsvæf eins og pabbi Meira á morgun. ÁSTARHVÖTIN er lík hungurhvötinni; gömul og gróin í taugakerfi mannsins. Það er a.m.k. niðurstaða dr. Helen Fisher mannfræðings. Fisher hefur nú gefið út bók um vís- indalegar niðurstöður sínar á rómantískri ást. Bókin heitir Ástæða ástarinnar: Eðli og efnafræði rómantískrar ástar (Why We Love: The Nature and Chemistry of Romantic Love (Henry Holt & Company, 2004)). Ástin er erfið viðfangs fyrir fræðimenn sem reyna að hneppa hana í hugtök, en það vafðist ekki fyrir Helen Fish- er. Hún setti sér það markmið að skilgreina ástina alveg niður í smæstu sameindir og það gerir hún í bókinni. Fisher rekur uppruna ástarinnar til sögu spendýra og teflir fram boðefni eins og dópamíni í leit sinni. Hún skrifar þessu til stuðnings að lyf eins og Prosac og Zoloft dragi úr viðleitini manna til að stunda kynlíf, verða ástfanginn og leita maka. Lyfin sljóvga ákveðnar tilfinningar en fólk í djúpri ástarsorg sækist einmitt eftir því. Ef það heldur aft- ur á móti áfram að taka þau eftir að sorgin er liðin hjá getur það misst af nýjum elskendum. „Fólk lokar á möguleg viðbrögð þegar draumamakinn líður hjá ef það er á þessum lyfjum,“ skrifar höfundurinn og að það sé of sljótt til að taka eftir tækifærunum. „Ástæðan er falin í áhrifum lyfjanna á serótónín-efnaflæðið í heil- anum.“ Fisher kemst að þessari niðurstöðu eftir langtímarann- sókn á 40 einstaklingum sem voru annaðhvort ástfangnir eða glímdu við ástarsorg eftir að hafa verið hafnað. Fisher notað heilaskanna og segulómtæki til að fylgjast með áhrif- um ástarinnar á heilann. Niðurstöður sýndu að ástin „hitar“ ákveðin svæði heilans meira en önnur – og af þeim ástæðum telur höfundurinn að ástin sé fyrirbæri í sama flokki og hungrið: Frumhvöt. Fisher veltir ýmsu fleiru fyrir sér í bókinni eins og t.d. hvernig fólk nælir sér í maka, hvernig ástin þroskast, og helst út hjónabandið eða deyr. Fyrri bækur Helen Fisher heita: The First Sex, og The Anatomy of Love.  TILFINNINGAR Ástin í heilanum Reuters Ástin: Frumhvöt ekki síður en hungrið. H ugmyndaflugið fær svo sannarlega notið sín í smiðju dagþjónustu fatlaðra við Gylfaflöt í Grafarvogi, en þar er unnið úr ýmsum efniviði, sem til fell- ur í nágrenninu jafnt sem í nátt- úrunni. Smiðjan er handverksher- bergi dagþjónustunnar Gylfaflatar, sem rekin er af Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjavík og fyrst var opnuð fyrir fjórum árum. Gylfaflöt er dagþjónusta fyrir fötl- uð ungmenni á aldrinum 16–25 ára. Boðið er upp á heilsdags- og hálfsdagspláss fyrir allt að þrjátíu ungmenni í einu. Skjólstæðingunum er skipt í þrjá hópa. Í tveimur þeirra eru ung- menni með ólíkar fatl- anir og í þeim þriðja eru einhverfir einstaklingar. Um helmingur ungmennanna, sem sækja dag- þjónustuna, búa í heimahúsum, en hin eru á sam- býlum eða í sjálf- stæðri búsetu. Aðalmarkmið Gylfaflatar er að efla lífsleikni ung- mennanna enda eru kjörorðin: virðing, samvinna, ábyrgð, starfsgleði og sjálfstæði. „Við erum að stuðla að því að auka líkamlegan og andlegan þroska, sjálf- stæði og frumkvæði einstaklingsins, viðhalda líkamlegri færni, auka færni til samvinnu og félagslegrar getu og efla sjálfsmynd og vitund ein- staklingsins,“ segir Dagbjörg Bald- ursdóttir, forstöðukona Gylfaflatar, sem hafði starfað sem félagsráðgjafi í Noregi um nokkurra ára skeið áður en hún kom að Gylfaflöt. Félagsleg samvinna Á Gylfaflöt eru nítján stöðugildi, en að sögn Dagbjargar er þjónustu- hópurinn breiður. „Hjá okkur eru ungmenni með ólíkar þarfir og er lögð mikil áhersla á sam- vinnu og fé- lagslega færni auk ýmissa ann- arra þátta. Þau, sem þurfa á sjúkraþjálf- un að halda, sækja hana annað þar sem hún er ekki í boði hjá okkur.“ Auk Gylfaflatar rekur svæðisskrif- stofan dagþjónustu fyr- ir fatlaða og vinnustofu fyrir einhverfa í Iðjubergi í Reykjavík fyr- ir þá sem komnir eru yfir 25 ára ald- ur. Styrktarfélag vangefinna rekur svo fleiri dagþjónustur og vinnustof- ur í borginni. „Starfsemi Gylfaflatar er byggð upp svipað og í skólum. Við styðjumst við stundatöflu og fylgjum fyrirfram ákveðnum tímum. Í hverjum tíma eru tvö til sex ungmenni og einn til fjórir starfsmenn og ræðst stærð hópa af getu einstaklinganna. Fjölbreytt og þroskandi tilboð eru í gangi hverju sinni, svo sem tölvutilboð, umræðu- hópar, vinnuverkefni, tjáning, snyrt- ing, íþróttir, skynörvun, málörvun, handavinna, ræsting, eldhússtörf, göngu-, hesta-, sund- og vettvangs- ferðir. Auk þess erum við í samvinnu við ungt fólk í Evrópu um ýmis sér- verkefni,“ segir Dagbjörg og nefnir að í tengslum við Evrópusamstarfið hafi ungmennin á Gylfaflöt sameinast um útgáfu ljóðabókar fyrir jólin sem hafi að geyma upplifanir þeirra úr náttúrunni. „Við fórum í nokkrar ferðir í fyrrasumar í Heiðmörk, Öskjuhlíð og Esjurætur til að hreinsa rusl. Einnig fórum við að Sólheimum í Grímsnesi og gróðursettum þar tré. Krakkarnir voru svo beðnir um að yrkja saman ljóð, sem lýst gæti upp- lifunum þeirra. Ruslið var víðs fjarri í kveðskapnum, en til urðu fjölmörg falleg ljóð um náttúruna, sólina, gras- ið, blómin, árstíðirnar og síðast en ekki síst varð til ljóð um pöddurnar, sem hér verður að lokum látið fylgja: Pöddur eru litlar og stórar. Sumar eru ljótar, sumar lifa lengi og sumar lifa stutt. Pöddur skríða út úr fjöllunum. Sumar skríða út úr steinunum og sumar skríða í rúmið. Flöskupokar, kaffikönnuhettur, púðar og tréhús eru meðal þeirra muna sem verða til í höndum and- legra og líkamlegra fatlaðra einstaklinga, sem sækja dagþjónustuna við Gylfaflöt. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í heimsókn. Morgunblaðið/Eggert Regboginn: Dagbjörg Baldursdóttir, forstöðukona Gylfaflatar, stendur hér við myndlistarverk, sem ung- mennin unnu sameiginlega að. Í Smiðjunni: Ásdís Ásgeirsdóttir saumar og Hlynur Steinarsson þæfir ull undir handleiðslu Sigrúnar Hallgrímsdóttur og Hafdísar Sverrisdóttur. join@mbl.is  FATLAÐIR|Vinna fjölbreytileg listaverk úr margskonar ólíkum efniviði Lífsleikni í hávegum höfð Sköpunarverkin: T.d. tækifæriskort, tréhús og púðar. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.